Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 48
FRÉTTIR 48 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á ÁRLEGUM kristniboðsdegi þjóð- kirkjunnar, sem er annar sunnu- dagur í nóvember, munu kristni- boðar og heimastarfsmenn Sambands íslenskra kristniboðs- félaga prédika í nokkrum kirkjum og taka þátt í samkomum til kynn- ingar og fjáröflunar fyrir starfið. Þá hefur Karl Sigurbjörnsson bisk- up óskað eftir því að prestar minn- ist kristniboðsins þennan dag og hvetji söfnuði sína til að láta fé af hendi rakna. Fjárþörf ársins var upphaflega áætluð um 20 milljónir króna en vegna gengissigs og vaxandi kostn- aðar er orðið ljóst að kostnaður verður um 24 milljónir. Skúli Svav- arsson, framkvæmdastjóri SÍK, segir að tveir starfsmenn séu nú í Kenýa, Salóme Huld Garðarsdóttir og Leifur Sigurðsson. Leifur sinnir einkum boðun og fræðslu hjá nýjum söfnuðum í Pókot-héraði og Salóme sinnir m.a. starfi meðal unglinga og kvenna. Þá segir hann Helga Hró- bjartsson við störf í Eþíópíu þar sem hann hefur starfað um árabil og í haust dvaldi sr. Felix Ólafsson, sem hóf kristniboðsstörf í Konsó í Eþíópíu fyrir 47 árum, þar um hríð. Konsómenn sjá nú sjálfir um hjúkr- unar-, skóla-, þróunar- og safn- aðarstarf en kristniboðið styður kirkjuna með fjárframlögum. Þá segir Skúli SÍK leggja lið út- varpskristniboði í Kína og þrír til fjórir starfsmenn sinna verkefnum hérlendis, fræðslu- og boðunar- starfi. Skúli segir fjármögnun starfsins byggjast svo til eingöngu á gjöfum kristniboðsvina og fjár er aflað á margvíslegan hátt, m.a. með sölu jólakorta og frímerkja og nýtt kristniboðsalmanak er komið út en því fylgja gíróseðlar sem nota má til að koma framlögum til skila. Árlegur kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar á sunnudag Kostnaður við starfið um 24 millj- ónir í ár Í ár kostar starf SÍK erlendis og hérlendis um 24 milljónir króna. FYRIRLESTURINN „Í sjöunda himni“ verður haldinn í sal 101 í Odda í Háskóla Íslands sunnudag- inn 11. nóvember frá kl. 14 – 16. Fyrirlesari er Jóhann Breiðfjörð og heldur hann fyrirlesturinn á eigin vegum. Aðgangseyrir er kr. 1.000. „Fyrirlesturinn er ekki fyrir við- kvæmar sálir þar sem fyrirlesarinn segir frá eigin reynslu af því að drukkna og því sem hann skynjaði í þær 3-5 mínútur sem líkaminn var látinn. Í fyrirlestrinum er einn- ig sagt frá afrakstri 10 ára leitar að svörum og bent á uppbyggilegar og hagnýtar leiðir til að auka hug- lægan skýrleika og almenna vellíð- an,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um drukknun ACOTÆKNIVAL efnir til kynning- ar á nýjustu tækni í stafrænni vinnslu kvikmynda laugardaginn 10. nóvember. Verða tvær hálftíma kynningar, sú fyrri kl. 11.30 og sú síðari kl. 12. Þær verða bæði í Sony- setrinu og Applebúðinni í Skeifunni 17. Á kynningu AcoTæknivals verða bæði sýndar lausnir fyrir PC og Makka – EZ DV og iMovie2 – og sér- fræðingar verða í verslununum til að svara spurningum gesta. Kynning á stafrænni kvikmyndagerð fyrir almenning FERÐAFÉLAG Íslands verður með göngu frá Brynjudal yfir í Botnsdal sunnudaginn 11. nóvem- ber. Gengið verður um gróið land. Fararstjóri verður Sigurður Krist- jánsson, verð kr. 1.100/1.400. Gangan tekur þrjár til fjórar stundir, vegalengdin er 9–10 km og mesta hæð um 300 m. Brottför er frá BSÍ kl 10.30 með viðkomu í Mörkinni 6. Gengið frá Brynju- dal í Botnsdal ÍSLENSKU liðin töpuðu báðum viðureignum sínum á EM í Leon í gær. Kvennaliðið tapaði 1.5–0.5 fyr- ir Sviss, þar sem Harpa Ingólfsdótt- ir gerði jafntefli við stórmeistara kvenna. Karlaliðið tapaði hinsvegar stórt fyrir