Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 48
FRÉTTIR
48 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á ÁRLEGUM kristniboðsdegi þjóð-
kirkjunnar, sem er annar sunnu-
dagur í nóvember, munu kristni-
boðar og heimastarfsmenn
Sambands íslenskra kristniboðs-
félaga prédika í nokkrum kirkjum
og taka þátt í samkomum til kynn-
ingar og fjáröflunar fyrir starfið.
Þá hefur Karl Sigurbjörnsson bisk-
up óskað eftir því að prestar minn-
ist kristniboðsins þennan dag og
hvetji söfnuði sína til að láta fé af
hendi rakna.
Fjárþörf ársins var upphaflega
áætluð um 20 milljónir króna en
vegna gengissigs og vaxandi kostn-
aðar er orðið ljóst að kostnaður
verður um 24 milljónir. Skúli Svav-
arsson, framkvæmdastjóri SÍK,
segir að tveir starfsmenn séu nú í
Kenýa, Salóme Huld Garðarsdóttir
og Leifur Sigurðsson. Leifur sinnir
einkum boðun og fræðslu hjá nýjum
söfnuðum í Pókot-héraði og Salóme
sinnir m.a. starfi meðal unglinga og
kvenna. Þá segir hann Helga Hró-
bjartsson við störf í Eþíópíu þar
sem hann hefur starfað um árabil
og í haust dvaldi sr. Felix Ólafsson,
sem hóf kristniboðsstörf í Konsó í
Eþíópíu fyrir 47 árum, þar um hríð.
Konsómenn sjá nú sjálfir um hjúkr-
unar-, skóla-, þróunar- og safn-
aðarstarf en kristniboðið styður
kirkjuna með fjárframlögum.
Þá segir Skúli SÍK leggja lið út-
varpskristniboði í Kína og þrír til
fjórir starfsmenn sinna verkefnum
hérlendis, fræðslu- og boðunar-
starfi. Skúli segir fjármögnun
starfsins byggjast svo til eingöngu
á gjöfum kristniboðsvina og fjár er
aflað á margvíslegan hátt, m.a. með
sölu jólakorta og frímerkja og nýtt
kristniboðsalmanak er komið út en
því fylgja gíróseðlar sem nota má
til að koma framlögum til skila.
Árlegur kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar á sunnudag
Kostnaður
við starfið
um 24 millj-
ónir í ár
Í ár kostar starf SÍK erlendis og
hérlendis um 24 milljónir króna.
FYRIRLESTURINN „Í sjöunda
himni“ verður haldinn í sal 101 í
Odda í Háskóla Íslands sunnudag-
inn 11. nóvember frá kl. 14 – 16.
Fyrirlesari er Jóhann Breiðfjörð
og heldur hann fyrirlesturinn á
eigin vegum. Aðgangseyrir er kr.
1.000.
„Fyrirlesturinn er ekki fyrir við-
kvæmar sálir þar sem fyrirlesarinn
segir frá eigin reynslu af því að
drukkna og því sem hann skynjaði
í þær 3-5 mínútur sem líkaminn
var látinn. Í fyrirlestrinum er einn-
ig sagt frá afrakstri 10 ára leitar að
svörum og bent á uppbyggilegar og
hagnýtar leiðir til að auka hug-
lægan skýrleika og almenna vellíð-
an,“ segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur um
drukknun
ACOTÆKNIVAL efnir til kynning-
ar á nýjustu tækni í stafrænni
vinnslu kvikmynda laugardaginn 10.
nóvember. Verða tvær hálftíma
kynningar, sú fyrri kl. 11.30 og sú
síðari kl. 12. Þær verða bæði í Sony-
setrinu og Applebúðinni í Skeifunni
17.
Á kynningu AcoTæknivals verða
bæði sýndar lausnir fyrir PC og
Makka – EZ DV og iMovie2 – og sér-
fræðingar verða í verslununum til að
svara spurningum gesta.
Kynning á
stafrænni
kvikmyndagerð
fyrir almenning
FERÐAFÉLAG Íslands verður
með göngu frá Brynjudal yfir í
Botnsdal sunnudaginn 11. nóvem-
ber. Gengið verður um gróið land.
Fararstjóri verður Sigurður Krist-
jánsson, verð kr. 1.100/1.400.
Gangan tekur þrjár til fjórar
stundir, vegalengdin er 9–10 km og
mesta hæð um 300 m. Brottför er
frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í
Mörkinni 6.
Gengið frá Brynju-
dal í Botnsdal
ÍSLENSKU liðin töpuðu báðum
viðureignum sínum á EM í Leon í
gær. Kvennaliðið tapaði 1.5–0.5 fyr-
ir Sviss, þar sem Harpa Ingólfsdótt-
ir gerði jafntefli við stórmeistara
kvenna. Karlaliðið tapaði hinsvegar
stórt fyrir Grikkjum 4-0.
