Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 58

Morgunblaðið - 25.10.2001, Síða 58
DAGBÓK 58 FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 skækjur, 8 naut, 9 brúk- ar, 10 spil, 11 þrætu, 13 hvalaafurð, 15 gjalds, 18 svarar, 21 guð, 22 eyja, 23 geil í fjallshlíð, 24 glímutök. LÓÐRÉTT: 2 broddur, 3 mannsnafn, 4 ónar, 5 kæpan, 6 ein sér, 7 skjóti, 12 skaut, 14 hress, 15 ófús, 16 bleyða, 17 fælin, 18 gengur, 19 karlfugl, 20 létta til. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 lokan, 4 hunds, 7 vitur, 8 ýsuna, 9 tær, 11 sorp, 13 æsta, 14 eflir, 15 hörð, 17 alda, 20 enn, 22 kóðið, 23 orgar, 24 rangi, 25 arrar. Lóðrétt: 1 lævís, 2 kutar, 3 nært, 4 hlýr, 5 nauts, 6 skapa, 10 ætlun, 12 peð, 13 æra, 15 húkir, 16 rúðan, 18 lagar, 19 aurar, 20 eðli, 21 nota. K r o s s g á t a Skipin Reykjavíkurhöfn: Detti- foss kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Brúarfoss og Ocean Tiger fara í dag Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 bað vinnustofa og myndmennt. Auður F. Vilhelmsdóttir leikur klassísk verk á píanó eft- ir kaffi föstud. 26. okt. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofan, bókband og öskjugerð, kl. 9.45 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 opin smíða- stofan, kl. 10 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 14–15 dans. Vetrarfagnaður verður fimmtudaginn 8. nóvember. Hlaðborð, salurinn opnaður kl. 16.30, dagskráin hefst með borðhaldi kl. 17. Kvöldvökukórinn syng- ur undir stjórn Jónu Kristínar Bjarnadóttur, happdrætti, Húnar (Ragnar Leví) leika fyrir dansi. Skráning fyrir miðvikudaginn 7. nóv- ember s. 568-5052. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi. Akranesferð- in verður föstudaginn 26. október. Þátttökul- istar í Gjábakka og Gull- smára. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Jóga á föstu- dögum kl. 13.30. Kóræf- ingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos- fellsbæ á Hlaðhömrum á fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 9–13 handavinnustofan opin, kl. 9.30 danskennsla, kl. 14.30 söngstund. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Kl. 11 leik- fimi, kl. 13 föndur og handavinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 glerskurður, kl. 10 leik- fimi, kl. 15.15 dans. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16 blöðin og kaffi. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Holts- búð 25. október kl. 19.30. Fimmtudagur: kl. 9 vinnuhópur í leir, kl. 9.45 boccia, kl. 10 keramik, kl. 12.15 spænska, kl. 13 vinnuhópur gler, kl. 9–14 fótaðgerðarstofan, kl. 13.30. Spilað í Holtsbúð 15. nóv. 29. nóv. Spila- kvöld í Holtsbúð 25. okt. kl. 19.30 í umsjón þjóð- málanefndar Rótary- Klúbbsins Görðum í Garðabæ. Rútuferðir samkvæmt venju. Föstudagur kl. 9 jap- anskur pennasaumur. Upplýsingar www.fag.is. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Pútt í Bæjarútgerðinni kl. 10. Opið hús kl. 14. Skemmtidagskrá í boði eldri skáta í Hafnarfirði. Á morgun, myndlist kl. 13, bridge kl. 13:30. Dansleikur kl. 20:30, Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Fimmtudag: Brids kl. 13. Sunnudagur: Fé- lagsvist kl. 13.30 4ra daga keppni annan hvern sunnudag. Landssamband eldri borgara og Skálholts- skóli bjóða til fræðslu- daga í Skálholti 29.–31 október. Með fyr- irlestrum og almennum umræðum. Auk þess verða kvöldvökur, gönguferðir, stað- arskoðun og boðið til tíðasöngs að hætti fyrri tíðar í Skálholtskirkju. Sr. Bernharður Guð- mundsson rektor hefur umsjón með fræðsludög- unum. Upplýsingar og skráning hjá FEB. Skoðunarferð um Krísu- vík 2. nóvember nk. – nýir hverir og gömul gígasvæði við Græna- vatn. Kaffi og meðlæti hjá Ís-hestum í Hafn- arfirði. Leiðsögumaður: Sigurður Kristinsson. Brottför frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13.30. Skráning á skrifstofu FEB. Heilsa og hamingja laugardaginn 10. nóv- ember nk. í Ásgarði Glæsibæ hefst kl. 13.30, mun Laufey Steingríms- dóttir næringarfræð- ingur ræða um hollt mataræði og mikilvægi þess til að halda góðri heilsu. Ásgeir Theódórs læknir, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum, mun ræða um krabba- mein í ristli. Hann ræðir einnig um væntanlega hóprannsókn í leit að krabbameini. Á eftir hverju erindi gefst tæki- færi til spurninga og umræðna. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. kl. 10–16, sími 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Sund- og leikfimiæf- ingar í Breiðholtslaug kl. 9.30, helgistund kl. 10.30, frá hádegi vinnu- stofur opnar, félagsvist í samstarfi við Hóla- brekkuskóla, verðlaun, allir velkomnir. Veit- ingar í veitingabúð Gerðubergs. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnnustofan op- in, kl. 9.30 klippimyndir, taumálun, kl. 9, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi., kl. 13 gler- og postulínsmálun, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Dansað verður í Gjábakka í kvöld kl. 20–22, Sigvaldi stjórnar. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga, kl. 9.05 brids, kl. 13. handavinnn- ustofan opin, línudans kl. 17. Hraunbær 105. Kl. 9 op- in vinnustofa, bútasaum- ur, kortagerð og perlu- saumur, kl. 9.45 boccia, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og bútasaumur, kl. 10 boccia, kl. 13 handavinna, kl. 14 fé- lagsvist. Á morgun kl. 13:30 verður spilað bingó. Allir velkomnir. Góðir vinningar. Norðurbrún 1. Kl. 9 tré- skurður og opin vinnu- stofa, kl. 10–11 ganga, kl. 10–15 leirmun- anámskeið. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 13–14 leikfimi, kl. 13–16 kóræfing, kl. 17–20 leirmótun . Vitatorg. Kl. 9 smíði kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 handmennt og frjálst spil, kl. 14. leikfimi. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids í Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Ga-fundir spilafíkla kl. 18.15 á mánud. í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtud. í fræðsludeild SÁÁ, Síðumúla 3–5. Sjálfsbjörg, félagsheim- ilið Hátúni 12. Kl. 19 tafl í Rauða sal. Sjálfboðamiðstöð Rauða krossins, Hverfisgötu 105: Í dag kl. 13–16 er prjónað fyrir hjálp- arþurfi erlendis. Efni á staðnum. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Hraunprýðiskonur. Fundur verður í Hauka- húsinu, Ásvöllum, föstu- daginn 26. október kl. 20.30 Þórhallur Guð- mundsson, miðill verður með skyggnilýsingu. All- ir velkomnir. Kristniboðsfélag kvenna Háaleitisbraut 58–60. Biblíulestur í umsjá Benedikts Arn- kelssonar. Fundurinn hefst kl. 17. Allar konur velkomnar. Eskfirðingar og Reyð- firðingar í Reykjavík og nágrenni. Gamlir sveit- ungar hittast í félags- heimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, sunnu- daginn 28. okt. kl. 15. Í dag er fimmtudagur 25. október, 298. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. (Rómv. 15, 2.) Starfsfólk tekur bílastæðin PÉTUR hafði samband við Velvakanda og sagðist vilja vekja athygli á því að hjá mörgum fyrirtækjum legði starfsfólk bílum sínum í stæði sem ætluð eru við- skiptavinum. Sagðist hann oft hafa tekið eftir því að búið væri að leggja bílum á morgnana fyrir framan verslanir og þjónustustaði áður en búið væri að opna. Vill hann beina þeim til- mælum til þessa fólks að leggja annars staðar og leyfa viðskiptavinum að nota stæðin sem næst fyr- irtækinu eru. Vantar vísur úr revíum ER einhver sem getur bent mér á hvar hægt sé að finna vísur úr gömlum revíum, eins og t.d. Nú er það svart maður og Bláa stjarnan? Eins væri gott að finna vís- ur frá bannárunum. Ef ein- hver getur gefið mér upp- lýsingar þá hringið í Halldór í síma 565 8380 milli kl. 12.30–14 eða eftir kl. 21 á kvöldin. Hve mörgum var bjargað? ÞEGAR tollgæslan, eða lögregla, finnur og gerir eiturlyf upptæk er mikið fjallað um það í fjölmiðlum. Þá er oftast tiltekið hversu mörg kíló þetta hafi verið og hvað það hefði nú kostað á götuna komið. Væri ekki hægt að fjalla frekar um það hversu mörg ungmenni hefðu getað ánetjast eða látið lífið ef þetta hefði farið á göturnar eða hversu mörgum var bjargað við það að þetta var gert upptækt í stað þess að auglýsa þyngd og verðmæti eiturlyfjanna? Móðir. Krónan ódýr ÉG VIL benda Vesturbæ- ingum á að versla í Krón- unni því þar er allt miklu ódýrara en annars staðar, munar jafnvel um helmingi á sumum vörum, eins er mjög rólegt og gott að versla þarna. Vigga í Vesturbænum. Rekin úr athvarfi GÓÐI Velvakandi. Mig langar að fá svör við því hvort hægt sé að reka fólk úr athvarfi fyrir geð- fatlaða. Ég á hér við konu sem var allra manna hug- ljúfi og gleðigjafi, hjálpleg og mjög vinsæl. Hún var rekin og enginn veit af hverju. Hvers eigum við að gjalda sem erum í athvarfi og eigum við alls konar geð- ræn vandamál að stríða? Gestur í athvarfi. Barnaefni í sama form MIG langar að fá að vita af hverju barnaefni sé ekki gerð jafn góð skil og þátt- um um ferðalög og bíla. Ég vildi fá það í sama form og það var í áður, þ.e. á heila opnu. Vonast ég eftir svari. Gíslína Gísladóttir. Tapað/fundið Matinique-úlpa NAVY-græn hnésíð úlpa (síðari að aftan) með hettu og skærgulu stungnu fóðri hvarf af Pollinum á Akur- eyri laugard. 20. október. Heiðvirður finnandi vin- samlegast skilið henni á Pollinn eða hringið í síma 898 8055. Góðum fundar- launum heitið. Dýrahald Grá læða í óskilum GRÁ læða er í óskilum í Kópavogi. Upplýsingar í síma 860 5989. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞAÐ er algjör skömm að tónlistarkennarar þurfi að fara í verkfall, og sóa dýr- mætum tíma, bara út af því að ekki er hægt að borga þeim sæmileg laun fyrir alla þá vinnu sem þeir þurfa að leggja á sig. Þeir eru að kenna krökk- um á aldrinum 5 til 20 ára,frá morgni til kvölds, alla daga vikunnar. Sumir þeirra gefa sér varla tíma til þess að fá sér einn kaffi- bolla eða hlaupa á klósett- ið. Tónlistarkennarar skipta mjög miklu máli ef það á að halda klassískri tónlist gangandi. Hvar værum við án