Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 55

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 55 var á milli heimsókna. Öll litu þau upp til hans og fannst þeim hann mjög gamall og sérstakur maður. Þau munu minnast hans með söknuði og finnast skrítið að heimsækja bara langömmu þar sem þau eru eitt í þeirra huga. Elsku afi, mikið eigum við eftir að sakna þín og þykir okkur afar erfitt að kveðja þig þar sem þrjú okkar eru erlendis. Megi guð geyma þig. Þín barnabörn, Hilmar, Jensína, Þorbjörg og Þórður. Okkur langar að minnast afa okk- ar með nokkrum orðum. Afi í Hnífs- dal, eins og við kölluðum hann, var fæddur á fyrstu árum seinustu aldar. Hann var því orðinn nokkuð fullorð- inn þegar við systkinin komumst til vits og ára. Afi var alinn upp hjá fósturforeldr- um frá fimm ára aldri og kynntist snemma því að vinna fyrir sér. Oft sagði afi okkur sögur af uppvexti sín- um. Okkur er minnisstæð sagan af fermingardegi hans. Hann var þá farinn að stunda sjóróðra í verstöð. Hann gekk til prests í Ögri og þurfti á sjálfan fermingardaginn að ganga þaðan og inn að Grund í Skötufirði til þess að sækja fermingarfötin sín og svo aftur til baka. Svona sögur sagði afi okkur til þess að minna okkur á það hve tímarnir hafa breyst. Þegar við systkinin hugsum til baka sjáum við fyrir okkur góðlegan lágvaxinn mann sem alltaf tók glað- lega á móti okkur þegar við komum í heimsókn. Oft fundum við hann í garðinum þar sem hann var að hugsa um trén sín og kartöflurnar, niðri í kjallara að smíða eða inni í afaher- bergi að grúska í ættfræðinni. Afi hafði mikinn áhuga á ættfræði og varði löngum tíma í að viða að sér upplýsingum um hinar og þessar ættir. Allt þetta skráði hann sam- viskusamlega sér til ánægju og til fróðleiks fyrir aðra. Afi gat rakið ætt- ir manna langt aftur í aldir. Okkur fannst merkilegt að hann skyldi geta rakið ættir sínar alveg aftur að land- námsmönnum. Hann hélt oft langar tölur um ættfræði og þótti okkur oft erfitt að halda þræðinum en jafn- framt óskiljanlegt hvernig hann gat munað allt þetta. Afi skráði ættir sín- ar og ömmu og setti saman í möppu í þeirri von að áhugi barnabarnanna myndi með tímanum glæðast og kannski á áhugi okkar á ættfræði eft- ir að aukast þegar árin líða. Afi vildi allt fyrir okkur gera og ósjaldan leyfði hann okkur að róta svolítið í herberginu sínu og prenta á ritvélina sem hann átti. Þegar Gunn- ar Örn var lítill var hann hjá ömmu og afa á meðan foreldrar okkar voru að vinna. Hann og afi skemmtu sér vel og ekki var að sjá að áttatíu ára aldursmunur væri á milli þeirra. Þeir afi léku sér í feluleik og ekki þótti afa það tiltökumál að fela sig inni í fata- skáp til að gera leikinn skemmtilegri. Hann skreið á fjórum fótum með Gunnar Örn á bakinu eða þeir léku sér saman með dótið sem var geymt undir dívan í afaherbergi. Nú hefur afi í Hnífsdal kvatt í hinsta sinn og með þessum orðum þökkum við samfylgdina. Eygló, Sunna og Gunnar Örn Guðmundsbörn. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig fákur minn. Stíg ég á bak og brott ég held beint inn í sólarlagsins eld. Þessar línur eru úr ljóðinu Maður kveður að haustlagi eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson. Þegar við systkinin fréttum andlát afa okkar frá Hnífsdal kom fyrst upp í hugann mynd af hnarreistum manni með sterkan per- sónuleika og ákveðnar skoðanir. Við barnabörnin hans norður í landi bið- um allaf spennt eftir því að amma og afi kæmu í sveitina en það gerðu þau á hverju sumri í nær 40 ár. Það var tilhlökkunarefni þegar þau renndu í hlaðið á Bjöllunni, en það var sú bíla- tegund sem afi átti alla tíð, liturinn var það eina sem breyttist. Afi hafði mikla trú á iðjusemi og honum féll aldrei verk úr hendi. Þegar hann kom í sveitina á sumrin bauð hann strax fram vinnukrafta sína og aldrei var hann ánægðari en þegar verk- efnin voru mörg. Hann fylgdist vel með okkur krökkunum vinna skyldu- störfin og var óspar á að leiðbeina og hvetja okkur til að vera dugleg. Hann brýndi fyrir okkur að vanda allt það sem við tækjum okkur fyrir hendur á lífsleiðinni. Afi var mikill landsbyggðarmaður og trúr sinni heimabyggð. Hann hafði sterkar skoðanir á þjóðmálum og átti erfitt með að skilja að fólk vildi frekar búa á mölinni fyrir sunn- an en í faðmi vestfirskra fjalla. „Það er ekkert að landsbyggðinni,“ sagði hann, „það er eitthvað að fólkinu sem vill frekar búa í kolaportum í Reykja- vík.“ Skólaganga afa var stutt og talaði hann oft um að hann hefði kosið að læra meira en aðstæður hans á þeim tíma buðu ekki upp á slíkan munað. Hann var því mjög stoltur af barna- börnunum sínum þegar þau luku ein- hverjum áfanga á menntabrautinni. Þrátt fyrir stutta skólagöngu var afi mikill viskubrunnur. Hann las mikið, fylgdist með fréttum fram á síðasta dag, og vissi glöggt hvað var að ger- ast í heiminum á hverjum tíma. Afi hafði áhuga á ættfræði og mikil vinna liggur eftir hann um það mál- efni. Hann var einnig fróður um land og þjóð. Gaman þótti honum að kynna sér sögu staðanna og var haf- sjór upplýsinga um örnefni og aðra staðhætti sem hann skoðaði á ferðum sínum um landið. Útþráin blundaði sterk í honum en maður af hans kyn- slóð lét margt annað ganga fyrir því að láta draumana rætast. Eina ferð fóru þau amma þó til Noregs og höfðu gaman af. Vinnusemi og vandvirkni afa fór ekki fram hjá neinum og húsið og garðurinn þeirra í Hnífsdal bar fag- urt vitni um það. Þaðan eigum við systkinin góðar minningar, bæði sem börn og líka eftir að við urðum full- orðin. Þó að langt hafi verið á milli okkar hafa tengsl okkar systkinanna við afa og ömmu allaf verið sterk. Nú á seinni árum, þegar við höfðum stofnað eigin heimili, dvöldu þau oft hjá okkur á ferðum sínum. Síðastliðið vor voru fermingar í fjölskyldunni og þá létu þau sig ekki vanta og í ágúst heimsóttu þau líka Skagafjörðinn. Afi hefði orðið 95 ára á næsta ári. Fyrir sex árum, þegar heilsa þeirra hjóna fór að bila, fluttu þau af Skólaveginum inn á Dvalarheimilið Hlíf á Ísafirði. Þar bjuggu þau sér fallegt heimili. Það var afa þungbært að skilja við húsið sitt og garðinn sem hann var svo stoltur af og hafði eytt svo mörgum stundum í. Afi og amma eignuðust þrjú börn, 12 barnabörn og barnabarnabörnin eru orðin 17. Hann var stoltur af þessum hópi og gladdist yfir hverju barni sem fæddist. Afi sagði allaf að það væru börnin sem skiptu öllu máli, því þau myndu erfa landið. Elsku afi, við eigum eftir