Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 49
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 49
VARAHLUT IR
Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070
Þarftu að verja
lakkið?
afsláttur
Gerðu bílinn kláran
fyrir veturinn
10%
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
•
N
M
0
4
2
7
2
/
s
ia
.i
s
SUNNUDAGURINN 11. nóvember
er helgaður kristniboði í kirkjum
landsins. „Hann sendi þá að boða
Guðs ríki og græða sjúka,“ segir í
Lúkasarguðspjalli 9.2.
Sjaldan hefur þörfin verið meiri
en einmitt í dag. Að taka þátt í
kristniboði er skylda sérhvers krist-
ins manns. Íslenskir kristniboðar
eru að störfum í Eþíópíu og Kenýju.
Það er Samband íslenskra kristni-
boðsfélaga sem hefur sent þá til
starfa. Allt starf þeirra er unnið fyr-
ir gjafafé kristniboðsvina. Við hvetj-
um fólk til að koma og heyra um
starf þeirra og taka þátt í því, með
því að styðja það. Kristniboðar taka
þátt í þróunarstarfi jafnframt boðun
Guðs orðs. Skólar og heilsugæslu-
stöðvar hafa verið byggðar, brunn-
ar grafnir og fleira sem stuðlar að
betra lífi fólks. Kristniboð er okkar
ábyrgð. Klukkan fimm á sunnud.
verður samkoma í húsi KFUM og K
við Holtaveg 28, sem helguð er
kristniboði. Þar munu kristniboð-
arnir Ragnar Gunnarsson og Skúli
Svavarsson segja frá starfinu í máli
og myndum. Allir velkomnir.
Prédikun og pólitík
í Hallgrímskirkju
EIGA prestar að tala um pólitík af
stólnum? Er það ekki misbeiting á
trúnaðarstarfi prestsins? Á ekki
presturinn fyrst og fremst að tala
um hið góða, fagra og fullkomna?
Komið hefur fyrir að kennimenn
hafa yrt um dægurmál og upp-
skorið litla þökk stjórnmálamanna
og þeim sagt að halda sig við sinn
leist. Eða á kirkjan kannski að vera
valdhöfum hvers tíma ögrun?
Hefur evangelísk lúthersk guð-
fræði eitthvað að segja um þetta
mál?
Á fræðslumorgni í Hallgríms-
kirkju á morgun, sunnudag kl. 10,
mun séra Einar Sigurbjörnsson,
prófessor í trúfræði, halda erindi
um þetta efni og svara fyr-
irspurnum. Allir eru velkomnir.
Að erindinu loknu, kl. 11, hefst
síðan guðsþjónusta á kristniboðs-
degi með þátttöku fermingarbarna.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson pré-
dikar og þjónar fyrir altari ásamt
séra Sigurði Pálssyni. Á sama tíma
hefst barnastarf í umsjá Magneu
Sverrisdóttur.
Kvennakirkjan í
Seltjarnarneskirkju
KVENNAKIRKJAN heldur guð-
þjónustu í Seltjarnarneskirkju
sunnudaginn 11. nóvember kl.
20.30. Fjallað verður um ofbeldi
gegn konum í sinni víðustu mynd.
Hópur sem er á námskeiði í
Kvennakirkjunni um þetta efni
mun deila hugmyndum sínum og
prédika. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir sönginn við undirleik Að-
alheiðar Þorsteinsdóttur og kennt
verður m.a. nýtt lag við ljóð eftir
Sigríði Magnúsdóttur sem frum-
flutt verður í messunni.
Fimmtudaginn 15. nóvember kl.
17.30 verður síðdegisboð í stofum
Kvennakirkjunnar í Þingholts-
stræti 17 og þangað eru allir vel-
komnir. Eyþór Víðisson öryggis-
fræðingur fjallar um götuofbeldi.
Hann hefur unnið sem dyravörður,
lögreglumaður og menntast í ör-
yggisfræðum í Bandaríkjunum.
Þetta er gullið tækifæri til að ræða
um það ofbeldi sem fólk er beitt á
götum úti og viðbrögð við því. Að
venju verða vöfflur og kaffi á boð-
stólum.
Kór Menntaskólans
í Reykjavík
í Dómkirkjunni
TENGSL menntaskólans og Dóm-
kirkjunnar eru talsverð bæði í sögu
og samtíð. Skólinn er settur á
haustin í kirkjunni, áður en nem-
endur fara í jólafrí og taka við
miðsvetrareinkunnum er komið
saman til sérstakrar messu í Dóm-
kirkjunni. Einn þáttur þessara
tengsla er sá að kór Menntaskólans
æfir á kirkjuloftinu, en söngstjóri
kórsins er Marteinn H. Friðriksson
dómorganisti.
Á sunnudaginn syngur kórinn við
messuna kl. 11. Eftir messu er kór-
félögum og fjölskyldum þeirra boð-
ið að þiggja kaffisopa á kirkjuloft-
inu.
Safnaðarfélag Dómkirkjunnar
heldur fund eftir messu í Safn-
aðarheimilinu, þar sem boðið er
upp á léttan málsverð við vægu
verði. Nýir félagar eru hjartanlega
velkomnir.
Ljóðakvöld
KRISTIN kirkja hefur um aldirnar
fóstrað listina. Mörg verk færustu
listamanna eiga sér trúar- og
kirkjulega skírskotun. Dæmi þess
eru hvarvetna í tón- og sönglist,
málaralist, ljóðlist, höggmyndalist
svo nokkrar greinar séu nefndar.
