Morgunblaðið - 10.11.2001, Page 64
DAGBÓK
64 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Frár
og Ludvig Andersen
fara í dag.
Hafnarfjarðarhöfn:
Ottó kemur í dag,
Ljósafoss, Ýmir og Rán
fara í dag.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Aflagrandi 40. Nýtt
námskeið í jóga hefst
miðvikud. 14. nóv.
skráning í afgreiðslu, s.
562-2571.
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Jóga á föstudögum kl.
13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum á fimmtu-
daga kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s. 586–
8014 kl. 13–16.
Félag eldri borgara
Kópavogi verður með
opið hús í Gjábakka 13,
laugardaginn 10. nóv-
ember. Kaffiveitingar,
harmónikkuleikur o.fl.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10 frá Hraun-
seli. Mávahlátur í Há-
skólabíói kl. 15. Á
mánudag hefst tölvu-
námskeið í Flensborg-
arskóla kl. 17.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Heilsa
og hamingja í dag laug-
ardag 10. nóvember í
Ásgarði, Glæsibæ, og
hefst kl. 13.30, þá mun
Laufey Steingríms-
dóttir, næringarfræð-
ingur ræða um hollt
mataræði og mikilvægi
þess til að halda góðri
heilsu. Ásgeir Theódórs
læknir, sérfræðingur í
meltingarsjúkdómum,
forfallaðist, í staðinn
verður Tómas Jónsson
sérfræðingur í rist-
ilsjúkdómum. Á eftir
hverju erindi gefst
tækifæri til spurninga
og umræðna. Sunnu-
dagur: Félagsvist kl.
13.30 4ra daga keppni
annan hvern sunnudag.
Dansleikur kl. 20,
Caprí-tríó leikur fyrir
dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla Sigvalda fellur
niður. Þriðjudagur:
Skák kl. 13 haustmót
skákdeildar FEB. Al-
kort spilað kl. 13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Silf-
urlínan er opin á mánu-
dögum og mið-
vikudögum frá kl. 10–12
f.h. Skrifstofa félagsins
er flutt í Faxafen 12
sama símanúmer og áð-
ur. Félagsstarfið er
áfram í Ásgarði,
Glæsibæ. Upplýsingar á
skrifstofu FEB kl. 10–
16 sími 588-2111.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Borgarleik-
húsið 15. nóv. kl. 20.
Miðapantanir sem fyrst
í síma 820-8571 eftir há-
degi. Rúta frá Kirkju-
hvoli kl. 19.15.
Stundaskrá í hópastarfi
er auglýst á töflu kjall-
aranum í Kirkjuhvoli og
á www.fag.is
568-5052. Allir vel-
komnir.
Gerðuberg, myndlist-
arsýning Valgarðs
Jörgensen opin kl. 13–
16 í dag og á morgun,
síðasta sýningarhelgi,
veitingar í veitingabúð
Gerðubergs. Á þriðju-
dag kl. 9–12 er opið hús
í Miðbergi á vegum ÍTR
í leiktækjasal m.a. inni-
pútt, billjarð, snóker,
tennis og fleira. Vetr-
ardagskráin er komin.
Allar upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575-7720.
Hæðargarður Farið
verður að sjá leikritið
„Með vífið í lúkunum“
föstudaginn 16. nóv-
ember, miðapantanir
fyrir 14. nóv. Hæð-
argarði s. 568-3132.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Hrafnista í Hafnarfirði.
Basar heimilisfólksins
verður laugardaginn 10.
nóvember kl. 13–17 og
mánudaginn 12. nóv-
ember kl. 9–16. Á bas-
arnum verður til sölu og
sýnis handavinna heim-
ilisfólksins. Allir vel-
komnir.
Kvenfélagið Hring-
urinn. Jólabasar
Hringsins verður í Perl-
unni, Sunnudaginn 11.
nóv. og hefst kl. 13.
Borgfirðingafélagið í
Reykjavík verður með
kaffisölu og skyndi-
happdrætti á Hallveig-
arstöðum, Túngötu-
megin, sunnudaginn, 11.
nóvember. Húsið verð-
ur opnað kl. 14. 30 Allir
velkomnir.
Kvenfélag Grens-
ássóknar heldur köku-
og munabasar í safn-
aðarheimilinu laug-
ardaginn 10. nóv. kl. 14.
Tekið á móti munun frá
kl. 17–19, föstudag og
frá kl. 10 laugardag.
Vöfflukaffi verður á
boðstólum. Fundur kl.
20. mánudaginn 12. nóv.
