Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 62

Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 62
62 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. EFTIR AÐ hafa fylgst með fréttum að undanförnu varðandi áætlanir um lokun glasafrjóvgunardeildar Land- spítalans – háskólasjúkrahúss er maður hálflamaður yfir dellunni sem þar var í gangi. Sjálfur er ég þess fullviss, að ef ekki hefði komið til mjög einarðleg og málefnaleg mót- staða yfirlæknis deildarinnar, Þórð- ar Óskarssonar, hefðu þeir sem þar ráða náð vilja sínum fram og lokað deildinni til áramóta. Lokunin hefði verið án nokkurrar ástæðu að því er virðist, því núna hefur verið upplýst að um einungis 5 milljóna rekstrar- skekkju hafi verið að ræða. Það er góð spurning hvernig það geti gerst að stærsta stofnun landsins með þúsundir starfsmanna, þar af fullt af sprenglærðum hag- og viðskipta- fræðingum, kemst upp með að hafa ætlað að leggja fyrirætlanir tuga hjóna í rúst með tilheyrandi sárs- auka og truflun með ekki betur grundaðri ákvörðun. Það skal tekið fram að undirrit- aður á engra hagsmuna að gæta ann- arra en þeirra að hafa fengið að sam- gleðjast því fólki sem hefur á árangursríkan hátt notið þjónustu glasafrjóvgunardeildarinnar. Þegar þessi ófögnuður var til- kynntur steig Þórður fram fyrir skjöldu, skjólstæðingum sínum til varnar, og kom á framfæri við yf- irmenn sína, ráðamenn heilbrigðis- mála, og þjóðina alla hverslags mis- tök væru að eiga sér stað. Hann hafði erindi sem erfiði því nokkrum dögum seinna var fyrirhuguð lokun deildarinnar afturkölluð. Gera má ráð fyrir að hefði hann þagað þunnu hljóði, eins og flestir kollegar hans kjósa að gera þegar syrtir í álinn, hefði þessi lokun náð fram að ganga. Það er oft verið að hengja margs- konar heiðursmerki á fjölda manns, af mismiklu tilefni, þar á meðal fálkaorðuna og hvað allar þessar við- urkenningar heita. Ef einhver hefur unnið til þess að fá heiðursmerki þá er það yfirlækn- irinn Þórður Óskarsson, en hvort hann fær orðu á opinberum vett- vangi verður tíminn að leiða í ljós. Eitt er víst; stór hópur fólks mun veita honum og hans frábæra starfs- fólki sínar æðstu orður. BJÖRN HERMANNSSON, Daltúni 24, Kópavogi. Heiðursmerki Frá Birni Hermannssyni: ENN einu sinni hefur meirihluti bæj- arstjórnar Kópavogs sýnt okkur, að lýðræðið er blekking. Enn og aftur er á enda runnið ferli í skipulagsmálum sem við, sem tókum þátt í því, von- uðum að myndi sýna að í lýðræðis- legu þjóðfélagi nái þegnar einhverju fram með heilindum, röksemi, með- virkni. Margir muna trúlega að sum- arið 2000 voru uppi deilur um byggð á því landi sem Kópavogsbær á að Elliðavatni. Á meðan Íslendingar voru í sumarleyfi sömdu bæjaryfir- völd við Vatnsendabóndann um eign- arnám á miklum hluta Vatnsenda og í kyrrþey var undirritaður samningur um þétta byggð í næsta nágrenni vatnsins. Þá fyrst, þegar búið var að gera bindandi samning, var deili- skipulag þessa svæðis auglýst. Reynt var að sannfæra bæjaryfirvöld um að þeim beri að taka tillit til náttúru og umhverfis. Stofnanir og félagasam- tök gerðu athugasemdir og ellefu þúsund íbúar höfuðborgarsvæðisins náðu að fylkja liði í undirskriftasöfn- un á skömmum tíma. Rök þessi og skoðanir voru lítils metin og var með- ferð þessa máls hjá fulltrúum „okkar“ ótrúleg. Þeir sem fylgdust með áttu erfitt með að trúa því að þar færu menn og konur með hugsjón og markmið. Þremur hæstu blokkunum var frestað en þéttleiki byggðar breyttist lítið sem ekkert og verður alls ekki í samræmi við umhverfið. Í septembermánuði sl. lauk mjög áþekku skipulagsferli á Vatnsenda- svæðinu, í þetta sinn aðeins steinsnar frá Elliðaánum. Fram var lögð tillaga um athafnasvæði, með stórvöxnum skemmum og turnum. Þó nokkuð margar athugasemdir bárust m.a frá Reykjarvíkurborg. Bæjarstjórnar- fulltrúar Kópavogs gerðu lítið úr at- hugasemdum borgarinnar, sem er sérstætt þar sem á sama tíma óska þeir sjálfum sér til hamingju með að Reykjavíkurborg hafi tekið tillit til at- hugasemda Kópavogsbæjar varðandi flugbrautir Reykjavíkurflugvallar! Ferlinu lauk, líkt og í fyrra, með farsakenndum bæjarstjórnarfundi. Minnihlutinn vaknaði af svefninum og beitti sér á lokasprettinum einarð- lega í orðum, en of seint. Meirihluti neitaði að skilja rökin, svaraði ómál- efnalega og illa eða bara alls ekki. Reyndar kom fram að fæstir virtust almennilega skilja þær teikningar sem þeir voru að samþykkja á fund- inum. Það kemur því ekki á óvart að meirihlutinn samþykkti deiliskipu- lagið í bæjarstjórn. Óbreytt! Hafa bæjaryfirvöld ekki lært neitt á fyrri yfirreið? Hefur samviskan ekkert bært á sér? Hvar er ábyrgðartilfinn- ingin? Ábyrgðartilfinningin gagnvart náttúru höfuðborgarsvæðisins, gagn- vart borgurum höfuðborgarsvæðis- ins? Eru þreifingar yfirvalda Kópa- vogsbæjar um Staðardagskrá 21 og samvinnu við íbúa aðeins lýðskrum, en eitt megininntak þeirrar stefnu er að skila umhverfinu í sem bestu ástandi til komandi kynslóða. Við leyfum okkur að hafa eftir orð hátt- setts bæjarstjórnarmanns þegar hann var inntur eftir þessu: „Kom- andi kynslóðir? Hvað hafa þær gert fyrir okkur?“ Það segir líklega allt sem segja þarf um stjórnvöld Kópa- vogsbæjar og framtíð Vatnsenda- svæðisins – einungis er hugsað ör- stutt fram í tímann. Stjórn Hverfasamtaka Vatnsenda „Sveit í borg“, Vatnsenda, Kópavogi. KOLBRÚN KÓPSDÓTTIR, RUT KRISTINSDÓTTIR, SIGRÍÐUR B. SIGURÐ- ARDÓTTIR, SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR, STEINUNN JÓNSDÓTTIR. Skipulagsmál á Vatnsendasvæðinu Frá Stjórn Hverfasamtaka Vatns- enda:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.