Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 25.10.2001, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EITTHVERT helsta áhyggjuefni Íslendinga um þessar mundir er hve illa gengur að byggja upp þorsk- stofninn hér við land þrátt fyrir mik- il umsvif í rannsóknum og stjórnun fiskveiða síðustu tvo áratugi eða svo. Þorskveiði er nú nálægt 200.000 tonnum ár eftir ár, í stað a.m.k. 400.000 tonna sem menn álitu einu sinni að miðin gætu gefið af sér með réttri stjórn. Á eftirstríðsárunum og fram um 1990 var þorskveiði aldrei minni en um 300.000 tonn á ári og oft langt yfir 400.000 tonn, mest árið 1954, 546.000 tonn. Þá veiddu út- lendingar nærri helming aflans. Ár- in 1953-1960 var þorskaflinn að með- altali 495.000 tonn á ári. Enginn veit hvernig á því stendur að Íslandsmið gefa ekki meira af sér en raun ber vitni. Erfitt er að kenna veðurfari um eða skilyrðum í sjón- um, því að þessir umhverfisþættir sýnast ekki hafa verið óhagstæðir. Annað slagið hafa komið fram raddir um að aðferðir þær sem notaðar eru við fiskveiðarnar kunni að vera óheppilegar. Er þá átt við togveið- arnar og of stóra möskva í netum, en einnig brottkast afla o.fl. Veiðar í botnvörpu hafa verið stundaðar hér við land í meira en 100 ár og eru því ekki ný bóla. En veiðarnar hafa breyst mikið, sér- staklega að því leyti að vörpurnar hafa stækkað samhliða auknu vél- arafli skipanna. Togarar hafa nú gjarnan um 4.000 hestafla vélar. Aft- ur á móti voru nýsköpunartogararn- ir með um 1.000 hestafla vél og þótti mikið þá. Botnvarpa er nú allt að 40 metra breið og er dregin á 5-7 km hraða á klst. Það þýðir að skip getur togað yfir einn ferkílómetra botns á um fjórum klukkustundum. Sést af því hve stórvirk þessi tæki eru. Þeg- ar varpan fer yfir veldur hún raski á botninum, straumhvirflum í sjónum og miklu ónæði í lífríkinu. Mun mega jafna því við það þegar fellibylur fer yfir land. Smáfiskur sleppur í gegn- um vörpuna, en óvíst er hvort sá fiskur er ómeiddur. Hann hefur a.m.k. orðið hræddur. Varpan jafnar botninn smám saman og breytir bú- svæði fiskanna. Nú mun vera hægt að toga á talsvert stærri svæðum við landið en fyrir hálfri öld vegna þess að botninn er orðinn sléttari. Rann- sóknir á áhrifum botnvörpunnar eru skammt á veg komnar. Einhvern tímann var sagt að fiskur væri jafn- dauður hvort sem hann veiddist í vörpu eða á öngul, en á því máli kunna að vera tvær hliðar. Smábátar veiða á línu og handfæri. Mikil gróska hefur verið í veiðum þeirra að undanförnu og þær eru taldar hagkvæmar. Koma þar til framfarir í bátasmíði, rafknúin færi og beit- ingavélar. Veiðar á öngla hafa minni áhrif á umhverfið heldur en togveið- ar og raska síður lífi ungviðisins. Bent hefur verið á að fiskurinn bítur best á önglana þegar lítið æti er í sjónum, en þá er einmitt æskilegt að veiða hann. Margt bendir til að rétt væri að taka stærri hluti aflans á öngla en nú er gert. Þannig mundi afrakstur af miðunum trúlega aukast þegar fram í sækir. Sú breyt- ing mundi um leið efla hinar dreifðu byggðir landsins, en það er að margra áliti eitt brýnasta verkefni landsmálanna. Vilji menn stefna í átt að auknum krókaveiðum á kostnað togveiða þarf að færa mörk togar- anna utar svo að meira svigrúm verði fyrir bátana með ströndinni. Mikil breyting í þessa átt verður þó ekki gerð í einu vetfangi, heldur á lengri tíma eftir fyrirfram gerðri áætlun. JÓN E. ÞORLÁKSSON, Skólagerði 22, Kópavogi. Hvernig á að veiða fiskinn? Frá Jóni Erlingi Þorlákssyni: ÉG ER einn þeirra sem spurði sjálfan mig þessarar spurningar fyrir 15 árum eða svo. Ég komst að þeirri niðurstöðu að nagladekk væru óþörf í mínu tilfelli. Eru hálkudagar svo margir að réttlæt- anlegt sé að aka á nagladekkjum á auðu malbiki alla hina dagana? Get- ur maður ekki ekið eftir aðstæðum, tekið strætó eða leigubíl þessa ör- fáu daga sem hálkan varir? Í Reykjavík fer fram markviss hálkueyðing, þ.e.a.s. saltdreifing. Starfsmenn borgarinnar fara mjög snemma af stað á morgnana og meta ástandið og dreifa síðan salti á götur eftir þörfum. Sumir hafa sagt að saltið skemmi göturnar, en það hefur komið í ljós að sá kafli á Laugavegi sem er upphitaður og því ekki saltaður slitnar jafn mikið undan naggladekkjum eins og aðr- ar götur í Reykjavík. Á góðviðrisdögum þornar rykið sem myndast við eyðinguna á mal- bikinu. Það myndar svifryk sem leggst yfir miklar umferðargötur. Rannsóknir vísindamanna sýna að rykið er mjög slæmt fyrir heilsu manna.Tjöruagnirnar berast í lungun og inn í blóðrásina og hvítu blóðkornin verða upptekin við að ráðast á þessa aðskotahluti og geta því síður varið okkur gegn sjúk- dómum. Er það ekki einnig ergj- andi hve margar götur eru lokaðar á sumrin vegna viðgerða á malbiki fyrir utan allan kostnaðinn sem hlýst af þessu sliti? Eitt annað at- riði sem mætti nefna er hávaði sem akstur á nagladekkjum veldur íbú- um húsa sem standa nærri umferð- argötum. Í dag eru komin á markað mjög góð vetrardekk t.d. loftbóludekk og harðkornadekk, sem geta komið í stað nagladekkja. Hugsaðu málið, ökumaður góður. Eru nagladekkin nauðsynleg? EINAR ÓLAFSSON, Mosgerði 24, Reykjavík. Nagladekk eða ekki? Frá Einari Ólafssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.