Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 32
HEILSA 32 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hver ber ábyrgðina á sögum um glæpsamlega verknaði, sem upp koma í sálfræðimeðferð og skjólstæðingurinn segir frá í góðri trú, en reyn- ast ósannanlegar eða jafnvel ekki á rökum reistar? Ber skjólstæðingurinn ábyrgðina eða sálfræðingurinn? Ef sálfræðingurinn ber ábyrgðina, á hvaða hátt axlar hann hana þá? SVAR „Þetta er flókin spurning og íraun ekki ein heldur margar. Að auki eru álitamálin ekki eingöngu af sál- fræðilegum toga, heldur líka siðferðilegum og jafnvel lagalegum. Því eru fleiri en eitt svar mögulegt við hverri spurningu. Það sem skiptir máli er t.d. hvort glæpsamlegur verknaður átti sér stað í raun og veru, og ef svo hver hann var, hver framdi hann, gagnvart hverjum og fyrir hve löngu. Öll þessi atriði hafa áhrif á mat á ábyrgð hvers og eins og á því hvaða viðbrögð eru rétt í framhaldi af slíkri frásögn. Ábyrgð sálfræðings almennt Eins og aðrar stéttir sem vinna með fólk og eru í aðstöðu til að hafa margvísleg áhrif á líf þess, bera sálfræðingar mikla ábyrgð í störfum sínum. Í samskiptum ber sálfræðingum að virða grundvallarreglur um siðræna breytni, s.s. að sýna nærgætni, virðingu og heiðarleika. Að auki eru þeir bundnir siðareglum síns fag- félags (Sálfræðingafélags Íslands) þar sem kveðið er nánar á um skyldur þeirra og hvað ber að gera og hvað að forðast þegar siðferðileg álitamál koma upp. Siðareglur eru þó ekki lög, heldur er þeim ætlað að vera sálfræðingum sið- ferðilegur stuðningur við dagleg störf. Siðferði- leg álitamál tengjast gjarnan aðstæðum þar sem andstæðir hagsmunir koma upp, þannig að til að gæta réttar eins einstaklings getur þurft að ganga á hagsmuni annars. Siðareglurnar leggja sálfræðingum margvís- legar skyldur á herðar gagnvart skjólstæðing- um sínum. Þar er t.d. kveðið á um að sálfræð- ingur skuli vera meðvitaður um eigin tak- markanir þegar hann tekur að sér verkefni og beiti aðeins aðferðum sem eru viðurkenndar og hann hefur gott vald á. Sérlega mikilvæg er meginreglan um trúnað og þagnarskyldu, sem þýðir að sálfræðingur er bundinn þagnarskyldu um allt það sem fram fer eða skjólstæðingur segir frá í meðferðarviðtölum. Hins vegar geta komið upp þær aðstæður að undantekningu þurfi að gera frá þessari reglu, ef augljós hætta bíður skjólstæðings eða annarra. Einnig getur sálfræðingi verið skylt skv. lögum að gefa upp- lýsingar og takmarkar slíkt þagnarskylduna. Ábyrgð þegar grunur vaknar um glæpsamlegan verknað Eitt svar við spurningunni sem hér er til um- fjöllunar gæti verið að frásögn skjólstæðings af glæpsamlegum verknaði leiddi til þess að sál- fræðingur þyrfti að brjóta trúnað við hann. Þetta væri til dæmis í tilvikum þar sem framinn hefði verið alvarlegur verknaður af skjólstæð- ingnum sjálfum s.s. kynferðisafbrot gegn barni. Þá bæri sálfræðingnum skylda til samkvæmt barnaverndarlögum að tilkynna um brotið. Rétt er að láta skjólstæðinginn vita af tilkynn- ingunni og veita honum hjálp og stuðning án þess að ganga á rétt þolanda í málinu. Verið gæti að skjólstæðingur segði frá broti sem átti sér stað fyrir löngu og er fyrnt sam- kvæmt hegningarlögum. Þótt ekki sé lengur hægt að sækja gerandann til saka, gæti samt verið tilefni til að láta trúnað við skjólstæðing víkja fyrir mikilvægari hagsmunum þriðja að- ila. Þetta er t.d. þegar sálfræðingur telur hættu á endurtekningu brots og tilkynning til viðeig- andi aðila gæti forðað öðrum frá því að verða fórnarlömb. Í aðstæðum sem þessum ber sál- fræðingurinn ábyrgð á að breyta rétt sam- kvæmt landslögum, siðareglum og bestu vitund og reyna að hafa áhrif í þá átt að málin fari í far- veg sem tryggir hagsmuni sem flestra. Þau viðbrögð sem koma til greina, allt eftir eðli máls væru t.d. að tilkynna um glæp sam- kvæmt lagaskyldu, að reyna að hafa áhrif á skjólstæðinginn í þá átt að hann gefi sig fram og játi á sig verknaðinn, að veita skjólstæðingnum meðferð sem miðar að því að draga úr líkum á glæpsamlegu athæfi og til að bæta líðan hans. Stundum getur það gerst að fólk játar á sig verknað sem það hefur ekki framið. Sálfræð- ingurinn verður þá að nota hæfni sína, þekk- ingu og tækni til að meta hvort um uppspuna er að ræða eða ekki. Þegar skjólstæðingur segir meðvitað eða ómeðvitað frá atburðum sem ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum, eru það vís- bendingar um ástand og líðan hans sem sál- fræðingurinn tekur mið af í áframhaldandi meðferð og axlar þannig þá ábyrgð sem honum ber. Ábyrgð skjólstæðings Skjólstæðingurinn ber líka ábyrgð á eigin meðferð enda er það meginregla að hann tekur sjálfur ákvörðun um meðferð hjá sálfræðingi, (geta verið undantekningar þegar börn eða aðr- ir ósjálfráða eiga í hlut). Hafi sálfræðingur upp- fyllt þær siðferðilegu skyldur sínar í upphafi meðferðar að skilgreina hlutverk sitt gagnvart skjólstæðingi, að gera honum ljósa skilmála meðferðarinnar, hvaða aðferðum hann beiti og hvaða afleiðingar meðferðin geti haft (t.d. það að óþægilegir eða gleymdir hlutir geti komið upp og sem taka verði á), hjálpar það skjólstæð- ingum að ákveða hvort hann vill taka þátt í meðferðinni eða ekki. Ábyrgð þegar um brot gagnvart skjólstæðingi er að ræða Skoðum aðstæður þar sem upp á yfirborðið koma upplýsingar sem áður voru gleymdar, faldar eða bældar, um að skjólstæðingur hafi orðið fyrir misneytingu (andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi) af hendi nákomins ein- staklings. Vegna fyrningar er hvorki tilefni til formlegrar ákæru né talið nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að vernda möguleg fórnarlömb. Á að gera málið opinbert, opna það innan fjöl- skyldunnar eða halda vitneskjunni innan þröngs hóps? Skjólstæðingur ber sjálfur ábyrgð á slíkri ákvörðun, eftir að hafa með að- stoð sálfræðingsins, vegið og metið jákvæðar og neikvæðar afleiðingar sem hlytust af ákvörð- uninni. Hér ber sálfræðingnum að hafa að leið- arljósi að skjólstæðingur hans komist sem áfallaminnst út úr sínum hremmingum, svo fremi slíkt valdi ekki þriðja aðila skaða.“ Sálfræðingurinn og þagnarskyldan Eftir Gyðu Haraldsdóttur Siðareglurnar leggja sál- fræðingum margvíslegar skyldur á herðar gagnvart skjólstæðingum sínum. ........................................................... persona@persona.is Höfundur er sálfræðingur, fulltrúi í siðanefnd Sálfræðingafélags Íslands og sviðsstjóri á Mið- stöð heilsuverndar barna. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. REGLULEG neysla C-vítamíns getur dregið úr hættunni á að fá krabbamein í maga. Þetta kom fram í októberhefti Cancer Epidemilogy Biomarkers and Prevention. Þetta er niðurstaða rann- sóknar við læknadeild Yale- háskóla og bandarísku krabba- meinsstofnunarinnar og nokk- urra annarra virtra stofnana. Hér er um að ræða viðamikla at- hugun en í henni tóku þátt 1.095 einstaklingar sem höfðu fengið krabbamein í maga eða vélinda. Til samanburðar voru fengnir 687 einstaklingar sem aldrei höfðu fengið krabbamein. „Rannsókn okkar bendir til að ef C-vítamín er tekið reglulega geti það komið í veg fyrir ákveðna tegund af krabba- meini,“ segir dr. Susan Mayne við læknadeild Yale-háskóla en hún stýrir rannsókninni. „Við komumst að því að 40% minni líkur voru á því að þeir sem tóku reglulega inn C-vítamín fengju krabbamein í miðhluta og neðri hluta magans. Sannanir ekki óyggjandi Það hefur lengi verið kunnugt að C-vítamín kemur í veg fyrir myndun efna sem valda krabba- meini og geta orðið til þegar neytt er fæðu sem inniheldur nítrit og finnst í reyktum mat.“ Rannsakendurnir vitnuðu einnig í fjölda faraldsfræðislegra athugana, sem tengja C-vítamín við fyrirbyggjandi áhrif. „Þeir sem taka inn C-vítamín geta haft aðra lífshætti en þeir sem ekki taka inn C-vítamín, og getur það valdið því að líkurnar á magakrabbameini eru minni hjá því fólki,“ segir dr. Mayne. „Þess vegna eru ekki óyggjandi sannanir fyrir því að C-vítamín eitt og sér valdi ofangreindri niðurstöðu. Þeir sem tóku C- vítamín voru ekki í minni hættu við að fá aðrar tegundir krabba- meins.“ Viðamikil rannsókn Í rannsókninni, sem er sú stærsta sinnar tegundar, var gert ráð fyrir að C-vítamín væri tekið einu sinni í viku í að minnsta kosti sex mánuði. Marg- ir þátttakendanna gátu ekki munað hve stóran skammt þeir tóku af vítamíninu. Það sýndi sig þó að þeir sem neyttu fæðu sem var innihaldsrík af C-vítamíni fengu síður krabbamein í maga og vélinda. „Niðurstöður rann- sóknarinnar gefa okkur tilefni til að setja fram þá kenningu að regluleg neysla C-vítamíns minnki líkurnar á krabbameini í mið -og neðri hluta magans. Endanleg sönnun fyrir þessari kenningu krefst þó frekari rann- sókna og úrvinnslu þeirra,“ seg- ir dr. Robert Dubrow við lækna- deild Yale-háskóla. C-vítamín getur komið í veg fyrir krabbamein í maga Engin káltegund er jafnrík af C-vítamíni og grænkál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.