Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 4

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra opnaði formlega fiskmarkaðinn Fishgate í Hull í Englandi í gær að viðstöddum um 300 manns. Sölufyr- irtækið Isberg Limited í Hull á helmingshlut í markaðnum á móti níu öðrum hluthöfum og segir Magnús Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Isberg, að þetta sé einn fullkomnasti ef ekki fullkomn- asti fiskmarkaður í Evrópu. Isberg Limited var stofnað í febrúar 1986 og hefur einbeitt sér að sölu á ferskum fiski á Humber- side-svæðinu. Fyrir um einu og hálfu ári tóku forsvarsmenn fyr- irtækisins ásamt öðrum hluthöfum Fishgate ákvörðun um að byggja nýjan fiskmarkað í Hull, fram- kvæmdir hófust í janúar sem leið og markaðurinn var tilbúinn á tilsett- um tíma. Markaðurinn er við höfnina, skammt frá gamla markaðnum, og blasir við öllum sem koma akandi til Hull. Byggingin er alls um 4.000 fermetrar og er öllu mjög hagan- lega komið fyrir. Heildarkostnaður er um fimm milljónir punda og þar af er kostnaður vegna tækja, m.a. fullkomins flokkunar- og vigtunar- búnaðar frá Marel, um ein milljón punda. Davíð Oddsson segir að mikið hafi breyst frá því hann kom fyrst til Hull fyrir 15 árum og nýi fisk- markaðurinn sé augljóslega mjög fullkominn og ljóst sé að útflutningi frá Íslandi verði vel þjónað með þessum markaði í Hull. Fiskurinn er fluttur frá Íslandi í gámum og miðast áætlun Eimskips við að fiskurinn sé kominn til Hull á sunnudögum vegna uppboðs á mánudögum. Samskip kemur með fisk á mánudögum og er hann boð- inn upp á þriðjudögum og miðviku- dögum. Auk þess kemur fiskur m.a. frá Færeyjum, Noregi, Írlandi og austurströnd Englands. Flestir gestirnir á opnunarhátíð- inni komu frá Íslandi, Noregi og Færeyjum, en viðstaddir voru m.a. Davíð Oddsson forsætisráðherra, Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, Sofus Poulsen, sendiherra Færeyja í London, séra Jón Bald- vinsson, prestur í London, sem blessaði bygginguna, John Culver, sendiherra Bretlands í Reykjavík, Fred Beadle, borgarstjóri í Hull, Pat Doyle, fyrrverandi borgarstjóri í Hull, Allan Highet, viðskipta- fulltrúi í norska sendiráðinu í Lond- on, og Alan Johnson, þingmaður. Morgunblaðið/Neil Holmes Davíð Oddsson forsætisráðherra opnaði formlega nýjan fiskmarkað, Fishgate, í Hull í Bretlandi í gær. Hér er hann á tali við Arthur Cook, stjórnarformann fiskmarkaðsins. Mikill fjöldi skipstjóra og útgerðarmanna frá Íslandi var viðstaddur og fylgjast nokkrir þeirra hér með Davíð. Nýr „íslenskur“ fiskmarkaður í Hull Hull. Morgunblaðið. ÁKVEÐIÐ hefur verið að E. Pihl og søn A/S byggi nýtt óperuhús í Kaupmannahöfn. Forstjóri fyr- irtækisins, Søren Langvad, sem jafnframt er stjórnarformaður Ís- taks, segir að um sé að ræða mjög spennandi verkefni. Hann reiknar með að íslenskir verkfræðingar komi að verkefninu. Það er danski auðjöfurinn Mærsk McKinney Møller, aðaleig- andi og stjórnarformaður A.P. Møller, sem fjármagnar byggingu óperuhússins en áætlað er að bygg- ing þess kosti um 13 milljarða ís- lenskra kóna og er þá hönnun húss- ins og tækjabúnaður ekki meðtalinn. Møller ákvað í byrjun síðasta árs að leggja 200 milljónir til uppbyggingar menningar- miðstöðvar Íslands, Færeyja og Grænlands en fyrirhugað er að í húsinu, sem er gamalt vöruhús við Grænlandsbryggju, verði sendiráð Íslands m.a. til húsa. Møller ákvað að ekkert útboð skyldi fara fram um byggingu óp- eruhússins og tók um það ákvörð- un að E. Pihl og søn A/S byggði húsið. Frá þessu var gengið form- lega fyrr í vikunni. Íslenskir verkfræðingar vinna við verkefnið „Þetta er mjög spennandi verk- efni og við erum mjög ánægðir með að hafa verið valdir til að byggja húsið. Bygging þess á að ganga mjög hratt fyrir sig því að samn- ingurinn gerir ráð fyrir að við eig- um að hafa lokið framkvæmdum sumarið 2004. Þetta er mjög flókið hús í byggingu. Það verður einnig mikil tækni í húsinu, en gert er ráð fyrir að um 20% kostnaðarins verði tækjabúnaður sem eingöngu á að nýtast leikhúsinu,“ sagði Søren í samtali við Morgunblaðið. Óperuhúsinu hefur verið fund- inn staður við höfnina í Kaup- mannahöfn. Ekki hafa allir verið á eitt sáttir um staðsetninguna, en