Hróbjargarstaðaættin.
Spilafundur sunnudag-
inn 1. nóv. kl. 14 í Fylk-
ishöllinni, Árbæj-
arhverfi.
Kristniboðssambandið
þiggur með þökkum alls
konar notuð frímerki,
innlend og útlend, ný og
gömul, klippt af með
spássíu í kring eða um-
slagið í heilu lagi (best
þannig). Útlend smá-
mynt kemur einnig að
notum. Móttaka í húsi
KFUM&K, Holtavegi
28, Rvík, og hjá Jóni
Oddgeiri Guðmunds-
syni, Glerárgötu 1, Ak-
ureyri.
Bandalag íslenskra
skáta. Endurfundir
eldri skáta, verða mánu-
daginn 12. nóvember í
Hraunbyrgi, skátaheim-
ili Hraunbúa, Hjalla-
braut 51 í Hafnarfirði.
Húsið opnað kl. 11:30
matur verður fram bor-
inn kl. 12. Allir eldri
skátar eru hvattir til að
koma og hitta gamla fé-
laga.
Kvenfélag Breiðholts,
fundur verður 13. nóv-
ember kl. 20. Gestur
fundarins verður með
kynningu í ýmsu. Konur
eru beðnar að mæta vel.
Kvenfélag Fríkirkj-
unnar í Reykjavík held-
ur basar í safn-
aðarheimilinu
Laufásvegi 13 í dag kl.
14. Margt góðra muna,
happdrætti.
Minningarkort
Heilavernd. Minning-
arkort fást á eft-
irtöldum stöðum: í síma
588-9220 (gíró) Holts-
apóteki, Vesturbæj-
arapóteki, Hafnar-
fjarðarapóteki,
Keflavíkurapóteki og
hjá Gunnhildi Elías-
dóttur, Ísafirði.
Parkinsonsamtökin.
Minningarkort Park-
insonsamtakanna á Ís-
landi eru afgreidd í
síma 552-4440 frá kl.
13–17. Eftir kl. 17 s.
698-4426 Jón, 552-2862
Óskar eða 563-5304
Nína.
Minningarkort Sam-
taka sykursjúkra fást á
skrifstofu samtakanna
Tryggvagötu 26,
Reykjavík. Opið virka
daga frá kl. 9–13, s. 562-
5605, bréfsími 562-5715.
Minningarkort Krabba-
meinsfélags Hafn-
arfjarðar (KH), er hægt
að fá í Bókabúð Böðv-
ars, Reykjavíkurvegi
64, 220 Hafnarfirði s.
565-1630 og á skrifstofu
K.H., Suðurgötu 44, II.
hæð, sími 544-5959.
Krabbameinsfélagið.
Minningarkort félags-
ins eru afgreidd í síma
540 1990 og á skrifstof-
unni í Skógarhlíð 8.
Hægt er að senda upp-
lýsingar í tölvupósti
(minning@krabb.is)
Minningarkort For-
eldra- og vinafélags
Kópavogshælis fást á
skrifstofu endurhæf-
ingadeildar Landspít-
alans, Kópavogi, (fyrr-
verandi Kópavogshæli),
síma 560-2700 og skrif-
stofu Styrktarfélags
vangefinna, s. 551-5941
gegn heimsendingu
gíróseðils.
Í dag er laugardagur 10. nóv-
ember, 314. dagur ársins 2001.
Orð dagsins: Gjaldið engum illt
fyrir illt. Stundið það sem fagurt er
fyrir sjónum allra manna.
(Rómv. 12, 18.)
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
1 hæla, 8 yrkir, 9 koma
undan, 10 málmur, 11
ljósfæri, 13 dýrið, 15
mannsnafns, 18 sjá eftir,
21 of lítið, 22 digra, 23
veldur ölvun, 24 sjávar-
dýrs.
LÓÐRÉTT:
2 snákar, 3 dimm ský, 4
minnast á, 5 grafa, 6 sak-
laus, 7 fornafn, 12 málm-
ur, 14 blása, 15 skurður,
16 svínakjöt, 17 slark, 18
drengur, 19 prest, 20
grein.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 gikks, 4 fegin, 7 turni, 8 óglöð, 9 gær, 11 nusa,
13 kurr, 14 nudda, 15 garn, 17 ljót, 20 kró, 22 fífan, 23
löður, 24 asnar, 25 terta.
Lóðrétt: 1 gætin, 2 korgs, 3 seig, 4 flór, 5 guldu, 6 næðir,
10 ældir, 12 ann, 13 kal, 15 gifta, 16 rófan, 18 jaðar, 19
torga, 20 knýr, 21 ólöt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Víkverji skrifar...
HART er í ári hjá fjölmiðlum ogfréttir berast af niðurskurði,
bæði heima og heiman. Forsvars-
menn Ríkisútvarpsins hafa lengi
borið sig aumlega yfir bágri fjár-
hagsstöðu og sóst eftir heimild til
að hækka afnotagjöldin, blessunar-
lega án árangurs. Útlit er fyrir
dökka afkomu á árinu og því eðli-
lega farið að huga að leiðum til
þess að skera niður kostnað og
ekkert nema gott um það að segja.
En mikið óskaplega þykir Víkverja
þær sparnaðartillögur sem út-
varpsstjóri hefur lagt fram brengl-
aðar.
Ein af þessum brengluðu tillög-
um er að útsendingartími Sjón-
varpsins verði styttur til muna. Þar
sem Víkverji hefur hingað til verið
þeirrar skoðunar að útsendingar-
tími Sjónvarpsins sé alltof stuttur
nú þegar féllust honum hendur er
hann heyrði þessa tillögu. Hvernig
má það vera að það skipti sköpun
fyrir rekstur heils fjölmiðils sem
rekur sjónvarpsstöð, tvær útvarps-
stöðvar, nokkrar svæðisútvarps-
stöðvar og textavarp að stytta út-
sendingartíma sjónvarpsstöðvar-
innar um nokkra klukkutíma á viku
– byrja seinna á daginn og hætta
fyrr á kvöldin? Það mætti halda að
útsendingartíminn sem slíkur sé
svona dýr í rekstri. Misskildi Vík-
verji eitthvað dæmið þegar hann
hélt að það væri sjálft efnið sem
sýnt væri sem kostaði peninga. Ef
ekki, væri þá ekki nær að leita
leiða til þess að skera niður þar,
þ.e. reyna að kaupa eða framleiða
ódýrara efni til sýningar, þ.e.a.s. ef
endilega þarf að herja á sjónvarps-
hlið rekstursins?
x x x
FLESTIR eru sammála um aðinnlend dagskrárgerð skuli
ávallt sett á oddinn og það er Vík-
verji einnig. Vandinn er bara að sá
rekstrarþáttur er langkostnaðar-
samastur og því ekki annað hægt í
harðæri en að gefa honum gaum og
velta upp hvort ekki sé hægt að
hagræða eitthvað. Eitt af því sem
t.d. hefur vakið undrun Víkverja er
hversu ógurlega íburðarmikil sum
innlenda dagskrárgerðin þarf alltaf
að vera og er gott dæmi um það
skemmtiþátturinn Milli himins og
jarðar. Eitthvað segir manni að sá
þáttur og reyndar forverar hans
hjá Sjónvarpinu hafi kostað skild-
inginn og fróðlegt væri að bera
heildarkostnaðinn saman við hvað
sams konar skemmtiþættir á
einkastöðvunum kosta.
Innlend dagskrárgerð þarf ekk-
ert allt að vera rándýr, það hafa
stjórnendur einkareknu stöðvanna
sýnt í verki. Málið er bara að hafa
nægilegt hugmyndaflug en oft á
tíðum virðist lenskan hafa verið sú
að peningaaustur og þeim mun
meiri íburður hafi verið notaður til
að hylja andleysið. Lærdómurinn
sem forsvarsmenn Sjónvarpsins
geta dregið af þessu er að þeir
ættu að íhuga alvarlega að færa
innlendu dagskrárgerðina alfarið
út úr húsi, bjóða verkefnin út og
kaupa efni sem þegar er tilbúið,
ekki bara að hluta eins og nú er
gert. Einkaðilarnir hafa nefnilega
sýnt það að þeir virðast kunna bet-
ur með peninginn að fara þegar
dagskrárgerð er annars vegar og
það hlýtur að koma fjárhagslega
betur út fyrir Ríkisútvarpið að
kaupa efni af þeim sem uppfylla
gerðar kröfur um gæði og hag-
stæðasta verð.
x x x
Í SVO mögru árferði er líka meðendemum fáránlegt að ekki sé
enn búið að leggja niður blessað
þulustarfið á Sjónvarpinu. Hún er
hreint ótrúleg íhaldssemin sem býr
að baki því að þær elskur birtist
enn á skjánum á hverju kvöldi,
þyljandi fyrir mann það sem maður
hefur þegar kynnt sér. Hvernig í
ósköpunum dettur stjórnendum
þar á bæ í hug að láta slíkan mun-
að eftir sér?
Má vel vera að ofannefndar
sparnaðartillögur séu til lítils þeg-
ar allt kemur til alls en þær eru
samt betri en að stytta þá stuttu
sjónvarpsdagskrá sem nú er í boði
og þar með minnka þjónustuna enn
við nauðuga greiðendur afnota-
gjaldanna.
Lokksins
sárt saknað
ÞESSI eyrnalokkur
(ekki fyrir göt) tapaðist
fyrir 2-3 árum. Auglýst
hefur
verið
eftir
honum
áður
en án
árang-
urs.
Líklegt er að hann hafi
tapast á Naustkránni, í
miðbænum eða í leigu-
bíl. Þetta er erfiðagrip-
ur og er sárt saknað.
Þeir sem gætu gefið
upplýsingar hafi sam-
band við Sigríði í síma
697-7585 eftir kl. 17.
Silfurarmband
týndist
SILFURARMBAND
týndist laug. 3. nóvem-
ber sl. líklega á Hverfis-
eða Skugga-barnum,
eða á leiðinni á milli.
Armbandið er mér mjög
kært. Þetta er ca. 1,5 cm
breið silfurspöng. Ef
einhver hefur fundið það
vinsamlega hafið sam-
band í síma 896 2391 eða
550 3353. Fundarlaun.
Poki týndist
POKI frá Accessorise
með eyrnalokkum og
naglalakki týndist á sal-
erni í Smáralind sl.
sunnudag. Skilvís finn-
andi hafi samband í síma
586-1097 og 696-1960.
Breiður
silfurhringur
týndist
BREIÐUR silfurhring-
ur týndist í Árbænum
fyrir 2 vikum. Hringur-
inn hefur mikið tilfinn-
ingagildi fyrir eiganda.
Uppl. í síma 586-1097
eða 696-1960.
Vínrauð kápa
tekin í misgripum
VÍNRAUÐ leðurlíkis-
kápa, merkt og með
belti, var tekin í mis-
gripum á Kaffibarnum
aðfaranótt sl. sunnu-
dags. Skilvís finnandi
hafi samband í síma 692-
9210 eða 562-1315.
Fundarlaun.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is FLESTIR keppnisspilarar
nota yfirfærslusagnir eftir
grandopnun. En hversu
margir nota yfirfærslur á
yfirfærslur? Þetta þarf að
skýra:
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ G10
♥ 1032
♦ ÁKG5
♣ÁK86
Vestur Austur
♠ Á86 ♠ 432
♥ ÁDG64 ♥ 85
♦ 964 ♦ 1073
♣D7 ♣G5432
Suður
♠ KD975
♥ K97
♦ D82
♣109
Spilið kom upp í þriðju
lotu úrslitaleiks Norðmanna
og Bandaríkjamanna á HM
í París. Hinn forlagði samn-
ingur á spilin er þrjú grönd í
norður og þar enduðu Norð-
mennirnir Boye Brogeland
og Erik Sælensminde:
Vestur Norður Austur Suður
Martel Sælensm-
inde
Stansby Brogeland
-- 1 grand Pass 2 lauf
Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar
Pass 3 grönd Allir pass
Með því að byrja á
Stayman og stökkva svo í
þrjá spaða sýndi Boye ná-
kvæmlega fimmlit í spaða
og þrílit í hjarta.
Austur spilaði út laufi og
Erik var fljótur að tryggja
sér tíu slagi.
Hjarta út er auðvitað
banvænt og á hinu borðinu
gat Terje Aa bent á útspilið
með því að dobla yfirfærslu
Alans Sontags í spaða:
Vestur Norður Austur Suður
Aa Weichsel Grötheim Sontag
-- 1 grand Pass 2 hjörtu *
Dobl Pass Pass 3 grönd
Pass 4 hjörtu *Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Peter Weichsel passaði
doblið og neitaði þar með
stuðningi við spaðann.
Sontag stökk þá í þrjú
grönd, en Weichsel leist illa
á þann samning með þrjá
hunda í hjarta og ákvað að
freista gæfunnar frekar í
fjórum spöðum.
En hann vildi láta útspilið
koma til makkers og beitti
gagnyfirfærslu með fjórum
hjörtum!
Staðan var í sjálfu sér
órædd, en Sontag var með á
nótunum og sagði fjóra
spaða.
Eins og sjá má, eru fjórir
spaðar óhnekkjandi í suður
og Bandaríkjamenn náðu
þannig að jafna spilið.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson