Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 46
UMRÆÐAN
46 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MIKIÐ hefur verið
gert á undanförnum
árum til að tryggja Ís-
lendingum skattaum-
hverfi sem stenst sam-
keppni við þær þjóðir
sem hvað best standa
sig á því sviði. Reyndar
þykir sumum nóg að
gert og þau sjónarmið
heyrast jafnvel að varla
sé ástæða til að velta
frekari skattalækkun-
um fyrir sér í bráð.
Skattalækkanir liðinna
ára og enn frekari
skattalækkanir um
næstu áramót eru mik-
ið fagnaðarefni en við
eigum að stefna að því að gera enn
betur, enda hefur Ísland alla burði til
að skipa sér í fremstu röð þeirra
ríkja sem með lágum sköttum og
frelsi bjóða fyrirtækjum og einstak-
lingum framúrskarandi skilyrði til
afkomu og lífsgæða.
Ísland hefur á stuttum tíma náð
verulegum árangri í efnahagslegum
umbótum. Við höfum á undanförnum
árum lifað lengsta samfellda tímabil
kaupmáttaraukningar á lýðveldis-
tímanum. Á sama tíma og tekist hef-
ur að auka almenna hagsæld og
tryggja betri lífskjör hefur verið
unnið markvisst að því að auka frelsi
á sem flestum sviðum. Á afar athygl-
isverðri ráðstefnu sem haldin var í
síðustu viku um skattasamkeppni á
milli landa kom m.a. fram að Íslend-
ingar eru í 15. sæti af 123 þjóðum
þegar mælt er efnahagslegt frelsi og
hafa á undanförnum árum styrkt
stöðu sína verulega. Að auki hafa Ís-
lendingar, samkvæmt skýrslu
OECD, fimmtu hæstu þjóðartekjur
miðað við fólksfjölda og eru í 2. sæti
á eftir Írlandi þegar vöxtur þjóðar-
tekna er skoðaður.
Skattar og verkefni
hins opinbera
Þeir sem aðhyllast mikil ríkisút-
gjöld halda því gjarnan fram að háir
skattar séu forsenda góðrar velferð-
arþjónustu. Hinir sömu halda því
fram að lágir skattar muni skerða þá
þjónustu sem almenningur fær og
þeir einu sem raunverulegt gagn hafi
af lækkun skatta séu einstaklingar
og fyrirtæki sem einhverra hluta
vegna vilja komast undan því að
greiða sitt til samfélagsins.
Þetta er að sjálfsögðu alrangt.
Lækkun skatta þarf ekki að þýða
skerðingu á þeirri þjónustu sem sátt
ríkir um að hið opinbera skuli veita.
Aðhald í ríkisrekstri, sala ríkisfyr-
irtækja og endurskoðun verkefna
ríkisins eru allt þættir
sem tryggt geta lækk-
un ríkisútgjalda og
þannig skapað svigrúm
til lækkunar skatta. Að
auki er það þekkt að
háir skattar þurfa ekki
að þýða auknar ráðstöf-
unartekjur hins opin-
bera, þar sem skatt-
greiðendur leita
gjarnan leiða til að
koma sér undan ósann-
gjarnri og of mikilli
skattheimtu, t.d. með
því að flytja rekstur
sinn eða búsetu til ann-
arra landa þar sem
stjórnvöld sjá þann hag
sem hlýst af sanngjarnri og lágri
skattheimtu.
Samkeppni í stað samræmingar
Á fyrrnefndri ráðstefnu kom fram
mikilvægi þess að ákvarðanir um
skattaumhverfi þjóða séu ekki sam-
ræmdar af yfirþjóðlegum stofnun-
um, heldur skuli þjóðir hafa fullt
frelsi til þess að móta sitt eigið
skattaumhverfi. Á vettvangi Evr-
ópusambandsins og OECD eru há-
værar raddir uppi um að hindra slíka
samkeppni með því að auka sam-
ræmingu skattlagningar á milli
landa. Eins og við er að búast eru
þessar raddir háværastar í löndum
eins og Þýskalandi og Frakklandi
þar sem skattar eru háir og ríkis-
stjórnir standa frammi fyrir því að
fólk og fyrirtæki flytjist til annarra
landa þar sem skattar eru lægri.
Gegn slíkri samræmingu er nauð-
synlegt að standa, enda er sam-
keppni í skattlagningu ekki aðeins
nauðsynleg til að auka líkurnar á lág-
um sköttum, heldur eru rökin gegn
samræmingu ekki síður þau að fyr-
irtæki og einstaklingar eigi rétt á því
að velja sér það skattaumhverfi sem
hentar best þeirra aðstæðum.
Skattar lækka – lífskjör batna
Íslenskt skattaumhverfi hefur
tekið miklum breytingum á undan-
förnum árum og nú er svo komið að
hlutfall ríkisins í staðgreiðslu tekju-
skatts hefur aldrei verið lægra. Rík-
isstjórnin hefur nýlega boðað enn
frekari lækkun á sköttum einstak-
linga, til að mynda með helmings
lækkun á eignarsköttum. Samhliða
þessu hefur ríkisstjórnin gert miklar
breytingar á skattlagningu fyrir-
tækja. Árið 1991 var tekjuskattur á
fyrirtæki 50%. Á áratug hefur tekist
að koma þessum skatti niður í 30%
og með nýjum lögum sem taka gildi
1. janúar 2002 verður þessi skattur
lækkaður í 18%.
