Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 42

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ étting byggðar á höf- uðborgarsvæðinu geta flestir nú sam- mælst um að sé eitt af mikilvægum atriðum sem gera munu Reykjavík að betri borg. Barcelona er t.d. byggð á svæði svipuðu að stærð og Reykjavíkursvæðið. Íbúar Barcelona eru um tvær milljónir að tölu en á ríflegu Reykjavík- ursvæði búa 175 þúsund manns. Alþjóðlegur skipulagsdagur var á fimmtudaginn og svo brá við að almenningi var boðið á opið sem- inar í borgarfræðum sem haldið var í miðborginni og áhugaverðar staðreyndir á borð við þá um Barcelona og Reykjavík komu fram. Borg- arfræðin voru kynnt og arki- tektar og skipulags- fræðingar ræddu þróun borga út frá fræðilegum og listrænum sjónarmiðum og veittu almenningi innsýn í fræðin. Á seminarinu töl- uðu Bjarni Reynarsson hjá Reykjavíkurborg, Pétur H. Ár- mannsson, Kjarvalsstöðum, Hall- dór Gíslason, Listaháskóla Ís- lands, Trausti Valsson, Háskóla Íslands, og Sigurborg Kr. Hann- esdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Tilhneigingin virðist nú vera sú að læra beri af mistökum sem gerð hafa verið í skipulagsmálum Reykjavíkur í gegnum tíðina og taka upp nýja og betri hætti hvað varðar skipulagsáætlanir. Til dæmis kemur þar til betri kynn- ing á skipulagsmálum og aukið samstarf við almenning. Á þessu ári var Borgarfræða- setur stofnað en að því koma Há- skóli Íslands og Reykjavíkurborg. Þetta er sjálfstæð rannsókn- arstofnun í borgarfræðum sem er þverfaglegt fag. Stofnun á borð við Borgarfræðasetur er tímabær sem og öll umræða um málefni borgarinnar og skipulagsmál. Eins og bent var á á seminarinu góða, er nauðsynlegt að skipu- lagsáætlanir byggi á traustum fræðilegum grunni, sem rann- sóknarstofnun af þessu tagi getur m.a. veitt. Málflytjendur á seminarinu voru sammála um að næg verkefni væru framundan í borgarfræðum og skipulagsmálum, hafa þyrfti al- menning meira með í ráðum varð- andi skipulagsáætlanir og virkja bæri sem flesta til að taka þátt í framtíðarstefnumótun. Það væri nú fyrst að breytast að aðrir en sérstakir fræðingar innan skipu- lagsmála kæmu að þeim og það væri spor í rétta átt. Arkitektar, verkfræðingar, skipulagsfræð- ingar o.s.frv. ættu ekki einkarétt á skipulagsmálum. Skipulagsferlar þyrftu að verða gegnsæir og opn- ari og kynna þyrfti áætlanir á fyrri stigum en nú. Á þessum vettvangi var áður fjallað um úthverfatilhneiginguna, þ.e. tilhneiginguna til að þenja byggðina út fremur en að þétta hana, sem leiðir m.a. til fjölgunar bíla. Bílum fjölgar nú þrisvar sinnum hraðar en fólki á höf- uðborgarsvæðinu og er það skipu- lagsvandi svæðisins í hnotskurn, eins og Bjarni Reynarsson orðaði það á seminarinu. Nýjar áherslur í þróun borga sem komið hafa fram í nágrannalöndunum á síð- ustu fimm til tíu árum eru á þann hátt að dregið er úr útþenslu borgarsvæða, þéttleiki byggðar aukinn, miðborgir styrktar og al- menningssamgöngur efldar, eins og fyrr er fjallað um og enn var skerpt á að væru lykilatriði, á al- menningsseminarinu. Halldór Gíslason frá Listahá- skóla Íslands varpaði fram athygl- isverðum hugmyndum um per- sónuleika borga og mögulega sálkönnun á þeim. Borgin lifði sjálfstæðu lífi, borgararnir ættu borgina og borgin þá. Hann velti einnig upp hugmyndinni um eign á landi; landsvæði í borginni er í eigu borgarinnar en landsvæði í dreifbýli er í eigu íbúanna. Í borg eru íbúarnir ekki tengdir landinu heldur menningunni. Allt eru þetta skemmtilegar og umhugs- unarverðar vangaveltur, eins og fleira sem fram kom á seminarinu góða. Svona kynning á hug- myndum, skoðunum og vangavelt- um fyrir almenningi er mikilvæg og tímabær. Það þarf líka að spyrja unga fólkið um viðhorf þess og framtíð- aróskir hvað varðar borg- arskipulag. Skipulagt er svo langt fram í tímann að þeir sem nú eru á unglingsaldri verða einmitt að- alkynslóðin þegar framtíð- arskipulag er farið að virka. Þetta kom m.a. fram í máli Trausta Valssonar. Einnig var áhugavert að heyra það sem Sigurborg Kr. Hannesdóttir hafði fram að færa varðandi Staðardagskrá 21 og vinnubrögð í tengslum við hana. Hún nefndi t.d. mikilvægi þess að hlusta á börn og unglinga, skoð- anir þeirra og framtíðardrauma. Sigurborg lagði annars áherslu á samráð við íbúa hvað skipulags- áætlanir varðar. Staðardagskrá 21 er samráðsvettvangur utan hefðbundins nefndastarfs borgar- eða bæjarskipulags og hefur í raun þróast til hliðar við hefð- bundið skipulagsferli eins og bent var á á seminarinu. Hún ræddi m.a. svokallað samráðsskipulag sem getur m.a. byggst á vinnu- hópastarfi þar sem velt er upp vandamálum og lausnum í skipu- lagsmálum, auk framtíðardrauma íbúanna. Niðurstöður eru kynntar í kjölfarið og áhersla lögð á eft- irfylgni, helst að sveitarfélög noti viðkomandi niðurstöður til að byggja upp traust íbúanna. Samráðsskipulag hefur verið notað í nokkrum sveitarfélögum en Kjalarnes er næst á dagskrá. Sigurborg vonast til að aðferð- unum sem að ofan er lýst verði í auknum mæli beitt innan Reykja- víkurborgar en Borgarskipulag hefur lýst áhuga og fullum vilja til að nota aðferðirnar, að því er fram kom í máli Sigurborgar. Það hlýt- ur að vera til bóta að íbúar Reykjavíkur fái að koma að skipu- lagsmálum og snerta framtíð- arstefnumótun með einhverjum hætti. Aukin áhersla á samráðs- skipulag hlýtur að vera af hinu góða. Almenn- ingur með Málflytjendur á seminarinu voru sam- mála um að hafa þyrfti almenning meira með í ráðum varðandi skipulags- áætlanir og virkja bæri sem flesta til að taka þátt í framtíðarstefnumótun. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is VORIÐ 1998 setti Björn Bjarnason menntamálaráðherra á fót nefnd sem skyldi skila skýrslu til ráðu- neytisins um þörf bókasafna, stofnana og einstaklinga fyrir raf- ræn gagnasöfn. Í apríl 1999 skilaði nefndin skýrslu til menntamálaráðherra. Í skýrslunni er m.a. að finna lista yfir þau gagnasöfn sem voru talin mikilvægust ís- lensku vísindasam- félagi og almenningi, tillögu um að skipa verkefnisstjórn til þriggja ára, sem skyldi vinna að verkefninu „rafræna bókasafnið“, og að lögð skyldi áhersla á að kaupa aðgang að gagnasöfnum á Netinu. Í apríl 1999 undirritaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrsta landssamninginn um aðgang að alfræðiritinu Britannica Online System. Landsaðgangur Í ársbyrjun 2000 skipaði mennta- málaráðherra verkefnisstjórn um aðgang að gagnasöfnum. Hlutverk hennar er að kanna tilboð um að- gang að gagnasöfnum og gera til- lögur til ráðuneytisins um kaup á aðgangi að þeim, fjármögnun, skipulag og tilhögun. Aðaláhersla hefur verið lögð á að semja um „landsaðgang“ þar sem allir net- tengdir landsmenn hafa aðgang að rafrænu gagnasöfnunum án tillits til hvar þeir eru staddir – í vinnu, í skóla eða heima. Þetta fellur undir svokallaða 24/7-þjónustu, þ.e. hún er virk allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Landsaðgangurinn bygg- ist á að opnað er fyrir allar IP-tölur útgefnar af íslenskum netveitum. Háskólar, bókasöfn og fyrirtæki munu bera meginkostnaðinn af þessum samningum. Rafræn gagnasöfn Í október 2000 undirrituðu menntamálaráðherra og landsbóka- vörður samning við Bell&Howell Information Learning um landsað- gang að þremur gagnabönkum, Pro- Quest 5000 sem í eru 17 gagnasöfn á mörgum fræðasviðum, 3.500 altext- uð tímarit auk 3.900 tímarita með útdráttum, Literature Online og Proquest Learning Literature sem eru gagnasöfn á sviði engilsaxneskra bókmennta. Í janúar 2001 undir- ritaði landsbókavörður samning við Institute for Scientific Inform- ation um landsaðgang að Web of Science. Um er að ræða aðgang að Science Citation In- dex, Social Science Citation Index og Art & Humanities Citation Index. Í apríl 2001 var undirritaður samningur við Data Downlink Ltd., nú Alacra, um landsaðgang að vef- gátt á sviði viðskipta, fjármála og fyrirtækjarekstrar. Í júní 2001 skrifuðu Landspítali – háskólasjúkrahús og Landsbóka- safn Íslands undir samning við OVID, sem er gagnasafnsfyrirtæki á sviði læknisfræði og heilbrigðis- vísinda. Samningurinn veitir einnig landsaðgang að nokkrum gagna- safnanna í OVID. Í sama mánuði var undirritaður samningur við Macmillan Publish- ers Ltd. um landsaðgang að New Grove Dictionary of Music and Mus- icians Online og New Grove Diction- ary of Art Online. Grove-ritin eru viðkennd alfræði á sviði tónlistar og sjónrænna lista. Rafræn tímarit Á vormánuðum 2001 náðust samningar um landsaðgang við sjö stóra útgefendur rafrænna vísinda- tímarita um aðgang að 3.212 tíma- ritum.  Academic Press – 174 tímarit frá árinu 2001 í gagnasafninu IDEAL,  Blackwell Publishers – 268 tíma- rit frá upphafsári rafrænna tíma- rita í gagnasafninu Ingenta,  Blackwell Science og Munksga- ard – 303 tímarit frá upphafsári rafrænna tímarita í gagnasafninu Synergy,  Elsevier Science – 1.180 tímarit frá árinu 1995 í gagnasafninu ScienceDirect,  Karger – 75 tímarit frá árinu 2001 í gagnasafni Karger,  Kluwer Academic Publishers – 733 tímarit, þau elstu frá árinu 1997, í gagnasafninu Kluwer On- line,  Springer Verlag – 479 tímarit frá árinu 1995 í gagnasafninu LINK. Úr gagnasafni yfir í tímaritsgreinar Eftir að samningar náðust við út- gefendur rafrænu tímaritanna voru opnaðar tengingar beint úr Web of Science í þau tímaritasöfn sem Ís- lendingar skv. samningum hafa að- gang að og Institute for Scientific Information hefur samið við. Þetta eru Academic Press, Blackwell Science, Munksgaard, Elsevier Science, Karger, Kluwer Academic Publishers og Springer Verlag. Þá var einnig opnað á tengingar úr OVID yfir í raf-tímarit Elsevier Science, Karger og Springer Ver- lag. Hvar.is Landsbókasafn Íslands – Há- skólabókasafn hefur með höndum framkvæmd verkefnisins, þ.e. að koma upplýsingum um gagnasöfnin og rafrænu tímaritin á framfæri við notendur og annast samskipti við þá, gagnasöfnin og netveiturnar. Slóð landsaðgangsins er: http:// www.hvar.is/ Rafræn gagnasöfn opin öllum á Netinu Þóra Gylfadóttir Hvar.is Í apríl 1999 undirritaði Björn Bjarnason menntamálaráðherra fyrsta landssamninginn um aðgang að alfræði- ritinu Britannica Online System, segir Þóra Gylfadóttir, nú hafa bæst við 6.700 tímarit, 3 alfræðisöfn og 330.000 bókmenntaverk. Höfundur er verkefnisstjóri í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. SÍÐUSTU vikur og mánuði hafa nokkrar undirstöðustéttir samfélagsins háð harða baráttu fyrir réttlátum og mann- sæmandi kjörum. Leikskólakennarar, tónlistarkennarar og nú síðast sjúkraliðar, sem hafa þurft að grípa til verkfalls- vopnsins til að ná mönnum að samn- ingaborðinu. Það er vitlaust gefið og laun þessara og annarra undirstöðustétta eru ekkert annað en smánarblettur á því auðuga þjóð- félagi sem við byggjum. Byrjunarlaun sjúkraliða eru 89.000 kr. á mánuði. Trúi því svo hver sem vill að þetta erfiða og nauðsynlega starf innan heilbrigð- isþjónustunnar sé svo illa launað. Kröfur sjúkraliða eru þær að fá sömu byrjunarlaun og lögreglu- menn, 138.000 kr. á mánuði, og hefur nú enginn haldið því fram að lögreglumenn séu ofaldir af laun- um sínum. Þetta er hógvær krafa og makalaust að stéttin skuli þurfa að standa í verkfalls- átökum til að fá hlut sinn réttan og hið op- inbera til að ræða málin. Launakjör þeirra stétta sem standa undir og eru horn- steinar velferðarsam- félagsins eru með þeim hætti að nú molnar fyrir alvöru undan stoðunum. Fjöldaflótti er brost- inn á og nýliðun er lít- il sem engin í stéttum á borð við sjúkraliða. Þeir sem fyrir eru greiða kjörum sínum atkvæði með fótunum og leita í önnur störf. Algengt er að fólk leiti í ófaglærð störf sem bjóða upp á svipuð kjör en mun minna álag og erfiði. Sveltar undir drep Með því að láta þær stéttir sem sinna erfiðustu og nauðsynlegustu almannaþjónustunni svelta undir drep með launakjörum sínum er verið að grafa alvarlega undan því öryggi sem við finnum í velferð- arþjónustunni og mörg okkar eru svo stolt af. Öryggi og velferð fyrir alla óháð efnahag. Kjörum og aðbúnaði undirstöðu- stétta samfélagsins má líkja við aðför stjórnarflokkanna að sam- félagi jafnaðar og réttlætis. Aðför sem er skömm að enda ekkert annað en brot á félagslegum rétt- indum hvers þegns í siðuðu sam- félagi að bjóða upp á slík launa- kjör. Þetta ástand er valdhöfum þessa lands til ævarandi skammar á sama tíma og þeir gera sitt ýtr- asta til að baða sig í sól velmeg- unar og efnalegra framfara. Það er kominn tími til að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Það er vitlaust gefið. Það er vitlaust gefið Björgvin G. Sigurðsson Pólitík Fjöldaflótti er brostinn á, segir Björgvin G. Sig- urðsson, og nýliðun er lítil sem engin í stéttum á borð við sjúkraliða. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.