Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 14

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 14
Morgunblaðið/Kristinn Dýralæknarnir Lísa Bjarnadóttir og Ólöf Loftsdóttir skipta um umbúðir á tíkinni Tönju. DÝRASPÍTALINN í Víðidal hýsir marga gesti, stóra jafnt sem smáa, og á föstudögum er mikill erill því flestar fjöl- skyldur vilja fá sjúklingana heim fyrir helgi. Ólöf Loftsdóttir dýralæknir tekur á móti blaðamanni og sendir um leið hughreystandi bros til mæðgna sem koma í sömu andrá inn á spítala og bisa með risastóra tágakörfu á milli sín. Í körfunni er lítill óttasleginn kisi sem mjálmar ámátlega. Hann óskar þess líklega að vera allt annars staðar en hér, og það ekki að ástæðulausu, hann er að fara í geldingu. Ófrjósemisaðgerðir eru að sögn Ólafar algengasta ástæða komu dýra á spítalann en fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem bólussetningar eru líka daglegar auk nauðsyn- legrar reglulegrar tann- hreinsunar. Dýralækningar eru samt, að sögn Ólafar, að breytast þar sem gæludýr eru orðin miklu langlífari en áður. „Sjúklingarnir hafa elst mikið – það má næstum segja að við séum í öldrunarlækningum,“ segir Ólöf og kveður það alls ekkert sjaldgæft að hitta syk- ursjúka ketti og hunda á hjartalyfjum. Spurð hvort dýrin sýni streitumerki þegar komið er með þau á spítalann svarar Ólöf játandi og segir ekkert óalgengt að hundar byrji að góla strax þegar kom- ið er í síðustu beygjuna að spítalanum. „Kettirnir eru oftast hugaðari og mestu töff- arafressin merkja sér húsið áður en þeir koma inn.“ Inni í einu skoðunarher- bergjanna eru sex laslegir kettir sem kúra í búrum sín- um og einn eldhress sem fer sínar eigin leiðir. Sá spræki heitir Tóti og á ættir að rekja til hesthúsakattanna skammt frá og ku vera slyngur veiði- köttur. Í næsta herbergi liggur tík- in Tanja uppi á bekk þar sem dýralæknirinn Lísa Bjarna- dóttir, skiptir á umbúðum sem hylja nær allan búk henn- ar. Tanja er ellefu ára og greindist nýlega með krabba- mein í eggjastokkum. Hún var skorin upp á fimmtudag og æxli á stærð við handbolta fjarlægt. Aðgerðin gekk vel og þrátt fyrir að Tanja beri sig svolítið aumlega er hún öll að braggast og fær sér spássi- túr um ganga spítalans. Hani í óskilum! Fimm læknar eru í fullu starfi á spítalanum og þegar þeir eru spurðir um sérkenni- leg tilvik og uppákomur í vinnunni ber þeim saman um að líklega hafi villti haninn verið sá undarlegasti eða að minnsta kosti háværasti gest- urinn til þessa. Íbúar í Árbæj- arhverfi höfðu lengi kvartað undan hanagali í morgunsár- ið. Enginn kannaðist við að eiga kauða og var haninn há- væri loks handsamaður og fal- inn starfsfólki spítalans í gæslu. „Við auglýstum eftir eiganda hans í útvarpinu og það heyrðust hlátrasköll víða um borg þegar útvarpsþulan las „hani í óskilum“ innan um hefðbundnari tilkynningar,“ segir Randý, einn starfs- mannanna. Í ljós kom að han- inn hafði strokið af Árbæjar- safni og var skilað til síns heima. Eitt sinn komu líka ung hjón sem höfðu fundið ósköp sæta og það sem þau héldu lasna mús. Þegar á spítalann var komið kom í ljós að músin var alls engin mús heldur hol- ræsisrotta sem var illa útleik- in eftir slagsmál í undirheim- um borgarinnar. Rusla-Finnur fann heimili Starfsfólk spítalans er sam- mála um að það sé sárast af öllu þegar lóga þarf heilbrigð- um dýrum sem enginn vill lengur. Góðhjartað fólk hefur því tekið að sér eitt, tvö og jafnvel þrjú dýr og hafa allir starfsmenn spítalans ættleitt nokkra hunda og ketti sem þau kalla „götubörnin“ sín. Hundurinn Rusla-Finnur er eitt slíkt götubarn en hann fannst á bak við ruslatunnur á Hverfisgötunni. Lögreglan fylgdi Finni upp á dýraspítala og þegar enginn eigandi gaf sig fram fór hann aldrei aftur og hefur nú fasta búsetu í Víðidalnum. „Það er stór ákvörðun að fá sér gæludýr. Þegar fólk er til dæmis að velta því fyrir sér að fá hvolp ætti það að hugsa til þess að það er að minnsta kosti 15 ára skuldbinding. Maður þarf því að biðla til fólks að það hugsi vel um dýrin sín og sleppi því að fá sér gæludýr ef það er ekki tilbúið að axla ábyrgðina sem fylgir dýrahaldi,“ segir Ólöf. Síminn hringir látlaust all- an daginn þar sem fólk leitar upplýsinga um allt milli him- ins og jarðar. Blaðamaður ákveður að tefja upptekið fólk ekki lengur, þakkar fyrir gestrisnina, hnerrar tvisvar – blessað kattarofnæmið farið að gera vart við sig, kveður menn og dýr á Dýraspítalan- um í Víðidal og stenst með naumindum freistinguna að lauma litlum og pattaralegum hvolpi undir kápuna og stynja upp: „Má ég eiga hann?“ Heimsókn á dýra- spítalann Sykursjúkir sælkerakettir, strokuhanar og aldurhnignir hundar fá allir inni á ný- opnuðum Dýraspítalanum í Víðidal. Jóhanna K. Jóhannesdóttir tók ofnæm- ispillu og fór í heimsókn í Víðidalinn. Víðidalur HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Epal hf. / Skeifan 6 / s: 568 7733 / epal@epal.is / www.epal.is Ráðgjafi frá Erik Jörgensen verður í versluninni í dag ykkur til aðstoðar. Nýir stólar hannaðir af Pétri B. Lútherssyni eru til sölu og sýnis í versluninni. Íslensk framleiðsla. Ótrúlega hagstæð verð! Munið! Opnun sýningar Hannesar Lárussonar á viðarofnum kl.14 í dag. KVEIKT verður á um- ferðarljósum á mótum Smáagerðis og Háaleitis- brautar klukkan tvö í dag en starfsmenn gatna- málastjóra hafa unnið að uppsetningu ljósanna að undanförnu. Ljósin voru sett upp í kjölfar alvar- legs slyss þar sem ung stúlka varð fyrir bíl á um- ræddum stað. Ný ljós við Smáagerði Háaleitishverfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.