Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 49
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 49 VARAHLUT IR Nýbýlavegi 8 • S: 570 5070 Þarftu að verja lakkið? afsláttur Gerðu bílinn kláran fyrir veturinn 10% N O N N I O G M A N N I • N M 0 4 2 7 2 / s ia .i s SUNNUDAGURINN 11. nóvember er helgaður kristniboði í kirkjum landsins. „Hann sendi þá að boða Guðs ríki og græða sjúka,“ segir í Lúkasarguðspjalli 9.2. Sjaldan hefur þörfin verið meiri en einmitt í dag. Að taka þátt í kristniboði er skylda sérhvers krist- ins manns. Íslenskir kristniboðar eru að störfum í Eþíópíu og Kenýju. Það er Samband íslenskra kristni- boðsfélaga sem hefur sent þá til starfa. Allt starf þeirra er unnið fyr- ir gjafafé kristniboðsvina. Við hvetj- um fólk til að koma og heyra um starf þeirra og taka þátt í því, með því að styðja það. Kristniboðar taka þátt í þróunarstarfi jafnframt boðun Guðs orðs. Skólar og heilsugæslu- stöðvar hafa verið byggðar, brunn- ar grafnir og fleira sem stuðlar að betra lífi fólks. Kristniboð er okkar ábyrgð. Klukkan fimm á sunnud. verður samkoma í húsi KFUM og K við Holtaveg 28, sem helguð er kristniboði. Þar munu kristniboð- arnir Ragnar Gunnarsson og Skúli Svavarsson segja frá starfinu í máli og myndum. Allir velkomnir. Prédikun og pólitík í Hallgrímskirkju EIGA prestar að tala um pólitík af stólnum? Er það ekki misbeiting á trúnaðarstarfi prestsins? Á ekki presturinn fyrst og fremst að tala um hið góða, fagra og fullkomna? Komið hefur fyrir að kennimenn hafa yrt um dægurmál og upp- skorið litla þökk stjórnmálamanna og þeim sagt að halda sig við sinn leist. Eða á kirkjan kannski að vera valdhöfum hvers tíma ögrun? Hefur evangelísk lúthersk guð- fræði eitthvað að segja um þetta mál? Á fræðslumorgni í Hallgríms- kirkju á morgun, sunnudag kl. 10, mun séra Einar Sigurbjörnsson, prófessor í trúfræði, halda erindi um þetta efni og svara fyr- irspurnum. Allir eru velkomnir. Að erindinu loknu, kl. 11, hefst síðan guðsþjónusta á kristniboðs- degi með þátttöku fermingarbarna. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson pré- dikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Pálssyni. Á sama tíma hefst barnastarf í umsjá Magneu Sverrisdóttur. Kvennakirkjan í Seltjarnarneskirkju KVENNAKIRKJAN heldur guð- þjónustu í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 11. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um ofbeldi gegn konum í sinni víðustu mynd. Hópur sem er á námskeiði í Kvennakirkjunni um þetta efni mun deila hugmyndum sínum og prédika. Kór Kvennakirkjunnar leiðir sönginn við undirleik Að- alheiðar Þorsteinsdóttur og kennt verður m.a. nýtt lag við ljóð eftir Sigríði Magnúsdóttur sem frum- flutt verður í messunni. Fimmtudaginn 15. nóvember kl. 17.30 verður síðdegisboð í stofum Kvennakirkjunnar í Þingholts- stræti 17 og þangað eru allir vel- komnir. Eyþór Víðisson öryggis- fræðingur fjallar um götuofbeldi. Hann hefur unnið sem dyravörður, lögreglumaður og menntast í ör- yggisfræðum í Bandaríkjunum. Þetta er gullið tækifæri til að ræða um það ofbeldi sem fólk er beitt á götum úti og viðbrögð við því. Að venju verða vöfflur og kaffi á boð- stólum. Kór Menntaskólans í Reykjavík í Dómkirkjunni TENGSL menntaskólans og Dóm- kirkjunnar eru talsverð bæði í sögu og samtíð. Skólinn er settur á haustin í kirkjunni, áður en nem- endur fara í jólafrí og taka við miðsvetrareinkunnum er komið saman til sérstakrar messu í Dóm- kirkjunni. Einn þáttur þessara tengsla er sá að kór Menntaskólans æfir á kirkjuloftinu, en söngstjóri kórsins er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Á sunnudaginn syngur kórinn við messuna kl. 11. Eftir messu er kór- félögum og fjölskyldum þeirra boð- ið að þiggja kaffisopa á kirkjuloft- inu. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar heldur fund eftir messu í Safn- aðarheimilinu, þar sem boðið er upp á léttan málsverð við vægu verði. Nýir félagar eru hjartanlega velkomnir. Ljóðakvöld KRISTIN kirkja hefur um aldirnar fóstrað listina. Mörg verk færustu listamanna eiga sér trúar- og kirkjulega skírskotun. Dæmi þess eru hvarvetna í tón- og sönglist, málaralist, ljóðlist, höggmyndalist svo nokkrar greinar séu nefndar. Orðsins list hlýtur að vera kirkj- unni ekki síður dýrmæt en aðrar greinar. Þjóðin á og nýtur listar margra góðra skálda á okkar tím- um. Það er því með tilhlökkun og gleði sem Dómkirkjan býður til ljóðadagskrár á sunnudagskvöldið kl. 20. Skáldin sem flytja ljóð á þessu fyrsta ljóðakvöldi eru Ingi- björg Haraldsdóttir, Sigurður Páls- son, Þorsteinn frá Hamri og Þór- arinn Eldjárn. Milli þátta leika á blokkflautu og sembal þau Ragnheiður Haralds- dóttir og Marteinn dómorganisti. Kynnir verður sr. Hjálmar Jónsson. Þetta er dagskrá sem ástæða er til að gefa sérstakan gaum. Að- gangur er ókeypis. „Bjargar kristniboð heiminum?“ og poppmessa í Hafnarfjarðarkirkju TVÆR guðsþjónustu fara fram í Hafnarfjarðarkirkju á sunnudag- inn kemur, 11. nóvember, sem er kristniboðsdagur. Við árdegisguðs- þjónustu kl. 11 munu hjónin sr. Sjöfn Jóhannesdóttir, sem er sókn- arprestur í Djúpavogi, og sr. Gunn- laugur Stefánsson, sóknarprestur í Heydölum, þjóna ásamt sr. Gunn- þór Þ. Ingasyni sóknarpresti. Sr. Gunnlaugur mun prédika og nefnir prédikunarefnið: „Bjargar kristni- boð heiminum?“. Um kvöldið kl. 20.30 fer svo fram fram poppmessa. Hljómsveitin Játning sem Ólafur Schram er í forsvari fyrir leikur grípandi og fjörlega lofgjörð- arsöngva. Allir prestar kirkjunnnar þjóna. Fermingarbörn sýna helgi- leik. Eftir messuna bjóða ferming- arbörn til veislu í Hásölum Strand- bergs. Kristniboðsdagur í Hallgrímskirkju SUNNUDAGINN 11. nóv. er hald- inn kristniboðsdagur í kirkjum landsins, en þennan dag er vakin athygli á íslenska kristniboðinu í Ethiopíu og Kenýju, tekið við fjár- framlögum fólks til málefnisins og beðið fyrir kristniboði og hjálpar- starfi. Messan og barnastarfið í Hall- grímskirkju hefst kl. 11 og mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Sigurði Pálssyni. Magnea Sverrisdóttir, æskulýðsfulltrúi, stýrir barnastarf- inu. Áhugahópur Hallgrímskirkju um kristniboð og hjálparstarf aðstoðar við messuna ásamt hópi ferming- arbarna. Kusse Sokka frá Konsó Ethiopíu les ritningartexta. Mót- ettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar kantors. Í messunni verður tekið við gjöf- um til kristniboðsins og eftir messu verður seld súpa og brauð til ágóða fyrir kristniboðið. Þá verður sýning á munum frá Ethiopíu og Kenýju í safnaðarsalnum. Eftir messuna verður einnig stuttur fræðslutími fyrir fermingarbörnin. Kristniboðsdagurinn í Hjallakirkju Á MORGUN, sunnudaginn 11. nóv- ember, er Kristniboðsdagurinn. Af því tilefnu verða fengnir góðir gest- ir til að þjóna í guðsþjónustu í Hjallakirkju kl. 11, bæði í tali og tónum. Skúli Svavarsson, kristni- boði og framkvæmdastjóri Kristni- boðssambandsins, mun prédika og Kanga-kvartettinn, sem hefur getið sér gott orð fyrir að flytja afríska tónlist, mun syngja. Í guðsþjónust- unni verða samskot sem renna til kristniboðsins. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson þjónar. Sunnudagaskóli er að venju kl. 13, en um kvöldið kl. 20.30 verður kvöldvaka í kirkjunni. Þar mun sr. Guðmundur Karl Brynjarsson flytja hugleiðingu en hljómsveit hússins leika létta trúarlega tónlist við undirtektir safnaðarins. Allir velkomnir. Kristniboðs- dagurinn – fjölskyldu- guðsþjónusta FJÖLSKYLDUGUÐSÞJÓNUSTA, sem að þessu sinni ber upp á kristniboðsdaginn, er í Árbæj- arkirkju sunnudag kl. 11. Við fáum góðan gest í tilefni dagsins. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði kemur og segir frá lífi og starfi kristniboð- ans í fjarlægri heimsálfu. Verður forvitnilegt bæði fyrir unga og aldna að heyra það sem hann hefur að segja. Barn verður borið til skírnar í guðsþjónustunni. Það verður söngur og gleði í fyr- irrúmi í þessari guðsþjónustu enda erum við kölluð til að gleðjast og samfagna á þessum degi sem og öðrum helgum dögum. Kaffi, ávaxtasafi og kleinur í safnaðarsal eftir guðsþjónustuna. Dagur kristniboðs Morgunblaðið/Rúnar Þór Svalbarðskirkja í forgrunni. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Þorvaldur Halldórsson kemur í heimsókn og sér um tónlistardagskrá. Allir velkomn- ir. Sr. Frank M. Halldórsson. Keflavíkurkirkja. „Hönd í hönd“ foreldra- ráðstefna á vegum Reykjanesbæjar verður haldin í Kirkjulundi kl. 14-17. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.