Þetta breytta skattaumhverfi, auk
þeirra efnahagslegu framfara sem
orðið hafa hér á landi, hafa skapað
forsendur mikilla sóknarfæra á Ís-
landi. Í könnun World Economic
Forum og Harvard University, sem
gerð var sl. vor og náði til 60 landa,
kemur t.d. fram að skilyrði til stofn-
unar nýrra fyrirtækja eru aðeins
betri í einu öðru landi en Íslandi. Í
sömu könnun kom fram að Ísland er
í 3. sæti þegar kemur að efnahags-
legum og lagalegum aðstæðum fyrir
ný fyrirtæki og í 5. sæti um fjárhags-
leg skilyrði þeirra.
Íslendingar eiga hiklaust að halda
áfram á þessari sömu braut og
treysta þannig stöðu sína meðal
þeirra þjóða sem bjóða best lífskjör.
Það verður gert með því að standa
vörð um þann mikla árangur sem
náðst hefur á undanförnum árum en
til viðbótar eigum við að halda áfram
að lækka skatta og skapa þannig for-
sendur fyrir enn frekari tækifæri
fyrirtækja og einstaklinga á Íslandi.
Lágir skattar
– enn betri
lífskjör
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokkins.
Skattaumhverfi
Með lágum sköttum
getur Ísland tryggt
stöðu sína enn frekar,
segir Hanna Birna
Kristjánsdóttir, meðal
þeirra þjóða sem bjóða
best lífskjör.
NÚ eru aðeins örfá-
ar vikur þar til evran
verður tekin upp sem
mynt í 11 löndum Evr-
ópu og verður þar að
auki fullgild mynt í 4
öðrum ríkjum. Áhrif
þessa verða eflaust
mjög mikil og margir
hafa haldið því fram að
evrópska myntsam-
starfið (EMU) yrði
aldrei raunverulegt
fyrr en mynt og seðlar
kæmust í hendur al-
mennings.
Mikið hefur verið
rætt og ritað um mögu-
leika Íslands á því að taka þátt í
þessu samstarfi. Það virðist samt oft
gleymast að innganga í ESB er nær
örugglega alger forsenda fyrir því að
ríki eins og Ísland geti tekið þátt í
myntsamstarfinu. Allar hugleiðingar
um það að gera þetta með öðrum
hætti eru því einungis æfingar í því
að sækja vatn yfir lækinn, sbr. langa
grein tveggja prófessora hér í
blaðinu fyrr í haust.
Fræðileg rök
Mikið fræðilegt starf hefur verið
unnið í kring um spurninguna hvern-
ig Íslandi myndi vegna í myntsam-
starfi eins og EMU og hafa ýmsar
niðurstöður komið fram. Með aðild
að EMU myndum við missa þann
möguleika að breyta gengi íslensku
krónunnar gagnvart erlendum
gjaldmiðlum vegna þess að krónan
yrði ekki til lengur. Eitt af því sem
hefur verið bent á í þessu sambandi
er að sveiflur í árferði og hagkerfi
hér á landi séu meiri og tíðari en í
þeim löndum sem taka þátt í EMU-
samstarfinu og að þessi mismunur
Íslands og nágrannalandanna gæti
orðið mjög erfiður fyrir íslenskt at-
vinnulíf og kannski sérstaklega ís-
lenskan vinnumarkað. Þar eru rökin
þau að skakkaföllin yrði að taka út í
samdrætti í atvinnulífinu og atvinnu-
stigi í stað þess að breyta gengi
krónunnar eins og hefðbundið er hér
á landi. Eins og gengur eru menn
ekki alveg sammála um þetta allt,
t.d. þá fullyrðingu hvort sveiflur séu
meiri hér á landi en í öðrum löndum.
Búum við sveiflurnar til sjálf?
Fyrr á árum voru helstu skýring-
ar á hagsveiflum hér á landi breyti-
legur fiskafli á milli ára og breytileg
verð á útflutningsmörkuðum fyrir
fisk. Hvorug þessara stærða sveifl-
ast mikið lengur.
Sveiflurnar hafa hins
vegar haldið áfram og
sú spurning er nær-
göngul hvort þær séu
ekki að einhverju leyti
heimatilbúnar og komi
fyrst og fremst til
vegna lítillar eða
rangrar hagstjórnar og
almenns agaleysis. Það
er t.d. athyglisvert
hvernig við vöknum
aftur og aftur upp við
vondan draum í seinni
hluta hagsveiflu og
segjum: ó ó við hefðum
átt að passa okkur bet-
ur. Að hve miklu leyti voru skakka-
föll hagkerfisins í sumar heimatilbú-
in og að hve miklu leyti voru þau
vegna ytri aðstæðna? Var ekki
viðbúið að taumlaus þensla með
ótrúlegum viðskiptahalla og nær
engum opinberum aðgerðum (að
vaxtaaðgerðum slepptum) myndu
enda með ósköpum? Hvað sem menn
kunna að segja þá er um ríflega 20%
gengisfall og 8-10% verðbólgustig
ósköp fyrir hagkerfi sem gefur sig út
fyrir að vera stöðugt. Hefði ekki ver-
ið hægt að koma í veg fyrir þessi
ósköp með skynsamlegri hagstjórn?
