Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 1

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 1
PAKISTANSKIR lögreglumenn skutu fjóra mótmælendur til bana í grennd við Oubaro, skammt frá þjóðveginum milli héraðanna Sindh og Punshab, í gær. Víða í landinu var mótmælt stuðningi stjórnvalda við stríðið gegn talibönum. Ljós- myndarar og kvikmyndatökumenn fylgjast hér með lögreglumanni skjóta táragasi í Rawalpindi. Reuters Óeirðir í Pakistan 258. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 10. NÓVEMBER 2001 TALSMENN Norðurbandalagsins í Afganistan fullyrtu í gærkvöld að herir þess hefðu náð borginni Mazar- e-Sharif í norðurhluta landsins á sitt vald með fjögurra daga sókn úr þrem áttum með upp undir 8.000 þúsund manna liði. Hefðu talibanar flúið án þess að veita mikla mótspyrnu og skilið eftir særða liðsmenn, um 250 hefðu verið handteknir. Reynist Norðurbandalagið hafa rétt fyrir sér hafa orðið mikil umskipti, borgin er mikilvægasta samgöngumiðstöð í öll- um landshlutanum og þar er flugvöll- ur. Bent er á að hægt verði að efla Norðurbandalagið með vellinum og flutningum á jörðu niðri frá Úsbek- istan. Talibanar sögðust í gærkvöldi vera að endurskipuleggja lið sitt við Maz- ar-e-Sharif en viðurkenndu að hafa látið undan síga í suðurhluta borg- arinnar. Þeir sögðu Bandaríkjamenn hafa gert harðar sprengjuárásir á lið talibana við borgina undanfarna daga. „Það eru átök á nokkrum vígstöðv- um ef nota má það hugtak. Vegna þess að mikið ryk er í loftinu er þó mjög erfitt að slá því föstu hvað er að gerast, nema á afmörkuðum stöðum þar sem fengist hafa lýsingar sjón- arvotta,“ sagði John Stufflebeam, flotaforingi og næstráðandi aðgerða á vegum herráðsins bandaríska, um stöðu mála í Mazar-e-Sharif. Hann sagði of snemmt að segja til um það hvort talibanar gætu hafið gagnsókn. Íbúar Mazar-e-Sharif eru um 200 þúsund og flestir hafa flúið á brott vegna bardaganna en þeir eru aðal- lega úr röðum þjóðarbrota Úsbeka og Tadsjika í Afganistan. Þrír hers- höfðingjar fara fyrir liði Norður- bandalagsins við borgina og er einn þeirra Úsbekinn Rashid Dostam sem réð árum saman fyrir henni og ná- lægu svæði en talibanar hröktu hann á brott árið 1998. Talibanar eru flestir af þjóðflokki Pastúna sem er fjölmennasta þjóð- arbrot Afganistans. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að koma yrði á laggirnar nýrri ríkisstjórn allra þjóðarbrota. Norðurbandalagið ætti að þjarma að talibönum í höfuðstaðnum Kabúl en ekki taka borgina vegna þess að dvöl þeirra þar gæti valdið miklum vanda og ekki víst að íbúarnir myndu fagna liðsmönnum bandalagsins. George W. Bush Bandaríkjaforseti átti í gær fund með Atal Behari Vajpayee, forsætisráðherra Ind- lands, í Washington og hét ráð- herrann Bush fullum stuðningi Ind- verja í baráttunni gegn hryðju- verkum. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kemur saman í New York um helgina og hyggst Bush biðja þátttakendur í bandalaginu gegn hryðjuverkum að auka stuðning í verki en ekki aðeins í orði. Talsmaður al-Qaeda, samtaka Osama bin Ladens, sagði í gær í við- tali við sjónvarpsstöðina Al-Jazeera í Katar að Bush Bandaríkjaforseti færi með ósannindi þegar hann full- yrti að búið væri að gera út af við samtökin og her talibana. „Allur heimurinn hlær að lygum hans,“ sagði talsmaðurinn, Ayman el- Zawahri. Liðsmenn Norðurbandalagsins komnir inn í Mazar-e-Sharif Herlið talibana sagt flúið frá borginni Washington, Jabal Saraj. AP, AFP. AP Liðsmaður Norðurbandalagsins á vígstöðvunum um 30 kílómetra frá höfuðstaðnum Kabúl veifar vopni sínu í gær. Miklar loftárásir voru gerðar á stöðvar talibana norðan við borgina.  Markmið/28 Bandaríkjamenn segja ástandið enn mjög óljóst RÍKISSTJÓRN norsku borgara- flokkanna lagði í gær fram endur- skoðað fjárlagafrumvarp en þar er gert ráð fyrir verulegum skattalækk- unum, að sögn Aftenposten. Kveðst hún ætla að fjármagna þær með nið- urskurði opinberra útgjalda en ekki að seilast dýpra í olíusjóðinn en gert hafði verið ráð fyrir í frumvarpi fyrri stjórnar Verkamannaflokksins. Ríkisstjórn Kjell Magne Bonde- viks forsætisráðherra hyggst lækka skatta og tolla á næsta ári um 85 milljarða ísl. kr. eða um 40 milljarða kr. umfram það sem Jens Stolten- berg, fyrrverandi forsætisráðherra, hafði lagt til. Skattleysismörk verða hækkuð en fjármagnsskattur aftur á móti hækkaður. Flugvallarskattur verður afnuminn á næsta ári og tollar á sterkum vínum verða lækkaðir um 15% eins og Verkamannaflokkurinn lagði einnig til. Tollar á bjór, léttu víni og áfengislausum drykkjum verða lækkaðir um 5%. Þessum útgjöldum og öðrum verð- ur meðal annars mætt með því að lækka byggðastyrki um rúma fjóra milljarða ísl. kr. og framlög til At- vinnu- og þróunarsjóðs ríkisins verða skorin niður um tæpa sex milljarða kr. 2,4 milljarðar kr. verða sparaðir með því að hætta við áætlun Verka- mannaflokksins um ókeypis lyf fyrir aldraða og fatlaða og fyrirhugað er að draga úr stuðningi við fjölmiðla eins og Stoltenberg gerði einnig ráð fyrir. Lægri landbúnaðarstyrkir Ríkisstjórnin ætlar að draga úr framlögum til landbúnaðarins og í stað þess að hækka þau eins og Stolt- enberg lagði til, verða þau skorin nið- ur um rúma 2,7 milljarða kr. Tals- menn stjórnarinnar segja, að fjár- lagafrumvarpið muni koma þeim best sem standa höllum fæti. Til jafnaðar er skattalækkunin á mann rúmar 20.000 ísl. kr. en hún er mest hjá þeim tekjuhæstu en minnst hjá þeim, sem minnstu tekjurnar hafa. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að fjárlagaafgangurinn verði tæplega 1.800 milljarðar ísl. kr., nokkru minni en í fyrra vegna lægra olíuverðs, en á næsta ári ætlar ríkisstjórnin að nota rúmlega 300 milljarða ísl. kr. af olíu- tekjunum. Skattar lækk- aðir í Noregi Opinber útgjöld verða skorin niður Meirihluti vill evru Stokkhólmi. AP. VEIK króna og áhyggjur af heims- málunum virðast vera helsta ástæðan fyrir því, að stuðningsmenn evrunnar eru nú komnir í meirihluta í Svíþjóð. Skoðanakönnun, sem birt var í gær, sýnir að helmingur landsmanna er hlynntur því að taka upp evruna sem gjaldmiðil, 37% eru því andvíg og 12% óákveðin. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1999, að evrusinnar eru fleiri en evruandstæðingar. Af Evrópusambandsríkjunum 15 standa Svíar, Danir og Bretar utan Myntbandalagsins. Svíþjóð Þrátefli í Marrakesh Marrakesh. AP. FULLTRÚAR á ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um Kyoto-bókunina, sem haldin er í Marokkó, reyndu í gærkvöld að semja um meðferð los- unarkvóta á koldíoxíði. Búist var við að reynt yrði til þrautar í nótt. Rætt var um að efnt yrði til fram- haldsráðstefnu á næsta ári ef ekki tækist að komast að niðurstöðu. Stefnt er að því að semja um allt að 5,2% samdrátt í losun á koldíoxíði fyrir árið 2012 en lofttegundin er tal- ið valda gróðurhúsaáhrifum. Ástralar, Japanir, Rússar og Kan- adamenn í Regnhlífarhópnum svo- nefnda, er Íslendingar hafa starfað með, neituðu enn í gærkvöld að sam- þykkja málamiðlun. Ríki munu með- al annars geta fullnægt skuldbind- ingum sínum um minni útblástur með því að auka bindingu koldíoxíðs í skógum og ræktarlandi. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.