Fjórða umferð verður tefld á
laugardag en þá mæta karlarnir
Portúgölum en konurnar Austur-
ríki.
Harpa náði
jafntefli
KVENNADEILD Barðstrendinga-
félagsins verður með árlegan basar
og kaffisölu sunnudaginn 11. nóv-
ember kl. 14 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Á basarnum verða
meðal annars ýmiss konar handa-
vinna og heimabakaðar kökur.
Einnig verður happdrætti og er
eingöngu dregið úr seldum miðum.
Ágóði rennur til styrktar öldr-
uðum úr sýslunni og til líknarmála,
segir í fréttatilkynningu.
Basar Barðstrendingafélagsins
NIÐURSTÖÐUTÖLUR úr söfn-
uninni Börn hjálpa börnum liggja
nú fyrir. Um 2.500 börn úr tæp-
lega 90 skólum tóku þátt að þessu
sinni, en söfnunin er árlegur við-
burður til hjálpar indverskum
börnum.
Samtals söfnuðust 5.799.561 kr.
Þar af söfnuðu skólabörn 4.760.289
kr. í bauka með því að ganga í hús,
899.313 kr. söfnuðust í bauka sem
lágu í bönkum, sparisjóðum, póst-
húsum og bensínstöðvum og
149.959 kr. komu frá fyrirtækjum
og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum.
Að viðbættum vaxtatekjum varð
söfnunarféð samtals 5.839.055 kr.
og var sú upphæð send óskipt til
Heimilis litlu ljósanna á Indlandi.
Fénu var ráðstafað þannig að
3.514.055 kr. voru notaðar til að
byggja barnaskóla með sex skóla-
stofum og tvær svefnálmur fyrir
börnin á heimilinu, en fram að því
hafði hluti barnanna þurft að sofa í
kennslustofum.
Afgangurinn af söfnunarfénu,
samtals 2.325.000 kr., var notaður
til að koma á fót menntaskóla/
háskóla fyrir heimilið.
Keypt var leyfi til að yfirtaka
rótgróinn framhaldsskóla sem var
að hætta og fylgdi með í kaup-
unum gott bókasafn og til-
raunastofuáhöld. Framhaldsskól-
inn er í nágrenni heimilisins og
eru börnin aðeins um 10 mínútur
að ganga í skólann.
Næsta söfnun Börn hjálpa börn-
um verður í mars á næsta ári og
verður þá söfnunarátak til að ljúka
byggingu El Shaddai barnaheim-
ilisins á Indlandi.
ABC-hjálpar-
starf safnaði
5,8 milljónum
HAPPDRÆTTI DAS í samvinnu
við Símann og Tal eru að fara af stað
með nýtt happdrætti undir heitinu
SímaLottó.
„Um er að ræða vikulegt síma-
happdrætti og fer útdráttur fram á
fimmtudagskvöldum í DAS2000
þáttunum á vegum Happdrættis
DAS. Þátturinn er sýndur í ríkis-
sjónvarpinu.
Til að taka þátt er hringt í 907-
2000 og er hægt að velja hversu oft
viðkomandi símanúmer verður
skráð í viku hverri. Allt frá einu
skipti upp í tíu skipti sem er há-
markið. Staðfest er með því að ýta á
ferninginn.
Hver skráning kostar 300 krónur
og millifærist af símareikningi þeim
sem hringt er úr. Vinningshafi er
rétthafi símanúmers.
Ennfremur verður boðið upp á
áskrift og þá er hringt í símanúm-
erið 907-2222 en þar verður aðeins
hægt að skrá eina skráningu með því
að velja tölustafinn 1.
Símanúmerið verður þá skráð í
pottinn vikulega þar til áskriftinni er
sagt upp.
Það er gert með því að hringja í
sama símanúmer 907-2222 og velja
tölustafinn 0.
Auk aðalvinnings, sem er valinn
með því að snúa hjóli í DAS2000
þættinum, eru 100 aukavinningar
sem leggjast inn á símareikning
vinningshafa. Hringt er í þá sem
hljóta þá vinninga.
Aðalvinningur getur verið 100
þúsund króna úttekt í Hagkaup, 200
þúsund krónur í Ikea, 300 þúsund
króna ferð í sumarsól eða 600 þús-
und króna ferð í Karíbahafið allt á
vegum Úrval/Útsýn og að lokum eru
bifreiðar frá Toyota. Allt glæsilegir
vinningar sem koma að góðum not-
um.
Upphæð aukavinninga ákvarðast
af sölu hverju sinni og aðeins dregið
um þau símanúmer sem skráð eru í
pottinn.
