Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 10
ELLEFU konur hafa setið á þingi
fyrir Sjálfstæðisflokkinn undan-
farnar tvær vikur og hafa aldrei
fleiri konur setið á Alþingi fyrir
flokkinn. Níu konur eru nú í hópi
þingmanna flokksins og hafa þær
aldrei verið fleiri.
Soffía Gísladóttir hefur setið á
þingi sem varamaður Halldórs
Blöndals, 1. þingmanns Norður-
lands eystra, og Stefanía Ósk-
arsdóttir sem varamaður Geirs H.
Haarde í Reykjavíkurkjördæmi.
Sigríður Anna Þórðardóttir, for-
maður þingflokks Sjálfstæðisflokks-
ins, sagði að mjög skemmtilegt hafi
verið að koma á fundi þingflokksins
síðustu daga, þar sem konur hafi á
stundum verið í meirihluta. Alls eru
26 þingmenn í þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins, þar af níu konur. Sigríð-
ur Ingvarsdóttir varð þingmaður í
haust eftir að Hjálmar Jónsson lét
af þingmennsku fyrir Norðurlands-
kjördæmi vestra.
Auk þeirra Sigríðar Önnu og Sig-
ríðar Ingvarsdóttur, sitja nú þær
Sólveig Pétursdóttir, Lára Margrét
Ragnarsdóttir, Katrín Fjeldsted,
Ásta Möller, Drífa Hjartardóttir,
Arnbjörg Sveinsdóttir og Þorgerð-
ur Katrín Gunnarsdóttir á þingi fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn.
„Þingmenn hafa verið á faralds-
fæti og því gerðist það í vikunni að
konur voru fjölmennari á fundum
þingflokksins. Mér finnst það afar
ánægjuleg þróun að konum skuli
hafa fjölgað svo mjög í hópi þing-
manna Sjálfstæðisflokksins og í ljósi
sögunnar er þessi breyting mikil,“
sagði hún. Þegar Sigríður Anna
settist fyrst á þing árið 1991, voru
fjórar konur í þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins, auk hennar þær Salóme
Þorkelsdóttir, Lára Margrét Ragn-
arsdóttir og Sólveig Pétursdóttir.
Aldrei
fleiri konur
í hópi þing-
manna
Þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
stjóra væri í höndum þessa út-
varpsráðs.“
Ögmundur Jónasson (Vg) lýsti
sig sammála megininntaki tillögu
Sverris og benti á að starfsmanna-
TILLAGA Sverris Hermannsson-
ar, formanns Frjálslynda flokksins,
til þingsályktunar um rekstur Rík-
isútvarpsins var rædd á Alþingi
fyrir skemmstu og urðu þá fjör-
ugar umræður um hlutverk stofn-
unarinnar og framtíð.
Í tillögu Sverris felst að Alþingi
kjósi nefnd, skipaða fulltrúum allra
þingflokka, til að semja frumvarp
um breyttan rekstur RÚV. Nefnd-
in semji frumvarpið innan ákveðins
stefnuramma, sem m.a. felur í sér
að RÚV verði áfram til sem sjálf-
stæð og óháð stofnun í þjóðareign,
að horfið verði frá hugmyndum um
sölu á Rás 2, vegna þarfa lands-
hlutaútvarps, að almannahagsmun-
ir, ef vá ber að höndum, kalla eftir
því að hið víðtæka dreifingarnet sé
alltaf tiltækt og að RÚV verði fjár-
magnað að fullu á fjárlögum ár
hvert, t.d. innan rammaáætlunar
eða þjónustusamnings til þriggja
eða fimm ára í senn. Útvarpið
hætti að flytja viðskiptaauglýsing-
ar í samkeppni við aðra fjölmiðla,
en flytji áfram tilkynningar frá op-
inberum aðilum, félagasamtökum
og öðrum sambærilegum aðilum.
Flokkapólitísk áhrif og
tengsl verið ríkjandi
„Ný skipan Ríkisútvarpsins þarf
að sjá til þess að það verði raun-
verulega sjálfstætt þjóðarútvarp í
stað þeirrar stofnunar sem er nú,
þar sem flokkapólitísk áhrif og
tengsl hafa verið ríkjandi,“ segir í
tillögunni. Þar koma einnig fram
hugmyndir um viðamikil áform um
breytta skipan og hlutverk Út-
varpsráðs.
„Yfir stofnunina verði sett all-
fjölmennt útvarpsráð, eins konar
„akademía“, e.t.v. 15 manna sem
valdir væru af samtökum og stofn-
unum í samfélaginu: úr menningar-
og listaheiminum, af fræðslustofn-
unum, úr vísinda- og rannsókn-
argeiranum, af landsbyggðinni, frá
almannasamtökum launþega og
e.t.v. fleiri aðilum. Seta í útvarps-
ráði væri mikilsverð viðurkenning-
ar- og virðingarstaða sem ein-
göngu mundi veljast til hið hæfasta
fólk með víða sýn yfir samfélagið.
Ráðið hefði vel skilgreint verksvið
og ákvæði megindrætti í dagskrár-
stefnu stofnunarinnar og verka-
skiptingu milli Rásar 1, Rásar 2 og
sjónvarpsins. Ráðning útvarps-
samtök Ríkisútvarpsins hefðu gert
slíkt hið sama. Hins vegar sagðist
hann hafa efasemdir um að raun-
sætt sé að svipta RÚV auglýsinga-
tekjum sínum. Þær séu snar þáttur
í fjármögnun þess. Á móti sé mjög
mikilvægt að fjármögnun stofnun-
arinnar sé eins óháð framkvæmda-
valdinu og kostur er.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagðist geta
tekið í megindráttum undir þau
sjónarmið sem kæmu fram í tillög-
unni. „Ég er þeirrar skoðunar að
öflugt og sjálfstætt þjóðarútvarp
verði að vera til staðar og að það
sé forsenda þess að hægt sé að
halda uppi lýðræðislegri umfjöll-
un,“ sagði hann og tók undir með
Sverri að í vaxandi mæli standi
Ríkisútvarpið í flokkspólitískum
skugga.
„Við sjáum auðvitað að valda-
menn í samfélaginu hafa reynt að
beita aðstöðu sinni til þess að ráða
þar inn fólk og þeir hafa gert það.
Við skulum ekkert vera að skafa
utan af því,“ sagði hann.
Formaður Samfylkingarinnar
gat þess einnig að í máli Sverris
hefði gætt nokkurrar svartsýni í
garð íslenskrar tungu. Tillagan
væri því ekki síst sett fram af um-
hyggju hans fyrir tungunni. Sagði
Össur að á þessi varnaðarorð
þyrfti að hlusta, því þau væru sett
fram af manni sem verið hefði
menntamálaráðherra með miklum
ágætum og talaði tunguna „með
betri og merkilegri hætti en ákaf-
lega margir aðrir Íslendingar“ nú
á dögum.
Rétt að breyta Ríkisútvarpinu
í hlutafélag í eigu ríkisins
Halldór Blöndal (D) benti á að
vinstri menn á þingi tækju allir
undir tillöguna, þar sem því væri
algjörlega hafnað að Ríkisútvarp-
inu verði breytt í hlutafélag. Benti
Halldór á að það væri mjög flókið
og seinvirkt fyrir fyrirtæki að
starfa samkvæmt fjárlögum. Hver
einasta fjárfesting þurfi að vera
ákveðin innan stofnunarinnar ári
áður en fjárlög taka gildi.
Bætti Halldór því við að íhuga
verði mjög rækilega hvort ekki sé
rétt að breyta Ríkisútvarpinu í
hlutafélag í eigu ríkisins. „Ég tel
að það verði að reyna að meta
kosti þess og galla. Það liggur fyrir
að á síðustu mánuðum hafa þar
verið teknar ákvarðanir sem benda
til þess að þeir sem búa úti á landi
geti ekki treyst á Ríkisútvarpið
eins og það er rekið.“
RÚV verði áfram sjálfstæð
og óháð stofnun í þjóðareign
Ríkisútvarpið verður fjármagnað að fullu
á fjárlögum og hættir að flytja viðskipta-
auglýsingar, verði frumvarp Sverris
Hermannssonar til laga um
Ríkisútvarpið samþykkt á Alþingi.
Morgunblaðið/Þorkell
Sverrir Hermannsson ræðir við Jóhönnu Sigurðardóttur undir um-
ræðum á Alþingi. Kristinn H. Gunnarsson fylgist með.
ÞEGAR kemur að störfum hinna
þjóðkjörnu fulltrúa á löggjafar-
samkundunni er engum vafa undir-
orpið þessi misserin hvaða mál ber
hæst í umræðunni. Hvaða mál fær
þingmenn til að gægjast út yfir hina
flokkspólitísku línu og ræða hlutina í
víðu samhengi. Þetta mál tengist
með beinum og óbeinum hætti af-
komu þjóðarinnar og velferð í bráð
og lengd; nefnilega stjórn fiskveiða.
Þessa hefur áþreifanlega orðið
vart í störfum Alþingis að und-
anförnu og hefur umræðan oft á tíð-
um verið snörp og harðvítug. Ekki
hvað síst hefur vakið athygli hve skil
virðast á stundum óljós milli stjórn-
armeirihluta og stjórnarandstöðu í
þessari umræðu og einnig hversu
kynbundin hún er. Fremur fátítt er
að konur taki til umræðu í henni og
aðeins Svanfríður Jónasdóttir, Sam-
fylkingunni, hefur gert sig gildandi
á þessum vettvangi. Svanfríður var
m.a. eina konan sem ræddi fisk-
veiðistjórnina þá tvo þingdaga sem
um ræðir. Það er miður, því afleitt
er að annað kynið ráði meiru en hitt
í svo mikilvægum málaflokki.
Á föstudag og mánudag var hart
tekist á um stjórn fiskveiða á Al-
þingi og dróst sú umræða fram yfir
allar áætlanir. Þannig varð mikið
uppistand á föstudagsmorgninum
yfir ummælum sjávarútvegs-
ráðherra á aðalfundi LÍÚ frá því
deginum áður þess efnis að fulltrúar
stjórnarandstöðunnar í svonefndri
endurskoðunarnefnd um stjórn fisk-
veiða hefðu aldrei í störfum sínum
stefnt að sáttum. Þessu var mót-
mælt hart í upphafi þingfundar og
öllum hugsanlegum meðulum beitt í
því skyni, svo þingreyndustu menn
vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið.
