Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 42

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BLIKAHÓLAR Glæsileg útsýnisíbúð á 7. hæð með bílskúr. Mjög falleg 98 fm íbúð auk 25 fm bílskúrs í góðu lyftuhúsi við Blikahóla. Óviðjafnanlegt útsýni yfir borgina, Snæfellsnes, flóann og fjöll- inn. Nýlega endurnýjað eldhús, bað og gólfefni (parket, flísar). Örstutt í alla verslun, þjónustu og skóla. Laus strax. V. 12,6 m. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9 - 17.30 og sunnud. frá kl. 11 - 13 SIÐANEFND Blaðamannafélags Ís- lands hefur kveðið upp „úrskurð“ um ferð mína til Ísraels í vor, þar sem ég dvaldist í hópi norrænna frétta- manna í nokkra daga, í boði stjórnvalda í Ísr- aels. Formaður siða- nefndarinnar hringdi til mín og sagði mér að borist hefði kæra um mín störf. Ég tjáði honum að ég teldi mig ekki heyra undir þessa nefnd, þar sem ég væri ekki í Blaða- mannafélagi Íslands og starfaði samkvæmt siðareglum, sem Ríkisútvarpið setti sínu starfs- fólki. Síðan heyrði ég ekkert frá honum. Í úrskurði sínum kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið siðareglur Blaðamanna- félagsins. En það skýtur vissulega skökku við þegar nefndin segir í beinu framhaldi „brotið er alvar- legt“, sem fréttastofan fremur með því að senda mig til Ísraels, til að viðhafa óhlutdræga umfjöllun. Torskilin rök Siðanefndin vísar til fyrsta máls- liðs í 5. grein siðareglna Blaða- mannafélags Íslands: „Blaðamaður varast að lenda í hagsmunaágreiningi, til dæmis með því að flytja fréttir eða frá- sagnir af fyrirtækjum þar sem hann sjálfur á aðild. Hann skal fyrst og síðast gæta hags- muna lesenda og sóma blaðamannastéttarinn- ar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur.“ Mér er ofviða að skilja hvernig þessi grein hefur verið al- varlega brotin með því að senda mann til fréttaöflunar í Ísrael. Ekki er neinn „hags- munaágreiningur“ milli fréttastof- unnar og Palestínumanna eða Ísr- aelsmanna. Ekki verður heldur séð að fréttastofan „eigi sjálf aðild að“ átökunum í Miðausturlöndum. Heldur siðanefndin að nokkurra nátta gisting og nokkrar máltíðir skapi hagsmunatengsl, sem upp- hefji dómgreind fréttastofunnar? Fjölmiðlar með opin augu Fjölmiðlar sinna ekki skyldum sínum með því að loka augum og eyrum fyrir skoðunum og sjónar- miðum, sem einhverjum hópum kunna að vera á móti skapi. Við birtum nýlega ávarp bin Ladens og ekki þýðir það að við styðjum hryðjuverk hans. Nefndin veit það greinilega ekki að fjölmiðlar eru alla daga að þiggja fyrirgreiðslu frá þeim, sem um er fjallað. Nefna má nýlegt dæmi, þegar talibanar buðu öllum helstu fjölmiðlum heims í ferðalag inn í Afganistan, undir sinni leið- sögn. Auðvitað sýndu þeir aðeins það, sem þeir töldu gagnast sínum mál- stað. Fjölmiðlarnir notuðu efnið og gátu um uppruna þess. Þeir treystu bæði starfsmönnum sínum og áhorfendum og lesendum til að hafa dómgreind. Annað dæmi má nefna, þegar Ís- lendingar áttu í átökum í landhelg- isstríðum. Þá buðu íslensk stjórn- völd fréttamönnum til Íslands, til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Það er sérstaklega í stríði og átökum, sem fréttamenn verða háðir stríðsaðilum, því að öllum jafnaði komast þeir ekki nálægt vígstöðvum nema með aðstoð stríðsaðila. Þetta hefðu blaðamenn í nefndinni átt að upplýsa. Ónauðsynleg afskipti Siðanefnd Blaðamannafélagsins virðist ekki geta sætt sig við það að afskipti hennar af Ríkisútvarpinu eru ónauðsynleg. Ríkisútvarpið starfar samkvæmt lögum, þar sem svo er mælt fyrir að útvarpsstjóri gefi út reglur um fréttaflutning. Auk þess er siðareglur að finna í reglugerð með útvarpslögum, þar sem segir að í fréttum „skal gætt fyllstu óhlutdrægni“. Loks eru al- mennar leiðbeiningar fyrir starfs- fólk Fréttastofu Sjónvarps, þar sem fjallað er um siðareglur og hags- munaárekstra. Við sem störfum hjá Ríkisútvarpinu reynum að fara eftir þessum reglum, eftir því sem mannlegur fallvaltleiki leyfir. Spurningar vakna um samsetn- ingu siðanefndarinnar. Er það til dæmis siðlegt að í henni sitji lög- maður, sem einnig starfar fyrir Stöð tvö? Er það siðlegt að kveða upp úrskurði yfir fólki, sem hefur skýrt frá því að það heyri ekki und- ir nefndina á neinn hátt. Siðanefnd- in má koma saman og mynda sér skoðun á mínum verkum og vafa- laust fréttastofunnar líka, en ekki birta „úrskurð“, sem sendur er fjöl- miðlum til birtingar. Ég óska eftir að siðanefndin láti af sjálfboðaliða- starfsemi, hvað mig varðar og mín verk. Loks óska ég Blaðamannafélag- inu og siðanefnd þess góðs gengis við að gæta siðferðis sinna fé- lagsmanna. Undarlegur