Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Höfðabakki 9 - Til leigu FRÁBÆR STAÐSETNING OG HIMNESKT ÚTSÝNI! MJÖG HAGSTÆÐ LEIGA Síðumúla 27, sími 588 4477, fax 588 4479. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í s. 588 4477 eða 899 9271 Skrifstofuhúsnæði sem uppfyllir allar kröfur til reksturs nútíma húsnæðis. Hæðirnar hafa verið í notkun PriceWaterhouseCoopers, PWC. 4. hæð, 900 fm. Laus. 5. hæð, 900 fm. Laus. 7. hæð, (efsta hæð), 850 fm. Laus nú þegar. Mögulegt er að skipta hverri hæð í tvær einingar. Eignin er í eigu Landafls sem er öflugt fasteignafélag sem sérhæfir sig í eignarhaldi og útleigu fasteigna. SAMDRÁTTUR hefur orðið í einkaneyslu og fjárfestingum eftir uppgangstímabil á síðustu árum en samneyslan hefur vaxið nokkuð jafnt og þétt og ekki dregist saman til jafns við hina tvo þættina. Þar þarf til að koma aðhald af hálfu hins opinbera. Framlag ríkisfjár- málanna væri mikilvægt til að verðbólgumarkmiðum Seðlabank- ans yrði náð. Þetta kom fram í máli framsögu- manna á morgunverðarfundi Versl- unarráðs í gær þar sem staða og horfur í efnahagsmálum var rætt í tilefni af útkomu rits Seðlabank- ans, Peningamála. Framsögu höfðu Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri, Mar- geir Pétursson, hjá MP-verðbréf- um og Andri Teitsson hjá Þróun- arfélagi Íslands. Lagt var út af nýútkomnu riti Seðlabankans, Pen- ingamálum, vaxtalækkuninni í fyrradag og verðbólguspá Seðla- bankans. Telur Seðlabankann fullbjartsýnan Andri telur að Seðlabankinn sé fullbjartsýnn á efnhagsþróunina næstu misserin, þ.e. á að íslenska krónan muni halda velli og svo styrkjast og að kaupmáttur muni haldast á næsta ári og hækka eftir það. Andri lýsti áhyggjum af miklum viðskiptahalla. „Svona hallarekstur gengur ekki upp til lengdar hjá heilli þjóð, ekki frekar en hjá fyr- irtæki eða heimili,“ sagði Andri. Áframhaldandi vöxtur samneyslu ásamt aukinni vaxtabyrði af er- lendum lánum er meginskýringin á að viðskiptahallinn minnkar sára- lítið, að því er fram kom í máli Andra. Sökum viðskiptahallans er Andri ekki bjartsýnn á að gengi haldist stöðugt, en það er ein af forsendum fyrir verðbólguspá Seðlabankans sem kynnt var í fyrradag. Hann telur horfur á að kjarasamningar haldi, eins og gert er ráð fyrir, heldur ekki góðar. Hugmynd að auknum sparnaði heimilanna Andri telur galla hversu mikið af lánum er með föstum vöxtum. „Þegar skuldarinn er búinn að taka lánið verður hann ekki endilega var við það þótt eftirspurn eftir pen- ingum aukist. Þetta á til dæmis við um húsnæðislán og námslán,“ sagði Andri og kom með tillögu að fyr- irkomulagi sem aukið gæti sparnað heimilanna um milljarða á nokkr- um árum. Hugmynd Andra er sú að Lánasjóður íslenskra náms- manna bjóði skuldurum að greiða lán sín upp með afföllum sem svara til þrjú, fjögur eða fimm prósent ávöxtunarkröfu og tuttugu ára endurgreiðslutíma. „Afföll af tveggja milljóna króna láni sem ber 0% vexti yrðu 500 þúsund krónur eða 25% miðað við 3% ávöxtunar- kröfu. Þessi ávöxtunarkrafa tæki breytingum í takt við til dæmis ávöxtunarkröfu húsbréfa þannig að tilboð um uppgreiðslu yrði meira freistandi þegar raunvextir í land- inu væru háir, það er að segja þeg- ar aðrir hefðu mikil not fyrir þessa peninga – að eigin mati að minnsta kosti,“ sagði Andri. Halda áfram á sömu braut ef krónan helst stöðug Margeir Pétursson fagnaði vaxtalækkun Seðlabankans og lýsti þeirri skoðun sinni að skynsamlegt hefði verið af