Þannig var á tímabili engin leið að
vita hvort ræðumenn væru að ræða
störf þingsins, fundarstjórn forseta
eða að bera af sér sakir. Frammíköll
settu og mikinn svip á umræðuna og
ekki síður að ráðherra fékk að gera
grein fyrir máli sínu og fara vel á
fjórðu mínútu fram yfir ræðutíma
sinn í því skyni. Vakti það ómælda
athygli og heldur litla hrifningu,
hvar svo sem í flokki menn stóðu.
Einn stjórnarliða sagði eftir á við
undirritaðan að vonlaust væri að
veita undanþágur frá fundar-
sköpum; reglur væru reglur. Var því
kannski ekki furða þótt Steingrímur
J. Sigfússon segði í ræðustól að hér
eftir myndu forsetar þingsins eiga í
„grenjandi vandræðum“ með að
meta hvaða erindi væru nógu brýn
til þess að beygja mætti út frá þing-
sköpum. Sverrir Hermannsson
ræddi um „geðbrigðastjórn forseta“,
en áskildi sér um leið rétt til að fara
svo rækilega út fyrir sinn ræðutíma
þegar þyrfti.
Ekki voru átökin minni síðar um
daginn þegar Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra mælti fyrir
frumvarpi sínu um breytingar á
stjórnkerfi krókaaflamarksbáta.
Flugu þá margar eldræður, sýnu þó
eftirminnilegust löng og magn-
þrungin tala Einars Odds Kristjáns-
sonar frá Flateyri, sem rakti sautján
ára sögu kvótakerfisins og benti á
þá slæmu stöðu sem ýmsir fiski-
stofnar væru í um þessar mundir.
Niðurstaða Einars Odds var að okk-
ur hefði „gjörsamlega mistekist“ í
stjórn fiskveiða og gaf í skyn að til
lítils væri að deila um aðferðafræði,
veiðigjald eða fyrningarleið, þegar
sjálft tækið – kvótakerfið – væri
sýnilega gallað.
Á mánudeginum kom annar þing-
maður Vestfjarða, framsóknarmað-
urinn Kristinn H. Gunnarsson, í
pontu og beindi spjótum sínum mjög
að sjávarútvegsráðherra. Kristinn
átti einmitt sæti í endurskoð-
unarnefndinni og vék að ummælum
ráðherra um þá sem ekki studdu álit
meirihluta hennar. Sagði hann um-
mælin „athyglisverð“ og velti því
upp hvort ráðherra teldi að afstaða
nefndarinnar væri eitthvert viðmið
sem aðrir nefndarmenn hefðu átt að
laga sig að. Kvaðst hann ekki geta
fallist á að sjónarmið þeirra „sem að
lokum“ skipuðu meirihluta nefnd-
arinnar hafi verið „einhver ballest“ í
störfum hennar og þeir sem ekki
gátu fallist á þau sjónarmið hafi haft
það að markmiði að halda uppi
ágreiningi.
„Mér er ekki ljóst hvort hann
[ráðherrann] meinar þessi ummæli
til mín eða ekki,“ sagði Kristinn og
sagðist ekki vilja lesa það þannig og
bíða heldur þar til ráðherra skýrði
þau gagnvart sér. Bætti hann því við
að allir þingmenn í nefndinni hefðu
unnið af fullum heilindum og kvaðst
telja að ekki hjálpi til í málinu að
einstökum nefndarmönnum væru
gefnar niðrandi einkunnir.
Kristinn sagði líka að sam-
komulag milli ólíkra sjónarmiða ná-
ist ekki með því að hafna öðru sjón-
armiðinu og búa til niðurstöðu sem
eingöngu grundvallast á hinu. „Sam-
komulag næst því aðeins að menn
taki mið af báðum sjónarmiðum.
Það var rætt í fullri alvöru innan
nefndarinnar að ná samkomlagi sem
tæki tillit til beggja sjónarmiða. Ég
er alveg viss um það að ef sjáv-
arútvegsráðherra hefði lagt þeim
tilraunum lið þá hefðu menn náð
sameiginlegri niðurstöðu í endur-
skoðunarnefndinni,“ sagði Kristinn
H. Gunnarsson ennfremur í ræðu
sem seint verður talin líkleg til þess
að marka endalok fjörugrar um-
ræðu um sjávarútvegsmál í sölum
Alþingis.
Þvert á móti er hún til þess fallin
að áfram verði tekist um þetta
grundvallarmál okkar landsmanna,
þótt vísast sé vilji allra að um síðir
náist einhver sú lending í málinu
sem vísað geti til sátta og skyn-
samlegrar niðurstöðu, landi og lýð
til heilla.
Harðvítugar deilur um stjórn fiskveiða
EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON
ÞINGFRÉTTAMANN
bingi@mbl.is