Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ PAUL Krugman hagfræðingur ritaði í vikunni grein um efnahagsvanda Argentínu í dagblaðið The New York Times. Í greininni gagnrýnir hann harðlega þá gengisstefnu sem rekin hefur verið í Argentínu og kölluð hef- ur verið myntráð (e. currency board). Til að koma í veg fyrir verðbólgu hafi gengið verið fest þannig að einn pesói hafi verið jafngildur einum Banda- ríkjadal og þetta hafi skilið eftir lítið svigrúm til að beita peningastefnu. Krugman spyr hvað hafi farið úr- skeiðis og segir að miðað við umræð- ur um lánin, sem ekki hafi verið staðið í skilum með, mætti ætla að vandinn lægi hjá ríkinu. Staðreyndin sé þó sú að halli af ríkissjóði hafi verið á milli eitt og þrjú prósent af landsfram- leiðslu, sem sé ekki slæmt fyrir hag- kerfi í samdrætti. Þá séu skuldir rík- isins aðeins um helmingur lands- framleiðslunnar, sem sé betra en hjá mörgum Evrópuríkjum og staða rík- issjóðs sé betri en hún hafi verið í Bandaríkjunum fyrir áratug. Að fjarlægja spennitreyjuna „Ríkisfjármálin eru ekki hinn raun- verulegi vandi Argentínu, heldur efnahagsmálin,“ segir Krugman. Hann bendir á að landið stríði nú við fjórða samdráttarárið í röð, en ósveigjanleiki peningastefnunnar, sem miðist við að verjast verðbólgu, komi í veg fyrir aðgerðir sem lönd fara almennt út í til að berjast við verðhjöðnun. Þetta séu aðgerðir á borð við vaxta- eða gengislækkun. Þess í stað hafi Argentína gengið í gegnum hvern niðurskurðinn á fætur öðrum í ríkisfjármálum, og í hvert sinn hafi fylgt loforð um að nú myndi niðurskurður launa og starfa endur- vekja trú á efnahagslífið og ýta undir efnahagsbata. „En niðurskurði hefur ekki fylgt efnahagsbati, þvert á móti hefur samdrátturinn aukist, átök inn- anlands farið vaxandi og trú manna á efnahagslífið minnkað enn frekar. Eðlileg viðbrögð við þessu vanda- máli eru að fjarlægja spennitreyjuna: Láta pesóann fljóta og gera það sem nauðsynlgt er til að bjarga hagkerf- inu. Þetta gerði Bretland árið 1931 og aftur árið 1992 með góðum árangri. Jafnvel Brasilía, sem var neydd til að hætta með fastgengi árið 1999, komst að því að flotgengi bætti efnahaginn verulega,“ segir Krugman. Hann bætir því við að það sé að vísu svo að stór hluti skulda einkaaðila í Argentínu sé tengdur gengi Banda- ríkjadals, sem þýði að gengisfelling pesóans kynni að valda fjármálaleg- um erfiðleikum. En eins og bent hafi verið á sé til svar við þessu og það sé að „gefa einfaldlega út tilskipun um að afnema gengistenginguna“. Þetta sé róttæk lausn, en hún eigi sér for- dæmi í því að Roosevelt Bandaríkja- forseti hafi tekið Bandaríkjadal af gullfæti árið 1933. Auk þess hafi ýms- ir starfsmenn fjárfestingabanka mán- uðum saman lýst sig fylgjandi slíkri aðgerð í einkasamtölum. Þjóðin krossfest á dollarakrossinn „Frá því í vor hafa íhaldssamir hag- fræðingar í Bandaríkjunum hvatt Argentínu til að halda í gengisfest- inguna við dollarann og láta lánin frekar falla en sleppa tengingunni. Þetta er einmitt það sem hefur gerst,“ segir Krugman. Hann bendir jafnframt á að þróuð ríki felli oft gengi gjaldmiðla sinna, en Argentínu sé sagt að hún geti það ekki. Á hinn bóginn falli lán aldrei á þróuð ríki, en Argentínu sé sagt að hún verði að láta lánin falla. Krugman