Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 27 ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR G æ ð i á N e tt o ve rð i. .. ASKALIND 3, KÓP., SÍMI: 562 1500 BAÐINNRÉTTINGAR Mikið úrval – Gott verð GENGIÐ verður formlega frá inn- göngu Kínverja í Heimsviðskipta- stofnunina, WTO, á fundi hennar í Katar í dag. Lítil bjartsýni ríkir um árangur á fundinum, sem hófst í gær, en vonast hafði verið til þess að þar mætti ná samningum um lækkun tollamúra og aukið frjálsræði í versl- un og viðskiptum. Viðurkenndi Mike Moore, framkvæmdastjóri WTO, við upphaf fundarins að djúpstæður ágreiningur væri meðal aðildarlanda um helstu mál. Moore og Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvöttu aðildarríki WTO til þess í gær að falla ekki í þá gryfju að bregðast við versnandi efnahagshorfum með verndartollastefnu og einangrunar- hyggju. Þvert á móti skipti sköpum að menn tækju höndum saman til að koma í veg fyrir heimskreppu. Gífurleg öryggisgæsla er í höfuð- borg Katar, Doha, vegna fundarins en menn óttast mjög hryðjuverk eða árásir gegn þeim vesturveldanna, sem þátt taka í hernaðinum í Afgan- istan. Ólíklegt er hins vegar að andstæð- ingum hnattvæðingar takist að hleypa fundinum upp, eins og í Seattle fyrir tveimur árum, enda er landið vart í alfaraleið og raunar hart tekið þar á pólitískum mótmælum. Tekist á um landbúnaðarmál Landbúnaðarmálin eru talin geta orðið eitt helsta deilumálið en þar eru ESB-ríkin og Bandaríkin á önd- verðum meiði. Sagði Franz Fischler, sem fer með landbúnaðarmál í fram- kvæmdastjórn ESB, í gær að sam- bandið myndi ekki samþykkja nein- ar ályktanir á fundinum sem fælu í sér fyrirskipanir til ESB um að hætta niðurgreiðslum vegna útflutn- ings landbúnaðarvara. Hann sagði að um 40 ríki af þeim 142 sem eiga fulltrúa á fundinum deildu þeirri skoðun með ESB að frjáls viðskipti með landbúnaðarvör- ur væru ekki það eina sem skipti máli. Öryggi matvæla, umhverfis- vernd og trygg framleiðsla landbún- aðarvara í afskekktari byggðum væru einnig mikilvægir þættir í um- ræðum um landbúnaðarmál. Bandaríkjamenn þrýsta hins veg- ar mjög á um að niðurgreiðslum á landbúnaðarvörur verði hætt. „Lík- lega er ekkert eins mikilvægt fyrir þróunarlöndin, og líklegt til að hjálpa þeim að vinna bug á fátækt, eins og það að Heimsviðskiptastofn- unin opni alla markaði með landbún- aðarvörur,“ sagði ónafngreindur fulltrúi Bandaríkjastjórnar. Telja að ekki hafi verið staðið við gerða samninga Fátækari ríki munu jafnframt þrýsta á um að fá aðgang að mörk- uðum fyrir afurðir sínar. Mörg þeirra telja að ekki hafi verið staðið við gerða samninga í þessu efni, og að þau hafi ekki enn fengið að njóta góðs af því aukna frjálsræði sem þau skrifuðu upp á með Uruguay-samn- ingunum 1994. „Það sem höfuðmáli skiptir á þess- um fundi er að gerðum samningum verði hrint í framkvæmd, þróunar- löndunum til hagsbóta,“ sagði Kip- yator Biwott, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra Kenýa. „Í stuttu máli sagt viljum við fá aðgang að mörkuðum auðugari ríkja. Þetta verður að ger- ast áður en hafnar verða nýjar við- ræður um verslun og viðskipti.“ Ennfremur er líklegt að tekist verði á um rétt fátækari ríkjanna til að kaupa lyf á útsöluverði. Þar er m.a. rætt um alnæmislyf og önnur sem gætu bjargað tugþúsundum mannslífa. Vesturveldin hafa verið treg til að ganga á svig við gildandi alþjóða- samninga um einkaleyfi á lyfjum en Gro Harlem Brundtland, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), hvatti til þess í gær að fund- in yrði lausn á vandanum. Gengið frá inngöngu Kínverja í Heimsviðskiptastofnunina á fundi í Katar Djúpstæður ágreiningur um helstu mál Reuters Filippseyskir mótmælendur hrópa vígorð gegn Bandaríkjunum og Heimsviðskiptastofnuninni, WTO, við bandaríska sendiráðið í Manila. Doha, Genf. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.