Seðlabankanum að stíga ekki of fast til jarðar í fyrsta sinn en mikilvægt væri að halda áfram á sömu braut, ef krónan héldist stöðug næstu daga og vikur. Hann hrósaði Seðlabankanum fyrir fagleg vinnubrögð og sagði fagleg- an trúverðugleika bankans mikinn á alþjóðavettvangi. Hann sagði að „svokallaður hag- vöxtur“ mældist nú aðeins vegna ríkisútgjalda og þau yrði að koma böndum á, þrátt fyrir að það væri erfitt verk. Vaxtahækkanir undan- farinna ára hefðu engin áhrif haft á opinbera aðila, aðeins á einka- neyslu og fjárfestingar. Margeir benti á að sú stærð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn horfir m.a. til væru erlendar skammtíma- skuldir þjóðarbúsins. Þessar skuld- ir hefðu hér vaxið verulega og gjaldeyrisforði Seðlabankans sem hlutfall af þeim farið lækkandi á móti. Þetta hlutfall var 80% árið 1996, 60% árið 1999 en er nú tæpur þriðjungur, að sögn Margeirs. „Ég tel að Seðlabankinn eigi frekar að reyna að tryggja fjár- hagslegan stöðugleika með lækkun vaxta heldur en halda vöxtum háum, þar sem háir vextir virka illa gegn opinberum útgjöldum. For- senda þess að þetta sé hægt er að hið opinbera, þ.e. sveitarfélögin og ríkissjóður, haldi ekki áfram að auka útgjöld sín,“ segir Margeir. Raungengi krónunnar mun hækka Birgir Ísleifur Gunnarsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, gerði á fundinum grein fyrir verð- bólguspá Seðlabankans og forsend- um fyrir vaxtalækkuninni sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Birgir Ísleifur lagði áherslu á að aðhald peningastefnunnar yrði áfram mikið enda raunvextir bank- ans um 6,5% eftir breytinguna. „Seðlabankinn hefur áður lýst þeirri skoðun sinni að raungengi krónunnar sé orðið mun lægra en það jafnvægisgengi sem reikna má með til lengdar. Raungengi krón- unnar mun því hækka á næstu misserum. Hins vegar er óvíst hve- nær þetta gerist og í hvaða mæli það verður; fyrir atbeina hærra nafngengis krónunnar eða meiri verðbólgu en í viðskiptalöndunum.“ Seðlabankastjóri sagðist vonast til að það yrði það fyrrnefnda sem myndi valda hærra raungengi krónunnar. „Tímasetning og umfang frekari lækkunar vaxta ræðst nú sem endranær af framvindunni og lík- unum á að verðbólgumarkmið bankans náist árið 2003. Framlag ríkisfjármálanna verður mikilvægt í þeim efnum,“ sagði Birgir Ísleifur undir lok erindis síns. Hann ræddi peningamálastefnu sögulega í umræðum eftir erindin, en ofþensluna árið 1999 bar m.a. á góma. „Okkar skoðun var sú að við yrðum að reyna að ná ofþenslunni betur út úr hagkerfinu áður en við færum að lækka vexti og áður en gengið færi að lækka, vegna þess að sagan sýnir okkur að ef það ger- ist undir þeim kringumstæðum að ofþenslan er í hámarki er mikil hætta á því að bæði gengi og verð- bólga fari á skrið og við lendum í mikilli óðaverðbólgu.“ Birgir Ísleifur svaraði því af hverju við höfum verið í svo miklu ofþenslutímabili. „Launin á Íslandi hafa hækkað langt umfram það sem þjóðarbúið leyfir á síðustu tveimur árum. Þar er auðvitað kominn grundvöllur þeirrar einka- neyslu sem hefur drifið viðskipta- hallann og hagvöxtinn áfram á síð- ustu tveimur árum. Bæði þær tekjur sem menn fengu í hendur og væntingar um að þetta myndi verða svona um alla eilífð og þá væri allt í lagi að ganga í bankana og sækja sér hnefa. Það er það sem menn hafa ótæpilega gert og bank- arnir ekki staðið nægilega vel í ístaðinu. Þeir horfa þess vegna núna fram á mun erfiðari tíma en þeir þyrftu að ganga í gegnum ef þeir hefðu haldið meira að sér höndum.