úrskurður Siðanefnd Ég óska eftir, segir Ólafur Sigurðsson, að siðanefndin láti af sjálf- boðaliðastarfsemi, hvað mig varðar og mín verk. Höfundur er varafréttastjóri er- lendra frétta hjá Fréttastofu Sjón- varpsins. Ólafur Sigurðsson TALIÐ er að ein af hverjum þremur kon- um og einn af hverjum átta karlmönnum verði fórnarlömb bein- þynningar. Flestir sem þjást af sjúk- dómnum eru eldri en 50 ára. Ástæður þess að fólk verður beinþynn- ingu að bráð geta ver- ið margar. Því miður er útilokað fyrir okkur að hafa áhrif á suma helstu áhættuþættina; áhættuþætti eins og aldur (en beinþynning eykst með aldrinum), kynferði (algengara meðal kvenna en karla) og erfðir. En sem betur fer getum við haft áhrif á aðra áhættuþætti. Sem dæmi má nefna að reykingar og óhófleg áfengis- drykkja auka líkur á beinþynningu. Þættir sem tengjast líkamsþjálfun og mataræði hafa einnig sitt að segja. Þannig reynist vera jákvætt samband á milli reglubundinnar „hóflegrar“ þjálfunar og bein- þéttni. Aftur á móti ýtir ofþjálfun undir rýrnun beina og í sérstökum áhættuhópi er ungt kvenfólk sem þjálfar stíft og ekki síst ef það er í ofanálag mjög grannholda. Áhrifaríkasta forvörnin gegn beinþynningu er að huga vel að þáttum sem hafa jákvæð áhrif til stykingar beina á uppvaxtarárum okkar. En beinin okkar eru lifandi vefur, sem er í stöðugum vexti frá því við fæðumst og þar til við verð- um fullorðin. Talið er að um tvítugt sé styrkur og þéttleiki beina í há- marki. Ákveðin aldursskeið virðast vera sérstaklega mikilvæg með til- liti til vaxtar beina. Frá fæðingu og til tveggja ára aldurs á mikill vöxt- ur sér stað. Einnig taka beinin mikinn vaxtarkipp á gelgjuskeið- inu, um 11 til 14 ára aldurinn hjá stúlkum og 13 til 17 ára hjá drengj- um. Þar sem beinin mótast svo mjög á táningsárunum ætti öllum að vera ljóst mikilvægi góðrar nær- ingar á því aldursskeiði. Sannað þykir að þeir sem hafa öflugan beinmassa þegar fullorðinsaldri er náð verða síður fyrir barðinu á beinþynningu en þeir sem reynast vera með „mögur“ bein. Því miður verður það að segjast eins og er að neysluvenjur margra unglinga eru æði bágbornar þegar kemur að góðri næringu fyrir bein- in. Þannig er ljóst að margir ung- lingar neyta of lítils kalks og þá frekar stúlkur en drengir. Mjólk og mjólkurvörur eru þær fæðutegund- ir sem gefa hvað mest kalk og er það mörgum áhyggjuefni að mjólk- urdrykkja virðist fara minnkandi hjá unglingum en í staðinn eykst gosdrykkjaneysla ár frá ári. Sam- kvæmt rannsóknum virðast vera sterk tengsl milli gos- drykkjaneyslu og kalkneyslu. Sem dæmi má nefna að stúlkur sem drekka gos reglu- lega neyta að meðal- tali fimmtungi minna kalks en stúlkur sem drekka það ekki. Ráð- lagður dagskammtur af kalki er 1.200 mg fyrir unglinga og 800 mg fyrir fullorðna. Eins og áður hefur komið fram er mjólk- urmatur ein auðug- asta uppspretta kalks. Sem dæmi má nefna að í hálfum lítra af mjólk eru hátt í 600 mg af kalki; í 30 g af osti eru 245 mg og í 150 g af jógúrt eru um 175 mg. Auðvitað skipta önnur næring- arefni en kalk máli þegar beinin eru annars vegar. Sem dæmi má nefna að D-vítamín aðstoðar við upptöku kalks í bein. Ef verið er úti við í dagsljósi nær líkami okkar, með aðstoð sólarljóssins, að fram- leiða dagsþörf á D-vítamíni á innan við hálftíma. Þar sem D-vítamín er ekki ríkulega að finna í hefðbundn- um mat er mikilvægt að neyta D- vítamíns í fæðubótarformi ef reglu- bundin útivera er ekki stunduð. Sem dæmi má nefna að kornabörn sem fá ekki notið sólarljóss ættu að neyta allt að 10 míkrógramma af D-vítamíni í fæðubótarformi á dag. Lýsi er dæmi um D-vítamínríka af- urð en í einni teskeið af þorskalýsi eru 12,5 míkrógrömm af D-vítam- íni. Ráðlagður dagskammtur af D- vítamíni er 10 míkrógrömm á dag. Því miður er margt sem bendir til þess að tíðni beinþynningar muni aukast á komandi árum. Von- andi rætist sú spá þó ekki. En til að sporna gegn þessum vágesti þarf sameiginlegt átak þar sem mismunandi þáttum er sinnt, þátt- um sem tengjast mataræði, líkams- þjálfun og læknisfræði. En eitt er víst; lengi býr að fyrstu gerð og þar sem vel nærður líkami elur af sér sterk bein felst besta forvörnin í því að temja sér góðar neyslu- venjur frá fyrstu tíð. Sterk bein – lengi býr að fyrstu gerð Ólafur G. Sæmundsson Beinvernd Besta forvörnin felst í því, segir Ólafur G. Sæ- mundsson, að temja sér góðar neysluvenjur frá fyrstu tíð. Höfundur er næringarfræðingur og stjórnarmaður í Beinvernd. PASTAVÉL PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 Verð 4.995

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.