Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 10.11.2001, Síða 54
MINNINGAR 54 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórður Sigurðs-son fæddist á Kleifum í Skötufirði 5. júlí 1907. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Ísafjarðar 1. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorbjörg Elín Pálsdóttir, f. 10.10. 1871, d. 5.3. 1943, og Sigurður Gunnars- son, f. 29.8. 1872, d. 15.2. 1947. Þórður fluttist með foreldr- um sínum að Garði á fyrsta ári en fjög- urra ára fer hann í fóstur til hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Guðmundar Reginbaldssonar er bjuggu á Kleifum í Skötufirði. Hjá þeim er hann til fermingarald- urs. Skólaganga Þórðar var einn mánuður í farskóla á Eyri í Skötu- firði. Eftir það vann hann við ýmis sveitastörf á bæjum við Djúp. Hinn 2. desember 1938 kvæntist Þórður Guðnýju Finnsdóttur, f. 14.5. 1912. Foreldrar hennar voru Finnur Eiríksson, f. 1.12. 1844, frá Hrauni á Ingjaldssandi, og Soffía Jónsdóttir, f. 11.8. 1875, frá Þing- eyri. Þórður og Guðný eignuðust þrjú börn. Þau eru: 1) Guðrún Haf- stein, f. 21.5. 1939, maki Friðrik Antonsson, f. 31.1. 1933, búsett á Höfða í Skagafirði. Börn þeirra Margrét Jóhanna Magnúsdóttir, f. 11.11. 1971, börn Jens Ingi, f. 11.8. 1997, Hrannar Örn, f. 16.2. 2001. d) Þórður, f. 23.8. 1976, maki Vaka Rögnvaldsdóttir, f. 4.4. 1976. 3) Guðmundur Gunnar, f. 4.8. 1949, maki Erna Jónsdóttir, f. 20.9. 1951 búsett í Reykjavík. Börn þeirra eru: a) Eygló, f. 19.2. 1973, maki Eysteinn Magnús Guðmundsson, f. 1.1. 1971, barn Andri Magnús, f. 16.7. 1996. b) Sunna, f. 1.10. 1975, maki Þorsteinn Jónínuson, f. 17.10. 1975. c) Gunnar Örn, f. 13.1. 1987. Þórður stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri 1932 og útskrifaðist þaðan sem búfræð- ingur með fyrstu einkunn eftir tveggja vetra nám. Að loknu námi vann hann við almenn sveitastörf, smíðar og sjómennsku. Á árunum 1944–1953 bjó Þórður á Bakka í Hnífsdal. Hann var í hreppsnefnd Eyrarhrepps á árunum 1950– 1968. Eftir að hann flutti frá Bakka vann hann sem verkstjóri hjá Eyrarhreppi á sumrin en í Hraðfrystihúsinu í Hnífsdal á vetr- um. Hann hafði umsjón með bygg- ingu Barnaskóla Hnífsdals sem tekinn var í notkun 1954 og einnig byggingu Félagsheimilisins í Hnífsdal. Vann hann við verslun- arstörf í Timburversluninni Björk á Ísafirði 1972–1979. Þórður og Guðný fluttu frá heimili sínu í Hnífsdal á Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði 1994 og hafa búið þar síð- an. Útför Þórðar fer fram frá Hnífs- dalskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eru a) Grétar Þór, f. 16.6. 1959, maki Jó- hanna Ingvarsdóttir, f. 26.6. 1961, börn Andri Þór og Sandra Rún, f. 15.11. 1998, Jó- hanna átti fyrir son- inn Ingvar Þór Kale, f. 8.12. 1983. b) Þórleif Valgerður, f. 7.6. 1961, maki Hólmgeir Einarsson, f. 17.3. 1958, börn Guðrún Drífa, f. 30.9. 1980, Einar Friðrik, f. 29.3. 1982, og Björgvin Þór, f. 20.9. 1987. c) Guðný Þóra, f. 13.5. 1966, maki Jón Hálf- dán Árnason, f. 29.1. 1963, börn Árný Rut, f. 11.1. 1989, Dagný Brá, f. 30.4. 1993. d) Anna Steinunn f. 17.8. 1971, maki Sigurður Árna- son, f. 8.10. 1969, börn Árni Freyr, f. 12.7. 