“ Birgir Ísleifur telur þó ekki að fjármálastöðugleikinn sé í hættu vegna bankanna, þeir muni komast út úr erfiðleikunum upp á eigin spýtur. Morgunverðarfundur Verslunarráðs um stöðu og horfur í efnahagsmálum um þessar mundir Framlag ríkisfjár- málanna mikilvægt Morgunblaðið/Kristinn Margeir Pétursson ávarpar fund Verslunarráðs í gær. Sitjandi eru Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri og Bogi Pálsson fundarstjóri. Í FRAMHALDI af vaxtalækkun Seðlabankans í fyrradag hafa Bún- aðarbanki Íslands, Íslandsbanki og Landsbanki Íslands ákveðið að lækka vexti sína. Sparisjóðirnir munu einnig lækka vexti sína, en ekki liggur fyrir hve mikið. Breyt- ingarnar hjá sparisjóðunum munu ekki taka gildi frá og með morgun- deginum eins og hjá bönkunum þremur, heldur frá og með 21. þessa mánaðar, en vaxtabreytingadagar í bankakerfinu eru almennt 1., 11. eða 21. hvers mánaðar. Búnaðarbankinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að með hliðsjón af því að Seðlabankinn hafi lækkað vexti í endurhverfum við- skiptum um 0,8% og vexti daglána til banka um 0,4%, þá hafi Búnaðar- bankinn ákveðið að lækka vaxtakjör sín. Kjör óverðtryggðra útlána lækka um 0,8% en kjör óverð- tryggðra innlána lækka heldur minna eða um 0,2%-0,6%, yfirleitt þó um 0,6%. Jafnframt hefur Búnaðar- bankinn ákveðið að lækka verð- tryggða vexti bæði útlána og innlána um 0,1%. Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að lækka flesta óverðtryggða innláns- og útlánsvexti sína um 0,8%, en verðtryggðir vextir verða óbreyttir. Svipaða sögu er að segja um vaxtabreytingar hjá Landsbank- anum, þar lækka innláns- og útláns- vextir almennt um 0,8%, en verð- tryggðir vextir haldast óbreyttir. Vaxtabyrði skuldabréfa lækkar Fyrir þá sem eru með skuldabréf hjá einhverjum bankanna þýðir lækkun vaxta á útlánum yfirleitt að vaxtagreiðslur af skuldabréfunum lækka þó að þegar hafi verið stofnað til skuldarinnar. Þetta stafar af því að yfirleitt eru vextir skuldabréfa tvískiptir. Annars vegar er álag sem er ákveðið þegar skuldabréfið er gef- ið út og það breytist ekki nú. Hins vegar eru þeir almennu skuldabréfa- vextir sem hver banki miðar við og þeir vextir munu taka breytingum á morgun. Árleg vaxtabyrði af 1.000.000 króna skuldabréfi lækkar því yfirleitt um 8.000 krónur í fram- haldi af þeim vaxtalækkunum sem nú eiga sér stað. Vextir viðskipta- banka lækka FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópu- sambandins hefur lagt fram til- lögur um að verð á sjávarafurðum hækki á næsta ári. Tillögurnar eru leiðbeinandi fyrir aðildarlöndin og eru m.a. byggðar á meðalmark- aðsverði, kvótum, eftirspurn o.fl. í ESB-löndum sl. þrjú ár. ESB leggur á hverju ári fram slíkar leiðbein- andi tillögur, sem ætlað er að tryggja framleiðendum hagnað með því að stuðla að stöðugleika á fiskmörkuðum í sambandinu. Verð á sjávarafurðum í löndum ESB hækkaði á árunum 1999–2001, öf- ugt við næstu þrjú árin þar á und- an. Verðhækkanirnar má einkum rekja til aflasamdráttar og auk- innar spurnar eftir sjávarfangi. Framkvæmdastjórnin leggur til 1– 2,5% hækkun á flestum hvítfiskteg- undum og um 1-3% hækkun á upp- sjávarfiski. Um er að ræða lág- marksverð á fiskmörkuðum. Nái verð á fiski ekki þessu lágmarki má ekki nota hann til manneldis, aðeins í mjölvinnslu og lýsi. Leggja til hækkun á fiskverði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.