Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 53

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 53 TVEIR af okkar efnilegri skák- mönnum gáfu vonandi tóninn fyrir það sem koma skal á minningar- mótinu um Jóhann Þóri Jónsson þeg- ar þeir náðu jafntefli gegn tveimur af öflugustu stórmeisturum heims. Magnús Örn Úlfarsson glímdi við Ja- an Ehlvest sem lengi hefur verið í hópi sterkustu skákmeistara heims. Ehlvest er með 2.626 Elo-stig og er í 62. sæti á alþjóðlegum stigalista FIDE, sem nær til 40.000 skák- manna. Það er því töluvert afrek að ná jafntefli gegn slíkum manni. Arnar E. Gunnarsson lét afrekasögu síns andstæðings ekki heldur rugla sig í ríminu, en hann tókst á við hollenska stórmeistarann Jan Timman, sem einnig er meðal 100 bestu skákmanna heims. Timman er með 2.600 Elo-stig og hefur margoft teflt hér á landi. Ár- ið 1993 tefldi hann einvígi um heims- meistaratitil FIDE, þar sem hann varð að lúta í lægra haldi fyrir Ana- toly Karpov. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim Magnúsi Erni og Arnari í framhaldi mótsins. Eftir þessa byrjun hljóta þeir að setja markið á að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á mótinu. Reyndar eru fleiri skákmenn á mótinu sem sett hafa sér það markmið og það verður því hart barist í framhaldinu. Fyrir utan afrek þeirra Magnúsar og Arnar var fátt um óvænt úrslit í fyrstu umferð, þ.e. þeir stigahærri unnu yfirleitt hina stigalægri. Auðvit- að er of snemmt að segja fyrir um lík- legan sigurvegara á mótinu, en ís- lenskir áhorfendur munu auðvitað fylgjast grannt með stórmeisturun- um okkar, þeim Helga Ólafssyni, Þresti Þórhallssyni og Hannesi Hlíf- ari Stefánssyni, en einhver þeirra á örugglega eftir að blanda sér barátt- una um efsta sætið. Það var ekkja Jóhanns Þóris Jóns- sonar, Sigríður Vilhjálmsdóttir, sem lék fyrsta leiknum í mótinu fyrir Frið- rik Ólafsson í skák hans gegn Tómasi Björnssyni, en þeirri skák lauk með jafntefli. Það verður gaman að fylgj- ast með Friðriki, eftir að hann hefur náð að hita sig upp eftir nokkuð langa fjarveru frá skákborðinu. Önnur umferð var tefld í gær og þá mætti Helgi Ólafsson stigahæsta manni mótsins, Ivan Sokolov, og Þröstur Þórhallsson tefldi við danska stórmeistarann Peter Heine Nielsen. Hannes Hlífar hafði hvítt gegn Leif Erlend Johannessen. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur við prýðilegar aðstæður. Áhorfendur eru velkomnir. Teflt er daglega og um- ferðir hefjast klukkan 17. Þó verður frídagur 26. október. Erlendu stór- meisturunum gerð skráveifa SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON 19.–21.10. 2001 Daði Örn Jónsson Sveitakeppni í Gullsmára Þriðja og fjórða umferð sveita- keppni eldri borgara í brids var spil- uð að Gullsmára 13 mánudaginn 22. október sl. Að lokinni fjórðu umferð var staða efstu sveita þessi: Sveit Kristins Guðmundssonar 81 stig. Sveit Þorgerðar Sigurgeirsdóttir 72 stig. Sveit Sigurbergs Sigurðssonar 69 stig. – Fimmta og sjötta umferð verður spiluð fimmtudaginn 25. októner. Sjöunda og áttunda mánudaginn 29. október. Níunda og síðasta umferð fimmtudaginn 1. nóvember. Mæting kl. 12.45. BRIDS U m s j ó n A r n ó r G . R a g n a r s s o n Bridsfélag Hafnarfjarðar Hinn 22. okt. var spilað fyrsta kvöld af þremur í hraðsveitakeppni hjá Bridsfélagi Hafnarfjarðar – spil- að var á 10. borðum. Efstu sveitir: Helga Sturlaugsdóttir 523 Erla Sigurjónsdóttir 508 Vesturhlíð 507 Júlíana Gísladóttir 504 Kristófer Magnússon 502 Íslandsmót í tvímenningi Undanúrslit Íslandsmótsins í tví- menningi verða spiluð 27.–28. okt. Vegna skipulags mótsins verða skráningar að hafa borist fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 25. október. Skráning í síma 587 9360 eða bridge- @bridge.is það, eða að minnsta kosti að hann gerði greiða á móti. Líklega hefur þetta viðhorf Gísla mótast í uppvext- inum. Faðir hans fórst með togaran- um Jóni forseta þegar Gísli var aðeins 9 ára gamall. Við vitum að það hvíldi á honum alla ævi að hann gat ekki kvatt föður sinn áður en hann hélt í sína hinstu för. Faðir hans sem var bóndi hafði ráðið sig tímabundið í skips- pláss og var kallaður snögglega til skips. Gísli hafði verið fjarverandi frá bænum þegar faðir hans hélt að heim- an og náði því ekki að kveðja hann. Eftir lát föður Gísla stóð móðir hans ein uppi með fjögur börn á litlu sveitabýli norður í Steingrímsfirði. Heimilið var leyst upp og var Gísli sendur að bænum Smáhömrum í Steingrímsfirði þar sem hann fór að vinna fyrir sér. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem fjölskyld- an sameinaðist aftur er Halldóra móðir hans flutti til Reykjavíkur. Gísli var þá orðin fyrirvinna fjölskyld- unnar, stundaði sjómennsku og að- stoðaði systkini sín við að leita sér menntunar. Gísli fór síðar í stýri- mannaskólann og var stýrimaður á togurum í nokkur ár. Aldrei höfum við heyrt hann kvarta yfir því að hafa þurft að leggja mikið á sig á þessum árum, enda Gísli með afbrigðum dul- ur maður sem ekki flíkaði sínum til- finningum. Til marks um þrautseigju hans má segja frá því að Gísli tók á leigu heiðarvatn eitt norður í Strandasýslu. Í vatn þetta setti hann silungaseiði þrátt fyrir að talið væri að þar gæti ekki þrifist fiskur. Gísli lét sér fátt finnast um slík ummæli og hafði tröllatrú að þar gæti lifað fiskur. Reyndist þetta rétt hjá Gísla og komst upp nokkur fiskistofn sem dafnaði allvel og hafði hann ómælda ánægju af að skreppa norður og kanna lífið í vatninu sínu. Eftir lát Hrefnu var Gísli ekki sam- ur maður. Hann reyndi að stytta sér stundir við ýmsa tómstundaiðju svo sem bókband, útskurð og sagaði út fallega hluti sem hann gaf ættingjum sínum. En söknuðurinn eftir Hrefnu var mikill og hann var einmana þrátt fyrir að öll börnin og barnabörnin umvefðu hann með kærleik og ástríki. Seinni árin hafði hann mikinn fé- lagsskap af Sigurbirni bróður sínum og er afrekaskrá þeirra í spila- mennskunni margar blaðsíður. Þegar komið er að leiðarlokum er okkur Kristjáni og börnum okkar efst í huga þakklæti til Gísla fyrir allt það sem hann var okkur. Við erum þess full- viss að hann hefur átt góðan endur- fund með Hrefnu og öðrum ástvinum á öðru tilverusviði. Við sendum öllum systkinunum, mökum þeirra og börn- um okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Kristján, Björg og börn. Elsku afi. Ég get ekki sagt annað en að fyrstu minningar mínar um þig séu sveipaðar hálfgerðum ævintýra- ljóma – þú varst sko enginn „venju- legur“ afi með hatt. Þú varst stór og sterkur, dökkur á brún á brá, með svarta grófa skeggbrodda, hörkuleg- an svip, oftast með camel án filters í munnvikinu og íklæddur stutt- ermaskyrtu innan dyra sem utan, vetur, sumar, vor og haust. Þú kunnir manna best að blóta og það sem topp- aði allt, það vantaði framan á einn fingur þinna. Mér fannst þú flottur, mér fannst þú töffari. Við sem þekkt- um þig vissum hins vegar að þú hafðir jafnframt mjúkan mann að geyma. Undir harðri skelinni leyndist yndis- legur maður sem var mjög annt um sitt fólk – um það voru þó ekki höfð mörg orð, við vissum það bara. Þú hafðir mikinn listamann að geyma eins og heimili okkar flestra afkomenda þinna bera merki. Það fyrsta sem gestir reka augun í á heim- ili okkar Þorsteins er útskorin klukka í arnarlíki sem þú gafst okkur í brúð- kaupsgjöf. Hún er mér mjög kær. Elsku afi, ég þakka þér fyrir sam- veruna. Berglind veit að „langiafi“ er fluttur til guðs og Jesú og biður að heilsa, við hin sömuleiðis. Blessuð sé minning þín. Guðmunda Smáradóttir. Mér finnst það ótrúlegt að ég sé að kveðja þig. En þannig er það nú samt. Í þögninni á eftir tilkynningu um andlátið rifjast upp minningar, hver af annarri. Fyrst til æskuár- anna átta í Skeiðarvoginum, með ykkur ömmu, og öll árin sem á eftir komu. Þetta er orðinn langur tími, afi. Missirinn er mikill. Nú hættum við að skiptast á blöðum – ég með Morgunblaðið til þín og heim með DV. Þetta gerðum við flesta daga vikunnar í mörg ár. Þú sagðir stund- um að það væri ekkert í blaðinu, allt- af þetta sama. Samt fannst þér verra þegar það var borið seint út og ég tala nú ekki um ef blaðið kom alls ekki. En þetta var þá og ég er ekkert að setja það í minningargrein um hvað við töluðum að öðru leyti. Ég veit að þú ert sáttur og feginn að vera farinn í ferðina miklu. Þú gafst mér það í skyn í samtölum okkar upp á síðkastið að þetta væri nú orðið ágætt í 83 ár. En þá er það líklega eigingirni í mér að vilja hafa þig lengur, afi minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hafþór. Með þessum orðum vil ég kveðja afa minn Gísla Ólafsson sem lést hinn 16. október. Hann var af þeirri kynslóð sem lagði grunninn að þeirri velmegun sem við Íslendingar búum við í dag. Ósérhlífni, vinnusemi og dugnaður er lýsandi fyrir persónuleika hans, ásamt því að vera ekki í skuld við nokkurn mann. Við sem teljum okkur vera á „besta“ aldri í dag og höfum alla tíð haft allt til alls getum illa ímyndað okkur hvernig lífsbaráttan hefur ver- ið á 3. áratug síðustu aldar hjá litlum dreng norður á Ströndum sem nýbú- inn er að missa föður sinn í sjóslysi. Þessi upplifun og sú harða barátta sem þessu fylgdi mótaði trúlega mik- ið persónuleika hans um alla tíð. Hann hefur með sæmd skilað sínu hlutverki á þessu tilverustigi og skilið eftir sig stóran hóp afkomenda sem mun minnast hans um ókomna tíð. Brynjólfur Smárason. Elsku afi okkar, nú hefurðu kvatt þennan heim og við sitjum eftir með söknuð í hjarta en mikil huggun er í því að nú hefurðu fengið hvíld og þið amma eruð sameinuð á ný. Takk fyrir allt, elsku afi, minningin um þig, góðan mann með stórt hjarta, mun ávallt lifa sterkt í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Kahlil Gibran.) Hrefna, Gísli, Magnús og Ívar. ✝ Kristján SveinnKristjánsson fæddist 31. júlí 1924 á Ísafirði. Hann lést í Keflavík 15. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Alberta Albertsdóttir hús- móðir, f. 11.2. 1899, d. 24.2. 1987, og Kristján Sveinn Stef- ánsson skipstjóri, f. 5.12. 1896, d. 4.10. 1924, þau bjuggu á Ísafirði. Systkin hans eru Jónína Jó- hanna Kristjánsdótt- ir, f. 5.6. 1922, Stefanía Áslaug Kristjánsdóttir, f. 30.5. 1923, Guðmundur Jón Dan Marsellíus- son, f. 26.10. 1927, d. 22.2. 1994, Kristín Marsellíusdóttir, f. 30.9. 1928, Sigríður Guðný Marsellíus- dóttir, f. 27.9. 1929, d. 23.1. 1930, Helga Þuríður Marsellíusdóttir, f. 24.11. 1930, Kristinn Marsel- líusson, f. 13.3. 1932 d. 16.10. 1932, Högni Marsellíusson, f. 10.10. 1933, Bettý Marsellíusdótt- ir, f. 18.12. 1935, Þröstur Mars- ellíusson, f. 16.9. 1937, Sigurður Magni Marsellíusson, f. 7.6. 1940, d. 30.10. 1994, og Messíana Mars- ellíusdóttir, f. 18.5. 1942. Kristján Sveinn var kvæntur Þórunni Maggý Guðmundsdótt- ur, f. 19.9. 1933. Börn þeirra: Kristján Sveinn, f. 5.3. 1953, Helgi Jóhann, f. 19.10. 1954, Ingi- björg Dagmar, f. 30.1. 1957, Al- berta Marselína, f. 4.5. 1961, d. 25.8. 1961, Magnús Þór, f. 11.5. 1963. Kristján og Þórunn slitu samvistir. Sambýliskona Krist- jáns um árabil var Andrea Guðmunds- dóttir, f. 10.10. 1908, d. 1996. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Erla Friðgeirs- dóttir, f. 6.11. 1935. Kristján var yngsti sonur Al- bertu og Kristjáns og var tæplega þriggja mánaða þegar faðir hans fórst með vélbátn- um Rask í Ísafjarð- ardjúpi. Hann ólst upp hjá Helgu Guð- mundsdóttur frá Bakkaseli í Langadal við Ísafjarðardjúp og eiginmanni hennar Sigurði á Ísa- firði. Þau bjuggu um skeið á Flat- eyri, en Kristján nam skipasmíð- ar hjá stjúpföður sínum, Marsel- líusi Bernharðssyni á Ísafirði. Kristján var þrátt fyrir að hafa átt fósturforeldra sína mikið með systkinum sínum, móður og stjúpföður, á æskuárunum. Móðir hans var ötul við að fara með börnin/fjölskylduna í myndatöku og var hann alltaf með á þeim myndum. Hann vann við upp- byggingu í Djúpuvík, flutti til Reykjavíkur og kynntist fyrrver- andi eiginkonu sinni þar. Hann vann um tíma á Reykjalundi. Síð- ustu árin bjó hann ásamt Erlu konu sinni í Njarðvík og rak m.a. um tíma fiskbúð með Helga syni sínum. Útför Kristjáns fór fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 23. októ- ber. Þótt að oss sæki sótt og hel, vér samt því megum trúa, að hér ef lifað höfum vel, oss heim er gott að snúa til Drottins og í dýrðarvist frá dauða leystir fyrir Krist við sælu’ og blessun búa. (Þýð. Einar Jónsson.) Við viljum senda samúðarkveðju til Erlu og fjölskyldu, okkar kæra bróður og frænda Kristjáns Sveins Kristjánssonar. Hér á Austurveginum á Ísafirði má sjá merki um smíðar hans. Hann var tryggur við okkur og kom nokkuð reglulega í heimsókn hing- að vestur. Við hittum hann síðast á niðjamóti 1997, þar sem hann fór m.a. ásamt Kristjáni Sveini syni sínum og lagði blóm að minnisvarða um horfna sjómenn á Ísafirði. Við áttum þá saman góða helgi hér og á Núpi. Kristján lést eftir skammvinn veikindi hinn 15. þ.m. Hann var hægur og ljúfur maður. Blessuð sé minning hans. Helga, Þórður, Áslaug, Magnús, Helga, Rakel, Finnur, Ása og Baldur. KRISTJÁN SVEINN KRISTJÁNSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.