Morgunblaðið - 10.11.2001, Blaðsíða 26
ERLENT
26 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSTRALSKIR kjósendur, 12,5
milljónir manna, ganga að kjör-
borðinu í dag en skoðanakannanir
benda til, að mjótt verði á mun-
unum milli stjórnarflokkanna,
Frjálslynda flokksins og Þjóðar-
flokksins, og stjórnarandstöðunn-
ar, Verkamannaflokksins. Hafa
málefni flóttamanna verið ofar-
lega á baugi í kosningabaráttunni
en síðustu daga hefur John How-
ard forsætisráðherra verið sakað-
ur um blekkingar í þeim efnum.
Ný tíðindi af þeim vettvangi í gær
urðu þó hugsanlega til að styrkja
stöðu hans.
Fyrir ekki alllöngu virtist sem
Verkamannaflokkurinn myndi
vinna öruggan sigur í þingkosn-
ingunum en hryðjuverkin í
Bandaríkjunum og ekki síst hörð
stefna Howards í málefnum
flóttamanna sneru síðan vígstöð-
unni við honum í vil. Við upphaf
kosningabaráttunnar hafði How-
ard og ríkisstjórnin 14 prósentu-
stiga forskot á Verkamannaflokk-
inn en síðan hefur dregið saman
með þeim dag frá degi.
Sú stefna Howards að vísa burt
bátafólki eða flóttafólki nýtur al-
menns stuðnings meðal lands-
manna og raunar er lítill eða eng-
inn munur á stefnu hans og
Verkamannaflokksins í þeim efn-
um. Síðustu daga hefur Howard
hins vegar verið sakaður um að
hafa blekkt kjósendur 10. október
sl. er hann hélt því fram, að báta-
fólk, sem vildi komast til Ástralíu,
hefði fleygt börnum í sjóinn til að
neyða áhöfn ástralsks herskips til
að bjarga þeim og taka allt fólkið
um borð. Þessu er nú vísað á bug
af skipstjóra herskipsins.
Howard, sem segist aðeins hafa
flutt þær fréttir, sem honum hafi
verið sagðar, hefur síðustu daga
átt undir högg að sækja vegna
þessa máls en í gær bárust ný tíð-
indi af flóttafólki, sem hugsanlega
kunna að bæta stöðu hans. Þá var
skýrt frá því, að tveir flóttamenn
hefðu drukknað eftir að eldur kom
upp í báti úti fyrir Ástralíuströnd-
um. Sögðu talsmenn flotans, að
flóttafólkið sjálft hefði kveikt í
bátnum.
Áhersla á hefðbundin
kosningamál
Þótt flóttamannamálið sé ofar-
lega á baugi þá er fylgisaukning
Verkamannaflokksins að undan-
förnu fyrst og fremst rakin til
þess, að Kim Beazley, leiðtogi
hans, hefur reynt að beina athygli
kjósenda að öðrum málum, eins
og til dæmis atvinnu-, mennta- og
heilbrigðismálum. Þá þótti Beaz-
ley líka standa sig miklu betur en
Howard í eina sjónvarpseinvígi
þeirra um miðjan október.
Samkvæmt skoðanakönnunum
á fimmtudag þurfti Verkamanna-
flokkurinn að bæta við sig 0,8% til
að sigra í kosningnunum en
fréttaskýrendur veðja þó almennt
á, að stjórnarflokkarnir vinni í
þriðja sinn. Þótt Beazley hafi orð-
ið mikið ágengt með áherslu sinni
á hin hefðbundnu kosningamál, þá
sé líklegt, að flóttamannamálið
muni að lokum vega þyngst hjá
mörgum kjósendum.
Howard og ríkisstjórnin hafa
hamrað á því máli og í gær birtu
allir helstu fjölmiðlarnir stórar
auglýsingar þar sem sagði: „Við
ákveðum hverjir koma til landsins
og undir hvaða kringumstæðum.“
Fréttaskýrendur telja líklegt, að
vegna harðrar afstöðu stjórnar-
innar í þessu máli muni kjósendur
Einnar þjóðar, lítils flokks sem
berst gegn innflytjendum, snúast
á sveif með stjórnarflokkunum í
kosningunum í dag.
