Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 34

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐNÍÐINGUR Ibsens hefur heillað marga frá því að það var fyrst gefið út 1882 (fyrst sýnt hér af Leik- félagi Reykjavíkur 1908). Kveikja verksins voru vonbrigði Ibsens með viðbrögð gagnrýnenda jafnt sem al- mennings þegar Afturgöngur hans vöktu almenna hneykslan ári áður. Bandaríska leikskáldinu Arthur Miller fannst verkið eiga erindi við samtíma sinn í miðri orrahríð McCarthy-ismans og gerði nýja enska þýðingu af verkinu í samvinnu við Svíann Lars Nordenson jafnframt því sem hann aðlagaði það leikrænt og hugmyndafræðilega samtíma sín- um. Honum fannst hann að vísu ekki hafa náð að tjá sig endanlega um mál- ið í þessari leikgerð sem leiddi til þess að ári síðar skrifaði hann leikritið Í deiglunni (The Crucible) þar sem hann fékk frjálsari hendur með að tjá skoðanir sínar. Nokkrum árum síðar átti Miller þátt í því að binda enda á nornaveiðarnar í málaferlum sem þá- verandi kona hans, Marilyn Monroe, fjármagnaði. Verkið Fjandmaður fólksins (þýð- ing Sigurðar Pálssonar á titli Millers, „An Enemy of the People“) vísar þannig í tvenns konar fortíð; ritunar- tímann og þá atburði sem urðu or- sakavaldur leikgerðarinnar. Hið sí- gilda leikrit Ibsens hefur jafnframt alltaf beina vísun í samtímann enda fjallar það á mjög áleitinn hátt um af- ar mikilvæg sannindi, t.d. rétt þjóð- félagsþegna til að benda á óvinsælar staðreyndir burtséð frá því hvort þær falla í kramið hjá meirihlutanum og skyldu fjölmiðla til að segja sannleik- ann af hlutlægni án tillits til hags- munatengsla. Það er jú einmitt þetta sem skilur á milli fjölmiðils sem stendur undir nafni og auglýsinga- bæklings. Í þessari sýningu er lögð áhersla á skírskotun til nútímans jafnt ritunar- tímanum. Búningar læknisfjölskyld- unnar, skipstjórans og vinnukonunn- ar eru t.d. samkvæmt tískunni upp úr miðjum hluta nítjándu aldar. Þessi lífsglaða fjölskylda sem hagar lífi sínu María Kristjánsdóttir hefur þor og þroska til að taka afstöðu með þeim gildum sem verkið heldur fram og listfengi til að vinna úr þessum grunni áhrifamikla sýn- ingu. Gott dæmi um breytingar sem hún hef- ur gert er upphaf leik- ritsins og endir. Hvor- tveggja breytingin gerir verkið meitlaðra og áhrifameira. Í meðför- um Ibsens og Millers brýndu erfiðleikarnir lækninn til að verða enn einbeittari boðberi sannleikans; endir Mar- íu Kristjánsdóttur minnir okkur á hver verða örlög flestra sem berjast fyrir sannleika og réttlæti. Það er greinilegt að allir þátttakendur hafa haft frelsi til að leggja sitt af mörkum og leik- stjórinn hefur unnið í góðri samvinnu við aðra listamenn sem standa að verkinu. Áður hefur verið minnst á útlits- hönnun, en þar eru jafnt heildarmynd sem smáatriði mjög vel unnin. Ljós og hljóð setja líka sinn svip á sýninguna og hjúpa hana angurværum blæ. Þetta frelsi er líka mjög áberandi í leiknum. Ingvar E. Sigurðsson og Halldóra Geirharðsdóttir eru ákaf- lega skapandi leikarar. Þessi sköpun- argáfa þeirra skilar sér ekki einungis í sífellt nýjum persónum í hverju leik- riti, heldur taka þessar persónur breytingum frá einu sýningarkvöldi til þess næsta. Þessi eiginleiki setur mjög sterkan svip á sýninguna; texti, viðbrögð, tilfinningar verða aldrei njörvuð niður heldur alltaf fersk og ný, jafnvel örlítið losaraleg. Björn Ingi Hilmarsson á líka stór- leik í hlutverki sínu sem bæjarstjór- inn. Það sópar að honum á sviðinu og hann skapar sterkt mótvægi við Ingvar í mörgum atriðum. Sóley Elíasdóttir skapaði einnig mjög sann- færandi persónu í hlutverki Petru, að mörgu leyti einfölduð spegilmynd af persónu föður hennar. Pétur Einarsson lék tengdaföður- inn, fyrst af ísmeygilegum gáska sem breyttist í fullkomið miskunnarleysi. Þór Tulinius var sannfærandi sem hinn slóttugi Hófstað en norskuslett- urnar komu í veg fyrir að persóna Billings yrði annað en einöld skrípa- mynd í meðförum Jóhanns G. Jó- hannssonar. Talmálssletturnar sem krydduðu ágæta þýðingu Sigurðar Pálssonar virkuðu aftur á móti vel. Ólafur Darri Ólafsson var einnig of eintóna sem kletturinn Horster. Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur og Gígju Hilmarsdóttur brá fyrir í litlum hlutverkum sem fylltu upp í myndina af hinni giftusnauðu fjölskyldu. Upphaf þriðja þáttar dregur fram hve boðskapur sýningarinnar er sí- gildur – hún verður tímalaus. Í verk- inu er margoft vitnað í Biblíuna, jafnt í nöfnum aðalpersónanna sem tilvísun í píslarvættisdauða Krists. Læknir Ingvars umbreytist hér í spámann úr Gamla testamentinu aleinan á ber- angrinu hrópandi boðskap sinn út í vindinn. Þetta er eftirminnilegasta myndin úr verkinu sem endar á þeim orðum að maðurinn sé sterkastur þegar hann stendur eftir einn og yf- irgefinn. Aðeins þá finnur hann fyrir raunverulegum styrk sínum. Rödd hrópandans í eyðimörkinni LEIKLIST L . R . í B o r g a r l e i k h ú s i n u Höfundur: Henrik Ibsen. Höfundur leikgerðar: Arthur Miller. Leik- stjóri: María Kristjánsdóttir. Leik- mynd: Vytautas Narbutas. Bún- ingar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Lárus Björnsson. Hljóð: Baldur Már Arngrímsson. Leikarar: Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Gígja Hilmarsdóttir, Halldóra Geir- harðsdóttir, Ingvar E. Sigurðsson, Jóhann G. Jóhannsson, Katla Mar- grét Þorgeirsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þór Tulinius. Föstu- dagur 9. nóvember. FJANDMAÐUR FÓLKSINS Sveinn Haraldsson „Bræður munu berjast“: Ingvar E. Sigurðsson og Björn Ingi Hilmarsson í hlutverkum sínum. samkvæmt skilningi sínum á algildum siðferðislögmálum á í höggi við sið- leysingja klædda á nútímavísu sem vekja upp ósýnilegan, hamslausan múg. Leikmyndin er líka mjög tákn- ræn; burðarveggir íbúðarhússins, sem eru úr dagblaðapappír, reynast fjölskyldunni haldlítið skjól þegar syrtir í álinn og í lokin kemur í ljós handan dagblaðaveggjanna safn lista- verka sem eru táknræn fyrir sið- menninguna sem, eins og fjölskyldan, bíður varnarlaus þess sem verða vill. Morgunblaðið/Ásdís FAÐIRINN eftir August Strindberg verður leiklesinn á Litla sviði Borg- arleikhússins í dag kl. 17. Þeir sem lesa eru leikararnir Sigurður Karls- son, Valgerður Dan, Þorsteinn Gunnarsson, Árni Pétur Guð- jónsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Halldór Gylfason, Gísli Örn Garð- arsson og Soffía Jakobsdóttir. Leik- stjóri er Gunnar Gunnsteinsson. Föðurinn skrifaði Strindberg í lok janúar og byrjun febrúar 1887. Í Föðurnum hafa höfuðsmaður nokkur og kona hans, Lára, afar skiptar skoðanir á því hvernig best sé að byggja upp framtíð einkadótt- ur þeirra, Bertu. Úr verður stríð og vígvöllurinn er heimilið. Sá sem vill eitthvað allt annað fyrir barnið hennar en móðirin sjálf, verður að víkja. Hún heggur þar sem faðirinn er veikastur fyrir. Hún spyr hvern- ig nokkur maður geti verið viss um að hann eigi barnið sitt. Morgunblaðið/Þorkell Þau leiklesa Föðurinn á Litla sviðinu í