Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 43
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 43
NÚ ER komið að
leiðarlokum í skrípa-
leik peningaaflanna á
Íslandi. Almenningur
hér á landi á skýra
kröfu á því að Seðla-
banki Íslands upplýsi
og birti opinberlega
nöfn þeirra aðila, sem
hafa sprengt upp
gengi íslensku krón-
unnar. Haft er fyrir
satt, að þetta sé
verkalýðshreyfingin
með lífeyrissjóðina í
fararbroddi. Enginn
aðili á Íslandi hefur
það fjármagn undir
höndum, sem þarf til að kaupa er-
lenda gjaldmiðla í því magni, að
það sprengi upp gengið, nema líf-
eyrissjóðirnir, og þeir aðilar, sem
ávaxta þá sjóði (líklega um 570
milljarða). Spurt er: Ef gengi
hlutabréfa í Bandaríkjunum keypt
á verðinu kr. 73,00 hver dalur hef-
ur fallið um 40%, hvað er þá til
ráða til að lagfæra bókfært tap?
Svar: Sprengja upp gengið í kr.
105,00 hvern dal og viti menn,
bókfærð eign lífeyris-
sjóðanna, sem hafa
fjárfest fyrir vestan,
verður nokkuð góð.
Keypt eru erlend
hlutabréf í dollurum.
Gengi á kaupdag er
kr. 73,00X100 hluta-
bréf, sem nú hafa fall-
ið í 80% og í 60% í
dæmunum hér á eftir.
Komið er í veg fyrir
stórfellt bókfært tap í
krónum með því að
sprengja upp gengið í
kr. 105,00, hvern dal.
Dæmi 1:
73,00X100% gera kr. 7.300,00,
kaupverð.
73,00X80% gera kr. 5.840,00, tap
20%.
105,00X 80% gera kr. 8.400,00,
hagnaður 15%.
Dæmi 2:
73,00X100% gera kr. 7.300,00,
kaupverð.
73,00X60% gera kr. 4.380,00, tap
40%.
105,00X60% gera kr. 6.300,00,
tap 13,7%.
Töluglöggir menn sjá hér gjörla
hvaða aðilar hafa hagsmuni af því
að sprengja upp gengi, en ekki er
það alþýða landsins. Þær verð-
hækkanir, verðbólga, lífskjara-
rýrnun og atvinnuleysi, sem hlotist
hafa af þessum sökum, bitna nú
hart á almenningi, sérstaklega lág-
launafólki. Nú er spurt, hvar eru
talsmenn verkalýðsfélaganna eða
tala þeir tveimur tungum?
Hver sprengdi
upp gengi
íslensku
krónunnar?
Hreggviður Jónsson
Höfundur er fyrrverandi alþing-
ismaður Sjálfstæðisflokksins.
Gengismál
Nú er spurt, segir
Hreggviður Jónsson,
hvar eru talsmenn
verkalýðsfélaganna
eða tala þeir tveimur
tungum?
Í SVARI við fyrirspurnum sem
ég lagði fyrir Ríkisskattstjóra og
Þjóðhagsstofnun vegna skatta-
breytinga ríkisstjórn-
arinnar sem nú eru til
umfjöllunar hjá efna-
hags- og viðskipta-
nefnd Alþingis koma
fram athyglisverðar
upplýsingar.
Landsbyggð-
arskattur
Embætti Ríkisskatt-
stjóra var spurt um
hver álagður tekju-
skattur og tryggingar-
gjald á lögaðila hefði
orðið skipt milli skatt-
umdæma ef skatta-
breytingar ríkisstjórn-
arinnar hefðu verið
komnar til fram-
kvæmda við síðustu álagningu.
Þetta er niðurstaðan:
Breyting á sköttum og trygg-
ingagjaldi eftir umdæmum
Skattumdæmi Lækkun
skatta
Hækkun
tr.gjalda
Mis-
munur
Reykjavík 3.365 1.728 - 1.637
Reykjanes 966 493 - 473
Vesturland 121 118 - 3
Vestfirðir 75 64 - 11
Norðurl. vestra 81 78 - 3
Norðurl. eystra 194 201 7
Austurland 57 89 32
Suðurland 205 92 - 113
Vestm.eyjar 23 43 20
Þetta sýnir ljóslega að það eru
fyrst og fremst fyrirtæki sem skila
verulegum hagnaði á höfuðborg-
arsvæðinu sem hafa ávinning af
breytingunni. Norðurland eystra,
Austurland og Vestmannaeyjar
tapa á breytingunni.
Lítil og meðalstór fyrirtæki
borga brúasann
Útreikningar embættis Ríkis-
skattstjóra sýna líka að hækkun á
tryggingargjaldi verður afar þung-
bær fyrir fyrirtæki, sennilega flest
lítil og meðalstór,
sem eru með mikla
launaveltu og greiða
þar af leiðandi hátt
tryggingargjald.
Sömuleiðis á einyrkja
og þá sem taka laun
samkvæmt verktaka-
greiðslum. Hækkun
tryggingargjalds á
þessa aðila stendur í
verulegum mæli und-
ir tekjuskattslækkun
stórra fyrirtækja
sem skila miklum
hagnaði.
Tekjuskatts-
lækkun lögaðila
milljarði hærri
Upplýsingar frá ríkisskatt-
stjóraembættinu sýna líka hvernig
núverandi álagning á lögaðila eftir
skatttegundum hefði breyst hefðu
skattatillögur ríkisstjórnarinnar
verið komnar til framkvæmda við
síðustu álagningu. Tekjuskattur
lögaðila hefði orðið 3,7 milljörðum
lægri samkvæmt þeim útreikning-
um, en fjármálaráðuneytið hefur
haldið því fram að tekjuskattur
lögaðila lækkaði um 2,7 milljarða
við lækkun á tekjuskatti úr 30% í
18%.
0,4% vaxtalækkun samsvarar
8 milljarða skattalækkun
Þjóðhagsstofnun var spurð hvað
vextir þyrftu að lækka mikið til að
skila sama ávinningi fyrir fyrir-
tækin og þjóðarbúið og áætlað er
að áformuð skattalækkun geri.
ÞHS ber saman bein áhrif af
vaxtalækkun á vaxtakostnað fyr-
irtækja og heimila við beinan
ávinning af fyrirhugaðri skatta-
lækkun, en reiknar ekki með
óbeinum áhrifum skattalækkunar-
innar á umsvif í hagkerfinu. Miðað
við skuldir atvinnuvega og skuldir
heimila við lánakerfið sem nema
samtals 1.611 milljörðum króna,
og að undanskilin séu gengis-
tryggð lán, þá standa eftir 1.135
milljarðar króna eða um 930 millj-
arðar í verðtryggðum lánum og
205 milljarðar í óverðtryggðum
lánum. Samkvæmt þessu þyrftu
meðalvextir á lán að lækka um
u.þ.b. 0,4 prósentustig til að skila
fyrirtækjum og heimilum 8 millj-
arða króna ávinningi á tveggja
ára tímbili í formi lægri vaxta-
kostnaðar. Það er sama fjárhæð
og áformuð skattalækkun nemur
samtals á árunum 2002–2003 sam-
kvæmt mati Þjóðhagsstofnunar.
Þetta sýnir að skynsamlegra er
fyrir þjóðarbúið og fyrirtækin að
farin sé leið vaxtalækkunar en
skattalækkunar, ekki síst þegar
ný skýrsla OECD sýnir að tekju-
skattur á fyrirtæki var lægstur
hér á landi á árinu 1999 af löndum
OECD, en tekjuskattur á ein-
staklinga með því hæsta sem
þekkist.
Það er því ráð að stoppa við áð-
ur en anað er út í 8 milljarða
skattalækkanir, sem mismuna fyr-
irtækjum og landshlutum og skila
litlu til launafólks. Svigrúm til
skattalækkunar á að nýta til að
lækka skatta á litlum og meðal-
stórum fyrirtækjum og hjá fólki
með lágar tekjur og meðaltekjur.
Um það verður tekist á næstu vik-
um.
Skattar –
stoppum við
Jóhanna
Sigurðardóttir
Skattabreytingar
Skynsamlegra er
fyrir þjóðarbúið og
fyrirtækin, segir Jó-
hanna Sigurðardóttir,
að farin sé leið vaxta-
lækkunar en skatta-
lækkunar.
Höfundur er alþingismaður.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
ATVINNUHÚSNÆÐI
Skrifstofuaðstaða
Til leigu skrifstofuaðstaða í glæsilegu húsnæði
við Gullinbrú. Stærð frá 10 fm upp í 400 fm.
Öll þjónusta til staðar, þ.á m. símsvörun, fund-
araðstaða, faxtæki og ljósritunarvél, þrif,
internettenging, kaffiaðstaða o.fl.
Uppl. gefur Bragi í s. 863 4572 og 520 2000.
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
Aðalfundur
sjálfstæðisfélags og
fulltrúraráðs Seltirninga
verður haldinn á Austurströnd 3, þriðju hæð,
laugardaginn 24. nóvember nk. kl. 10.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Tekin ákvörðun um framboðslista vegna
bæjarstjórnakosninga árið 2002.
Stjórnin.
TILKYNNINGAR
Auglýsing
um breytingu á deiliskipulagi flugstöðvar-
svæðis á Keflavíkurflugvelli, svæði A
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins hef-
ur þann 5. nóvember 2001 samþykkt breytingu
á deiliskipulagi flugstöðvarsvæðis á Keflavíkur-
flugvelli.
Um er að ræða svæði A, vestan Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar, þar sem gert er ráð fyrir að hafa
ýmsa þjónustustarfsemi í tengslum við flugstarf-
semi á Keflavíkurflugvelli. Breytingin er fólgin
í aukningu byggðar og breyttu vegakerfi miðað
við núgildandi deiliskipulag.
Auk skrifstofuhúsa, hótels og bílaleiga, sam-
kvæmt núgildandi deiliskipulagi, er lagt til að
hafa á svæðinu stjórnsýsluhús og þjónustu-
og atvinnuhús.
Breytingin var auglýst samkvæmt 1. mgr.
26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
frá 13. júlí til 27. ágúst 2001. Sex athugasemdir
bárust og hafa umsagnir varnarmálaskrifstofu
um þær verið sendar viðkomandi.
Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga og
hefur deiliskipulagið verið sent Skipulagsstofn-
un ríkisins til yfirferðar.
Varnarmálaskrifstofa
utanríkisráðuneytisins,
8. nóvember 2001.
ÝMISLEGT
Lagerútsala
Hrím, umboðs- og heildverslun, verður með
lagersölu í húsnæði sínu, Smiðjuvegi 5.
Ýmsar vörur, s.s. haglabyssur, rifflar, skot,
veiðifatnaður, aukahlutir, golfsett, handverk-
færi, loftpressur, háþrýstidælur, kýtti, festi-
frauð, rekskrúfur, múrboltar, múrtappar,
rafmagnsverkfæri o.m.fl.
Opið virka daga frá kl. 9.00—17.30, laugard.
og sunnud. frá kl. 11.00—17.00.
Upplýsingar í síma 544 2020. SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
MÍMIR 6001111011 I Fræðslu-
fundur
Sunnudagur 11. nóvember
Hveragerði — Kambabrún/
gamlir vegir
Brottför frá BSÍ kl. 13:00. Farar-
stjóri Sigurður Jóhannsson.
Verð 1.100 félagar, 1.300 aðrir.
Aðventuferðir og áramót.
Betra að bóka sem fyrst.
www.utivist.is .
Sunnudagur 11. nóv. Brynju-
dalur — Botnsdalur Um 3—5
tíma ganga. Fararstjóri Sigurður
Kristjánsson. Brottför frá BSÍ kl.
10.30 með viðkomu í Mörkinni 6.
Minnum á myndakvöld þann 14.
nóv. Sýndar verða myndir frá
Hornströndum. Sýnandi verður
Guðmundur Hallvarðsson.
Munið Aðventuferð FÍ 1.—2. des.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
og á www.fi.is .