Grikkjum 4-0. Fjórða umferð verður tefld á laugardag en þá mæta karlarnir Portúgölum en konurnar Austur- ríki. Harpa náði jafntefli KVENNADEILD Barðstrendinga- félagsins verður með árlegan basar og kaffisölu sunnudaginn 11. nóv- ember kl. 14 í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Á basarnum verða meðal annars ýmiss konar handa- vinna og heimabakaðar kökur. Einnig verður happdrætti og er eingöngu dregið úr seldum miðum. Ágóði rennur til styrktar öldr- uðum úr sýslunni og til líknarmála, segir í fréttatilkynningu. Basar Barðstrendingafélagsins NIÐURSTÖÐUTÖLUR úr söfn- uninni Börn hjálpa börnum liggja nú fyrir. Um 2.500 börn úr tæp- lega 90 skólum tóku þátt að þessu sinni, en söfnunin er árlegur við- burður til hjálpar indverskum börnum. Samtals söfnuðust 5.799.561 kr. Þar af söfnuðu skólabörn 4.760.289 kr. í bauka með því að ganga í hús, 899.313 kr. söfnuðust í bauka sem lágu í bönkum, sparisjóðum, póst- húsum og bensínstöðvum og 149.959 kr. komu frá fyrirtækjum og bæjarstjórn í Vestmannaeyjum. Að viðbættum vaxtatekjum varð söfnunarféð samtals 5.839.055 kr. og var sú upphæð send óskipt til Heimilis litlu ljósanna á Indlandi. Fénu var ráðstafað þannig að 3.514.055 kr. voru notaðar til að byggja barnaskóla með sex skóla- stofum og tvær svefnálmur fyrir börnin á heimilinu, en fram að því hafði hluti barnanna þurft að sofa í kennslustofum. Afgangurinn af söfnunarfénu, samtals 2.325.000 kr., var notaður til að koma á fót menntaskóla/ háskóla fyrir heimilið. Keypt var leyfi til að yfirtaka rótgróinn framhaldsskóla sem var að hætta og fylgdi með í kaup- unum gott bókasafn og til- raunastofuáhöld. Framhaldsskól- inn er í nágrenni heimilisins og eru börnin aðeins um 10 mínútur að ganga í skólann. Næsta söfnun Börn hjálpa börn- um verður í mars á næsta ári og verður þá söfnunarátak til að ljúka byggingu El Shaddai barnaheim- ilisins á Indlandi. ABC-hjálpar- starf safnaði 5,8 milljónum HAPPDRÆTTI DAS í samvinnu við Símann og Tal eru að fara af stað með nýtt happdrætti undir heitinu SímaLottó. „Um er að ræða vikulegt síma- happdrætti og fer útdráttur fram á fimmtudagskvöldum í DAS2000 þáttunum á vegum Happdrættis DAS. Þátturinn er sýndur í ríkis- sjónvarpinu. Til að taka þátt er hringt í 907- 2000 og er hægt að velja hversu oft viðkomandi símanúmer verður skráð í viku hverri. Allt frá einu skipti upp í tíu skipti sem er há- markið. Staðfest er með því að ýta á ferninginn. Hver skráning kostar 300 krónur og millifærist af símareikningi þeim sem hringt er úr. Vinningshafi er rétthafi símanúmers. Ennfremur verður boðið upp á áskrift og þá er hringt í símanúm- erið 907-2222 en þar verður aðeins hægt að skrá eina skráningu með því að velja tölustafinn 1. Símanúmerið verður þá skráð í pottinn vikulega þar til áskriftinni er sagt upp. Það er gert með því að hringja í sama símanúmer 907-2222 og velja tölustafinn 0. Auk aðalvinnings, sem er valinn með því að snúa hjóli í DAS2000 þættinum, eru 100 aukavinningar sem leggjast inn á símareikning vinningshafa. Hringt er í þá sem hljóta þá vinninga. Aðalvinningur getur verið 100 þúsund króna úttekt í Hagkaup, 200 þúsund krónur í Ikea, 300 þúsund króna ferð í sumarsól eða 600 þús- und króna ferð í Karíbahafið allt á vegum Úrval/Útsýn og að lokum eru bifreiðar frá Toyota. Allt glæsilegir vinningar sem koma að góðum not- um. Upphæð aukavinninga ákvarðast af sölu hverju sinni og aðeins dregið um þau símanúmer sem skráð eru í pottinn. Allir vinningar í SímaLottó eru skattfrjálsir,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrsti útdráttur í