dag. Faðirinn leiklesinn í Borgarleikhúsinu Í KVÖLD mun karlakórshúsið Ýmir við Skógarhlíð óma af söng og gamni. Skemmtikvöld undir nafninu Laug- ardagskvöld á Gili eru orðin fastur liður í dagskrá hússins, og að þessu sinni koma fram tveir kórar, Söng- sveitin Fílharmónía undir stjórn Bernharðar Wilkinsonar og kvenna- kórinn Vox feminae undir stjórn Margrétar Pálmadóttur. Bernharður Wilkinson segir að dagskrá Söngsveitarinnar verði mjög fjölbreytt, en öll verkin verði sungin án undirleiks. „Við ætlum að byrja á gömlu endurreisnarlagi, Alta trinita, og syngjum því næst fjórar mjög flottar þjóðlagaútsetningar eftir Haf- liða Hallgrímsson. Hafliði er algjör meistari við að tengja saman nútíma aðferðir og gamla tímann, þetta er erfitt og krefjandi að syngja, en lögin eru mjög hlustendavæn. Við ætlum líka að syngja Sorg og gleði, eftir Jórunni Viðar, mjög fallegt lag, og Afmorsvísu eftir Snorra Sigfús Birg- isson, en það hefur mjög sterkan ís- lenskan keim, algjör snilld. Við syngj- um líka mjög fínt lag eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Sé ástin einlæg og hlý – Hildigunnur er mjög klár að semja falleg kórlög, og það er mjög gaman að syngja þetta lag. Við syngjum líka tvær þjóðlagaútsetningar eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Þetta er svona að kröfum nú- tímans, hægt að gera tvennt í einu, því bæði lögin eru sungin í einu; annað í tvískipt- um takti og hitt í þrí- skiptum.“ Söngsveitin syngur nokkra madr- igala, þar á meðal hið þekkta enska lag Linden Lea, og franska endurreisn- arsmellinn Il est bel et bon. Eins og miðevrópskar bóndakonur Margrét Pálmadóttir segir að Vox feminae ætli að byrja á lagi frá Lapp- landi. „Já, og við ætlum að syngja það í ullarsokkum – og verðum með smá- gjörning. Við ætlum að vera eins og miðevrópskar bóndakonur þegar við syngjum mið-evrópsk lög, vínarljóð, óperettulög og óperu- aríur með píanóleikar- anum okkar Arnhildi Valgarðsdóttur. Við verðum í fyrsta sinn með einsöngvara úr röðum kórsins. Það eru þær Guðný Jóns- dóttir, Steinunn Jóns- dóttir og Anna Birgitta Bóasdóttir. Þær hafa verið að stunda ein- söngsnám að undan- förnu, eins og reyndar fleiri í kórnum.“ Þótt dagskrá kóranna linni verður ekki allt búið, því Margrét Pálma- dóttir ætlar að hvetja til fjöldasöngs, þar sem sungin verða lög sem allir þekkja, keðjusöngvar og kannski brugðið á spuna. „Mér finnst það frábært hjá Karlakórnum í Ými að hvetja til svona samvinnu. Mér finnst þetta breyta borginni í lítið þorp, þar sem allir geta hist og sungið saman.“ Dagskráin í Ými hefst kl 22.00, en á undan er boðið upp á hressingu, sem er innifalin í 1.200 króna miðaverðinu. „Við ætlum að syngja í ullarsokkunum“ Söngsveitin Fílharmónía. Margrét Pálmadóttir Vox feminae og Söngsveitin Fílharmónía syngja í Ými ILMUR Stefánsdóttir opnar sýn- inguna „CommonNonsense“ í gall- erí@hlemmur.is, Þverholti 5, í dag kl. 16. Á sýningunni má finna mynd- bandsverk, skúlptúra og ljósmyndir. Verkin eru öll unnin á árinu 2001, úr ljósleiðurum og ýmsu fleiru. Ilmur hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún nýtur þriggja mánaða starfs- launa listamanna Reykjavíkurborg- ar árið 2001–2002 og var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2000. Sýningin er opin frá kl. 14–18, fimmtudaga til sunnudaga, og stend- ur til 2. desember. Listaverk úr ljósleið- urum Ilmur Stefánsdóttir: Parsími – skrefið er frítt!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.