að sakna þín. Þú ert búinn að vera fastur punktur í lífi okkar alla ævi. Sterkum persónuleika þínum munum við aldr- ei gleyma og minnumst þín með hlýju, virðingu og stolti. Elsku amma, við erum svo rík að hafa fengið að hafa ykkur afa svo lengi hjá okkur. Við vitum að það verður tómlegt hjá þér en þú heldur ótrauð áfram því dugnaður þinn, áhugi og lífsgleði hefur allaf vakið að- dáun okkar allra. Blessuð sé minning afa frá Hnífsdal. Grétar, Þórleif, Guðný Þóra, Anna Steinunn og Elfa Hrönn. Í ljóðlínum birtast oft sem í sjón- hending sannindi lífsins. Þetta upp- lifði ég með sterkum hætti, er mér bárust til eyrna annarsvegar fréttir af láti föðurbróður míns, Þórðar Sig- urðssonar, og nánast á sömu stundu tilkynning um fæðingu barnabarns. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara“ kvað skáldið Matthías í ljóðinu góða „Fögur er foldin“. Í hnotskurn er þetta gangur lífsins. Hugurinn reikar til æskuáranna á Ísafirði þar sem alist var upp í nábýli við stóran hóp móður- og föðursystk- ina og fjölskyldna þeirra. Tvö föður- systkin mín, Steinunn og Þórður, bjuggu í Hnífsdal og hin tvö, Sigur- laug og Sigurður faðir minn, á Ísa- firði. Fyrir mína tíð bjó Guðmundur bróðir þeirra einnig í Hnífsdal, en hann drukknaði aðeins 32 ára gamall. Það var mikill samgangur á milli systkinanna og fjölskyldna þeirra, ekki síst þar sem Sigurður afi og Þor- björg amma bjuggu síðustu samvist- arár sín í skjóli Steinunnar dóttur sinnar í Hvammi í Hnífsdal en síð- ustu æviár afa míns dvaldi hann á heimili foreldra minna á Ísafirði. Móðir mín minntist oft þeirra stunda þegar skotist var á milli þess- ara byggðarlaga fótgangandi, kon- urnar uppábúnar í upphlut eða peysuföt áður en bílaeign fólks var orðin almenn. Þessi systkin ólust upp við fátækt og afar bág kjör. Ung að árum voru þau lánuð í vist og til snúninga eða komið fyrir í fóstri. Öll voru þau vel gefin til munns og handa og draumur þeirra allra var að hljóta einhverja menntun. Engrar skólagöngu nutu þau í æsku utan fermingarfræðsl- unnar en það var eins og innprentað í þau að gefast ekki upp þótt á móti blési og vinna úr því sem guð gaf þeim. Draumur Þórðar að menntast af skólagöngu rættist ekki fyrr en hann var orðinn 25 ára gamall þegar hann hlaut vist í Bændaskólanum á Hvanneyri og lauk hann búfræði- prófi eftir tveggja ára nám. Taldi hann þetta hafa verið eitt af sínum gæfusporum og bar alla tíð hlýjan hug til skólans, fannst hann búa yfir meiri þekkingu og þroska og hafa fengið víðari sýn eftir veru sína þar. Frændi minn var ákveðinn maður að eðlisfari og oft nokkuð stífur á meiningunni. Minnist ég þess að fað- ir minn og hann gátu mjög gjarnan verið á öndverðum meiði um menn og málefni. Þá fóru pólitískar skoð- anir þeirra ekki saman þar sem Þórður fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum en pabbi var trúr Alþýðu- flokknum. Gátu báðir orðið stórorðir og háværir og kveðjur stuttaralegar. En þeir virtu hvor annan og voru góðir bræður. Þórður vann einkum við smíðar, sjósókn og ýmiss konar verkstjórn. En hugur hans stóð einnig til bú- starfa og bjó fjölskyldan hátt í áratug á Bakka í Hnífsdal og bættu þau mjög jörðina að húsakosti og ræktun á þeim tíma. Hann