1995, Bríet Lilja, f. 17.5. 1998. e) Elfa Hrönn, f. 30.1. 1978. 2) Guðný Sigríður, f. 8.1. 1944, maki Jens Sigurður Kristmanns- son, 14.2. 1941, búsett á Ísafirði. Börn þeirra eru: a) Þorbjörg Erla, f. 14.11. 1966, maki Guðlaugur Guðjónsson, f. 11.6. 1948, börn Björg, f. 5.9. 1992, Davíð Þór, f. 3.6. 1996 (búsett í Noregi). b) Jens- ína Kristbjörg, f. 10.2. 1968, maki Jón Ottó, f. 1.3. 1965, börn Hákon, f. 11.1. 1996, Hildur Karen, f. 17.4. 2001. c) Hilmar, f. 29.1. 1972, maki Það er margt sem kemur upp í huga minn þessa dagana við andlát tengdaföður míns. Drengskapar- maður er það fyrsta sem kemur í hugann, ef lýsa ætti Þórði Sigurðs- syni, svo óendanlega traustur og tryggur, eins og klettur í hafinu sem allir gátu sett traust sitt á. Eins og skáldið sagði „þá væri þjóðinni borg- ið ef þúsundir gerðu eins“. Ekki er hægt að segja að í æsku hafi verið mulið undir hann. Á fjórða aldursári fór Þórður í fóstur til hjónanna Guð- mundar Reginbaldssonar og Guð- rúnar Þórðardóttir, eldri hjóna á Kleifum í Skötufirði, þess sama bæj- ar og hann var fæddur á. Árin liðu og hinn ungi drengur þurfti snemma að byrja að vinna fyr- ir sér við hin ýmsu störf er til féllu í sveitinni. Tíminn líður áfram, allar árstíðir hafa sínar hliðar, af þeim drýpur bæði gleði og beiskja. Um- fram allt hlýtur það að móta manninn að þurfa strax á ungaaldri að skila ákveðnu verki bæði fljótt og vel til að hafa í sig og á. Það hefur eflaust verið mikil og dýrmæt reynsla, sem eflaust hefur skerpt sjálfstraustið og þá kröfu til sjálfs sín að sigrast á fátækt- inni, með það í huga að vera sjálfs sín herra síðar á lífsleiðinni. Skólaganga Þórðar var ekki löng, aðeins um tveir mánuðir í farskóla veturinn fyrir fermingu. Þórður var þó þetta vor sendur af húsbónda sín- um til sjóróðra á vorvertíð áður en til fermingarfræðslunnar kom. Næstu árin liðu við ýmis störf víða um Djúp, alltaf var hugur hans bund- inn við það að öðlast menntun. Þrátt fyrir erfiðleika atvinnulega séð á ár- unum eftir fyrri heimsstyrjöldina og fram á fjórða áratuginn, sótti Þórður um skólavist í Bændaskólanum á Hvanneyri og lauk hann búfræðings- prófi með fyrstu einkunn þrátt fyrir litla skólagöngu áður. Það var alltaf hugsun hans að menn ættu að sækja sér menntun og tileinka sér framfarir til heilla landi og þjóð. Varast skyldu menn þó að lítilsvirða það sem var og var hluti af fortíð okkar og hugsjón fyrri kyn- slóða. Mesta gæfa tengdapabba er án efa sú að kynnast eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðnýju Finnsdóttur. Þau gengu í hjónaband 2. des. 1938 og vantaði því réttan mánuð á að sam- búð þeirra yrði í 63 ár. Þau hjónin voru mjög náin og studdu hvort ann- að dyggilega, ekki hvað síst öll þau á er Þórður sinnti félagsmálum hvað mest. Hann sat m.a. í hreppsnefnd Eyrarhrepps í um 20 ár, var formað- ur sóknarnefndar Hnífsdalssóknar í fjölda ára. Þau ár er hann sat í hreppsnefnd Eyrarhrepps, vann hann sem verkstjóri hjá hreppnum yfir sumartímann og sinnti ýmsum aðkallandi verkefnum hreppsins á öðrum tímum. Til marks um trúmennsku hans þá var það hans síðasta verk síðla kvölds og fyrsta verk að morgni að loka og opna fyrir vatnsæðina til þorpsins, þannig að íbúarnir hefðu nægilegt vatn á daginn. Þessu sinnti hann í fjölda mörg ár án þess að dagur félli úr. Á hreppsnefndarárum sínum sem og endranær fór hann ekki dult með skoðanir sínar. Þó þær færu ekki alltaf saman við skoðanir annarra, þá virti hann þær og ætlaðist til hins sama af öðrum. Hin síðari ár átti ættfræðin hug hans allan, og er ómetanlegur allur sá fróðleikur sem hann hefur ritað um fólk og lifnaðarhætti þess á fyrri hluta 19. aldar og síðari hluta þeirrar 18. Er hér bæði um munnmæli og samtíma frásagnir að ræða. Við sem teljum okkur vera á „besta“ aldri í dag og höfum alla tíð haft allt til alls getum illa ímyndað okkur hvernig lífsbaráttan hefur ver- ið á fyrstu áratugum 20. aldarinnar og þær breytingar sem fólk upplifði þá. Þessi upplifun og sú harða bar- átta sem þessu fylgdi mótaði trúlega mikið persónuleika hans alla tíð. Þórður hefur með sæmd skilað sínu hlutverki á þessu tilverustigi og skilið eftir stóran hóp afkomenda sem munu minnast hans um ókomna tíð. Það voru mér sönn forréttindi að fá að kynnast þér, kæri tengdapabbi, og lífssýn þinni og vona að ég geti veitt öðrum eitthvað af þeim gæðum sem þú bjóst yfir og varst óspar á að miðla. Við vitum að ævi okkar allra tekur einhvern tíma enda, en trúum því og vonum að þetta jarðneska líf sé að- eins áfangi á leið til einhverrar ann- arrar tilveru. En samt er eins og frá- fall þeirra sem okkur eru kærir og við höfum átt góða samleið með komi okkur á óvart, og við séum alltaf ósátt þegar kallið kemur. Ég bið þann sem öllu ræður að styðja og styrkja tengdamóður mína og aðra ættingja í sorg þeirra. Jens Kristmannsson. Í lok ágúst síðla sumars kvaddi ég Þórð Sigurðsson í síðasta skipti, það var á gangstéttinni framan við heim- ili hans á Hlíf. Þegar maður kveður 94 ára gamlan mann hvarflar sú hugsun óhjákvæmilega að manni að ef til vill eigi maður eigi ekki eftir að hitta hann aftur. Í þetta skiptið sótti þessi hugsun sterkar á en áður, mér fannst Þórður vera daprari og hand- takið var þétt og langt, það var aug- ljóst að báðir hugsuðum við það sama þótt hvorugur hefði um það orð. Ég hitti Þórð fyrst fyrir alvöru þegar mér var boðið í mat út í Hnífs- dal, þetta var liður í því að ég var að tengjast fjölskyldunni nánar. Það var s.s. saltkjöt í Hnífsdal. Ég leit í byrj- un fyrst og fremst á þetta sem skyldurækni í ferlinu sem ég var í þá. Þessi heimsókn reyndist mér afar minnisstæð, það að koma út í Hnífs- dal til Þórðar og Guðnýjar var alveg sérstakt. Ég var kominn í heimsókn til fólks sem hafði svo sannarlega lif- að tímana tvenna og ég skammaðist mín mikið fyrir að borða ekki fituna af saltkjötinu. Eftir matinn fórum við Þórður inn í stofu meðan konurnar gengu frá í eldhúsinu að gömlum sið, það var sérdeilis notalegt. Í þessari fyrstu heimsókn gerði ég mér grein fyrir hvílík forréttindi það eru að fá tækifæri til að tala við fólk sem hefur upplifað margt á langri ævi. Heim- sóknirnar til Þórðar og Guðnýjar voru alltaf notalegar og áttu eftir að verða margar en þó aldrei nógu margar. Við Þórður náðum oft nokk- uð góðu skriði í samræðum og ég dáðist meir og meir að minni hans og þeim margvíslega fróðleik sem hann bjó yfir, sérstaklega þó í ættfræði sem var eitt af hans aðaláhugamál- um. Það verður manni umhugsunar- efni hvert stefnir hjá okkur nútíma- fólki sem eigum í erfiðleikum með að muna atburði síðustu ára og jafnvel mánaða, þegar maður talar við ní- ræðan mann sem er að segja frá því hvaða dag og klukkan hvað hann fór á sína fyrstu vakt fyrir sjötíu árum í síldarbræðslunni á Hekleyri eða rek- ur fyrirhafnarlítið ætt manns með nöfnum, gælunöfnum og ártölum aft- ur marga ættliði. Stundum þróuðust samræður okk- ar Þórðar út á hina hálu ísa pólitíkur og oft gátum við þá verið sammála, þó oftast nálguðumst við umræðu- efnið sinn úr hvorri áttinni, en það var með okkur þegjandi samkomulag um það að þegar okkur var farið að greina verulega á létum við málið niður falla og fengum okkur aðeins meira kaffi og súkkulaðimola. Síðan var slegið á léttari strengi. Ég hafði líka fljótt gert mér grein fyrir því að það myndi ekki þýða neitt fyrir mig að reyna að sveigja skoðanir hans sem voru fastmótaðar enda líf hans einkennst af því að vera sjálfstæður og fylgja sinni sannfæringu gegnum þykkt og þunnt. Þórður átti æsku- og uppvaxtarár sem við nútímafólkið eigum erfitt með að gera okkur grein fyrir. Sem ungabarn þurftu foreldrarnir að senda hann í fóstur vegna þess að þau gátu ekki séð fyrir honum og þurfti hann því snemma að standa fyrir sínu. Vinnan var jafnt til sjós og lands með oft á tíðum biturri reynslu. Þórður lenti í sjávarháska við Snæ- fellsnes í febrúar 1936 þar sem bróðir hans fórst meðal annarra. Þessi at- burður hafði mikil áhrif á Þórð og hefur hann ritað lýsingu af þessu at- viki á sinni kjarnyrtu íslensku. Það var alltaf fróðlegt og skemmti- legt að hlusta á Þórð segja frá og all- ar lýsingar komu hiklaust, nákvæm- ar og lifandi á kjarnyrtu máli. Öll ævi hans virtist tryggilega geymd í stál- minni. Nú er þessi langa og viðburða- ríka ævi öll og hvíldin eflaust kær- komin. Fyrir okkur fjölskylduna hér í Noregi er það sárt að geta ekki fylgt honum síðasta spölinn en við verðum með í huganum. Jón Ottó Gunnarsson. Nú þegar afi okkar hefur kvatt þetta jarðneska líf eftir langan aldur er margt að minnast. Okkur systk- inin langar að rifja upp nokkur minn- ingabrot frá þeim tíma sem við áttum með afa okkar. Frá því að við vorum lítil og for- eldrar okkar eignuðust bíl var farið uppáklæddur í sunnudagsbíltúr út í Hnífsdal, heim til afa og ömmu. Þar tók afi á móti okkur í sínu fínasta pússi, þar sem hann var annaðhvort á leið í messu eða að koma úr messu því hann var meðhjálpari í Hnífsdals- kapellu í meira en 30 ár. Við systk- inin minnumst þess að hafa hlaupið af stað á móti honum þegar við heyrðum kirkjuklukkurnar hringja því þá vissum við að afi var að koma heim og við gætum farið að gæða okkur á pönnukökunum hennar ömmu. Oft fengum við að fara með upp í kapellu til að hjálpa honum við að raða upp stólum og borðum fyrir skólahaldið næsta dag. Allir sem þekktu afa vissu hversu mikill dugnaðarforkur hann var, hann varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og var alltaf kominn með nýja hugmynd í kollinn áður en hann var búinn að ljúka við það sem hann var að fást við í það skiptið. Oft nutum við krakkarnir góðs af þessari atorku- semi. Þegar við komum í heimsókn einn sunnudag að sumarlagi var afi okkar búinn að smíða rólur og gera sandkassa í garðinum, vakti það mikla lukku bæði hjá okkur smáfólk- inu og einnig hjá þeim fullorðnu þar sem athafnarými var lítið inni og mikill fyrirgangur í okkur systkinun- um. Eftir að afi hætti að vinna og fór á eftirlaun dró ekkert úr athafnaþreki hans. Heldur fékk hann bara meiri tíma fyrir garðinn sinn og fyrir þær plöntur sem hann hafði gróðursett sem græðlinga. Hlúði hann að þeim eins og það væru börnin hans sem yxu og döfnuðu þarna í garðinum. Það voru nú ekki bara tré og plöntur sem afi gróðursetti, hann var einnig með stóran kartöflugarð hjá sér, og getum við þakkað afa fyrir að kunna til verka þegar setja á niður kartöflur sómasamlega, þar sem við fengum að taka þátt í að setja þær niður að vori og taka þær upp að hausti undir hans verkstjórn. Því það er ekki sama hvernig kartöflur eru settar niður, aðferðin sem notuð var kom frá Hvanneyri þar sem afi stundaði bú- fræðinám. Afi var ekki bara mikill bóndi heldur var hann einnig mikill smiður og gat hann margt í þeim efn- um, eins og til dæmis að byggja fjós, hús, húsgögn og fleira. En þó er það eitt sem hann var mjög fær í og er brennt í minningu okkar, það var í útskurði og á hver einasti einstak- lingur í okkar fjölskyldu litla kistla sem hann skar út og eru þeir miklir dýrgripir. Þegar afi var ekki í garðvinnu eða við smíðar þá var hann að grúska í ættfræði og oft og mörgum sinnum hittum við krakkarnir hann á bóka- safni bæjarins þar sem hann var að grúska í skjölum safnsins. Hann var mjög duglegur að fræða okkur um uppruna okkar og talaði mikið um hve mikilvægt það væri að þekkja ættartengslin og oftar en ekki þegar við rákumst inn til afa og ömmu ásamt vinum okkar var spurt hverra manna þeir væru og gat hann oftast rakið ætt þeirra langt aftur og jafn- vel komist að tengslum á milli okkar vinanna. Eins og á flestum heimilum voru fastar venjur um jólin og minnumst við systkinin þess að fara í messu kl. sex á aðfangadagskvöld þar sem afi þurfti að aðstoða prestinn við messu- hald og í lok messunnar að hringja jólin inn. Sem börnum fannst okkur þetta stundum afar erfitt þar sem eftirvæntingin var svo mikil, en þeg- ar við fullorðnuðumst varð þessi hluti jólahaldsins ómissandi og tölum við enn um það með söknuði að fara ekki í messu kl. sex á aðfangadagskvöld. Árin liðu og barnabörnin uxu úr grasi, hleyptu heimdraganum eins og afi hefði komist að orði, fluttu í burtu bæði um langan eða skemmri tíma. En alltaf voru gömlu hjónin til stað- ar. Eftir að þau fullorðnuðust meira fluttu þau inn á Ísafjörð, á dvalar- heimilið Hlíf og var það alltaf fastur liður að fara í heimsókn til þeirra þegar við komum heim í fríum. Eftir að barnabarnabörnin fæddust mynd- uðu þau fljótt tengsl við langafa og langömmu, að sjálfsögðu voru tengslin mismikil þar sem mislangt ÞÓRÐUR SIGURÐSSON Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta )              @)   &! " ' - 3+9 6  0+  "!. A    '      (  '   2  #  0        !  6   '         7     #' ) "  8+)   "   +36@4" 8 ""% @  ""% 0  B0  ?("   ""% !-6 4"&+"   3  ""% %&  &($

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.