SímaLottó verður fimmtudaginn 15. nóvember næstkomandi og er salan hafin. Símalottói hleypt af stokkunum OPIÐ hús verður sunnudaginn 11. nóvember milli kl. 13 og 17 í Þjón- ustumiðstöð Hafnarfjarðar (áður áhaldahúsið) sem hafið hefur starf- semi í nýjum húsakynnum við Hringhellu 9 – í nýja athafnahverf- inu í Hellnahrauni, gegnt álverinu. Heitt verður á könnunni og starfsmenn munu kynna þjón- ustuna. Opið hús í þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar Sýningaropnun frestað Myndlistarsýningunni „Éttu pró- fessorinn þinn“ í Galleríi nema hvað er frestað til kl. 18.30 í dag, laug- ardag. Nöfn Barðstrendinga Í grein í Lesbók um síðustu helgi um nöfn Barðstrendinga eftir Gísla Jónsson var rangt farið með tölur um nöfn af öðrum uppruna en ger- mönskum, meðal kvenna voru þau 17,9% en meðal karla 16,2%. Þá var einnig farið rangt með eftirnafn Bergsveins Elidons Finnssonar. Beðist er velvirðingar á þessu. Helgakver Vegna mistaka féll út heiti ritsins sem Siglaugur Brynleifsson fjallaði um í seinni hluta greinar sinnar í blaðinu í gær. Það er Helgakver Helga Hálfdanarsonar. Útgefandi Lærdómsrit Bókmenntafélagsins 2000. Hitt ritið, Ljóðmæli Hallgríms Péturssonar I, var gefið út af Stofn- un Árna Magnússonar á Íslandi 2000. Beðist er velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT „Á ALÞINGI hefur verið lagt fram frumvarp til laga um breytingu á áfengislögum þar sem lagt er til að sérstakar varúðarmerkingar verði teknar upp á umbúðir áfengis annars vegar til varnar vanfærum konum og hins vegar ökumönnum vélknúinna ökutækja. Samtök verslunarinnar mótmæla þessu frumvarpi og telja að hér sé allt of langt gengið í forræðishyggju og að dæmið hafi ekki verið reiknað til enda,“ segir í fréttatilkynningu frá Samtökum verslunarinnar. „Verði frumvarp þetta að lögum mun það hafa í för með sér hækkun á verði áfengis og hugsanlega mun vöruúrval minnka til muna. Árlega eru seldar tæplega 25 milljónir ein- ingar áfengis í verslunum ÁTVR og sér það hvert mannsbarn að kostn- aður við álímingar miða á hverja ein- ingu verður verulegur. Þvert ofan í fullyrðingar í frumvarpinu er ekki raunhæft að halda að álímingar varnaðarmiða fari fram við fram- leiðslu erlendis. Í ljósi þess hve Ís- land er lítið markaðssvæði munu framleiðendur áfengis ekki annast þetta, það verður einungis gert hér á landi. Þó munu innlendir framleið- endur væntanlega verða betur settir þar sem þeim er mun auðveldara að gera ráð fyrir merkingum í fram- leiðslu sinni. Bæði þetta atriði og önnur hljóta að þurfa skoðunar við í ljósi ákvæða EES samningsins um tæknilegar viðskiptahindranir,“ seg- ir þar ennfremur. Mótmæla frumvarpi um breytingu á áfengislögum HRINGURINN heldur sinn árlega handavinnu- og kökubasar sunnu- daginn 11. nóvember kl. 13 í Perl- unni. Þar verða margir munir til jóla- gjafa og heimabakaðar kökur. Jóla- kort Hringsins verða einnig seld á basarnum, en kortið í ár er hannað af Guðrúnu Ragnhildi listakonu. Basarmunir eru til sýnis í glugga verslunarinnar Herragarðsins, Laugavegi 13. Hringskonur hafa unnið að mannúðarmálum í marga áratugi og lagt sérstaka rækt við Barna- spítala Hringsins og allan búnað hans. Framkvæmdir við byggingu fullkomins og sérhannaðs barna- spítala á lóð Landspítala – háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut eru nú komnar vel á veg en Hringskonur hafa lofað 100 milljónum króna til byggingarinnar og mun sú upphæð væntanlega verða afhent á næsta ári, segir í fréttatilkynningu. Morgunblaðið/Kristinn Hringurinn með basar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.