Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 38
38 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
ERFIÐAR KJARADEILUR
KJARAMÁL Í BRENNIDEPLI
Kjaramál launþega á hinumalmenna vinnumarkaði eruaugljóslega að komast í
brennidepil á ný. Eftir tíu daga
kemur miðstjórn Alþýðusambands-
ins saman til fundar ásamt for-
mönnum landssambanda og þar
verða viðhorf í kjaramálum til um-
ræðu.
Um þá stöðu segir Grétar Þor-
steinsson, forseti ASÍ, í samtali við
Morgunblaðið í gær: „Það blasir við
öllum, að verðbólgan er allt önnur
og mun verða allt önnur í febrúar en
þegar menn voru að semja í byrjun
árs 2000. Það mun því væntanlega
ekki skorta á forsendur fyrir upp-
sögn ef því er að skipta. Spurningin
er hvort það er einhver raunveru-
legur vilji stjórnvalda til að taka til
hendinni og gera eitthvað, sem hef-
ur áhrif núna. Það hefði auðvitað átt
að vera búið að því fyrir nokkrum
mánuðum. Mér liggur við að segja,
að það væri það eina, sem gæti
stuðlað að því að menn settust af al-
vöru yfir það að komast að sam-
komulagi án uppsagnar. Ég ætla þó
ekki að vera með neina spádóma um
hvað menn gera þegar þar að kem-
ur. Það verður bara að koma í ljós.“
Ekki fer á milli mála, að þessi
fundur verkalýðsforystunnar getur
orðið örlagaríkur. Auðvitað er ljóst,
að launþegar hafa orðið fyrir kjara-
skerðingu vegna stóraukinnar
verðbólgu. En það er ekki þar með
sagt, að það sé launþegum til hags-
bóta að bregðast við með því að
knýja fram enn frekari kauphækk-
anir.
Eins og vikið var að í forystugrein
Morgunblaðsins fyrir skömmu hafa
launþegasamtökin tekið mjög
ábyrga afstöðu í kjaramálum í rúm-
an áratug eða frá því að samkomu-
lagið var gert snemma árs 1990,
sem leiddi til þess að óðaverðbólg-
an, sem geisað hafði í landinu í tvo
áratugi, var brotin á bak aftur. Svo
langur tími er liðinn, að yngri kyn-
slóðir muna ekki þá tíma. Verðbólg-
an var ár eftir ár á bilinu 40–60% og
frægt er orðið að vorið 1983 mæld-
ist hún á ársgrundvelli um 130% Þá
voru tengsl milli vísitölu og launa
afnumin en þau höfðu verið í gildi
með ýmsum hætti allt frá júnísam-
komulaginu 1964 eða í tvo áratugi.
Sú ákvörðun hafði þó afdrifaríkar
afleiðingar fyrir stóran hóp fólks,
þegar launin stóðu að mestu í stað
en lánaskuldbindingar hækkuðu
gífurlega ár frá ári vegna verð-
tryggingar.
Nýjar kynslóðir hafa kynnzt af-
leiðingum þessa í ár, þegar húsnæð-
isskuldir hafa hækkað mun meira
en áður vegna verðtryggingar.
Það er engum í hag, að þessi þró-
un óðaverðbólgu fari af stað á nýjan
leik. Það yrði erfitt að kveða þann
draug niður aftur.
Þess vegna skiptir miklu máli, að
fulltrúar verkalýðshreyfingar,
vinnuveitenda og ríkisstjórnar
komizt að skynsamlegri niðurstöðu,
sem leiði til þess að friður og festa
ríki áfram á vinnumarkaðnum.
Yfirstandandi ár hefur verið erf-
itt og það er engin ástæða til að ætla
annað en næsta ár verði það einnig.
Fyrirtæki hafa sagt upp fólki. Stór-
framkvæmdum er að ljúka eða þeim
er lokið. Ekki er ólíklegt að at-
vinnuástand verði mun erfiðara í
byrjun næsta árs en það hefur verið
um margra ára skeið.
Okkur Íslendingum verður að
takast að komast í gegnum þá að-
lögun að breyttum aðstæðum, sem
nú stendur yfir án þess að stórslys
verði í efnahagsstjórn okkar.
Það hvílir mikil ábyrgð á öllum
þeim aðilum, sem hér koma við
sögu. Verkalýðsforystan er í erfiðri
stöðu. Þær raddir heyrast áreiðan-
lega í hennar röðum, að hún verði að
fylgja eftir ákvæðum kjarasamn-
inga og opna þá á nýjan leik. Það
yrði mikið óráð ef það yrði gert.
Hins vegar má gera ráð fyrir, að
til þess að það verði ekki verði að
koma til móts við sjónarmið laun-
þega með einhverjum hætti.
Sporin frá fyrri tíð hræða. Far-
sæld þjóðarinnar á næstu árum
byggist mikið á því að vel takist til
um ákvarðanir í þessum viðkvæmu
málum á næstu vikum og mánuðum.
Í ljósi þeirrar viðkvæmu stöðu,sem augljóslega er að koma upp í
kjarasamningum launþega á hinum
almenna vinnumarkaði er ljóst að
þær kjaradeilur, sem nú standa yfir
við sjúkraliða, tónlistarkennara og
flugumferðarstjóra, eru enn flókn-
ari en ella.
Að vísu er kjaradeila flugumferð-
arstjóra ekki flókin. Það eru ein-
faldlega engin rök fyrir kröfugerð
þeirra og yfirlýsingum um verkfall.
Ríkisstjórn og Alþingi hljóta að
grípa til nauðsynlegra ráðstafana í
þeim efnum ella er augljóst, að við
missum þessa mikilvægu starfsemi
úr landi.
Hins vegar er kjaradeila tónlist-
arkennara og sjúkraliða flókin.
Margir munu hafa samúð með kröf-
um þessara tveggja starfshópa um
bætt kjör a.m.k. að einhverju leyti.
Hitt fer ekki á milli mála, að miklar
launahækkanir í opinbera geiranum
valda því að verkalýðsforystan á
mjög óhægt um vik að halda að sér
höndum. Hendur ríkis og sveitarfé-
laga eru því að töluverðu leyti
bundnar í kjaradeilum þessara að-
ila.
Á þeim deilum þarf að finna sann-
gjarna lausn, sem ekki verður til
þess að ýta undir þau öfl innan
verkalýðshreyfingarinnar, sem vilja
taka upp kjarasamninga á almenn-
um vinnumarkaði eftir áramótin.
GREIN Sigurðar ber titil-inn: Auditing the Auditor, eða endurskoð-andinn endurskoðaður
og er þar fjallað um niðurstöður úr
úttekt bresku ríkisendurskoðunar-
innar, aðdraganda hennar og
ástæður þess að Ríkisendurskoðun
fór fram á slíka úttekt.
Var íslenska ríkisendurskoðunin
að brjóta blað með því að fá utanað-
komandi aðila til þess að fara yfir
störf sín?
„Já, það má segja það. Og líklega
er það einkum þess vegna að við
fengum þessi verðlaun enda vega
bæði frumleiki og viðfangsefni
þungt í mati dómnefndarinnar.
Ég er raunar fyrsti ríkisendur-
skoðandinn sem fengið hefur þessi
verðlaun. Yfirleitt hafa verðlaunin
verið veitt einstaklingum sem hafa
birt fræðigreinar á sviði endur-
skoðunar.
Við höfðum lengi haft það í huga
að það væri kannski ástæða til þess
að við fengjum einhvern hlutlausan
aðila til þess að fara yfir vinnu-
brögð okkar og meta hvernig við
stæðum okkur. Helsta vandamálið
var auðvitað að finna réttan aðila til
þess að framkvæma slíka úttekt.
Aðila sem hefði þekkingu á því
hvað endurskoðun hjá hinu opin-
bera felur í sér og nyti líka trausts
og trúverðugleika gagnvart Al-
þingi, stjórnsýslunni og fólkinu í
landinu þannig að menn hefðu trú á
niðurstöðunum, hvort heldur þær
yrðu góðar eða slæmar.
Eins og menn vita störfum við í
því umhverfi að vera að taka út op-
inberar stofnanir og láta í ljós skoð-
un okkar á starfsemi þeirra og
starfsháttum. Það var því alls ekki
óeðlilegt að menn spyrðu sem svo:
Hver skoðar ykkur? Þetta atriði
var grunnhugsunin hjá okkur. Við
lögðum upp með tvær meginspurn-
ingar. Í fyrsta lagi vildum við vita
hvernig við stæðum okkur sem op-
inberir embættismenn og sem end-
urskoðendur hjá hinu opinbera –
uppfyllum við þær skyldur og kröf-
ur sem því eru samfara? Í öðru lagi
hvort við notuðum þau tæki og þær
verklagsreglur sem talist gætu
réttar og eðlilegar og eins hvort
fagleg þekking starfsmanna teldist
nægjanleg til þess að uppfylla þær
kröfur sem til okkar eru gerðar.“
Voru menn ekki uggandi yfir því
að sæta svona úttekt?
„Jú, auðvitað vorum við það. En
það var full ástæða að fara út í
þetta. Menn spyrja gjarnan sem
svo: Eruð þið svona góðir að þið
getið tekið allt og alla út? Hver
skoðar ykkur? Við gerðum okkur
alveg grein fyrir því að það gat
komið hvað sem er út úr þessari út-
tekt bresku ríkisendurskoðunar-
innar. En við þetta verða menn í
þessu kerfi að búa. Breska ríkis-
endurskoðunin hefur á sér mjög
gott orð og raunar er það svo, þeg-
ar horft er yfir sviðið, að þá eru það
Bandaríkjamenn, Bretar og Kan-
adamenn sem standa mjög fram-
arlega og Frakkar reyndar líka
þótt þeirra kerfi sé dálítið frá-
brugðið.“
Nú voru niðurstöðurnar almennt
góðar en hvaða atriði voru það
einkum sem Bretarnir ben
„Já, á heildina litið vo
mjög sáttir við úttektina.
starfsmenn eru ekki nema
talsins bentu Bretarnir á þ
ættum að flytja fólk á m
efnasviða eftir þörfum, þ
við værum ekki algerlega b
deildaskiptingunni. Þeir
einnig með tillögur um
setningu upplýsinga í
okkar yrði breytt, þær ge
gengilegri. Aftur á móti fu
ekki mikið að hinni fagle
ingu hjá okkur og þeir vor
af því návígi sem við höfu
aðila sem við erum að skoð
sinni. Í stjórnsýsluendu
inni vildu þeir að við legðum
undirbúning við að greina
in áður en við byrjuðum á þ
Við höfum reynt að tak
þessum athugasemdum.
okkar starfsemi var flutt
Endurs
endur
Sigurður: „Við höfðum
ástæða til þess að láta h
Ríkisendurskoðun
hlaut á dögunum al-
þjóðlega viðurkenn-
ingu fyrir grein sem
birtist í fagtímariti al-
þjóðasamtaka ríkisend-
urskoðana. Sigurður
Þórðarson ríkisendur-
skoðandi sagði Arnóri
Gísla Ólafssyni að end-
urskoðun einnar ríkis-
endurskoðunar á ann-
arri sé nýlunda.
Í PENINGAMÁLUM Seðla-banka Íslands segir að í for-sendum verðbólguspár ségert ráð fyrir að húsnæðis-
verð lækki um rúmlega 5% að
raungildi næstu sex mánuðina.
Fasteignasalar segjast ekki vænta
mikilla breytinga á á íbúðamark-
aðinum og að hátt vaxtastig hafi
löngu verið komið fram í lægra
verði og minni eftirspurn eftir at-
vinnu- og skrifstofuhúsnæði;
vaxtalækkunin, þó lítil sé, sé líkleg
til þess að glæða þann markað lífi
ef eitthvað er.
Ekki að undra þótt
verðið lækki eitthvað
Guðrún Árnadóttir, formaður
Félags fasteignasala, segir að þeg-
ar og ef verð lækki muni það taka
nokkurn tíma. Það gerist ekki í
einu vetfangi. Yfirleitt byrji verðið
fyrst að lækka í stærri eignum og
atvinnuhúsnæði en síðan líði nokk-
ur tími, vikur, mánuðir eða jafnvel
misseri, þangað til þetta kemur
fram í verði á venjulegu íbúðar-
húsnæði. Hún segir að það sé
kannski enginn hissa á því þótt
fasteignaverðið kunni að lækka
eitthvað því það hafi verið komið í
sögulegt hámark.
„Verð fyrir tveggja til þriggja
herbergja íbúðir gefur hins vegar
síðast eftir, einfaldlega vegna þess
að það er ekki mikið framboð af
þeim. Í raun vantar beinlínis
tveggja herbergja íbúðir og ég á
síður von á því að þær muni lækka
í verði. Og auðvitað lækkar fyrst
það húsnæði sem er í lakara
ástandi. Verðgildi eigna sem eru í
góðu ástandi heldur miklu lengur.“
Aðspurð segir Guðrún að menn
séu þegar farnir að merkja að eft-
irspurn eftir stærri eignum sé far-
in að minnka. Þá sé mikið framboð
af atvinnuhúsnæði og erfitt að fá
lánafyrirgreiðslu. „Bankarnir
byrjuðu að draga verulega saman í
útlánum í lok síðasta árs og þá fór-
um við strax að merkja minnkandi
eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði.
Ég tel að markaðurinn sé núna
einfaldlega að leita jafnvægis,
framboð á eignum er að aukast og
eftirspurn hefur aðeins verið að
dragast saman. Það ríkir ekki
sama þensluástand á markaðinun
nú eins og áður. En ég lít ekki svo
á að um offramboð sé að ræða eða
að skyndileg verðlækkun sé yfir-
vofandi. Ég myndi orða þetta sem
svo að það sé hægfara breyting, ég
á ekki von á neinum kollsteypum.“
Vaxtalækkun ætti fremur að
ýta undir eftirspurnina
Jón Guðmundsson hjá Fast-
eignamarkaðinum segir að yfirleitt
sé öfugt samband á milli þróunar
vaxta og verðs á fasteignum. Þeg-
ar vextir lækki ýti það allajafna
undir eftirspurn eftir húsnæði.
„Það er mín skoðun að vaxta-
lækkun ætti fremur að ýta undir
eftirspurnina og að lækkun sem
ella kynni að hafa orðið yrði þá
minni fyrir vikið. Mín skoðun er sú
að háir vextir hafi hamlað sölu á
húsnæði og þá sér í lagi á atvinnu-
húsnæði. Afleiðingar af háum
vöxtum eru löngu komnar fram í
atvinnuhúsnæði, þar hefur eftir-
spurn dregist verulega saman og
verð lækkað. Ég er á þeirri skoðun
að þar sem vextir hafa nú verið
lækkaðir geti þetta að e
leyti gengið til baka.
vaxta nú er lítilfjörleg, við
að sjá vexti lækka um þrjú
ur prósent ef markaður
atvinnuhúsnæði á að geta
sig. En það er auðvitað já
Seðlabankinn hafi teki
skref og vonandi sjáum vi
vaxtalækkanir á næstu
um,“ segir Jón.
Mun meiri stöðugl
á íbúðamarkaðinu
Hann segir vaxtastigið h
minna áhrif á íbúðamarka
séu kaupin fjármögnuð me
hætti. En auðvitað séu áh
Seðlabanki Íslands spáir fimm prósenta læ
Fasteignas
við miklum
, 61 6//26.
0!2.,8- %
D
B
A
3
E
F
G
H
D
B
)66(># !' >#
AAB AA AA AA