Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 48

Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 48
MINNINGAR 48 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgeir Schev-ing Kristmunds- son fæddist í Stakka- vík við Hlíðarvatn í Selvogi 18. apríl 1921. Hann lést á Landakoti 17. októ- ber síðastliðinn. Móðir hans var Lára Elín Scheving húsfrú frá Ertu í Sel- vogi, f. 6.9. 1889, d. 16.11. 1985. Faðir hans var Kristmund- ur Þorláksson bóndi frá Hamarskoti í Hafnarfirði, f. 17.12. 1882, d. 11.7. 1993. Systkini Val- geirs eru Gísli, f. 15.1. 1918; Egg- ert, f. 17.2. 1919; Elín Kristín, f. 13.4. 1923; Anna Sigríður, f. 12.5. 1924; Þorkell, f. 12.9. 1925; Val- gerður, lést ársgömul; Hallgrím- þrjú fósturbörn. c) Sævar Geir, í sambúð með Ernu Sif Smáradótt- ur. Þau eiga eitt barn. d) Bjarki Þór, unnusta Íris Dögg Grímsdótt- ir. Hann á eitt barn. 2) Regína, f 7.9. 1950, gift Halldóri Þorvalds- syni, f. 27.9. 1950. Börn þeirra eru: a) Esther, gift Haraldi Helga- syni. Þau eiga þrjú börn. b) Ellen, gift Viðari Hannessyni. Þau eiga tvö börn. c) Davíð Valgeir, unn- usta Kristín Þórðardóttir. 3) Franz Ævar, f. 23.10. 1956, kvænt- ur Bergþóru Victorsdóttur, 17.4. 1957. Börn þeirra eru þrjú: a) Val- geir Scheving. b) Victor Leifur. c) Jóhanna Elsa. Valgeir var í sambúð með Rann- veigu Kristjánsdóttur, f. 25.3. 1926, í 15 ár. Hann stundaði sjó- mennsku frá Grindavík og Hafn- arfirði um árabil. Valgeir hóf störf í málningarverksmiðjunni Hörpu 1954 og vann þar í 26 ár. Þá vann hann hjá Pósti og síma frá 1980 þar til hann hætti störfum. Útför Valgeirs fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. ur, f. 1.7. 1928; Lárus Ellert, lést barn; og Lárus Ellert, f. 3.1. 1931. Hinn 9. september 1945 kvæntist Valgeir Elsu Maríu Micelsen, f. 12.5. 1922, d. 6.2. 1976. Foreldrar henn- ar voru Jörgen Frank Michelsen úrsmiður og Guðrún Pálsdóttir húsfrú. Valgeir og Elsa bjuggu lengst af á Sauðarkróki. Börn þeirra eru: 1) Kristín Lára, f. 15.8. 1945, gift Hallvarði Sigurjónssyni, f. 27.1. 1944. Börn þeirra eru: a) Elsa María, gift Guðfinni Árna- syni. Börn þeirra eru þrjú. b) Sig- urjón, í sambúð með Svandísi Þór- hallsdóttur. Hann á eitt barn og Elskulegur tengdafaðir minn er látinn eftir langvarandi veikindi. Með þessum fátæklegu orðum lang- ar mig að þakka honum samveruna síðastliðin tuttugu og þrjú ár. Betri tengdaföður og afa fyrir börnin mín er vart hægt að hugsa sér. Hann var einstakt ljúfmenni sem ég naut að umgangast eins og við raunar öll fjölskyldan. Valgeir var gæddur mikilli frásagnargleði og sögurnar frá uppvexti hans voru lærdóms- ríkar fyrir okkur öll sem ölumst upp við nútíma þægindi og mun ég muna þær um ókomna tíð. Þær voru skemmtilegar ferðirnar sem við fórum saman í gegnum tíðina, bæði erlendis og hér heima. Valgeir naut sín best í kringum æskuslóð- irnar og í síðustu ferð okkar að Hlíðarvatni í Selvogi vildi Valgeir endilega komast alla leið niður í fjöru og horfa út á hafið, líta við í Strandarkirkju og í kaffi til æsku- vinar sem er með sumarhús í Sel- vogi. Þetta afrekaði hann fárveikur í lok sumars. Þær voru líka ófáar ferðirnar sem við fórum saman að Efri-Brunnastöðum þar sem systk- ini hans búa. Þar var ætíð tekið á móti okkur með miklum höfðings- skap og hlýju, sem ég vil nú færa þeim öllum þakkir fyrir um leið og ég votta þeim samúð mína. Elsku Valgeir minn takk fyrir samveruna. Ég óska þér velfarn- aðar á víðáttu eilífðarinnar. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Bergþóra Victorsdóttir. Látinn er mágur minn Valgeir Scheving Kristmundsson. Hann fæddist í Stakkavík í Selvogi og dvaldist þar heima til 16 ára aldurs, en tók þá mal sinn og hélt til Grindavíkur á tveim jafnfljótum og áfram til Hafnarfjarðar þar sem hann stundaði sjómennsku. Til Reykjavíkur kom hann 1954 og gerðist iðnverkamaður hjá málning- arverksmiðjunni Hörpu. Þar vann hann í 26 ár. Árið 1980 hóf hann störf hjá Pósti og síma er hann gegndi til 73 ára aldurs. Valgeir var mikill útilífsmaður og hafði mikla unun af að reika um heiðar landsins og fylgjast með því lífi er þar þróaðist. Hann var sann- ur veiðimaður og stundaði veiðar með góðum árangri til sjós og lands. Hann átti trillur í áratugi og veiddi rauðmaga, ýsu og fleiri fisk- tegundir. Hann átti góðar byssur er hann notaði við sel-, refa- og rjúpnaveiði. Valgeir kvæntist yngstu systur minni, Elsu Maríu. 9. september 1945 og bjuggu þau í hamingjusömu hjónabandi í rúmlega 30 ár, eða þar til Elsa andaðist 1976, 54 ára að aldri. Valgeir harmaði Elsu sína alla tíð og er hann minntist á hana sagði hann ávallt „hún Elsa mín“. Hann þráði að fara til Elsu sinnar og trúði ætíð á endurfundi þeirra. Elsa og Valgeir eignuðust þrjú börn: Kristínu Láru, Regínu Val- gerði og Franz Ævar. Alls munu af- komendur þeirra vera 21, allt mikið dugnaðarfólk. Valgeir var heimakær og góður heim að sækja. Hann var viðræðu- góður og glettinn í lund og talaði aldrei illa um neinn. Hann var hjálpfús og greiðvikinn og ávallt viðbúinn að hjálpa ef einhver þurfti aðstoðar við. Valgeir er kvaddur af tengdafólki sínu með söknuði og þökk fyrir góða viðkynningu. Franch Michelsen. Nú er hann afi Geiri farinn og minningarnar streyma í huga mér. Mig langar að minnast hans í nokkrum orðum, en minningarnar um hann væru í raun og veru efni í heila bók. Ég man þá daga er ég var í bú- staðnum með afa Geira og ömmu Elsu á sumrin þegar ég var smáp- jakkur. Ég fékk að taka þátt í öllu þar sem hægt var. T.d. að ná í eldi- viðinn og höggva hann, fella net með afa og allt sem þurfti að gera í sambandi við bátinn. Ég fór í kart- öflugarðinn og í fjöruferðir með afa sem oft voru spaugilegar og spenn- andi ferðir og það var bara gaman. Þegar ég var orðinn eldri fór ég að fara til sjós með afa Geira á Guð- rúnu Hrönn RE 51. Mér er sér- staklega minnisstæður einn túrinn sem ég fór með honum eftir að hann hafði dreymt fyrir miklu fiskiríi. Þá tókum við stefnu út fyrir sex bauj- una þar sem við vorum með ýsunet. Á leiðinni út syntu höfrungar með bátnum hálfa leiðina. Þegar við komum á miðin sáum við að það vantaði kassann sem átti að vera á þakinu með björgunarvestum, re- kakkeri, og sjóstökkum. Afi stóð alltaf í þeirri meiningu að höfrung- arnir hefðu verið að láta okkur vita. Því að á heimstíminu eftir að hafa dregið fiskinn um borð í bátinn gerði mjög slæmt veður og það braut svo á bátnum að sjórinn gekk yfir hann. Ég varð að binda mig niður og halda mér undir stefninu, og var þetta í fyrsta og eina skiptið sem ég sá einhvern óttasvip á afa. En alltaf hélt hann ró sinni og kom- umst við heilu og höldnu heim eins og alltaf. Þegar í land var komið var fisk- urinn settur í kerru og þá var farið af stað að selja fenginn. Allir vildu fá nýjan fisk frá afa Geira. Þegar ég var að vinna með afa Geira úti á landi var hann bara einn af okkur félögunum, því hann var mikil félagsvera og fór hann með okkur þangað sem við ætluðum og tók þátt í öllu því sem við vorum að gera. Hann spilaði með okkur á kvöldin, fór með okkur á böllin svo eitthvað sé nefnt. Hann var kallaður afi Geiri af mörgum strákunum. Afi var mikill veiðimaður á byssur, stöng og á sjó. Hann veiddi mjög vel, hvort sem var á landi eða sjó og leit ég ætíð mikið upp til hans. Síðustu árin þegar hann bjó í Gnoðarvoginum heimsótti ég hann reglulega til þess aðeins að fá mér smá kaffisopa og eiga gott spjall við afa. Oft hvolfdi ég bolla til að láta hann spá í, eldaði handa honum og gaf honum að borða og alltaf gat ég leitað til hans ef mér leið eitthvað illa, því að hann var svo traustur og góður. Gaf hann mér oft góð ráð í lífinu. Ég gleymi aldrei þeirri stund sem ég átti með afa Geira um kvöldið 16. október sl. Þegar ég fór með honum út í sparifötunum með engan staf að fá okkur ferskt loft, þar sem mikið var spjallað og hlegið. Það er minning sem ég geymi í huga mínum. Elsku afi minn, það er skrítin til- finning að hugsa til þess að maður sjái þig ekki oftar meðal okkar, en nú vitum við sem eftir stöndum að þú ert aftur búinn að hitta ömmu Elsu sem þú saknaðir alltaf svo mikið. Nú ertu búinn að fá hvíldina og við vitum að þér líður núna vel. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigurjón Hallvarðsson og fjölskylda. Elsku afi, þessa vísu varstu vanur að fara með þegar sólin skein; Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur; haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. (Hannes Hafstein.) Sólin skein í heiði daginn sem þú kvaddir þennan heim, eftir löng og erfið veikindi. Núna ertu laus við allar kvalir og loksins kominn til hennar ömmu. Það er svo skrítið að hugsa til þess að geta ekki framar hringt eða heimsótt þig í Gnoðar- voginn, þar sem ég var alltaf vel- komin. Alveg frá því að ég man eftir mér hefur þú verið svo stór hluti af mínu lífi. Hvort sem þú fórst á bátnum að veiða eða í bíltúr upp í sveit fór ég með. Mínar bestu æsku- minningar eru stundirnar með þér og þessar stundir eru geymdar sem fjársjóður í hjarta mínu. Ég var og verð alltaf algjör afa- stelpa og þú varst og verður alltaf besti afi í heimi. Það að hafa átt þig sem afa voru mikil forréttindi og hefur átt stóran þátt í því hvernig manneskja ég er í dag. Ég gæti skrifað heila bók um þig, elsku afi minn, en læt þessi fáu orð duga að sinni. „Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund Guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Kahlil Gibran.) Þangað til við hittumst á ný dans- arðu með ömmu. Guð geymi þig og hvíldu í friði. Þín dótturdóttir, Esther. Í dag kveðjum við okkar elsku- lega afa Valgeir Scheving Krist- mundsson eða afa Geira eins og við kölluðum hann. Hann mun alltaf eiga stóran sess í mínu hjarta. Ég og fjölskyldan eigum margar góðar og skemmtilegar minningar um hann afa Geira. Margar og góðar voru stundirnar sem við systkinin, ég, Sigurjón, Sævar Geir og Bjarki Þór, áttum uppi í sumó á Brunna- stöðum á Vatnsleysu með afa Geira og ömmu Elsu. En því miður þá dó amma, Elsa María Michelsen, alltof snemma eða 6.2. 1976. Það var mik- ill missir fyrir afa því þau voru svo samrýnd. Það var mikið ævintýri fyrir okkur barnabörnin að koma í sveitina með ömmu og afa að Brunnastöðum, þar sem systkini hans afa Geira búa, því þar var bú- skapur stundaður. Afi Geiri var alla tíð trillukarl og var hann mjög fisk- inn þótt hann segði sjálfur frá. Trill- an hans, Guðrún Hrönn, var hans líf og yndi. Þær eru margar minning- arnar frá því þegar við barnabörnin trítluðum á eftir afa Geira með kerruna fulla af rauðmaga og grá- sleppu og seldum í hús. Afi var hafsjór af sögum sem allir höfðu gaman af, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Gaman hafði hann af að spá í bolla og ráða drauma, og var oft fjölmennt hjá honum á þeim stundum. Nú kveð ég hann afa minn sem hefur gefið mér svo margar yndislegar stundir í lífinu með þessum orðum: Horfinn er enn, er unni ég mest ættar von úr alda heimi; ennið ásthreina, augun bláu, brjóstið barnglaða byrgt undir fjöl. (Jónas Hallgr.) Elsa María Hallvarðsdóttir, Guðfinnur M. Árnason, Sandra Sif Guðfinnsdóttir, Smári Guðfinnsson, Halla Kristín Guðfinnsdóttir. Elsku besti afi minn, ég er mjög leið yfir því að þú sért dáinn. Þú komst alltaf með ópal eða eitthvert nammi handa mér þegar þú komst í heimsókn. Ég veit að þú ert ánægð- ur að vera kominn til Elsu ömmu sem þú saknaðir svo mikið. Ég veit að þú munt vera hjá mér og vernda mig um ókomna tíð. Takk fyrir allt sem við gerðum saman. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Guð geymi þig, elsku fallegi afi minn. Þín afastelpa Jóhanna Elsa Ævarsdóttir. Elsku besti afi minn. Mikið verð- ur erfitt að hugsa um það og þurfa að sætta sig við það að þú skulir vera farinn. Auðvitað er það eig- ingirni að vilja hafa þig áfram hér, því ég veit að þú ert í faðmi hennar ömmu akkúrat núna, á betri stað og laus við allar kvalir. Þú ert þar sem þig hefur lengi dreymt um að vera, en mikið á ég eftir að sakna þín! Mikið á ég eftir að sakna þessara stóru, hlýju og mjúku handa. Ég á eftir að sakna þess að bera Edgar Casey-olíu á fætur þína og horfa á þig slappa af á meðan. Ég á eftir að sakna þess að strjúka þumalfingri mínum yfir skarðið sem er á milli augna þinna og segja við þig: „Ekki hugsa svona mikið – reyndu nú að slaka á.“ Ég mun sakna þess að strjúka yfir silkimjúka, silfurfallega hárið þitt. Ég gæti endalaust talað um það sem ég á eftir að sakna, en því mun ég deila með Esther. Nú ert þú kominn á betri stað eftir langa og erfiða þraut – og nú finn ég að ég á sérstakan engil sem passar mig og ég veit að ég verð aldrei ein. Eins og Viðar sagði: „Nú fá þau heldur betur góðan liðsauka þarna uppi.