tónlistar? Tónlistarkennarar eru al- veg jafnmikilvægir og grunn- og framhaldsskóla- kennarar, ef ekki mik- ilvægari, og þess vegna ættu þeir að fá alveg sömu laun, þótt þau laun séu nú ekki há. Fiðlunemandi. Tónlistarkennaraverkfall Víkverji skrifar... KONA sem Víkverji þekkir fékkfyrir skömmu bréf í pósti frá fjármálastofnun. Bréfið hafði að geyma debetkort. Konan varð nokk- uð undrandi á þessu ekki síst í ljósi þess að hún hafði aldrei verið í við- skiptum við stofnunina og aldrei beð- ið um debetkort. Eins fannst henni óþægilegt að kort á hennar nafni skyldi vera sent heim til hennar í pósti, en konan á heima í fjölbýlis- húsi og ekki óhugsandi að einhver óviðkomandi ræki augun í bréfið í póstkassanum og stæli því. Þess má geta að konan hefur dvalið langdvöl- um erlendis. Ekki þurfti að gera annað en að undirrita kortið til að nota það. Raunar hafði konan fyrir tveimur árum fengið sams konar kort óum- beðið inn um lúguna hjá sér. Þá brást hún þannig við að klippa kortið í sundur og henda því. Að þessu sinni fór konan með kortið í lánastofnunina og óskaði eft- ir skýringum á þessu. Þeim sem þar varð fyrir svörum þóttu athuga- semdir konunnar einkennilegar og sagði að stofnunin hefði einungis verið að bjóða henni þjónustu, þjón- ustu sem hún gæti afþakkað ef hún vildi. Konan benti á að hún hefði aldrei óskað eftir þessari þjónustu og það væri búið að snúa málum á haus ef hún þyrfti að afþakka þjón- ustuna til að vera laus undan slíkri áreitni. x x x SJÁLFSAGT er saga þessararkonu ekkert einsdæmi. Víkverji hefur ósjaldan verið ónáðaður heima með símtölum þar sem verið er að bjóða upp á kynningar á söfnunarlíf- tryggingum. Sölumenn þessara trygginga reyna oft að veiða fólk með því að óska eftir að fá að leggja nokkrar spurningar fyrir viðkom- andi og gefa þannig í skyn, til að byrja með, að þeir séu að gera eins konar skoðanakönnun. Þetta er frek- ar pirrandi. Víkverji hefur það fyrir reglu að hafna því að ræða við sölufólk um þessi mál. Miðað við upplýsingar sem fram komu nýlega á ársfundi Fjármálaeftirlitsins er það hyggileg ráðstöfun en þar kom fram hjá for- stjóra eftirlitsins að Fjármálaeftir- litið hefði áhyggjur af verklagi við sölu líftrygginga. Nokkrir miðlar hafa lagt inn starfsleyfi sitt í kjölfar athugasemda og eitt leyfi hefur verið afturkallað. x x x VÍKVERJA fannst raunalegt aðlesa í Morgunblaðinu sögu konu sem keypti sér líftryggingu fyrir sig og eiginmann sinn. Hún stóð í þeirri trú að tryggingin færði henni eina milljón króna ef hún eða maki hennar félli frá. Maður hennar lést fyrir skömmu og þá kom í ljós að hún átti einungis rétt á innan við 100.000 kr. eða lægri upphæð en hún hafði greitt í líftrygginguna. Reynd- in var sú að kona hafði ekki verið að kaupa sér líftryggingu heldur söfn- unarlíftryggingu en þær eru þeirrar gerðar að allur kostnaður af trygg- ingunni er innheimtur á fyrstu árum. Réttindaávinningur er því mjög hægur fyrstu árin, en það þýðir jafn- framt að óhagstætt er að segja tryggingunni upp ef einu sinni er byrjað að borga í hana. Víst er að í mörgum tilfellum gerir fólk sér ekki grein fyrir þessu. Verra er þó þegar það telur sig vera að kaupa líftrygg- ingu en er í raun að borga í sjóð sem má frekar kalla lífeyrissjóð en líf- tryggingu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.