segir erfitt að ímynda sér að Argentína fórni bæði hagkerfi sínu og lánshæfismati fyrir kenningar í peningamálum sem orðið hafi illa úti í prófunum í raunveruleikanum. Paul Krugman í The New York Times Argentína afnemi gengistenginguna BRESKA blaðið Guardian birti í gær frétt þess efnis að Baug- ur, sem á fimmtungshlut í breska verslunarfyrirtækinu Arcadia, myndi leggja fram formlega yfirlýsingu þess efnis að félagið geri tilboð í hlutabréf annarra hluthafa í Arcadia. Ekki reyndist þó fótur fyrir því. Guardian sagðist hafa heim- ildir fyrir því að Baugur mundi bjóða 300 pens á hlut fyrir lok dags í gær. Baugur hefur áður tilkynnt í kynningartilboði að boðin verði 280-300 pens á hlut. Talsmönnum Baugs er óheimilt að tjá sig um yfirtöku- viðræðurnar en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins er frétt Guardian röng. Ekkert muni gerast í málinu næstu daga. Samkvæmt reglum um yfir- tökur í Bretlandi þarf fyrirtæki að lýsa formlega yfir að það hyggist gera yfirtökutilboð og leggja fram upplýsingar, s.s. staðfestingu um fjármögnun. Breski markaðurinn bíður spenntur eftir slíkri yfirlýsingu en efasemdir eru uppi um bol- magn Baugs til kaupanna. Frá því að yfirlýsing er gefin mega að jafnaði líða 28 dagar til bindandi kauptilboðs. Þegar til- boðið hefur verið lagt fram gildir það jafnan í 21 dag. Stjórn Arcadia hefur 14 daga til að lýsa áliti sínu á tilboðinu. Enn eng- in yfirlýs- ing frá Baugi HAGNAÐUR SölumiðstöðvarHraðfrystihúsanna hf. fyrstu níu mánuði ársins nam 524 milljónum króna miðað við 217 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Hagnaður af rekstri er- lendra dótturfélaga nam 390 milljónum og reyndist meiri en áætlað var, að því er fram kem- ur í fréttatilkynningu frá SH. Búist er við 800 milljóna króna hagnaði fyrir árið í heild. Heildartekjur á tímabilinu námu 41,3 milljörðum miðað við 33,1 milljarð á sama tímabili í fyrra. Tekjur samstæðunnar eru að mestu í erlendri mynt. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 1.175 milljónum en 858 milljónum á tímabilinu í fyrra. Í tilkynningu segir að starfsemin á Íslandi hafi verið í jafnvægi á árinu. Niðurstaða efnahagsreikn- ings var 25,6 milljarðar sem er aukning frá áramótum. Heild- arskuldir að frádregnum veltu- fjármunum og langtímakröfum námu 2,4 milljörðum. Eginfjár- hlutfall var 17,7%. Um horfur segir í fréttatil- kynningunni: „Þótt atburðirnir 11. september virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á sölu afurða hjá SH, hafa þeir valdið aukn- um óróleika á markaði og þar með óvissu. En að öllu óbreyttu gerir áætlun ráð fyrir að hagn- aður af rekstri síðasta ársfjórð- unginn verði á bilinu 60–80 milljónir og heildarhagnaður samstæðunnar þannig nálægt 800 milljónum.“ Hagnaður SH eykst verulegaTAP af rekstri Kaupþings hf. fyrir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins nam 86 milljónum króna. Að teknu tilliti til skatta er hagnaður félagsins hins vegar 83 milljónir. Fram kemur í tilkynningu Kaup- þings að afkoman teljist ekki viðun- andi. Erfitt árferði á verðbréfamörk- uðum hafi sett mark sitt á afkomuna og arðsemi eigin fjár sé nú rúm 2%. Lækkandi gengi og minnkandi um- svif á verðbréfamörkuðum, bæði inn- anlands og erlendis, hafi leitt til tap- rekstrar á þriðja ársfjórðungi. Eiginfjárhlutfall 11,8% Eigin viðskipti Kaupþings með hlutabréf mynduðu 726 milljóna króna tap á uppgjörstímabilinu en hagnaður varð af eigin viðskiptum með skuldabréf að fjárhæð 290 millj- ónir. Hreinar rekstrartekjur námu u.þ.b. 3,3 milljörðum króna og var eigið fé tæpir 7 milljarðar í lok tíma- bilsins. Eiginfjárgrunnur Kaup- þings, þ.e. eigið fé að viðbættum víkjandi lánum, er um 10,2 milljarðar og eiginfjárhlutfall samstæðunnar samkvæmt CAD-reglum 11,8%. Niðurstaða efnahagsreiknings 30. september 2001 er u.þ.b. 96 milljarð- ar króna en í sex mánaða uppgjöri hinn 30. júní var niðurstöðutalan um 94 milljarðar. Útlán hafa aukist um 6 milljarða frá lokum júní og eru nú 31 milljarður. Markaðsverðbréf og eignarhlutir í félögum nema tæpum 48 milljörðum króna. Framvirkir samningar á móti markaðsverðbréf- um nema samtals 15,3 milljörðum. Stefnir í viðunandi afkomu Í tilkynningu Kaupþings kemur fram að ytra umhverfi hafi verið óhagstætt fyrirtækjum eins og því undanfarna mánuði og að þess gæti töluvert í afkomu félagsins. Tekju- myndun hvíli hins vegar á fjölmörg- um stoðum, s.s. umsýslutekjum, út- lánastarfsemi, þóknanatekjum vegna verðbréfaviðskipta og fyrir- tækjaverkefna sem og gengisbreyt- ingum vegna viðskipta með verðbréf fyrir eigin reikning. Stjórnendur Kaupþings telji ým- islegt benda til þess að viðunandi af- koma náist á næstu mánuðum. Með- al annars megi nefna að þróun á verðbréfamörkuðum í upphafi fjórða ársfjórðungs hafi verið fyrirtækinu jákvæð og einnig sé útlit fyrir að til falli töluverðar tekjur vegna verk- efna á sviði fyrirtækjaþjónustu fyrir lok ársins. Óviðunandi af- koma Kaupþings NÝ stjórn var kjörin á hluthafafundi Keflavíkurverktaka hf. í gær. Aðal- stjórn og varastjórn eru skipaðar mönnum sem sitja þar í krafti Eisch Holding, sem á um 87% af heildar- hlutafé félagsins. Eisch Holding er í eigu Bjarna Pálssonar. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, sem blaðið telur áreiðan- legar, mótmælti minnihluti fráfar- andi stjórnar Keflavíkurverktaka því á hluthafafundinum í gær að hann skyldi haldinn, þar sem hann hafi ekki verið löglega boðaður. Ekki hafi verið fjallað um boðun fundarins í stjórn félagsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að mikið hafi verið fjallað um málefni félagsins á hluthafafundinum en á dagskrá hans voru tveir liðir, kosn- ing stjórnar og önnur mál. Fráfar- andi minnihluti stjórnar mun ætla að athuga sinn gang um framhaldið. Í aðalstjórn Keflavíkurverktaka voru í gær kjörnir þeir Bjarni Páls- son, Kristinn Bjarnason, Sigurmar K. Albertsson, Stefán Hilmarsson og Páll Björnsson. Ingibjörg Pálsdóttir, systir Bjarna Pálssonar, var kjörin annar af tveimur í varastjórn félags- ins. Guðrún S. Jakobsdóttir, fyrrver- andi formaður stjórnar félagsins, er ekki lengur í stjórn. Hluthafafundurinn í gær var lok- aður og var blaðamanni Morgun- blaðsins vísað frá. Í reglum Verð- bréfaþings Íslands um skráningu verðbréfa á Tilboðsmarkaði þingsins segir þó í 6. tölulið 6. greinar: „Hlut- hafafundir skulu vera opnir fjölmiðl- um.“ Keflavíkurverktakar eru á Til- boðsmarkaði VÞÍ. Ný stjórn kjörin í Keflavíkurverktökum hf. Fundarboðun mótmælt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.