Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 76

Morgunblaðið - 10.11.2001, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FISKISTOFA mun óska eftir lög- reglurannsókn á brottkasti á tveimur íslenskum fiskiskipum en myndir sem teknar voru um borð í skipunum voru sýndar í sjónvarpinu í fyrrakvöld og birtust í Morgunblaðinu í gær. Á myndunum kom fram stórfellt brott- kast á fiski. Að sögn Þórðar Ásgeirssonar fiski- stofustjóra hefur Fiskistofa fengið fjölda ábendinga um hvaða skip er að ræða, einkum frá mönnum sem þekktu skipin á myndum sem hafa birst en einnig hafi borist ábendingar frá fólki sem hafi séð myndatöku- menn ganga frá borði. Öllum beri saman um hvaða tvö skip er að ræða og því hafi verið farið fram á það við ríkislögreglustjóra að hann annaðist rannsókn málsins. Þórður vill ekki upplýsa að svo stöddu hvaða skip eiga í hlut. Skv. lögum um stjórn fiskveiða er skylt að hirða eða koma með að landi allan afla. Viðurlög við stórfelldum eða ítrekuðum ásetningsbrotum gegn lögum um stjórn fiskveiða varða varð- haldi eða allt að sex ára fangelsi. Í lög- unum segir að sekt við fyrsta broti skuli ekki vera lægri en 400 þúsund en ekki hærri en 4 milljónir. Óskað eftir lögreglu- rannsókn á brottkasti  Vilja hámarka/39 BJÖRK Guðmundsdóttir hyggst ljúka tónleikaferð sinni um heim- inn með tónleikum í Reykjavík 19. desember næstkomandi. Sinfón- íuhljómsveit Íslands leikur með Björk á tónleikunum. Björk er nú á ferð um heiminn að kynna nýútkomna breiðskífu sína, Vespertine. Í tónleikaferð- inni hefur hún sungið í leikhúsum og óperum, en hér á landi mun hún syngja í Laugardalshöll. Með henni hefur leikið belgísk sinfón- íuhljómsveit undir stjórn Simons Lee, en þegar kom að tónleikum hér á landi leitaði Björk til Sin- fóníuhljómsveitar Íslands. Einnig verða með í för grænlenskur stúlknakór, inúítasöngkonan Tag- aq, hörpuleikarinn Zeena Parkis og bandarískir tónlistarmenn sem kalla sig Matmos. Að sögn eins skipuleggjenda tónleikanna, Ásmundar Jónssonar hjá Smekkleyu, þótti ekki gerlegt að hafa sama háttinn á hérlendis og ytra því þá kæmust mun færri til að sjá tónleikana. Hér væru einfaldlega ekki til svo stórir tón- leikasalir að hentuðu. Eins og getið er leikur Sinfón- íuhljómsveit Íslands með Björk en Simon Lee mun stjórna hljóm- sveitinni eins og á öllum tón- leikum hennar í ferðinni. Fram- kvæmd tónleikanna er í höndum Hr. Örlygs ehf. og Smekkleysu, en Síminn er styrktaraðili. Miðasala hefst á tónleikana mánudaginn 19. nóvember næst- komandi í miðasölu Háskólabíós. Alls komast um 2.400 manns fyrir í sæti í Laugardalshöll, en aðeins verður selt í númeruð sæti og verður svipað fyrirkomulag og á Vínartónleikum Sinfóníunnar og tónleikum kúbversku hljómsveit- arinnar Buena Vista Social Club fyrr á árinu. Hámark miðafjölda á mann verður bundið við tíu miða. Tónleikar Bjarkar í Laug- ardalshöll 19. desember „STAÐAN er afar viðkvæm á þessari stundu,“ sagði Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið um mið- nætti í gærkvöld en hún var þá stödd á lokafundi loftslagsráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna í Marrakesh í Marokkó. Gera átti úrslitatilraun á fundinum til að ná samkomulagi aðildarríkjanna um framkvæmd Kyoto-bókunarinnar. Mikil óvissa og vaxandi svartsýni ríkti á ráðstefnunni í gærdag og gærkvöld um hvort það tækist vegna andstöðu fulltrúa Japans, Rússlands, Nýja-Sjálands, Kanada og Ástralíu, sem tilheyra svonefnd- um Regnhlífarhópi. Ísland studdi sáttatillögu Fram kom sáttatillaga á ráð- stefnunni í gær og sagði Siv að fulltrúar Íslands hefðu lýst því yfir að þeir gætu stutt hana líkt og mörg önnur ríki. Að sögn Sivjar bjuggu menn sig undir að reynt yrði til þrautar fram eftir nóttu áð- ur en ráðstefnunni yrði slitið hvort hægt væri að ná samkomulagi en að hennar sögn hafði lítið miðað í samkomulagsátt í gær. Siv sagði að ef svo illa færi að samkomulag tækist ekki í nótt þyrftu ríkin að setjast aftur að samningaborðinu þótt síðar yrði því að ekki mætti gefast upp gagn- vart þessu verkefni. „Loftslags- vandinn hverfur ekki þótt menn nái ekki að semja hér í nótt. Menn munu bara setjast niður aftur síðar til þess að reyna að ná sama sam- komulagi,“ sagði hún. Gert hafði verið ráð fyrir að á ráðstefnunni yrði samkomulagið sem náðist í Bonn í júlí sl. form- lega samþykkt en það er forsenda þess að iðnríkin geti staðfest Kyoto-bókunina. Hið svonefnda „íslenska ákvæði“ er hluti af samkomulaginu og átti að greiða atkvæði um það við lokafrágang samkomulagsins á ráðstefnunni. Siv sagði afar mikilvægt að stóru ríkin sem ekki gátu sætt sig við sáttatillöguna í gær yrðu með í lokafrágangi þess en til þess að Kyoto-bókunin öðlist gildi þurfa iðnríki sem losa 55% gróðurhúsa- lofttegunda að staðfesta hana. FYRRI vél Vatnsfellsstöðvar var tekin í notkun í gær. Seinni vélin verður ræst í desember ef allt geng- ur að óskum. Þegar báðar vélarnar hafa verið teknar í notkun verður stöðin um 90 MW að afli og mun þá orkugeta raforkukerfisins aukast um 430 GW-stundir á ári. Þorsteinn Hilmarsson upplýsinga- fulltrúi Landsvirkjunar segir að Vatnsfellsvirkjun hafi verið byggð til að anna álaginu vegna stækkunar ál- vers Norðuráls úr 60 þúsund tonna framleiðslu í 90 þúsund tonn fyrr á þessu ári. Hann segir stöðuna í miðl- unarlónum á svæðinu góða og allt til reiðu fyrir veturinn. „Það hefur ver- ið einmuna tíð, hlýindi í allt haust, sem hefur mikið að segja. Það er engu að síður mikilvægt að fá þessa virkjun í rekstur núna áður en vetur gengur að fullu í garð.“ Fyrri vél Vatnsfells- virkjunar í notkun Nýja stöðvarhúsið í Vatnsfelli en virkjunin hóf starfsemi í gær er fyrri vélin var gangsett. Morgunblaðið/Þorkell Jóhannes G. Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkj- unar, sýnir hvernig mælarnir risu er vélin var gangsett í gær. BÚNAÐARBANKI, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir ákveðið að lækka vexti í kjölfar vaxtalækkunar Seðlabankans í fyrradag. Sparisjóð- irnir munu einnig lækka vexti sína en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hversu mikil lækkun þeirra verð- ur. Lækkun bankanna á óverðtryggð- um inn- og útlánum er almennt í takt við lækkun Seðlabankans, þ.e. 0,8%. Helstu frávikin frá því eru að inn- lánsvextir Búnaðarbankans lækka heldur minna, yfirleitt um 0,6%. Viðskipta- bankar fylgja Seðlabanka  Vextir/22 BRESKUR maður hefur játað á sig fjársvik hér á landi upp á rúmar 5,3 milljónir króna og var ákærður af efnahagsbrotadeild ríkislögreglu- stjóra vegna málsins í gær. Hann var úrskurðaður í áframhaldandi gæslu- varðhald til 11. janúar eða þar til dómur gengur í máli hans. Maðurinn mun hafa komið til landsins í þrígang í ágúst og sept- ember og notað m.a. 16 fölsuð greiðslukort. Dagana 13. og 14. sept- ember tók hann út fyrir 834 þúsund krónur á eitt kortið í Kringlunni og víðar. Meðal þess sem fært var á kortið var fatnaður fyrir rúmar 200 þúsund krónur og dömuúr fyrir 182 þúsund. Ákæra á hendur manninum var þingfest í gær. Játaði á sig milljóna- fjársvik ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Umhverfisráðherra sagði á miðnætti að mikil óvissa ríkti á loftslagsráðstefnu SÞ í Marokkó Úrslitatilraun gerð á lokafundi í nótt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.