Orðsins list hlýtur að vera kirkj-
unni ekki síður dýrmæt en aðrar
greinar. Þjóðin á og nýtur listar
margra góðra skálda á okkar tím-
um.
Það er því með tilhlökkun og
gleði sem Dómkirkjan býður til
ljóðadagskrár á sunnudagskvöldið
kl. 20. Skáldin sem flytja ljóð á
þessu fyrsta ljóðakvöldi eru Ingi-
björg Haraldsdóttir, Sigurður Páls-
son, Þorsteinn frá Hamri og Þór-
arinn Eldjárn.
Milli þátta leika á blokkflautu og
sembal þau Ragnheiður Haralds-
dóttir og Marteinn dómorganisti.
Kynnir verður sr. Hjálmar Jónsson.
Þetta er dagskrá sem ástæða er
til að gefa sérstakan gaum. Að-
gangur er ókeypis.
„Bjargar kristniboð
heiminum?“ og
poppmessa í
Hafnarfjarðarkirkju
TVÆR guðsþjónustu fara fram í
Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag-
inn kemur, 11. nóvember, sem er
kristniboðsdagur. Við árdegisguðs-
þjónustu kl. 11 munu hjónin sr.
Sjöfn Jóhannesdóttir, sem er sókn-
arprestur í Djúpavogi, og sr. Gunn-
laugur Stefánsson, sóknarprestur í
Heydölum, þjóna ásamt sr. Gunn-
þór Þ. Ingasyni sóknarpresti. Sr.
Gunnlaugur mun prédika og nefnir
prédikunarefnið: „Bjargar kristni-
boð heiminum?“.
Um kvöldið kl. 20.30 fer svo fram
fram poppmessa.
Hljómsveitin Játning sem Ólafur
Schram er í forsvari fyrir leikur
grípandi og fjörlega lofgjörð-
arsöngva. Allir prestar kirkjunnnar
þjóna. Fermingarbörn sýna helgi-
leik. Eftir messuna bjóða ferming-
arbörn til veislu í Hásölum Strand-
bergs.
Kristniboðsdagur
í Hallgrímskirkju
SUNNUDAGINN 11. nóv. er hald-
inn kristniboðsdagur í kirkjum
landsins, en þennan dag er vakin
athygli á íslenska kristniboðinu í
Ethiopíu og Kenýju, tekið við fjár-
framlögum fólks til málefnisins og
beðið fyrir kristniboði og hjálpar-
starfi.
Messan og barnastarfið í Hall-
grímskirkju hefst kl. 11 og mun sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson prédika og
þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði
Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir,
æskulýðsfulltrúi, stýrir barnastarf-
inu.
Áhugahópur Hallgrímskirkju um
kristniboð og hjálparstarf aðstoðar
við messuna ásamt hópi ferming-
arbarna. Kusse Sokka frá Konsó
Ethiopíu les ritningartexta. Mót-
ettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjórn Harðar Áskelssonar
kantors.
Í messunni verður tekið við gjöf-
um til kristniboðsins og eftir messu
verður seld súpa og brauð til ágóða
fyrir kristniboðið. Þá verður sýning
á munum frá Ethiopíu og Kenýju í
safnaðarsalnum. Eftir messuna
verður einnig stuttur fræðslutími
fyrir fermingarbörnin.
Kristniboðsdagurinn
í Hjallakirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 11. nóv-
ember, er Kristniboðsdagurinn. Af
því tilefnu verða fengnir góðir gest-
ir til að þjóna í guðsþjónustu í
Hjallakirkju kl. 11, bæði í tali og
tónum. Skúli Svavarsson, kristni-
boði og framkvæmdastjóri Kristni-
boðssambandsins, mun prédika og
Kanga-kvartettinn, sem hefur getið
sér gott orð fyrir að flytja afríska
tónlist, mun syngja. Í guðsþjónust-
unni verða samskot sem renna til
kristniboðsins. Sr. Guðmundur
Karl Brynjarsson þjónar.
Sunnudagaskóli er að venju kl.
13, en um kvöldið kl. 20.30 verður
kvöldvaka í kirkjunni. Þar mun sr.
Guðmundur Karl Brynjarsson
flytja hugleiðingu en hljómsveit
hússins leika létta trúarlega tónlist
við undirtektir safnaðarins. Allir
velkomnir.
Kristniboðs-
dagurinn – fjölskyldu-
guðsþjónusta
FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA,
sem að þessu sinni ber upp á
kristniboðsdaginn, er í Árbæj-
arkirkju sunnudag kl. 11. Við fáum
góðan gest í tilefni dagsins. Sr.
Kjartan Jónsson kristniboði kemur
og segir frá lífi og starfi kristniboð-
ans í fjarlægri heimsálfu.
Verður forvitnilegt bæði fyrir
unga og aldna að heyra það sem
hann hefur að segja. Barn verður
borið til skírnar í guðsþjónustunni.
Það verður söngur og gleði í fyr-
irrúmi í þessari guðsþjónustu enda
erum við kölluð til að gleðjast og
samfagna á þessum degi sem og
öðrum helgum dögum. Kaffi,
ávaxtasafi og kleinur í safnaðarsal
eftir guðsþjónustuna.
Dagur
kristniboðs
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Svalbarðskirkja í forgrunni.
Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14.
Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn
og sér um tónlistardagskrá. Allir velkomn-
ir. Sr. Frank M. Halldórsson.
Keflavíkurkirkja. „Hönd í hönd“ foreldra-
ráðstefna á vegum Reykjanesbæjar verður
haldin í Kirkjulundi kl. 14-17.
Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11.
Safnaðarstarf