Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.10.2001, Qupperneq 44
HESTAR 44 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                                                Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI NOKKUR þrýstingur hefur verið undanfarin ár á að breyta skráningu fæðingarstaðar hrossa sem framan af sagði til um hvar hrossið væri fætt. Það átti við þegar hross voru nánast eingöngu ræktuð til sveita á lögbýlum og ekkert verið að hugsa mikið um markaðssetningu og sölu- mál. Nú er öldin önnur og áhugi fyrir hrossarækt hefur heltekið margan þéttbýlisbúann eða landleysingjann. Eftir því sem vegur hrossaræktar hefur vaxið hefur merking fæðing- arstaðar breyst úr því að segja á hvaða stað hrossið sé fætt yfir í það úr hvaða ræktun hrossið er komið. Ræktunarheiti í stað fæðingarstaðar Eftir því sem einstakir ræktunar- menn hafa náð betri árangri hefur þeirra ræktunarheiti þ.e. fæðingar- staður hrossa fengið aukið vægi og verið nánast eins og skrásett vöru- merki. Mörg dæmi eru um að hross sem kennd eru við einhvern ákveð- inn stað hafi aldrei á ævi sinni stigið fæti sínum þar niður. Í dag er því sú breyting orðin á að réttara er að tala um ræktunarheiti en fæðingarstað. Meginreglan hefur verið sú að kenna hross við þann stað sem fyrsti eigandi hefur lögheimili á. Ef um lögbýli er að ræða er það bæjarnafn- ið en sé viðkomandi búandi í þéttbýli er það kennt við sveitar- eða bæj- arfélagið samanber Sveinn Guð- mundsson á Sauðárkróki. Hross úr hans ræktun og Guðmundar sonar hans eru kennd við Sauðárkrók. Sauðárkrókur er orðinn heimsfrægt ræktunarnafn og má segja að aðrir Sauðkrækingar njóti góðs af því að kenna hross sín við bæinn. Þeir sem eiga lögheimili í Reykja- vík rækta sömuleiðis hross frá Reykjavík og það er einmitt það sem mörgum þéttbýlisræktandanum hef- ur gramist. Það er ekkert spennandi að rækta hross frá Reykjavík ásamt tugum ef ekki hundruðum annarra hrossaræktenda. Það að hross sé kennt við Reykjavík gefur afskap- lega litlar upplýsingar um af hvaða meiði hrossið er komið eða hvers megi hugsanlega vænta af því. Einu upplýsingarnar eru þær að ræktand- inn á lögheimili í Reykjavík. En nú hefur fagráð hrossaræktar tekið fæðingarstaðamálið fyrir og það fengið jákvæða umfjöllun þar þótt ekki liggi fyrir með hvaða hætti verður að því staðið. Og víst þykir mörgum að vel þurfi Reglur um skráningu fæðingarstaða hrossa til umræðu hjá fagráði Hið óskráða vörumerki og gæðastimpill Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hrossaréttir í Mosfellsbæ eru staðreynd þótt hvorki séu jafnmargir hestar eða menn og í réttunum fyrir norð- an. Hér glímir Lilla við trippi frá Hauki á Helgafelli sem heldur sig til hlés enda ekki eins vel til starfans fallinn. Loksins er umræða um skráningu fæðing- arstaða hrossa komin í efsta þrep og má vænta að nýjar reglur þar um líti brátt dagsins ljós. Valdimar Kristinsson kynnti sér stöðu málsins og dustaði rykið af göml- um hugmyndum. NÆSTKOMANDI sunnudag klukk- an. 15 verður haldin sölusýning í Ölf- ushöll. Söluflokkar eru unghross, fjölskyldu- og reiðhross, keppnis- hross og kynbótahross. Bein útsend- ing verður frá sölusýningunni á Net- inu í gegnum slóðirnar www.riding- school.is og www.hestar847.is. Fólk sem fylgist með á Internetinu getur keypt með því að hringja í síma + 354 896 4847 og sent staðfestingu með tölvupósti til info@tolthestar.is. Viðskiptin ná fram að ganga ef hest- urinn stenst reiðpróf fulltrúa sýning- arinnar og stenst dýralæknisskoðun. Þegar síðasta sölusýning fór fram voru 75 tölvur víðsvegar um heiminn tengdar. Skráning fer fram hjá í sím- um 896 8181 og 864 5222. Skráningu lýkur fimmtudaginn 25. október Tölthestar og Hrossaræktarsam- tök Suðurlands. Sölusýning á Ingólfshvoli ALLT stefnir í að Svíar muni von bráðar snúa sér að íslenska dómkerf- inu við dóma