Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Nýtt tímarit um heilsu- og líkamsrækt
Móttökurnar
hreint út sagt
ótrúlegar
NÝVERIÐ kom útnýtt tímarit sember heitið „Í
formi“ og fjallar eins og
nafnið gefur sterklega til
kynna, um heilsu- og lík-
amsrækt og heilsusamlegt
líferni. Mikil heilsuræktar-
bylgja hefur farið yfir land-
ið síðustu árin og í seinni
tíð hefur verið einstök
gróska í útgáfu tengdri
umræddum lífsstíl. Gott ef
þetta er ekki þriðja um-
fjöllunin á þessum stað í
Morgunblaðinu á stuttum
tíma um blað eða bækling
um heilsu- og/eða líkams-
rækt. Blöð og bæklingar
um þennan málaflokk hafa
komið og farið í áranna rás,
en hvað skyldi vera um
þetta nýja blað að segja?
Ritstjóri „Í formi“ er Rósa Gunn-
laugsdóttir sem þreytir sína frum-
raun sem ritstjóri og Morgunblað-
ið ræddi við hana í vikunni.
Fyrir hverja er blaðið Í formi?
„Í formi er tímarit fyrir fólk á
öllum aldri sem vill lifa heilsusam-
legu og hamingjuríku lífi þar sem
það fær að njóta sín til fulls. Í
tímaritinu Í formi er fjallað um hin
fjölbreytilegustu mál á jákvæðan
og skemmtilegan máta. Svo fylgir
danska blaðið Bo Bedre með í
kaupunum.“
Hver er tilurð blaðsins?
„Tilurð blaðsins er einfaldlega
sú, að okkur fannst vanta á mark-
aðinn tímarit sem fjalar um heil-
brigt líferni og allt sem því fylgir á
fræðilegan og skemmtilegan hátt,
án þess þó að verið sé að lesa yfir
hausamótunum á fólki. Útgefandi
blaðsins er Elísa Guðrún ehf. sem
gefur einnig út Lifandi vísindi.“
Hver verða efnistök, hvað á
blaðið að koma oft út og hvað er
upplagið stórt?
„Í blaðinu er efni úr öllum þeim
flokkum sem það hefur upp á að
bjóða; heilsa, sálfræði, kynlíf, mat-
aræði, leikfimi, snyrtivörur, fjöl-
skyldan, ferðalög o.s.frv. Blaðið
kemur út mánaðarlega og upplag-
ið er 11.000 eintök. Það kostar 790
krónur í áskrift en 899 krónur í
lausasölu.“
Hverjar eru væntingar þínar
varðandi blaðið?
„Væntingar mínar eru þær að
fólk hafi bæði gagn og gaman af
blaðinu sem og að það verði til
þess að opna umræðuna enn frek-
ar um leiðina að heilbrigðari lífs-
háttum. Og vonandi gefur blaðið
lesendum sínum einhver svör við
spurningum og vangaveltum sem
ekki hefur verið svarað hingað til.
Blaðið hefur og farið vel af stað og
ég vænti þess og vona að það nái
góðri fótfestu meðal lesenda. Ég
er raunar mjög bjartsýn á það.“
Segðu okkur eitthvað frá fyrsta
tölublaðinu...
„Það verða alltaf fastir liðir í
blaðinu, efnisliður sem heitir
„fremst“ (stuttir fróðleiksmolar
um nýjungar af ýmsu
tagi), spurningar og
svör. Lesendur spyrja
og fá svörin frá sér-
fræðingum á hverju
sviði fyrir sig. Greinar
um ferðalög frá spenn-
andi stöðum, snyrtivörur og fleira.
Í fyrsta tölublaði er m.a. fjallað um
margar gerðir æfingaraðferða,
kynlíf eftir barnsburð, þunglyndi
hjá konum, „orsakameðferðir“,
öldrun húðarinnar og fleira og
fleira. Í formi er ekki alveg nýtt af
nálinni því við erum í samstarfi við
eitt vandaðasta og stærsta tímarit
á Norðurlöndum á þessu sviði og
er meginuppistaða efnis Í formi
fengið frá því blaði. Á bak við hvert
tölublað standa yfir fimmtíu
manns, allir sérfræðingar á sínu
sviði, allt frá læknum og sálfræð-
ingum yfir í snyrtifræðinga og sér-
fræðinga á sviði líkamsræktar.
Svona vandað blað gætu Íslend-
ingar aldrei gefið með eins stutt-
um fyrirvara og við gerðum og út-
koman verið eins góð og raun ber
vitni.“
Hvernig tengist Bo Bedre þess-
ari útgáfustarfsemi?
„Vegna hagstæðra samninga
við tímaritaútgáfuna á Norður-
löndum gátum við boðið íslenskum
áksrifendum danska tímaritið Bo
Bedre á ótrúlega góðum kjörum.
Bo Bedre er eitt vandaðasta tíma-
rit sem gefið er út á Norðurlönd-
unum. Þetta er um 250 síðna blað,
myndskreytt bestu fáanlegu
myndum og fjallar um allt sem við-
kemur heimilinu, allt frá borðbún-
aði til innanhússhönnunar. Þetta
er blað sem margir Íslendingar
þekkja vel, enda rótgróið og vin-
sælt.“
Þú sagðir að móttökur hefðu
verið góðar, lýstu því nánar og
ertu sjálf ánægð með frumburð-
inn?
„Móttökurnar hafa verið hreint
út sagt ótrúlegar. Áður
en fyrsta tölublaðið
kom út voru komnir yfir
4.000 áskrifendur sem
segir mér einfaldlega
að það var greinilega
full þörf á svona blaði á
markaðinn. Ég held að ég geti ekki
verið ánægðari með útkomuna á
blaðinu, það ber glöggt vitni um
metnaðarfull og vönduð vinnu-
brögð, sama hvert litið er. Ég vona
að lesendur séu sammála mér og
komi til með að njóta Í formi með
okkur um ókomna framtíð.“
Rósa Gunnlaugsdóttir
Rósa Gunnlaugsdóttir fæddist
árið 1975 og er Reykvíkingur í
húð og hár. Eftir grunnskóla
lauk hún námi á félagsfræðibraut
í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti. Stundaði síðan nám við Við-
skipta- og tölvuskólann. Um tíma
vann hún á leikskóla og hjá bóka-
útgáfunni Iðunni. Var þar að-
stoðarmaður sölustjóra. Síðan
vann hún um tíma við gagna-
vinnslu ættfræðibóka og starfs-
mannatala fyrir bókaútgáfur uns
hún settist í ritstjórastól Í formi.
Sambýlismaður Rósu er Birgir
Már Þorgeirsson, tónlistarmaður
og nemi við Háskóla Íslands.
Á bak við
hvert tölublað
standa 50
manns
Ég er ekkert hræddur, ég er bara ekki búinn að pússa græjurnar, góði.