Morgunblaðið - 25.10.2001, Page 51
Inger var vissulega verðugur
fulltrúi þjóðar sinnar hér og sómi
okkar erlendis, enda tók hún drjúg-
an þátt í norrænni samvinnu.
Inger Helgason var gift Páli
Helgasyni. Þau voru frændrækin,
því gátum við Haraldur notið sam-
vista við fjölskylduna, bæði hér
heima og í Danmörku. Vinskapur
sem hófst árið 1940 entist ævilangt.
Er ég svo minnist og sakna kærr-
ar vinkonu sendum við Haraldur
fjölskyldum hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Halldóra Einarsdóttir.
Fallin er í valinn merkiskonan
Inger J. Helgason á áttugasta og ní-
unda aldursári. Inger réðst til starfa
sem dönskukennari við Iðnskólann í
Hafnarfirði haustið 1959, fyrst sem
stundakennari og síðan sem fastráð-
inn kennari í hálfu starfi frá 1. sept-
ember 1967. Vorið 1983 varð hún að
segja starfi sínu lausu vegna aldurs.
Inger losnaði þó ekki strax frá skól-
anum kenndi sem stundakennari
nokkra tíma á viku næstu tvö árin á
eftir og varð sá sem þessar línur rit-
ar þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
sinn gamla kennara í starfi þegar
hann gegndi starfi skólameistara í
afleysingu skólaárið 1984 til 1985, en
í lok þess skólaárs kvaddi Inger
kennsluna endanlega rúmlega sjötíu
og tveggja ára gömul.
Inger var mjög farsæl og vinsæl í
starfi og aðdáunarvert hve gott vald
hún hafði á íslensku máli þrátt fyrir
sinn erlenda uppruna. Hún hjálpaði
mörgum nemendum sínum þegar
þeir hugðu á framhaldsnám í hennar
heimalandi, Danmörku, og var það
oft löngu eftir að þeir voru hættir í
skólanum.
Margs er að minnast á löngum
samstarfsferli en fyrstu kynni okkar
voru sennilega þegar ég sem ungur
strákur dreifði mjólkurbrúsum af
hestvagni en þau Inger og maður
hennar, Páll, eins og margir aðrir
Hafnfirðingar keyptu mjólk af for-
eldrum mínum á Setbergi. Þá vorum
við Jón sonur hennar einnig bekkj-
arbræður í Barnaskóla Hafnarfjarð-
ar. Síðar kenndi Inger mér dönsku
þegar ég var nemandi skólans á ár-
unum 1960 til 1963 og hjálpaði sú
undirstaða mér mikið þegar ég hélt
til framhaldsnáms í Danmörku strax
að iðnnámi loknu. Þá urðum við
samstarfsmenn þegar ég hóf störf
við skólann 1973 og minnist ég
fyrstu árshátíðar sem nýstofnað
Kennarafélag Iðnskólans í Hafnar-
firði hélt 1976 en Inger bauðst til af
miklum rausnarskap að halda þessa
samkomu á heimili sínu á Sunnuvegi
3 og hefur þessarar samkomu verið
lengi minnst fyrir hversu frábær-
lega hún tókst.
Með þessum fáu orðum kveð ég
Inger með þakklæti fyrir allt sem
hún gerði fyrir mig og Iðnskólann í
Hafnarfirði. Ég sendi aðstandend-
um Inger okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Jóhannes Einarsson
skólameistari.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 51
✝ Magnea ElísabetHelgadóttir
fæddist í Reykjavík
11. apríl 1929. Hún
lést á Landspítalan-
um við Hringbraut
19. október síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Helgi
Kristmann Helgason
vélstjóri, f. 9. apríl
1899, d. 15. febrúar
1975, og Magnea
Guðrún Magnúsdótt-
ir húsmóðir, f. 1.
ágúst 1901, d. 1. apr-
íl 1988. Systkin El-
ísabetar eru: Magnús, f. 30. sept-
ember 1923, d. 1. febrúar 1978,
Sveinn f. 14. nóvember 1924, d.
11. mars 1985, Helgi Kristmann,
f. 7. janúar 1926, d. 12. mars 1994,
Halldór Ragnar, f. 8. desember
1927, d. 29. maí 1998, og Krist-
björg Sveina, f. 2. febrúar 1931.
Hinn 14. janúar 1950 gekk El-
ísabet að eiga Inga Eyvinds kenn-
ara, f. 18. febrúar 1922, d. 9. sept-
ember 1979. Börn
þeirra eru: 1) Helgi,
f. 10. desember
1950, kvæntur Sig-
urrós Halldórsdótt-
ur. Synir þeirra eru
Arnar, Ívar, Sævar
og Rúnar. 2) Ingi-
björg, f. 6. septem-
ber 1953, d. 22. júní
1954. 3) Magnea
Ingibjörg, f. 9. júní
1955, d. 10. júní
2000. Eftirlifandi
eiginmaður hennar
er Sæmundur Run-
ólfsson og börn
þeirra eru Inga Rún og Runólfur.
4) Elín Anna, f. 3. september
1956. 5) Sveinn Friðrik, f. 27.
október 1961, d. 2. desember
1978. 6) Auður, f. 30. september
1969, gift Þorkeli Rafni Sigur-
geirssyni. Þeirra börn eru Sigur-
geir Ingi og Elísabet Sól.
Útför Elísabetar fer fram frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Í dag fer fram útför föðursystur
minnar Magneu Elísabetar Helga-
dóttur, „Ellu frænku“, sem lést á
Landspítalanum aðfaranótt 19. októ-
ber sl. Það er ekki hægt að segja að
dauði hennar kæmi okkur á óvart því
Ella greindist með krabbamein fyrir
nánast tveim árum og hefur barist
hetjulegri baráttu síðan. Í þeirri
sömu viku greindist dóttir hennar
Maggý einnig með krabbamein, en
hún lést átta mánuðum síðar.
Það er varla hægt að segja að lífs-
skeið Ellu hafi verið áfallalaust. Hún
lifði þrjú börn sín, eiginmann, fjóra
bræður sína og foreldra.
Með Ellu er fallinn frá síðasti
tengiliður föðurfjölskyldu minnar.
Þar sem ég þekkti Ellu svo vel er
erfitt að velja kafla úr hennar lífs-
sögu.
Mikil tengsl voru milli foreldra
minna og Ellu og Inga, mannsins
hennar. Þekktust mamma og Ella
síðan þær voru 15 ára að aldri, er sú
fyrrnefnda kom inn í fjölskylduna.
Hafa þær verið góðar vinkonur síðan
og samgangur mikill á milli fjöl-
skyldnanna. Þegar þau voru ung fóru
þessi pör ýmislegt saman.
Alltaf þegar færi gafst var farið á
skíði í Sleggjubeinsskarð og dvalið
ásamt öðrum vinum í Valsskálanum
(allt voru þetta miklir Valsarar).
Ella og Ingi voru afar ólík hjón.
Hún svona hugsandi, hæg og prúð, en
hann alltaf kátur, hress og skemmti-
legur. Þó áttu þau ótrúlega vel sam-
an. Ella stóð sem klettur vð hlið
manns síns og kom það berlega í ljós í
veikindum hans. Ingi vann hjá
Brunabótafélagi Íslands (eins og það
hét þá). Hann þótti góður knatt-
spyrnudómari, en síðustu árin vann
Ingi sem kennari í járnsmíði við Fjöl-
brautaskólann við Ármúla í Reykja-
vík.
Ella og Ingi eignuðust 6 börn og
áttu til langs tíma heimili á Smiðju-
stíg 12 í Rvík. Þar var gestagangur
mikill. Það leið ekki svo dagur að ekki
væri gestur hjá þeim. Aldrei var
hægt að merkja á Ellu að hún væri
þreytt á þeirri röskun heimilislífsins
sem þessar heimsóknir fólks hljóta
að hafa haft. Alltaf átti hún kaffi á
könnunni og eitthvað með því.
Ég man eftir því þegar við komum
í afmælið til barnanna hennar og allir
fengu dýrindis kökur og súkkulaði
með rjóma í bolla. Þá fékk afmæl-
isbarnið alltaf að drekka úr sérstök-
um afmælisbolla sem það átti.
Í þá daga var veðrið einhvern veg-
inn öðruvísi og betra en það er í dag.
Til dæmis 17. júní var alltaf sól og
gott veður. Þá örkuðu mamma og
Ella með hópinn sinn léttklæddan
niður á Arnarhól til að fylgjast með
skemmtiatriðunum. Margar myndir
eru til frá þeim árum. Á eftir fylltist
heimili Ellu og Inga af fólki sem fór
sömu erinda í bæinn.
Á sumrin tók hún sig upp og fór
með börnin að Hofstöðum eða Hoft-
úni (nú Garðabæ), þar sem hún dvaldi
um skeið hjá því ágæta fólki sem þar
bjó. Í þá daga var þetta dágóður
spotti frá Reykjavík. Þangað bauð
hún okkur í heimsókn og var gaman
að fá að taka þátt í sveitalífinu, þegar
náð var í kýrnar til mjalta og þær síð-
an reknar aftur út í hagann. Eins að
fá að raka á túninu þar. Einnig fór
hún austur á land með börnin að Þor-
valdsstöðum í Skriðdal og naut sömu
gestrisninnar þar. Allt hefur þetta
fólk haldið tryggð við Ellu og börn
hennar. Segir það sína sögu.
Ella var hörkudugleg. Til dæmis
saumaði hún allt á fjölskyldu sína,
ytri fatnað sem yfirhafnir. Oft var
hún beðin að sauma á aðra líka. Hún
var handlagin enda átti hún ættir til.
Ella og amma mín voru afar sam-
rýmdar enda stutt húsa á milli eftir
að Ella og Ingi fluttu í Efstasundið og
lóðirnar lágu horn í horn. Ég held það
hafi varla liðið svo kvöld að Ella kæmi
ekki við hjá mömmu sinni eða amma
færi til hennar.
Ég held að mesta áfall sem Ella,
Ingi og börn þeirra hafi orðið fyrir
hafi verið þegar sonur þeirra Sveinn
Friðrik lést af völdum slyss sem varð
á heimili þeirra aðeins 17 ára gamall.
Þá var ekki boðið upp á áfallahjálp
eins og gert er í dag. Ingi lést 9 mán-
uðum síðar úr hjartaslagi.
Ella varð ekkja rétt fimmtug og
var þá þegar búin að missa tvö börn.
Eftir það þurfti hún að leita sér að
vinnu en hún hafði ekki unnið úti frá
því áður en hún gifti sig eins og títt
var um konur í þá daga.
Ella tók á tímabili mikinn þátt í
safnaðarstarfi Fríkirkjunnar og var
m.a. kirkjuvörður þar til nokkurra
ára.
Eftir að Ingi dó leitaði Ella oft til
pabba míns, því þau voru mjög sam-
rýmd. Hún sagði við mig ekki fyrir
löngu: „Þú veist ekki, Maja mín, hvað
ég missti mikið þegar hann pabbi
þinn dó.“
Ella var afskaplega heilsteypt
kona. Hún var trygg og trú þeim sem
hún unni. Hún sýndi alltaf af sér
æðruleysi. Harm sinn bar hún í
hljóði. Einhverju sinni var sagt við
hana að hún hlyti að hafa þroskast
mikið við öll þessi áföll, því sagt væri
að fólk þroskaðist við missi ástvina
sinna. „Mikið vildi ég vera án þess
þroska,“ sagði hún þá, jafnprúð og
alltaf.
Ella lifði fyrir börnin sín og barna-
börnin.
Síðasti greiðinn sem hún bað mig
um var að athuga hvort mikið mál
væri að fá nýtt P-merki, þ.e. merki
sem fatlaðir þurfa að hafa í bílnum
sínum þegar lagt er í þar til gerð
stæði.
Það hafði einhver óprúttinn náungi
tekin merkið úr glugganum í bílnum
hennar, eitt skiptið er hún var stödd
sinna erinda.
Þegar heilsu Ellu hrakaði kom ber-
lega í ljós hversu góð börn hún á.
Stóðu þau við hlið mömmu sinnar,
daga og nætur.
Ella var ekki hrædd við dauðann
því hún var trúrækin þrátt fyrir allt.
Eins og hún sagði sjálf, þá á hún svo
marga ættingja hinum megin til að
taka á móti sér.
Ég vil að lokum, elsku frænka,
þakka þér samfylgdina gegnum árin.
Börnunum hennar og öðrum ást-
vinum votta ég mína dýpstu samúð.
