Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 45
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 45
á innimálningu
Íslensk gæðamálning
miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10.
TILBOÐ
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878
Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132
Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400
Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012
Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790
Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100
Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411
Harpa Sjöfn málningarverslanir
470 kr.
20-40% afsláttur
af allri innimálningu
Verð á lítra frá
Fagleg ráðgjöf og þjónusta
fyrir einstaklinga.
að standa að málum svo vel takist til
því lítið má út af bera til að klúður
geti orðið úr.
Ágúst Sigurðsson hrossaræktar-
ráðunautur sagði ljóst að greiða
þyrfti fyrir skráningu á ræktunar-
heiti í framtíðinni því eitthvað myndi
kosta að halda utan um þetta. Hann
sagði hins vegar ekki ljóst hvernig sá
rammi yrði sem settur verður vegna
ræktunarheita. Vitað er að sumir
vilja fá að kenna hross sín við fyr-
irtæki en Ágústi leist ekki alltof vel á
á þá hugmynd því fyrirtæki koma og
fara (og sum fara á hausinn). Eitt
væri þó ljóst, sagði Ágúst, að koma
yrði í veg fyrir að ýmiskonar ónefni
verði skráð og taldi hann það einn
mikilvægasta þáttinn í þessu.
Margslungið mál
Gerð reglna um skráningu rækt-
unarnafns hrossa gæti orðið nokkuð
flókið mál því hugsa þarf vel fyrir öll-
um hliðum málsins sem upp kunna
að koma. Mætti til dæmis hugsa sér
að Hrólfur hrossaræktandi keypti
sér lögbýli sem héti Snúrustaura-
staðir og samkvæmt núgildandi hefð
ræktaði hann hross frá Snúrustaura-
stöðum. Með nýjum reglum sækir
hann um þetta sem ræktunarheiti.
Seinna selur hann Snúrustaurastaði
og flytur þaðan og með honum rækt-
unarheitið. Hann kaupir jörðina
Brunaból en ræktar eigi að síður
hross frá Snúrustaurastöðum. Segj-
um svo að kaupendur Snúrustaura-
staða séu hestafólk sem hefur
hrossarækt með jarðarkaupunum.
Nýju eigendurnir mættu hins vegar
ekki kenna hrossin sín við Snúru-
staurastaði og þyrfti því að finna sér
annað ræktunarnafn og sækja um.
Fyrirtækjahugmyndin umdeild
Margir eru mjög andvígir því að
hægt verði að kenna hross við fyr-
irtæki. Telja að úr því geti orðið hálf-
gerður skrípaleikur. Tökum sem
dæmi ef sá kunni hestamaður Sævar
Haraldsson færi að rækta hross og
út úr því kæmi til dæmis Sörli frá
Valhúsgögnum eða hvernig hljómar
þá ef eigendur annars fyrirtækis
ræktuðu Irpu frá Z-brautum og
gluggatjöldum og þá Galsi frá Gáma-
þjónustunni og Blesi frá Bæjardekki
og svona mætti halda áfram.
Um þessi mál hefur verið fjallað
nokkrum sinnum á hestasíðum
Morgunblaðsins og meðal annars
settar fram hugmyndir á þeim nót-
um að fagráð setji reglur og skipi
þriggja manna nefnd sem fjalli um
umsóknir um ræktunarheiti sem að
sjálfsögðu lúti reglum um íslenskt
mál, séu örnefnaheiti sem gætu sómt
sér sem bæjarnöfn. Æskilegt væri
að sneiða hjá nöfnum sem fyrir væru
á lögbýlaskrá því nóg er til af góðum
örnefnum sem geta sómt sér vel sem
ræktunarheiti. Sömuleiðis væri
mjög taktlaust að veita tveimur eða
fleiri ræktendum sama nafnið.
Skráning á heimsvísu
Önnur hlið á þessu máli er það
sem kalla má hnattvæðingu ræktun-
ar íslenska hestsins. Nú hefur World
Feng eða Alheims Feng verið hleypt
af stokkunum og að sögn Ágústs
verður einnig haldið utan um skrán-
ingu ræktunarheita utan Íslands.
Þykir ljóst að ekki geti sú skráning
lotið sömu lögmálum og verða mun á
Íslandi. Nú þegar eru til mjög sér-
kennileg ræktunarnöfn erlendis og
þar hafa menn flutt þau með sér milli
staða. Eitt mætti nefna hér frá
Þýskalandi sem er Svada- Kol- Kir
sem útfærist þá Sleipnir von Svada-
Kol- Kir. Og hvað þýðir þetta eig-
inlega kann einhver að spyrja? Jú,
þarna er á ferðinni einlægur aðdá-
andi austanvatnahrossa eða Svaða-
staðahrossa og kennir því hrossin
sín við Svaðastaði, Kolkuós og
Kirkjubæ. Þetta er gott dæmi um
það hvert hugmyndaflugið getur
borið menn.
Framsal ræktunarheita
En þótt málið virðist flókið er ekki
spurning um að full þörf er á að
semja reglur um ræktunarnöfn. Þá
eru ýmis álitaefni eins og til dæmis
um framsal á ræktunarheiti sem get-
ur verið orðið mjög verðmætt. Væri
ekki til dæmis gott að fá að kenna
hross sín við Kirkjubæ eða Stóra-
Hof? vafalítið myndi það létta undir
með sölu hrossa.
Ágúst sagði að þetta væri til með-
ferðar hjá fagráði og gerði hann ráð
fyrir að þetta yrði eftur tekið fyrir á
fundi ráðsins í desember og jafnvel
að þá yrðu gefnar út reglur um um-
sóknir og skráningar ræktunarheita.
Fram að þeim tíma væru menn opnir
fyrir hugmyndum. Þess má geta að í
fagráði sitja meðal annars auk
Ágústs, Kristinn Guðnason, Þórir
Ísólfsson, Jósep Valgarð, Guðmund-
ur Jónsson, Hrafnkell Karlsson og
Víkingur Gunnarsson.