Hvernig stendur t.d. á því að Dönum
tekst yfirleitt að stöðva væntanlega
þenslu í fæðingu með ýmiss konar
opinberum aðgerðum. Í Danmörku
ríkir pólitísk sátt um að menn vilja
ekki ofþenslu. Á Íslandi hafa menn
hins vegar alltaf tilhneigingu til þess
að ýkja hagsveifluna.
Þarf ekki meiri aga
í hagkerfið?
Margir telja að það yrði okkur
mjög slæmt að missa gjaldmiðilinn.
Það er hins vegar athyglisvert að
það er möguleikinn á því að rýra
gildi hans, sem virðast vera höfuð-
rökin. En er það ekki einmitt þessi
klisja sem er grunnurinn að því aga-
leysi sem tröllríður íslensku efna-
hagslífi. Fyrr á árum iðkuðu menn
það gjarnan að semja um launa-
hækkanir sem mældust í tugum og
síðan var gengið fellt um sömu
stærðir í kjölfarið og menn stóðu
áfram í sömu sporunum. Erum við í
rauninni komin nokkuð lengra fram
á veginn?
Það er áleitin spurning hvort það
er ekki nauðsynlegt fyrir íslenskt
efnahagslíf að missa þennan mögu-
leika á að rýra gildi gjaldmiðilsins.
Danska krónan er föst við gengi
þýska marksins og mun verða fest
við Evruna. Það vita allir og það er
óháð því hvort Danir taka þátt í
EMU eða ekki. Í Danmörku hefur
líka tekist að halda lágri verðbólgu
og auka kaupmátt stöðugt um u.þ.b.
2% á ári í meira en áratug. Þar ríkir
agi í hagstjórn og þar vilja menn búa
við aga. Þar hefur verkalýðshreyf-
ingin tekið fullan þátt í þessu sam-
starfi og í rauninni barist gegn
óraunhæfum kauphækkunum.
Yrði evran tekin upp hér á landi
myndu aðstæður breytast mikið.
Hinir ýmsu leikendur í efnahagslíf-
inu myndu læra strax að gengisfell-
ingar myndu ekki hjálpa neinum
neins staðar. Menn yrðu að ganga að
þessari staðreynd vísri í öllu sínu
starfi, hvort sem það er rekstur fyr-
irtækja, kjarasamningar á vinnu-
markaði eða annað starf í efnahags-
lífinu. Þetta yrði erfitt til þess að
byrja með, en auðveldara í kjölfarið.
Hver er munurinn annars? Hefur
einhver t.d. haldið því fram að
hremmingarnar í kring um krónuna
á þessu ári, og engan enda virðast
ætla að taka, hafi verið auðveldar.
Fleiri kostir en gallar
Um það er ekki deilt að með aðild
að EMU yrði vaxtastig hér svipað og
í nágrannalöndunum og það yrði erf-
itt að halda uppi hærri verðbólgu en
þar til lengdar. Mismunur milli landa
á verði á vöru og þjónustu yrði líka
mjög sýnilegur. Spurningin um að
eyða gjaldeyrisóvissu gagnvart landi
eins og Íslandi skiptir líka öllu þegar
talað er um að reyna að fá erlenda
fjárfesta til þess að setja upp starf-
semi hér á landi. Að mínu áliti er
þarna um einfalt mál að ræða, bæði
efnahagslega og pólitískt. Íslenska
hagkerfið er allt of lítið til þess að
þar sé hægt að halda uppi sjálf-
stæðri, öflugri mynt. Agaleysið í
hagkerfinu, bæði í hagstjórn og ann-
ars staðar, er líka slíkt að það yrði
okkur eflaust til gagns að festa eitt
af núverandi hagstjórnartækjum
okkar algerlega niður. Þetta yrði
svipað og að skipta um skólastjóra í
skóla sem hefur verið mjög illa
stjórnað, þetta verður erfitt fyrst en
eftir að nýja skipulagið tekur við
verður árangurinn betri.
En í öllu þessu má hins vegar ekki
gleyma þeirri staðreynd að þátttaka
okkar í þessu samstarfi krefst þess
að við göngum í ESB. Eins og allir
vita virðist það hins vegar vera allt
önnur saga.
Helstu gagn-
rökin halda
alls ekki
Ari Skúlason
EMU
Með aðild að EMU, seg-
ir Ari Skúlason, yrði
vaxtastig hér svipað og í
nágrannalöndunum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Aflvaka hf. og áhugamaður um
Evrópumál.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni