Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 61
VEGAGERÐIN hefur tilkynnt til at-
hugunar Skipulagsstofnunar mats-
skýrslu um Snæfellsveg um Kolgraf-
arfjörð í Eyrarsveit og Helgafells-
sveit.
Tillaga að ofangreindri fram-
kvæmd og skýrsla um mat á um-
hverfisáhrifum hennar liggur frammi
til kynningar frá 7. nóvember til 19.
desember á eftirtöldum stöðum:
Á skrifstofu Eyrarsveitar, hjá odd-
vita Helgafellssveitar og á Bókasafni
Eyrarsveitar. Einnig liggur skýrslan
frammi í Þjóðarbókhlöðunni og hjá
Skipulagsstofnun í Reykjavík. Mats-
skýrslan er aðgengileg á heimasíðu
Vegagerðarinnar: http://www.vega-
gerdin.is
Allir hafa rétt til að kynna sér
framkvæmdina og leggja fram at-
hugasemdir. Athugasemdir skulu
vera skriflegar og berast eigi síðar en
19. desember 2001 til Skipulagsstofn-
unar, Laugavegi 166, 150 Reykjavík.
Þar fást ennfremur nánari upplýs-
ingar um mat á umhverfisáhrifum.
Birt samkvæmt lögum um mat á um-
hverfisáhrifum, nr. 106/200,“ segir í
fréttatilkynningu frá Skipulagsstofn-
un.
Matsskýrsla
um Snæfells-
nesveg
ÁSTÆÐUR og helstu einkenni
vinnustaðadeilna og hvernig á að
leysa ágreining verður til umfjöllunar
á námskeiði sem hefst 12. nóvember á
vegum Endurmenntunarstofnunar
HÍ.
Rannveig Einarsdóttir kennslu-
fræðingur kennir starfsfólki og
stjórnendum hvernig best er að grípa
inn í deilur áður en komið er í óefni og
leysa þær með markvissum og upp-
byggilegum samskiptum.
Júlíus Kr. Björnsson sálfræðingur
tekur fyrir áhrif óreglulegs vinnutíma
á heilbrigði og lífsgæði á námskeiðinu
Vaktavinna, svefn og heilsa sem hefst
14. nóvember. Markmið er að auka
skilning á samspili þeirra þátta sem
hafa áhrif á líðan vaktavinnufólks og
auðvelda því að skipuleggja vinnu
sínu þannig að til hagsbóta sé bæði
fyrir starfsfólk og fyrirtæki.
Frekari upplýsingar eru á vefsíð-
unni www.endurmenntun.is.
Námskeið um vel-
líðan á vinnustað
GÖNGUFERÐ frá Hveragerði um
Kambabrún verður farin á vegum
Útivistar sunnudaginn 11. nóvem-
ber. Gengnar gamlar slóðir.
Brottför frá BSÍ kl. 13. Farar-
stjóri Sigurður Jóhannsson. Verð kr.
1.100/ félagar og kr. 1.300/ aðrir.
Gengið um
Kambabrún
MINNINGARATHÖFN verður
haldin í hermannagrafreitnum í
Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn
11. nóvember kl. 10.45.
Séra Arngrímur Jónsson stjórnar
athöfninni, sem haldin er til þess að
minnast þeirra sem létu lífið í fyrri
og síðari heimstyrjöld. Allir eru vel-
komnir.
Þýskra her-
manna minnst
STUTT minningarathöfn verður
haldin í hermannagrafreitnum í
Fossvogskirkjugarði sunnudaginn
11. nóvember kl. 10.45.
Athöfnin er haldin til að minnast
þeirra sem létu lífið í fyrri og síðari
heimsstyrjöld. Séra Arngrímur
Jónsson stjórnar athöfninni og eru
allir velkomnir.
Minningarathöfn
um breska
hermenn