Morgunblaðið - 25.10.2001, Side 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 49
honum og hefði ekki þurft að spyrja
að leikslokum ef Valgeir hefði ekki
komið heim.
Síðustu árin hafa verið Valgeir
erfið þar sem hann hefur gengið í
gegnum hverja sjúkdómsleguna af
annarri en alltaf hefur hann haldið í
góða skapið og æðruleysið. Ekki var
Valgeir í nokkrum vafa um það að
eftir þetta jarðlíf tæki við annað og
betra þar sem gömlu ástvinirnir
tækju á móti okkur. Ég er viss um
að nú hafa Valgeir og Elsa samein-
ast aftur og um leið og ég og fjöl-
skylda mín þökkum Valgeiri sam-
fylgdina sendum við afkomendum
og öðrum ættingum hlýjar kveðjur.
Guðjón Þór Victorsson.
Undanfarin ár hefur vinskapur
hjóna á Ártúnsholtinu vaxið með
hverju árinu sem líður. Þetta er
ekki í frásögur færandi nema þá ef
vera skyldi að við þetta unga fólk
gerum allt of lítið af því að rækta
vinskapinn. Kapphlaupið um lífs-
gæðin er orðið svo mikið, sam-
keppnin við afþreyinguna er orðin
svo stórkostleg að tíminn til þess að
rækta vinargarðinn er einfaldlega
ekki til. Stundum gengur þetta svo
úr hófi fram að við vitum ekki fyrr
en það er orðið of seint. Vegur lífs-
ins í þessum heimi er ótrúlega
stuttur, tíminn er svo fljótur að líða
og áður en við vitum af er vegurinn
á enda.
Við hjónin höfum átt því láni að
fagna að sitja nokkrar kvöldstundir
með Valgeiri seinustu árin hans í
vegferð sinni hér á jörðu. Ástæður
þessar eru ótrúleg eljusemi sonar
Valgeirs og eiginkonu hans Berg-
þóru við að taka hann heim í faðm
fjölskyldunnar. Gleðja hjarta aldr-
aðs manns sem svo sannarlega gaf
okkur yngra fólkinu skilaboð um
hvað lífið er dýrmætt.
Valgeir var sáttur við hlutskipti
sitt í lífinu. Hann hafði frá ótrúlega
mörgu að segja úr lífsskeiði sínu
sem var hjúpað ævintýraljóma.
Þessu miðlaði hann til okkar í stutt-
um kaffiheimsóknum sem við hjónin
höfum svo oft átt hjá Ævari og
Bergþóru í Fiskakvíslinni.
Við vottum ykkur, Ævar og
Bergþóra, okkar dýpstu samúð. Við
erum þakklát fyrir það eitt að fá að
kynnast yndislegum manni síðustu
ævisporin.
Málfríður og Sigurþór.
Dagur var að kveldi kominn er
Lára frænka mín tilkynnti mér lát
föður síns Geira, eins og hann var
ætíð kallaður. Eftir þetta símtal fór
hugur minn að reika aftur í tímann
og fljót var ég að finna hvað það var
sem stóð upp úr, það voru árin með
Geira og Elsu í sumarbústað þeirra
úti á Vatnsleysuströnd þegar við
Lára vorum smástelpur. Þarna fékk
ég að vera hjá þeim hjónum nokkur
sumur, við hvílíka sælu getur barn
notið sín.
Geiri kenndi okkur að bera virð-
ingu fyrir því smæsta til hins
stærsta því allt líf hefur sinn til-
gang, kindurnar, hestarnir, fuglarn-
ir og jafnvel var okkur bent á flugur
og alls kyns lítil dýr sem erfitt var
að greina. Land sem þessi bústaður
var á hét eða var kallað Tangi og
var fjaran við túnfótinn. Geiri tók
okkur stundum á sjó og sýndi okkur
ýmsa fiska sem voru við ströndina,
einnig fylgdi fróðleikur með. Þvílík
þolinmæði sem maðurinn hafði,
aldrei skammast heldur talað til
okkar með góðlegu brosi og glettni í
augum, þannig er Geira best lýst,
eindæma ljúfur, öðruvísi man ég
ekki eftir honum og góð er sú minn-
ing.
Elsku Lára, Regína, Ævar og
fjölskyldur ykkar. Guð veri með
ykkur.
„Þó ég sé látinn, harmið mig ekki
með tárum. Hugsið ekki um dauð-
ann með harmi og ótta; ég er svo
nærri að hvert eitt ykkar tár snertir
mig og kvelur, þótt látinn mig hald-
ið. En þegar hlið hlæið og syngið
með glöðum hug, sál mín lyftist upp
í mót til ljóssins. Verið glöð og
þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og
ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði
ykkar yfir lífinu.“
Anna-Lísa.
✝ Bergþór Jónssonfæddist á Flakk-
nesstöðum í Þverár-
hreppi í Húnavatns-
sýslu 28. febrúar
1909. Hann lést á
Landspítala, Landa-
koti, að morgni 16.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Jón Þórarinn
Bjarnason, f. 12. jan.
1866, d. 5. maí 1918,
og Anna Helga
Árnadóttir, f. 4.
febr. 1877, d. 10. júlí
1928. Bræður Berg-
þórs eru Valdimar, f. 1900, d.
1990, Guðmundur, f. 1905, d.
1992, Jón Leví, f. 1913, og er
hann enn á lífi, og Guðni, f. 1915,
d. 1990. Hálfsystir þeirra bræðra
samfeðra var Ingibjörg, f. 1895,
d. 1996.
Bergþór kvæntist 1937 Þor-
björgu Helgu Finnsdóttur, f. 15.
júlí 1916, d. 13. apr-
íl 1996, þau skildu,
og 1945 Jóhönnu
Lilju Sigurjónsdótt-
ur, f. 27. des. 1912,
d. 13. mars 1948.
1954 gekk hann að
eiga eftirlifandi
konu sína, Lovísu
Jónsdóttur, f. 19
apríl 1924. Bergþór
var barnlaus.
Bergþór lauk
námi í trésmíði og
varð húsasmíða-
meistari. Hann vann
við húsbyggingar,
var verkstjóri trésmíðaverkstæð-
is við byggingu Áburðarverk-
smiðjunnar í Gufunesi og rak svo
eigið smíðaverkstæði á Frakka-
stíg 23 í Reykjavík og smíðaði
aðallega húsainnréttingar.
Útför Bergþórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Hann var fæddur á Vatnsnesi.
Húnvetningur í báðar ættir. 18 ára
flutti hann til Reykjavíkur og tók að
nema trésmíði undir handarjaðri Ar-
inbjarnar Þorkelssonar. Föður mín-
um, Ellerti K. Magnússyni, kynntist
hann skömmu síðar og vann með
honum við byggingar, aðallega á ár-
unum 1930 til 1940. Sumarbústað
foreldra minna í Laxnesslandi í Mos-
fellssveit, byggði Bergþór. Á stríðs-
árunum byggði hann hús við Skafta-
hlíð og síðar í Vatnsholti. Gamalt
lélegt hús á Frakkastíg 23 keypti
hann um 1950, hugðist rífa og byggja
nýtt hús á staðnum, en byggingar-
fulltrúi leyfði það ekki. Fyrir full-
tingi Gunnars Thoroddsens þáver-
andi borgarstjóra fékk hann að
endurbyggja húsið og þar bjó hann í
rúm 50 ár og hafði þar einnig tré-
smíðaverkstæði. Bergþór var hag-
leikssmiður, allt lék í höndunum á
honum, fyrst var hann við húsasmíði,
síðar verkstjóri trésmíðaverkstæðis
þegar Áburðarverksmiðjan í Gufu-
nesi var byggð og svo vann hann
lengi vel nánast eingöngu við smíðar
innréttinga í hús. Sérsmíðaðar eld-
húsinnréttingar, skápar í svefnher-
bergi o.s.frv. Allt var svo vel gert, að
unun var á að líta. Handbragðið
leyndi sér ekki. Eitt sinn smíðaði
hann fyrir mig innréttingu. Hann
vissi að þröngt var í búi með greiðslu.
„Hérna, Ásgeir, sagði hann, sam-
þykktu víxil fyrir upphæðinni og ég
geymi hann svo niðri í skúffu þangað
til betur stendur á.“ Aldrei rukkaði
hann. Víxillinn var síðar greiddur án
vaxta. „Hann pabbi þinn rétti að mér
nokkrar krónur oftar en einu sinni,
þegar erfitt var hjá mér á kreppuár-
unum,“ voru orð hans.
Bergþór var þríkvæntur. Fyrsta
kona hans var Þorbjörg Helga
Finnsdóttir. Þau skildu. Lilju Sigur-
jónsdóttur kvæntist hann 1945 en
missti hana eftir þriggja ára sambúð.
Núverandi kona hans, Lovísa Jóns-
dóttir, ættuð frá Ísafirði, hefur staðið
við hlið hans sem klettur í tæp 50 ár.
Bergþór var þéttur á velli og fast-
ur fyrir. Hafði ákveðnar skoðanir um
menn og málefni. Samviskusemi,
vandvirkni, skyldurækni og dugnað-
ur einkenndu hann. Honum mátti
treysta. Hann var léttur í lund. Gerði
oft að gamni sínu og hafði dillandi,
smitandi hlátur. Stundum leit ég inn
til þeirra hjóna á Frakkastíg og var
Lovísa fljót að bera á borð kaffi og
meðlæti að ógleymdum kandísnum.
Hvergi fékk ég kandís nema þarna.
Um margt var rabbað og alltaf var
Bergþór með á nótunum, fjölfróður
mjög um menn og málefni. Bergþór
var hraustur um ævina. 85 ára lagð-
ist hann í fyrsta skipti inn á spítala.
92 ára fór hann á Landspítala í Foss-
vogi. Hjá honum greindist alvarleg-
ur sjúkdómur. Hann var þreyttur og
slappur en skýr í allri hugsun. Náði
sér aftur nokkuð á strik og fékk vist-
un á Landakoti og heima var hann
um vikuskeið nú í október. Þegar ég
kvaddi hann síðast bað ég honum alls
góðs. „Sé þig, ef Guð lofar, annað
hvort hér á spítalanum eða heima
þegar ég kem úr fríi,“ sagði ég. Þá
benti Bergþór upp í loftið. „Eða
þarna!“ Já, þú hefur kvatt en óður
vonarinnar bendir fram á við og upp
á við. Kristin trú er trú vonar. „Gott
þú góði og trúi þjónn, gakk inn til
fagnaðar herra þíns,“ eru orð Krists.
Þeim orðum megum við treysta. Guð
blessi minningu góðs manns og varð-
veiti Lovísu í einu og öllu.
Ásgeir B. Ellertsson.
BERGÞÓR
JÓNSSON
!
!
"
#$
%%&
" # !$%
&"'( )""
*"$ # !+"
, $,"-$%
#% . &"# !+"
+/ "/0 "(
#
12 3435
/%"$ +/ 6 &%
7 8 & "$
9 8&6&0
'
)
#*
+&&
,
-
-
(# 6$" +"
+$% "$%
&"# 6$" +"
%"'+ / $%
""# " # 6$" +"
: "/& " $%
* # # 6$" $%
/&0 "'+ +"
# 6$" # 6$" +"
' . '+ /& " $%
, !-# 6"! # 6$" +"
"1 ;< $%
" :&0 # 6$" $%
# 2 # 6$" +"
* -"" /&0 # 6$" $%
. # "$# 6$" $%
#6=% !+/+"
/ "/0 "+/ "/ "/0 "(
. '
5
6 2 6
*
/
0
(
#*
+&&
,
-
-
/
2 ! &"$% (
1
1 23* 1
5
! + >?
-
#%
2
3
&" 6+"
:&0
"$%
6$%
'+ """. +"
6 @ " 6+"
6 $%
- %"$%
*"$ " +"
/ "/0 "+/ "/ "/0 "(
. '
#1 *(A5B*
#C D
!&.!
##
" ; +"
""*( 6$%
""(*"$+"
# *( 6$%
# $% ; +"
"(+
, E +
/ "/0 "+/ "/ "/0 "(
. '
(
45
*9 19 1, 5
6 ! ! 0"$
1"$ / !!>
%)+
)
)
#*
+&&
6
1
#$
&%&
% -"5$$"F %"$%
6" $ "+"
, "". "$%
"$ :+
" % "$%
"":&0 "+"
/ "$ "+"
#6 -"#6 "$%
+/ "/0 "(