“ Þú ert merkismaður og enginn getur komið í þinn stað – aldrei. Mér finnst ég vera svo hepp- in að hafa fengið tækifæri til að virkilega kynnast þér eins vel og ég gerði þessa síðustu mánuði. Þessum tíma sem við áttum saman gleymi ég aldrei og ég geymi minningarnar um hann á sérstökum stað í hjarta mínu. Nú mátt þú knúsa ömmu frá mér, líta eftir kartöflunum okkar annað slagið og senda mér smá pípuilm af og til. Þín Ellen. Opal og sögur komstu með bros og léttur á fæti. Aldrei skulum við gleyma þér, elsku afi sæti. Núna ertu hjá Guði og ert vernd- arengillinn okkar. Þín barnabarnabörn, Alexander, Ísarr Helgi og Klara Valgerður Inga. Okkur bræður langar til að skrifa nokkur orð um hann afa okkar sem er látinn eftir stranga og erfiða bar- áttu við mikil veikindi. Við viljum þakka honum samveruna þessi tutt- ugu ár sem við fengum að njóta með honum. Afi naut sín alltaf best í kringum æskuslóðir sínar við Hlíðarvatn í Selvogi þar sem hann ólst upp. Þangað fórum við bræður oft með pabba og afa á sumrin að veiða sil- ung í vatninu og tína ber. Okkur þótti það alltaf mikið tilhlökkunar- efni þegar við vissum að afi ætlaði með okkur suður með sjó til að heimsækja bræður sína og systur. Ekki má heldur gleyma sumarbú- staðnum og bátnum sem afi átti og dyttaði oft að. Söknuðurinn við að missa afa er mikill og nú vitum við að hann er kominn til hennar ömmu Elsu og að hún hefur tekið vel á móti hon- um.Við kveðjum afa nú með söknuði í hjarta og þökkum fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur. Guð geymi elsku afa. Afastrákarnir Valgeir og Victor. Fimmtudaginn 25. október verð- ur til moldar borinn heiðursmað- urinn Valgeir Scheving Krist- mundsson sem mig langar að minnast nokkrum orðum. Ég kynntist Valgeiri fyrst fyrir næstum 30 árum þegar sonur hans Ævar og systir mín Bergþóra hófu sambúð. Valgeir var þá orðinn ekkjumaður, hafði misst eiginkonu sína, Elsu, nokkrum árum áður. Þær voru margar kvöldstundirnar sem við eyddum saman hjá Beggu og Ævari og þegar maður minnist þessara stunda man maður ávallt eftir Valgeiri með pípuna, sposkum á svip og hafði hann frá mörgu að segja. Hann var á þessum tíma starfsmaður Póst og síma og vann mikið úti á landi og ýmislegt spaugilegt sem þar kom upp á. Þannig var Valgeiri það eðlislægt að líta jákvæðum augum á hlutina og ekki minnist ég þess að hafa heyrt hann nokkurn tímann hallmæla nokkrum manni. Valgeir átti þá trillu sem átti hug hans allan og sögur af veiðiskap voru oft ofarlega á baugi. Valgeir var mikill áhugamaður um andleg málefni og oftar en ekki vissi hann nokk hvað næstu dagar myndu bera í skauti sér, hver aflabrögð myndu verða eða hvort eitthvað myndi koma upp á. Minnisstæðar eru mér sögur af því þegar Valgeir, þá sem starfsmaður í málningarverksmiðj- unni Hörpu, fann á sér á miðjum vinnudegi að hann yrði að flýta sér strax heim og kom að Ævari þá mjög ungum í andnauð þar sem hann hafði gleypt hlut sem stóð í VALGEIR SCHEVING KRISTMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.