tók einnig virkan þátt í margs konar félagslegu starfi fyrir byggðarlag sitt. Á efri árum fékk Þórður mikinn áhuga á ættfræði og eyddi ómældum tíma í að grafast fyrir og safna upp- lýsingum um líf og tilveru forfeðra sinna. Þegar við hjónin hófum byggingu fjóss hér á Torfalæk fyrir rúmum 30 árum, benti faðir minn okkur á að Þórður bróðir sinn væri ekki í föstu verki það sumarið. Það varð að ráði að Þórður réð sig til okkar og vann hér við bygginguna í tvö sumur. Um helgar skrapp hann gjarnan til dótt- ur sinnar Guðrúnar, sem býr á Höfða í Skagafirði. Á þessum tíma kynntist ég frænda mínum vel. Hann var vandvirkur og voru verk hans unnin af alúð, metnaði og samviskusemi. Hann var einnig hlýr og tillitssamur og alla tíð síðan hefur hann látið sér annt um hagi okkar og þótt gaman að fylgjast með breyttum búskapar- háttum. Í áranna rás hafa Guðný og Þórður litið gjarnan inn til okkar á leið sinni til dvalar á Höfða og nú síðast á liðnu sumri. Þá var ljóst að frændi minn var orðin hrumur, en hugurinn bar hann hálfa leið. Okkur hjónunum ásamt tengdaföður mínum þótti afar ánægjulegt og vænt um að eiga þessa stund með þeim. Sá síðasti úr þessum systkinahópi er genginn. Þau fæddust ekki með silfurskeið í munni fremur en svo margir af næstsíðustu aldamótakyn- slóð. En þau báru höfuðið hátt og sýndu dug og útsjónarsemi. Eða eins og Þórður sagði eitt sinn við mig: „Við höfum öll átt farsælt líf, heil- brigð börn, barnabörn og barna- barnabörn og er nokkuð annað sem skiptir meira máli?“ Við fjölskyldan vottum Guðnýju, sem átt hefur langa samfylgd með Þórði, börnum þeirra Guðrúnu, Sig- ríði og Guðmundi sem og tengda- börnum og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð. Blessuð sé minning hans. Elín S. Sigurðardóttir. ✝ IngimundurJónsson fæddist á Brekku í Núpasveit í Norður-Þingeyjar- sýslu 23. nóvember 1908. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 5. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ingi- mundarson, bóndi á Brekku, f. 22. mars 1863, d. 4. nóv. 1927, og Þorbjörg Jóhann- esdóttir, f. 9. jan. 1878, d. 13. júní 1959. Systkini Ingimundar voru Hólm- fríður, f. 5. júlí 1905, d. 16. sept. 2000, Guðbjörg, f. 24. sept. 1906, d. 30. apríl 1949, Jóhannes, f. 16. júlí 1910, d. 30. sept. 1915, Ingiríð- ur, f. 17. des. 1911, d. 26. apríl 1944, Arnbjörg, f. 2. sept. 1913, d. 24. mars 1916, Jóhannes, f. 16. júní 1915, d. 13. maí 1971, Kjart- an, f. 6. sept. 1917, d. 15. ágúst 2001, Þorbjörg, f. 9. mars 1920, d. 25. okt. 2001. Ingimundur kvæntist 14. mars 1945 Guðrúnu Dagbjartsdóttur, f. 8. júlí 1921. Foreldrar hennar voru Dagbjartur Elíasson, f. 26. júlí 1890, d. 31. ágúst 1978, og kona hans Þórunn Gísla Bogadótt- ir, f. 27. febrúar 1893, d. 5. mars 1944. Börn Ingimundar og Guð- rúnar eru Inga Þórhildur, f. 14. maí 1946, gift Baldvini H. Sig- urðssyni, sonur þeirra er Jón Ingi; Þorbjörg, f. 26. maí 1948, d. 6. sept. 1962; Jón, f. 4. maí 1950, kvæntur Björgu Guðmundsdóttur, börn þeirra eru Guð- rún, Ingimundur, Árni Björn og Árdís Hrönn. Synir Bjarg- ar og fóstursynir Jóns eru Reynir og Guðmundur; Rafn, f. 2. maí 1953, í sam- búð með Elínu Ölmu Arthúrsdóttur; Magnús, f. 26. sept 1954, kvæntur Stef- aníu Vigdísi Gísla- dóttur, börn þeirra eru Ólöf, Þorbjörn Gísli og Bogi Rafn; Guðmundur, f. 8. nóv. 1956, kvæntur Unni Rögnu Benediktsdóttur, börn þeirra eru Benedikt Karl, Guðrún Hulda og Jón Valgeir; Dagbjartur Bogi, f. 17. des. 1958, og Guðbjörg, f. 26. maí 1962, gift Páli Sverrissyni, börn þeirra eru Auður og Oddur. Nokkur fósturbörn voru alin upp á Brekku, þeirra á meðal var Bragi Stefánsson, f. 16. ágúst 1931. Ingimundur var bóndi á Brekku frá 1927 til 1982. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt, var m.a. í stjórn Kaupfélags Norður-Þingeyinga og deildarstjóri Núpadeildar kaupfélagsins um árabil, í stjórn Fjárræktarfélags Núpssveitunga og Búnaðarfélagsins og í stjórn Snartarstaðakirkju. Útför Ingimundar fer fram frá Snartarstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er bændahöfðinginn Ingi- mundur á Brekku, 93 ára að aldri. Hann varð bóndi á Brekku við lát föður síns, þá 18 ára að aldri, og bjó þar ásamt Kjartani bróður sínum allt til þess er sonur hans, Dagbjart- ur Bogi, tók við búinu. Móðir hans, Þorbjörg, var húsmóðir á Brekku allt til þess að Ingimundur kvæntist. Ingimundur var aldrei langdvölum frá Brekku að undanskildum náms- tíma á bændaskólanum á Hvann- eyri. Eftir námið á Hvanneyri reisti hann nýtt steinhús á Brekku sem leysti gamla timburhúsið af hólmi. Á Brekku hefur sama ættin búið í marga mannsaldra. Landareignin er stór og þar hefur lengi verið stórt sauðfjárbú, oft með um 6–700 fjár á fóðrum. Alltaf hefur verið margt um manninn á Brekku, mörg börn, fóst- urbörn og aðrir sem bjuggu þar eða áttu þar skjól um lengri eða skemmri tíma. Alltaf hefur verið þar gestkvæmt, enda gestrisni mikil, svo og glaðværð, og bærinn í þjóðbraut. Ingimundur Jónsson var glæsi- legur maður, mikill á velli og fríður sýnum. Hann var hagsýnn bóndi, mikill fjárræktarmaður, snillingur í með- ferð hesta, fastheldinn og úrræða- góður. Hann var hógvær í fram- göngu en fastur fyrir og traustur sem klettur. Landsmál vöktu mjög áhuga Ingimundar, hann var athug- ull, gjarn á að ræða málin og vekja fólk til umhugsunar fremur en að fella dóma. Ingimundur var kominn undir fertugt þegar hann festi ráð sitt, en þau Guðrún Dagbjartsdóttir kynnt- ust er hún kom í sveitina sem nýút- skrifuð ljósmóðir. Ingimundur og Guðrún voru samhent hjón og harð- dugleg, ekki síst við jarðarbætur, ræktun og uppgræðslu landsins, sem er sérstakt áhugamál Guðrún- ar. Þau eignuðust átta gjörvileg börn en urðu fyrir þeirri þungu sorg að missa dóttur sína, Þorbjörgu, ný- fermda. Ingimundur var hamingju- maður og hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að halda andlegu atgervi allt til andlátsstundar. Hann naut með Guðrúnu langrar elli í því um- hverfi sem honum þótti vænst um og í nálægð margra barna sinna og barnabarna. Augljóst var hversu kært var milli Ingimundar og systkina hans, en fjögur systkinanna náðu háum aldri. Þau hafa nú öll kvatt þennan heim á rúmu ári og tvö þeirra, Ingimundur og Þorbjörg, með einungis tíu daga millibili. Langri vegferð er lokið. Margs er að sakna en mikið ber að þakka. Blessuð sé minning Ingimundar Jónssonar. Þorbjörg Þóroddsdóttir. INGIMUNDUR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.