Hvíl í friði, Ella frænka.
María Helgadóttir.
Komið er að kveðjustund.
Mig langar með þessum línum að
minnast Elísabetar Helgadóttur, eða
Ellu eins og hún var alltaf kölluð.
Okkar kynni hófust fyrir rúmum 12
árum þegar sonur minn Þorkell Rafn
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
kynnast Auði dóttur hennar. Það
voru gæfuspor sem við báðar vorum
mjög ánægðar með.
Ella var glæsileg kona, alltaf hress
og kát, og þó að heilsan hafi ekki allt-
af verið góð vildi hún sem minnst úr
því gera. Hún var mikil húsmóðir og
gestrisin, margfróð og hafði gaman af
að segja frá og spjalla um hlutina.
Myndarskapur hennar kom vel í ljós í
öllu því sem hún tók sér fyrir hendur,
eins og t.d. hannyrðir, og í seinni tíð
fallega prjónaskapnum hennar á litlu
nöfnu sína. Af þessu hafði hún mikla
ánægju, og stytti það henni oft stund-
ir á erfiðleikatímum.
Síðastliðin tvö ár voru henni og
fjölskyldunni mjög erfið. Ella og
Maggý dóttir hennar greindust báð-
ar með illvígan sjúkdóm í sömu vik-
unni, fyrir réttum tveim árum, og í
fyrrasumar gekk hún í gegnum þá
þungu lífsreynslu að sjá á bak Mag-
gýju frá tveimur yndislegum börn-
um. Hvílíkt reiðarslag fyrir fjölskyld-
una. Fyrr á lífsleiðinni hafði hún
einnig mátt sjá á bak tveimur börn-
um og eiginmanni.
Ella var góð og blíð móðir, tengda-
börnin nutu ástríkis hennar sem þau
kunnu vel að meta, hún elskaði
barnabörnin sín mikið og var þeim
góð amma. Þau sakna hennar mjög
og finnst ósanngjarnt að hún þyrfti
að fara frá þeim.
Við vitum að ævi okkar allra tekur
einhvern tímann enda, en trúum og
vonum að þetta jarðneska líf sé að-
eins áfangi á leið til einhverrar ann-
arrar tilveru. En samt er eins og frá-
fall þeirra sem okkur eru kærir og
sem við höfum átt góða samleið með
komi okkur á óvart, og við séum alltaf
ósátt þegar kallið kemur.
Ég er svo fegin að ég hafði mig í að
heimsækja þig og kveðja á spítalan-
um undir það síðasta. Þrautseigjan
og lífsviljinn var mikill hjá þér og þú
vildir ekki yfirgefa þessa jarðvist fyrr
en í fulla hnefana. Ég veit, Ella mín,
að það hefur verið tekið vel á móti þér
þegar þú komst yfir og að núna líður
þér vel.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Auður, Elín Anna, Helgi og
fjölskyldur, við Sigurgeir vottum
ykkur okkar dýpstu samúð og megi
góður Guð styrkja okkur í sorginni.
Freyja.
Hún var traust sál, Elísabet
Helgadóttir. Hlý og gefandi. Hún
reyndi margt í lífinu en kunni líka vel
að meta og njóta þess góða sem gafst.
Eftir situr söknuður en einnig þakk-
læti fyrir liðnar stundir og vandaða
viðkynningu.
Kvenfélag Fríkirkjunnar og Frí-
kirkjusöfnuðurinn í Reykjavík eiga
henni margt að þakka. Þar fór mann-
eskja sem vann af heilum hug. Við
þökkum guði fyrir góða konu og biðj-
um öllum ástvinum hennar blessun-
ar.
Auður Guðjónsdóttir
og fjölskylda.
ELÍSABET
HELGADÓTTIR
Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
við Nýbýlaveg, Kópavogi
91:5**: @*
4 1
10"F G
* /C
7
#$
%%&
,
-
-
)8)(
-
5
6
9$+#&
/ E ""(
:
*3#1 3
) '
(.
#*
! +&&
1"
"$.*"" $%
#0 *"" +"
6"*"" +"(
. '
(
3, 5 5
* 06
! "" ))
;
!
#$
+&&
/
* %"$%
/0 "+6&0 ! $ = (