Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 43

Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 43
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 43 oroblu@sokkar.is skrefi framar KYNNUM í Lyfju Lágmúla í dag, fimmtudag, kl. 13-17. 20% afsláttur af öllum vörum. Tilboðið gildir einnig í öðrum Lyfju verslunum. NÍNA Sæmundson fór vel af stað. Meðan hún var í evrópsku menningarumhverfi sótti hún fornfræga listaskóla og lærði hjá góðum kennurum. Þá vann hún þau verk sem halda munu nafni hennar á lofti. Dregur hver dám af sínum sessunaut. Hún kaus að setjast að í Babarínu, þar sem filmur hafa lengst af verið fram- leiddar á færibandi og seldar eins og sæl- gæti. Myndlistar- menn, einnig bandarískir, hafa löngum forðast Hollywood eins og pestarbæli. Þar á bæ hafa frægir leikarar sést á málverkasýningum með sólgleraugu. Hin klassíska æð Nínu tók að kalka og stíflaðist að lokum. Í þann tíð tóku amerískir bíla- framleiðendur að setja ornament mikil framan á bíla sína. Einhverj- ir muna kannski eftir Pontíack- indjánanum með mikinn fjaðurskúf á höfði. Ýmiskonar vængjaðar fí- gúrur voru vinsælar. Nína kaus að laga sig að smekk þeirrar tíðar þo- tuliðs. Menn hafa gert mikið veður útaf hinum risavaxna gullengli sem hangir yfir anddyri Waldorf Astoria í New York. Ef maður í huganum minnkaði allt þetta vænghaf, þannig að passi á vatns- kassa bíls, má sjá hvaðan engillinn er ættaður, „Big is better“. Víkjum nú til Íslands, sem virð- ist á góðri leið með að verða hold- gervingur hins ameríska draums, að vísu enn á sauðskinnskónum við smókinginn. Í Reykjavík eigum við okkur tjörn sem hefur einhvern tímann verið í ætt við fjallavötnin fagurblá. Í tímans rás hafa hug- sjónamenn af öllum stærðum og gerðum verið ólmir í að sökkva hugsjónum sínum niður í þetta vatn. Þeir róttækustu ætluðu að setja Þjóðleikhúsið í Tjörnina miðja og hafa hana fyrir kastala- síki. Þessi hugmynd var reyndar svo vitlaus að hún gekk ekki einu sinni í Íslendinga. En vel að merkja, Þjóðleikhúsið. Jónas Jóns- son átti mestan þátt í að reisa það við Hverfisgötu og sú sorg er eins og framhaldssaga án enda. En það eru líklega fáir sem muna að Jónas hugsaði sér torg frá Laugavegi niður á Hverfisgötu og það hefði skipt sköpum fyrir þessi hús, Þjóð- leikhúsið og Safnahúsið. Kotkarlar tíma ekki að rífa kumbalda sína. Þeir ráðast helst á hús sem eru til minja. Í mörg ár var hópur manna í fullri vinnu við að teikna ráðhús sem hefði kæft Tjörnina endan- lega. Þetta monstrum átti að verða kassi svo stór að heita mátti „mini“-skýjakljúfur. Alþingishúsið hefði orðið eins og kúadella aftan og neðan við þessi ósköp. Heyrt hef ég að hætt hafi verið við allt saman vegna þess að botninn var ónýtur og kassinn líklega sokkið í alvörunni. Síðan hefur verið nartað í þessa tjörn nokkurn veginn að meina- lausu. Við fengum að vísu amer- íska himinmigu, svo illa þefjandi af botnleðju að oftast er slökkt á henni. Ráðhúsið er að mínu viti frábær arkitektúr, hvað sem líður vatni og sundfuglum. Kannski ætti það að hafa risið annars staðar. En nú er það þarna, ákaflega vel snið- ið við þann stakk sem því var skorinn. Og þá er komið að stóra hvelli. Hafmeyjar hafa aldrei verið til í íslenskri þjóðtrú eða sögu, ég veit ekki hvort þetta á við um Dani, en þeir hafa eignast hafmey svo þokkafulla, að frægt er um löndin. Mynd Nínu, Móðurást, hefur mikið af þessum þokka, en hefur í lít- illæti sínu aldrei hlot- ið verðuga athygli eða lof. Það skal fúslega viðurkennt að minn hópur var ekki hrifinn af þeim halelújakór sem hrópaði í falsettó: Hafmey í Tjörnina! Í svona málum er engin sönnun, bara skoðana- munur rétt eins og í pólitík. Við andstæðingar kórsins höfðum þá skoðun þá og höfum enn, þeir sem eru á lífi, að þetta hafi verið sexí gella, bronshúðuð gluggagína með klofinn sporð módel 1940. Nú væri hún best komin í Disneylandi. Þannig lék líf í Hollywood efnis- legan listamann og hefur slíkt raunar gerst oftar en tölum taki. Og það stóð ekki á fullyrðingum. Skemmdarverkið var umsvifalaust skrifað á reikning „abstrakt- kommúnistanna“ og reyndar stóð- um við okkur ekki nógu vel í að hrinda því orðspori. Án þess að tala nema undir rós gaf Högni Torfason í útvarpspistli ótvírætt í skyn hverjir hefðu verið þarna að verki. Svavar Guðnason, þá for- maður BÍL, sat fyrir svörum hjá Högna. Hann gat verið mikill ein- trjáningur. Í viðtali þessu gafst honum gott tækifæri til að hrista af okkur óværuna með gagnsókn gegn þessum kjaftavaðli. En hann beit sig eins og steinbítur í eina setningu: „Listaverk á ekki að eyðileggja“ og þar við sat. Frá þeim degi vantaði ekkert til að sakfella okkur annað en sönn- un. Ég þekkti alla þessa „abstrakt- kommúnista“ vel. Ég fullyrði að ekki einn einasti hafi kunnað jafn- vel á púðurkerlingar, hvað þá á sprengju, til að sundra mynd sem þeim var ekki að skapi. Þeir höfðu hvorki vilja né getu til þess. Og hvers vegna datt engum í hug eitt pottþétt „alibí“: Þessi hópur hafði annað og betra að gera á gamlárs- kvöld en að standa í skemmdar- verkum. Ég hef frá upphafi verið sann- færður um hvernig þetta gekk til. Neðarlega á styttunni var gat, en slíkt hendir stundum við málm- steypu. Í þá daga var leyfð sala á svokölluðum bombum, sem voru talsvert öflugar og hlutust stund- um slys af. Ég held að strákum hafi dottið í hug að gera nú ærleg- an hvell og hann hafi orðið heldur meiri en þeir gerðu ráð fyrir. Íslendingar hafa löngum verið lagnir við að vekja upp drauga sem voru svo kröftugir og illir, að þeir nístu hold frá beini. Þetta var áður en spíritísk útfrymi komu til sögunnar og kölluðust hinir fram- liðnu. Vonandi verða kaupmenn í Smáranum ánægðir með sinn upp- vakning. Uppvakningur Kjartan Guðjónsson List Hafmeyjar, segir Kjart- an Guðjónsson, hafa aldrei verið til í íslenskri þjóðtrú eða sögu. Höfundur er listmálari og fv. kennari við Myndlista- og hand- íðaskóla Íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.