Ástralar ganga að kjörborðinu
í tvísýnum kosningum í dag
Flóttamanna-
málið gæti fært
stjórninni sigur
!!
!
" #
$%&'()
&(*+ ,*
" # $ % #
& '
(
- '
)*
+(,
-.
*
Canberra. AP, AFP.
OLÍUVERÐ hækkaði á heims-
markaði í gær eftir að Rússar gáfu
til kynna að þeir væru reiðubúnir
að fylgja fordæmi Samtaka olíu-
útflutningsríkja (OPEC) og draga
úr olíuframleiðslu.
Olíumálaráðherrar OPEC-ríkj-
anna koma saman til fundar í Vín-
arborg í næstu viku og fastlega er
búist við að þeir ákveði þá að
draga enn frekar úr olíufram-
leiðslu frá og með 1. desember, í
því skyni að hækka olíuverð. „Sam-
tökin íhuga að minnka framleiðsl-
una um 1,0 til 1,4 milljónir tunna á
dag ... en talan gæti jafnvel farið
upp í 1,5 milljónir tunna,“ hafði
AFP-fréttastofan eftir starfsmanni
í höfuðstöðvum OPEC í Vín.
Olíufyrirtækin áttu
frumkvæðið
OPEC-ríkin hafa þegar minnkað
framleiðsluna um nær 15% það
sem af er árinu og hafa reynt að fá
önnur helstu olíuframleiðsluríki –
t.d. Rússland, Noreg og Mexíkó –
til að taka þátt í aðgerðunum.
Hingað til hafa Rússar tregðast
við að draga úr olíuframleiðslunni,
þótt þeir hafi viðurkennt að lækk-
andi olíuverð valdi þeim áhyggjum.
Forsætisráðherrann, Mikhaíl Kas-
yanov, tilkynnti hins vegar í gær
að „sex eða sjö“ rússneskir olíu-
framleiðendur hygðust kynna til-
lögur sínar fyrir ríkisstjórninni í
byrjun næstu viku um að draga úr
útflutningi. Kasyanov sagði olíu-
fyrirtækin hafa átt frumkvæðið að
þessum aðgerðum „vegna þess að
þau hafa liðið fyrir lækkandi verð“.
Talsmenn OPEC fögnuðu þess-
um tíðindum í gær.
Samtökin viðurkenna þó að
minnkun framleiðslu dugi hugsan-
lega ekki ein og sér til að hækka
olíuverð nægilega mikið, en það
féll í síðustu viku niður fyrir 19
dollara á tunnu í fyrsta sinn síðan í
júlí 1999. Þá hafði verðið lækkað
um meira en 30% frá hryðjuverka-
árásunum á Bandaríkin 11. sept-
ember.
Rússar ætla að draga úr
framleiðslu sinni á olíu
London, Moskvu, Vín. AFP.
Olíuverð hækkar og fastlega er búist
við að OPEC minnki framleiðsluna
FLUGFÉLAGIÐ SAS kyrr-
setti í gær 43 flugvélar af gerð-
inni MD-80 eftir að sprunga
fannst í lendingarbúnaði einnar
þeirra.
Siv Meisingseth, talsmaður
SAS, sagði að flugfélagið hefði
þurft að aflýsa 150 áætlunar-
ferðum í gær en ekki væri vitað
hvaða áhrif kyrrsetningin hefði
á flug SAS um helgina. „Áætl-
unarflugið ætti að komast í eðli-
legt horf í byrjun næstu viku,“
sagði hún.
Að sögn Meisingseth tekur
um það bil átta klukkustundir
að skoða hverja flugvél.
SAS kyrr-
setur 43
flugvélar
Ósló. AFP.
