Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 47

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 47 s e m s a m e i n a r f e g u r ð o g þ æ g i n d i h o rn Mán.– Fös. 10.00 –18.00 • Laugard. 11.00 –16.00 • Sunnud. 13.00 –16.00 OPIÐ: N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 7 3 1 /s ia .is só fa r hornsófi Úrval fallegra leðursófasetta á frábæru verði. 124.500kr. vínrauður, grænn, dökkbrúnn, l jósbrúnn og svartur Domino hornsófi - leður á sl itf lötum PÉTUR Á. Jónsson, María Markan, Stefán Íslandi, Einar Krist- jánsson, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Þuríður Pálsdóttir, Guðrún Á. Símonar, Magnús Jónsson, Kristján Jó- hannsson, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Kristinn Sigmundsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Viðar Gunnarsson. Þessir og margir aðrir söngvarar hafa verið meðal fremstu tónlistarmanna Ís- lendinga fyrr og síðar. Þeir hafa sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar og gert garðinn frægan erlendis. Þeir hafa sungið alls kyns tónlist, en öll hafa þau fyrst og fremst verið óperusöngvarar. Óperan hefur verið þeirra heimavöllur. Verði haldið fast við núverandi áætlanir um bygg- ingu tónlistarhúss verður þar ekk- ert pláss fyrir óperusöngvara. Þar munu tónlistarmenn af öllum öðrum gerðum fá að njóta sín, jafnt lúðra- þeytarar sem lágfiðluleikarar, popp- arar og rokkarar, þjóðlagasöngvar- ar og harmóníkuleikarar. Allir nema óperusöngvarar, – þeir eiga enn að syngja á frímerkinu í Gamla bíói. Það þarf ekki mikinn spámann til að sjá að auðvitað verða óperur settar á svið í nýja Tónlistarhúsinu. Íslendingar hafa sett upp óperur í leikhúsum, bíóhúsum, leikfimihús- um og sjálf Sinfóníuhljómsveitin hefur sl. þrjú ár staðið fyrir óp- erusýningum í hinu mjög svo óheppilega húsnæði Laugardalshall- ar. Það dettur þó varla nokkrum heilvita manni í hug að Sinfónían muni haldi áfram að sýna óperur í Laugardalshöll eftir að hún er flutt í Tónlistarhúsið? Nei, spurningin er ekki um það hvort ópera verði í Tónlistarhúsinu heldur aðeins hvort óperuflutningi verði þar búin sómasamleg skilyrði. Við þau skilyrði myndi ballett og stórar leiksýningar líka vel þrífast. Rekstrarlegar forsendur Ég hef áður bent á að það væri fjárhagslegt glapræði að láta ekki óperu, ballett o.fl. fá inni í húsinu. Augljóst er að hið stóra og dýra hús þyrfti að nýtast sem best til að standa undir stofnkostnaði og dag- legum rekstri, annars er eins víst að bygging hússins gæti orðið Sinfón- íunni sams konar bjarnargreiði og Borgarleikhúsið sumpartinn varð Leikfélaginu. En hvað óperuna varðar sérstak- lega, þá er stór áhorfendasalur al- ger forsenda þess að eitthvert vit verði í fjárhagslegum rekstri henn- ar eins og ég mun nú skýra nánar. Uppsetningarkostnaður einnar óp- eru er líklega um 30 milljónir (þ.e. kostnaður fram að frumsýningu). Launakostnaður o.fl. fyrir hverja sýningu (kvöldkostnaður) er líklega um 1½–2 milljónir króna og fá þó allir listamennirnir heldur lítið fyrir sinn snúð. Í Gamla bíói þykir gott að selja 400 miða á kvöldi á 3 þús- und krónur miðann. Það þýðir inn- komu upp á 1,2 milljónir, sem er talsvert minna en kostnaður við kvöldið. Þetta þýðir að því bet- ur sem sýning gengur, þ.e. þeim mun oftar sem sýnt er, þeim mun meiri verður hallinn á sýningunni sem bætist við 30 milljóna króna stofnkostnaðinn. Sé gert ráð fyrir sama dæmi, en sal sem tekur 1.300 manns í sæti (eins og í fyrir- huguðu Tónlistarhúsi), þá gæti miðasala fyrir hverja sýningu skilað 3–4 milljónum í kass- ann, þ.e. 2 milljónum umfram kvöldkostnaðinn. Þetta fé mætti nota á ýmsan hátt, svo sem til að greiða niður stofnkostnað upp- færslunnar, hækka laun listafólks eða lækka miðaverð. Hér er ótalið hversu listræn umgjörð óperusýn- inga yrði miklu fullkomnari en nú tíðkast. Ég vil leyfa mér að benda á að miðað við núverandi umfang starf- semi Óperunnar þyrfti hún aðeins að fá inni í Tónlistarhúsinu fjórar helgar tvisvar á vetri, t.d. í október og mars. Svör óskast Á undanförnum mánuðum hafa fjölmargir íslenskir óperusöngvarar tjáð sig um þetta mál, ýmist í blaða- greinum eða viðtölum. Tala þeir all- ir einum rómi um brýna nauðsyn þess að ópera fái inni í Tónlistar- húsi. Í haust lýsti stjórn Íslensku óperunnar því yfir að hún styddi það ekki einungis að óperuflutningi yrði sköpuð aðstaða í Tónlistarhús- inu, heldur bauð hún að gefa hús sitt, Gamla bíó, til að stuðla að þessu. Loks lýsti menningarmála- nefnd Reykjavíkur nýlega yfir ein- róma stuðningi sínum við þetta mál. Ennþá vantar þó svör og sjón- armið ýmissa þeirra, sem mestu ráða um framkvæmd þessa máls. Þar fer fremstur menntamálaráð- herra og skammt á eftir borgar- stjóri og talsmenn þeirra flokka sem nú mynda borgarstjórn og ætla að bjóða fram til kosninga næsta vor. Vil ég hér með leyfa mér að skora á þessa aðila að gera afstöðu sína og sjónarmið heyrinkunn á op- inberum vettvangi. Þá væri ekki verra að heyra sjónarmið stjórn- enda Listhátíðar í Reykjavík og Ís- lenska dansflokksins um það hvort stórt svið og aðstaða fyrir búning og leiktjöld gæti ekki gagnast þessum aðilum. Þótt hljótt hafi farið hefur mikið verið unnið að þessu máli á vegum opinberra aðila á undanförnum ár- um. Nú er í gangi hugmyndasam- keppni um skipulag hafnarsvæðis- ins þar sem Tónlistarhúsið er eitt aðalviðfangsefnið. Skilafrestur til- lagna rennur út 5. nóvember. Þar er ekki gert ráð fyrir því að óperu- flutningur verði í Tónlistarhúsinu. Óperuunnendur! Við erum alveg að missa af lestinni til að stöðva þetta. Tökum nú höndum saman um að fá þessu breytt svo Tónlistarhúsið muni í framtíðinni nýtast öllum tón- listarmönnum – óperusöngvurum líka! Óperan verður þar líka Árni Tómas Ragnarsson Höfundur er læknir. Tónlistarhús Nú er í gangi hug- myndasamkeppni um skipulag hafnarsvæð- isins, segir Árni Tómas Ragnarsson, þar sem Tónlistarhúsið er eitt aðalviðfangsefnið. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.