Allir vinningar í SímaLottó eru
skattfrjálsir,“ segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fyrsti útdráttur í SímaLottó
verður fimmtudaginn 15. nóvember
næstkomandi og er salan hafin.
Símalottói hleypt af stokkunum
OPIÐ hús verður sunnudaginn 11.
nóvember milli kl. 13 og 17 í Þjón-
ustumiðstöð Hafnarfjarðar (áður
áhaldahúsið) sem hafið hefur starf-
semi í nýjum húsakynnum við
Hringhellu 9 – í nýja athafnahverf-
inu í Hellnahrauni, gegnt álverinu.
Heitt verður á könnunni og
starfsmenn munu kynna þjón-
ustuna.
Opið hús í
þjónustumiðstöð
Hafnarfjarðar
Sýningaropnun frestað
Myndlistarsýningunni „Éttu pró-
fessorinn þinn“ í Galleríi nema hvað
er frestað til kl. 18.30 í dag, laug-
ardag.
Nöfn Barðstrendinga
Í grein í Lesbók um síðustu helgi
um nöfn Barðstrendinga eftir Gísla
Jónsson var rangt farið með tölur
um nöfn af öðrum uppruna en ger-
mönskum, meðal kvenna voru þau
17,9% en meðal karla 16,2%. Þá var
einnig farið rangt með eftirnafn
Bergsveins Elidons Finnssonar.
Beðist er velvirðingar á þessu.
Helgakver
Vegna mistaka féll út heiti ritsins
sem Siglaugur Brynleifsson fjallaði
um í seinni hluta greinar sinnar í
blaðinu í gær. Það er Helgakver
Helga Hálfdanarsonar. Útgefandi
Lærdómsrit Bókmenntafélagsins
2000. Hitt ritið, Ljóðmæli Hallgríms
Péturssonar I, var gefið út af Stofn-
un Árna Magnússonar á Íslandi
2000. Beðist er velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT
„Á ALÞINGI hefur verið lagt fram
frumvarp til laga um breytingu á
áfengislögum þar sem lagt er til að
sérstakar varúðarmerkingar verði
teknar upp á umbúðir áfengis annars
vegar til varnar vanfærum konum og
hins vegar ökumönnum vélknúinna
ökutækja.
Samtök verslunarinnar mótmæla
þessu frumvarpi og telja að hér sé
allt of langt gengið í forræðishyggju
og að dæmið hafi ekki verið reiknað
til enda,“ segir í fréttatilkynningu
frá Samtökum verslunarinnar.
„Verði frumvarp þetta að lögum
mun það hafa í för með sér hækkun á
verði áfengis og hugsanlega mun
vöruúrval minnka til muna. Árlega
eru seldar tæplega 25 milljónir ein-
ingar áfengis í verslunum ÁTVR og
sér það hvert mannsbarn að kostn-
aður við álímingar miða á hverja ein-
ingu verður verulegur. Þvert ofan í
fullyrðingar í frumvarpinu er ekki
raunhæft að halda að álímingar
varnaðarmiða fari fram við fram-
leiðslu erlendis. Í ljósi þess hve Ís-
land er lítið markaðssvæði munu
framleiðendur áfengis ekki annast
þetta, það verður einungis gert hér á
landi. Þó munu innlendir framleið-
endur væntanlega verða betur settir
þar sem þeim er mun auðveldara að
gera ráð fyrir merkingum í fram-
leiðslu sinni. Bæði þetta atriði og
önnur hljóta að þurfa skoðunar við í
ljósi ákvæða EES samningsins um
tæknilegar viðskiptahindranir,“ seg-
ir þar ennfremur.
Mótmæla frumvarpi um
breytingu á áfengislögum
HRINGURINN heldur sinn árlega
handavinnu- og kökubasar sunnu-
daginn 11. nóvember kl. 13 í Perl-
unni.
Þar verða margir munir til jóla-
gjafa og heimabakaðar kökur. Jóla-
kort Hringsins verða einnig seld á
basarnum, en kortið í ár er hannað
af Guðrúnu Ragnhildi listakonu.
Basarmunir eru til sýnis í glugga
verslunarinnar Herragarðsins,
Laugavegi 13.
Hringskonur hafa unnið að
mannúðarmálum í marga áratugi
og lagt sérstaka rækt við Barna-
spítala Hringsins og allan búnað
hans. Framkvæmdir við byggingu
fullkomins og sérhannaðs barna-
spítala á lóð Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss við Hringbraut eru nú
komnar vel á veg en Hringskonur
hafa lofað 100 milljónum króna til
byggingarinnar og mun sú upphæð
væntanlega verða afhent á næsta
ári, segir í fréttatilkynningu.
Morgunblaðið/Kristinn
Hringurinn
með basar