PALESTÍNSKUR læknir á vegum Rauða hálfmánans
ber ungan Palestínumann sem særðist í átökum í bæn-
um Ramallah á Vesturbakkanum í gær eftir mótmæli
gegn hernámi Ísraela.
39 ára gömul ísraelsk kona beið bana í árás palest-
ínskra byssumanna nálægt Jenín á Vesturbakkanum í
gær og ísraelskir hermenn skutu 37 ára Palestínumann
til bana á Gaza-svæðinu. Alls hafa 965 manns látið lífið í
átökunum frá því að uppreisn Palestínumanna hófst
fyrir rúmu ári.
Reuters
Hernámi mótmælt í Ramallah
VLADIMÍR Pútín, forseti Rúss-
lands, ræddi við George W. Bush
Bandaríkjaforseta í síma á fimmtu-
daginn um væntanlegan fund þeirra
og samvinnuna í Afganistan, að því
er sagði í fréttatilkynningu frá skrif-
stofu Pútíns. Í yfirlýsingunni var
ekki greint nánar frá samræðum for-
setanna.
Pútín átti einnig fund með hátt-
settum fulltrúum hersins í Kreml og
var rætt um skipulagða vopnaeyð-
ingu, sem talið er að verði ofarlega á
baugi á fundi forsetanna í næstu
viku, sem fram fer í Washington og á
búgarði Bush í Texas.
Í fréttatilkynningu frá Kreml
sagði að Sergei Ivanov varnarmála-
ráðherra, Anatolíj Kvashnin, yfir-
maður rússneska herráðsins, og Júrí
Balujevskíj herráðsmaður, hefðu
fundað með Pútín um stöðugleika í
hernaðarmálum og baráttuna gegn
hryðjuverkastarfsemi.
Í viðtali við bandaríska sjónvarpið
ABC gaf Pútín í skyn aukinn sveigj-
anleika Rússa varðandi áætlanir
Bandaríkjamanna um þróun eld-
flaugavarnaáætlunar, og sagði þær
ef til vill ekki stangast á við gagneld-
flaugasáttmálann, sem Rússar hafa
heitið að standa vörð um.
Svigrúm til að þróa varnarkerfi
Pútín sagði að sáttmálinn, sem
gerður var 1972, gæfi möguleika til
að þróa varnarkerfi. Viðtalið var
sýnt í Bandaríkjunum á miðvikudag-
inn, og kaflar úr því voru sýndir í
rússnesku sjónvarpi á fimmtudag-
inn. Sagði Pútín ennfremur að í sátt-
málanum væru ákvæði sem gætu
orðið grundvöllur að sameiginlegum
aðferðum.
Orð Pútíns eru sterkasta vísbend-
ingin, sem komið hefur fram, um að
rússnesk stjórnvöld kunni að vera
reiðubúin til að slaka á þeirri einörðu
afstöðu sinni, að prófanir á nýjum
eldflaugavarnarkerfum væru brot á
gagnflaugasáttmálanum.
Sáttmálinn kveður á um bann við
eldflaugavörnum, á þeirri forsendu
að hvorugt ríkjanna myndi láta til
skarar skríða ef það væri ófært um
að verja sig fyrir gagnsókn. Þetta
var grundvallarforsendan fyrir full-
vissunni um gagnkvæma gereyð-
ingu, sem var undirstöðuatriðið í
stefnu beggja í kalda stríðinu.
Bush hefur lýst því yfir að hann
vilji að Bandaríkjamenn dragi sig út
úr sáttmálanum, því að hann komi í
veg fyrir að stjórnvöld geti komið
upp vörnum gegn árásum frá ríkjum
á borð við Norður-Kóreu og Írak.
Pútín hefur aftur á móti haldið því
fram, að ef horfið verði frá sáttmál-
anum myndi það grafa undan þeim
samningum um vopnaeyðingu sem
hafi verið forsenda hernaðarlegs
stöðugleika.
Pútín sveigjanlegri í
deilu um gagnflaugar
Moskvu. AP.