Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 10.11.2001, Qupperneq 68
FÓLK Í FRÉTTUM 68 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐ VANDA eru lögin á diskinum í þeim alþjóðlega heimstónlistarstíl sem þeir hafa tileinkað sér, þetta er þjóðleg balkan- og klezmertónlist í bland við kunn verk klassísku meistaranna, einsog Rossini og Brahms. Einnig laumar Hadjidakis sér inn með einn góðan grískan dans. Rússíbanar eru þeir Guðni Franzson sem leikur á klarinett, Einar Krist- ján Einarsson gítaristi, Jón Skuggi bassaleikari, Matthías M.D. Hem- stock leikur á slagverk og Tatu Kantomaa spilar á harmóníku. Af þessu gleðilega tilefni munu Rússíbanarnir efna til útgáfudans- leiks í Leikhúskjallaranum í kvöld og hefst hann á miðnætti og stendur fram eftir öllu. Alltaf mikið stuð Einar Kristján gítarleikari hefur lengi verið í forsvari fyrir Rússiban- ana, og svo er einnig í þetta skiptið. – Ég hef frétt að það sé rosastuð á böllum hjá ykkur, er það satt? „Það er alveg satt. Við höfum verið svolítið í pásu síðan við vorum heitir í Kaffileikhúsinu, og viljum fá þá stemmningu aftur í Leikhúskjallar- ann. Við spiluðum m.a á Menning- arnótt og það var mikið stuð.“ – Er það tónlistin sem gerir það? „Þessi gömlu sígauna- og gyðinga- þjóðlög koma bæði hjartanu og fót- unum í gang. Enda er alls kyns fólk sem kemur að dansa með okkur og á öllum aldri.“ Gamlar lummur og nýir vinir Þegar hlustað á diskinn, kannast maður óneitanleg við mörg laganna. En hvaðan? Frá Rússibönunum eða bara úr Útvarpi Reykjavík? – Hvernig völduð þið lögin á nýja diskinn? „Það var bara voða tilraunakennt, einsog alltaf. Við prófum nokkur lög sem við höfum grafið upp hér og þar, og ef það virkar, eitthvað fer í gang hjá okkur, þá endar oft á því að það ratar á diskinn.“ – Hafið þið þá í huga að fólk kann- ist við lögin? „Ekkert frekar, það er svona bæði og á þessum diski. Nokkrar gamlar lummur rötuðu inn sem fengu að vera með, en okkur finnst gaman og eiginlega nauðsynlegt að hafa óþekkt lög inn á milli. Við höfum líka eitthvað prófað lögin á böllum til að sjá hvernig þau falla í kramið. Ann- ars erum við farnir að hafa gaman af því að spila á tónleikum. Það hefur verið mjög gaman og góð viðbrögð við því.“ Alltaf ungverskur dans Þótt þeir félagar fari víða um Evr- ópu til að finna ný og fersk lög á hvern nýjan disk, eiga þeir sér líka fasta vini. – Mér finnst eiginlega þjóðlögin skemmtilegri en klassísku lögin. „Það er misjafnt hvað fólki finnst. Það er yfirleitt erfiðara dansa við klassísku lögin, mikið af taktskiptum og svona, en okkur hefur fundist þetta blandast þokkalega vel.“ – Brahms er þarna með Ung- verskan dans nr. 6, samdi hann marga ungverska dansa? „Já, hann gerði alveg helling af þeim og þeir eru allir mjög skemmti- legir. Það er alltaf einn ungverskur dans á hverjum diski hjá okkur.“ – Hann hefur verið mikill stuð- Þjóðverji? „Nei, ég held að það sé ekki hægt að segja það um Brahms. Þetta er áreiðanlega það léttasta sem hann samdi.“ Bara fallegt Og svo virðist sem sveitarmeðlim- um séu engin takmörk sett þegar að hæfileikum kemur. – Í gyðingalaginu Nava Nagela, eru ótrúlega fagrar baksöngraddir. Hverjir eru þetta? „Þetta er forsöngvarinn sjálfur Guðni Franzson. Hann beitir sér- stakri grátkonusöngrödd og það vek- ur mikla lukku.“ – En þú ert líka skrifaður fyrir söng. „Já, ég tók að mér að herma eftir tenór í laginu La Danza eftir Ross- ini.“ – En hvaðan kemur titillinn Gull- regnið? „Það var Jón Skuggi kom með nafnið. Við tökum alltaf mark á hon- um, enda er hann kallaður rödd skynseminnar í hljómsveitinni. Og svo þegar umslagið kom frá Erlingi Páli Ingvasyni þá var líka gullregn þar á ferðinni, fannst okkur,“ segir Einar Kristján að lokum. Þó er aldrei að vita nema Rússíban- arnir hafi ómeðvitað verið að vitna í þá gullmola sem þeir eru að leika á sinn einstæða hátt fyrir fótafima og hjartnæma Íslendinga. Íslendinga sem ætla að taka sporið í kvöld og lík- legast eitthvað fram eftir vetri. Kemur hjartanu og fótunum í gang Gullregnið heitir nýjasti diskur hinna fjörugu tónlistarmanna sem kenna sig við Rússíbana. Hildur Loftsdóttir hleraði Einar Kristján um tilurðina. Morgunblaðið/Golli Rússíbanar verða á fleygiferð í kvöld sem jafnan. hilo@mbl.is Útgáfuball Rússíbana í Leikhúskjallaranum ÞAÐ verður sannkölluð sólarsveifla í gangi á Tapasbarnum í kvöld þeg- ar Sveiflukvartettinn efnir til jöfra- veislu með öllu tilheyrandi, svala- drykkjum og tveggja rétta sveiflumáltíð. Sveiflukvartettinn er skipaður fjórum annáluðum djassboltum, Baldri Geirssyni tenórsaxófónleik- ara, Þorsteini Eiríkssyni trommu- leikara, Gunnari H. Pálssyni bassa- leikara og Svavari Sölvasyni píanóleikara sem geta státað af 200 ára samanlagðri spilareynslu. Húsið opnar kl. 19.30. Sveiflan, fordrykkur og tveggja rétta máltíð kostar 2500 kr. og miðapantanir eru í síma 551 2344. Sveiflukvartettinn á æfingu. Síungir sveiflukóngar Sveiflukvartettinn stendur fyrir sólarsveiflu í Hlaðvarpanum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.