Mærsk Møller hefur sagt að hann sé tilbúinn að reisa húsið á þessum stað og ekki annars staðar. Fram- kvæmdir við grunn óperuhússins eru hafnar og sagðist Sören gera ráð fyrir að byggingarleyfi yrði gefið út nk. mánudag. „Við vonumst eftir að fá íslenska verkfræðinga til þess að vinna við þetta verkefni. Einn Íslendingur hefur þegar hafið störf hjá okkur. Búast má við að eitthvað verði minna um fjárfestingar á Íslandi á næsta ári en í ár og því er upplagt fyrir verkfræðinga að koma hing- að og æfa sig á spennandi verk- efni,“ sagði Søren. Fyrirtæki stjórnarformanns Ístaks valið til að byggja óperuhús í Kaupmannahöfn Reiknar með vinnu ís- lenskra verkfræðinga MÁL Costgo, sem verið hefur í lög- reglurannsókn síðustu daga, er nú á lokastigi og verður síðan sent til lög- fræðideildar lögreglunnar sem mun taka ákvörðun um hvort lögð verði fram ákæra eða málið afgreitt með öðrum hætti. Framkvæmdastjóri Costgo var í yfirheyrslum hjá lögreglu á miðviku- dag og var sleppt daginn eftir. Lög- reglan er komin með allar upplýs- ingar og öll gögn sem hún telur sig þurfa. Tiltölulega fáir hafa nýtt sér tilboð Costgo í auglýsingunni sem birtist í Fréttablaðinu á mánudaginn. Lög- reglan segir að lítið hafi borið á því að fólk hafi lagt fram kæru vegna málsins. Rannsókn á Costgo á lokastigi MAÐURINN sem lést á Landspít- alanum á fimmtudag af völdum áverka sem hann hlaut í árekstri tveggja bifreiða á mótum Hafra- vatnsvegar og Nesjavallavegar 26. október sl. hét Benedikt Orri Vikt- orsson til heimilis á Sogavegi 167 Reykjavík. Hann var fæddur 22. október árið 1967 og var sambýlis- maður Helgu Ránar Sigurðardóttur sem lést í sama slysi. Benedikt Orri lætur eftir sig son frá fyrra sam- bandi. Fernt var í bifreiðinni og eru þrír farþegar látnir. Ökumaður bifreiðar- innar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lést eftir bíl- slys á Nesja- vallavegi SAMKEPPNISSTOFNUN hefur sent Bræðrunum Ormsson ítrekun þar sem fyrirtækið er beðið að hætta birtingu auglýsinga um Bridgestone Blizzak loftbóludekk og fullyrðinga um að þau séu „best í snjó og hálku.“ Telur stofnunin samanburð og til- vitnun í íslenska könnun ekki stand- ast, þar hafi dekkin aðeins verið próf- uð í þurrum ís, ekki í snjó og hálku. Leggja á málið fyrir auglýsinga- nefnd og samkeppnisráð til ákvörð- unar. Tilefni ítrekunarinnar er auglýs- ing sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þar segir ennfremur að dekkin séu þau réttu fyrir ABS- bremsur. Samkeppnisstofnun telur þá fullyrðingu ekki standast, hún sé villandi og ósanngjörn gagnvart keppinautum og neytendum. 1. nóvember sl. sendi Samkeppn- isstofnun Bræðrunum Ormsson bréf þar sem fyrirtækið var beðið að hætta þessum auglýsingum. Skrif- legt svar barst ekki en í símtali á mánudag lofaði forráðamaður fyrir- tækisins að orðalagi auglýsinganna yrði breytt, samkvæmt upplýsingum stofnunarinnar. Í ítrekuninni, sem send var Bræðr- unum Ormsson í gær, er fyrirtækinu gefinn frestur til 14. nóvember nk. að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ítrekun vegna dekkjaaug- lýsingar ♦ ♦ ♦ TVÆR aur- og grjótskriður féllu á veginn nálægt Flókalundi á Barða- strönd snemma í gærmorgun með þeim afleiðingum að fella varð niður kennslu í Birkimelsskóla og vatn fór af bænum Hvammi. Vegurinn var al- veg lokaður í nokkrar klukkustundir vegna skriðnanna áður en koma tókst á umferð að hluta. Um miðjan dag í gær var Vegagerðin að ljúka við að ryðja veginn. Önnur skriðan féll innan við bæinn Arnórsstaði en hin skriðan féll úr Hvammsfjalli ofan í vatnsból við bæ- inn Hvamm. Vatnslaust varð því á bænum og einnig í fjósinu sem í eru 30 kýr. Valgeir Davíðsson bóndi taldi líklegt að sér tækist að brynna kún- um úti þar sem hlýtt væri í veðri og von væri til að hægt væri að grafa upp úr vatnsbólinu í dag, laugardag. Valgeir sagðist ekki vita til þess að skriður hefðu áður fallið úr Hvammsfjalli. Hann taldi að skriðan væri um 20 metra breið og á þriðju mannhæð en skriðan við Arnórsstaði væri stærri. Þá bárust fregnir af skriðu á Hnífsdalsveg, án þess að hann lok- aðist, og önnur að veginum. Skriðuföll í miklu vatnsveðri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.