á kynbótahrossum en það hefur nú þegar verið samþykkt í ræktunarnefnd sænska Íslands- hestasambandsins og er nú til kynn- ingar meðal meðlima þess. Loka- punkturinn er að stjórn samtakanna samþykki að taka kerfið til notkunar. Taldi Ágúst Sigurðsson hrossarækt- arráðunautur miklar líkur á að það gengi eftir en hann situr þessa dag- ana á rökstólum með sænskum ræktunarmönnum þar sem farið er yfir kynbótastarfið í Svíþjóð. Sagði Ágúst að góður andi svifi yf- ir vötnum í viðræðum hans við Svíana og menn almennt á því að ræktun íslenska hestsins stefni í rétta átt. Bæði Norðmenn og Danir hafa nú þegar samþykkt að taka upp ís- lenska dómskalann og aðspurður hvort Þjóðverjar væru á þeim bux- unum að fylgja í kjölfarið sagði Ágúst að þeir yrðu að koma í sínum takti. Það myndi vafalítið taka ein- hvern tíma en sjálfsagt kæmi að því fyrir rest. Svíar taka upp íslenska dómkerfið Kynbótadómar hrossa TÖLVUVÆÐING hestamóta á næsta ári mun valda byltingar- kenndum breytingum á mótahaldi og auðvelda mjög allan undirbúning móta, framkvæmd þeirra og frágang skýrslna og skil á þeim. Þar fyrir utan munu safnast upp- lýsingar í afar verðmætan gagna- grunn sem er góð viðbót við það sem nú þegar er komið í gagnabanka bændasamtakanna, en allar upplýs- ingar munu fara inn á Feng. Með því að samþykkja endanlega notkun á þessu tölvukerfi á ársþingi Landssambands hestamannafélaga á dögunum stíga hestamenn mjög mikilvægt skref til framfara í móta- haldi. Með tilkomu kerfisins getur öll skráning keppenda á mót farið í gegnum Netið. Keppnishestar verða að vera skráðir í Feng og skráir knapi fæðingartölu hestins og kenni- tölu sína. Þegar keppandi hefur sent skráningu sína sækir kerfið upplýs- ingar um bæði hest og knapa í Feng. Til að fá árangur í keppni viður- kenndan þarf knapi að vera skráður félagi í aðildarfélagi LH og hestur- inn grunnskráður í Feng. Hestar sem ekki eru grunnskráðir frá bráðabirgðaskráningu sem síðar er staðfest. Kerfið mun samkvæmt samningi milli LH, Bændasamtaka Íslands og Hestamiðstöðvar Íslands verða í eigu síðasttalda aðilans sem mun innheimta skráningargjöld vegna reksturs kerfisins. Samkvæmt greinargerð sem fylgdi með tillögunni verður um þrjá gjaldflokka að ræða, í fyrsta lagi inn- anfélagsmót þar sem verður lægsta gjaldið. Opin mót verða í miðflokkn- um en lands- og fjórðungsmót verða í þriðja flokknum þar sem gjaldið verður hæst. Verðið er áætlað 100– 200 krónur á hverja skráningu. Með tilkomu þessa tölvukerfis er einnig stigið mikilvægt skref í að öll fædd hross verði skráð og einstak- lingsmerkt og vissulega mun þetta styrkja mjög gagnagrunninn Feng. Harðæri hjá hrossaþjófum og svikurum Með aukinni skráningu og skýrsluhaldi má ætla að á næstu ár- um verði úr sögunni allir möguleikar til svika og pretta við hrossasölur eins og til dæmis með því að yngja hesta upp. Sömuleiðis má ætla að hrossaþjófnaðir geti orðið afar áhættusöm iðja. Þá auðveldar þetta alla upplýsingaöflun um árangur ein- stakra hesta og sömuleiðis knapa í keppni. Má til dæmis nefna að ein til- laga sem fjallaði um breytingar á til- færslu milli styrkleikaflokka í keppni var samþykkt á þinginu ein- vörðungu í trausti þess að nauðsyn- legur eftirlits- og upplýsingaþáttur væri mögulegur með tilkomu þessa kerfis. Það má því hiklaust fullyrða þótt ekki hafi það farið mjög hátt að á ný- afstöðnu þingi var stigið afar mik- ilvægt framfaraskref. Nýtt tölvukerfi fyrir mótahald LH Byltingarkenndar breytingar í vændum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Ætla má að miklar breytingar til hins betra geti orðið á framkvæmd hestamóta á næstu árum með tilkomu nýja tölvukerfisins sem verður í eigu Hestamiðstöðvar Íslands. Myndin er tekin á Íslandsmótinu á Varm- árbökkum í sumar og fara hér verðlaunahafar í slaktaumatölti. ♦ ♦ ♦ GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.