Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 4
4 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR COMDEX, sem er stærsta tölvusýning sem haldin er í Bandaríkjunum ár hvert, stendur yfir í Las Vegas. Búist er við að um tvö þúsund fyr- irtæki muni sýna starfsemi sína og tækni á sýningunni. Talið er að um 125-150 þúsund manns muni heimsækja COMDEX, en það er 25% minni aðsókn heldur á síðasta ári. Búist er við því að hryðjuverkin í Bandaríkjunum í september muni draga úr aðsókninni. Þá er jafnframt mun öflugri öryggisgæsla til staðar nú heldur en í fyrra. Fjölmargar tækninýjungar eru kynntar á sýningunni, meðal annars þessi frumgerð af myndsíma. Reuters Minni aðsókn á COMDEX ● RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA Íslands ásamt aðildarfélögum sínum stendur fyrir kynningu í næstu viku á ráðstefnuhaldi hér á landi und- ir yfirskriftinni: „Ráðstefnan heim“. Tuula Lindberg, forseti alþjóðlega ráðstefnu- sambandsins ICCA (International Congress and Convention Association), verður meðal fyrirlesara. Ráðstefnuskrifstofa Íslands var stofnuð ár- ið 1992 en meginhlutverk skrifstofunnar er að markaðssetja Ísland sem ákjósanlegan áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða á alþjóðamarkaði, að sögn Rósbjargar Jóns- dóttur, verkefnisstjóra. Að baki Ráð- stefnuskrifstofu Íslands standa m.a. Ferða- málaráð Íslands, Reykjavíkurborg, Flugleiðir, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og fleiri sem hagsmuna eiga að gæta af ráðstefnuhaldi. Markmið kynningarinnar sem haldin verður nk. fimmtudag, 22. nóvember, kl. 16-18 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur er að vekja athygli á möguleikum Íslands sem ákjósan- legum áfangastað til ráðstefnuhalds. Að sögn Rósbjargar er markhópurinn fólk í við- skiptalífinu, forsvarsmenn íslenskra fyr- irtækja í alþjóðaviðskiptum og fagfélaga inn- lendra og erlendra. Yfirskriftin er „Ráðstefnan heim“ og aðspurð segir Rós- björg að það hafi töluverða þýðingu fyrir Ís- land að auka eftirspurn eftir því að halda ráðstefnur hér á landi. „Slíkt hefur til dæmis í för með sér aukna umfjöllun. Það er mik- ilvægt fyrir okkur, litlu þjóðina í norðri, að möguleikarnir séu fyrir hendi,“ segir Rós- björg. ll STUTT Ráðstefnuhald á Íslandi mikilvægt ● VAL.IS hefur í samvinnu við Hagkaup.is kynnt nýja þjónustu á Netinu. Hún felst í því að á val.is er hægt að kaupa vörur með rað- greiðslusamningum. Nú er til dæmis boðið upp á heimabíósett á raðgreiðslum og Evrópuferð í kaupbæti. Framvegis er hægt að kaupa þær vörur sem kosta meira en 30.000 krónur á val.is á raðgreiðslum til allt að 36 mánaða. Val.is er tilboðsverslun Vildarklúbbs Flug- leiða og hefur starfað frá því í desember 2000. Félagar, sem reglulega eru kynnt ný tilboð með tölvupósti, eru um 16.000. Velta val.is fyrstu 10 mánuði ársins var um 30 milljónir. Val.is starfar í náinni samvinnu við hag- kaup.is og hefur selt frá þvottavélum til tón- leikamiða og frá líkamsræktarkortum til sjónvarpstækja svo eitthvað sé nefnt og margt þar á milli. Með öllum keyptum vörum á val.is fylgja ferðapunktar í kaupbæti. Raðgreiðslur á Netinu ● Hugbúnaðarfyrirtækin Innn og Margmiðlun hafa gert með sér samstarfssamning um dreifingu á vefstjórnarkerfinu LiSA frá Innn. LiSA-kerfið hefur verið fjögur ár í þróun og er í dag notað á rúmlega 50 íslenskum vef- svæðum. Til eru yfir 30 viðbótareiningar fyrir LiSA, til dæmis XML Portal, starfsmanna- kerfi, póstlistakerfi og fleira. „Þessi sam- starfssamningur er mikil viðurkenning fyrir störf Innn hf. og hefur einnig mjög góð áhrif á samkeppnisstöðu hugbúnaðarins á mark- aðinum hérlendis,“ segir í tilkynningu frá Innn. INNN og Marg- miðlun í samstarf „VIÐ teljum mikil tækifæri til samstarfs milli Íslands og Kanada á sviði sjávarútvegs, bæði á opinberum vettvangi og milli einstakra fyrirtækja. Því er von okkar sú að opnun skrifstofu í Reykjavík muni glæða þessi sam- skipti,“ segir Bill Barry, framkvæmdastjóri sjávarútvegsfyrirtækisins Barry Group á Ný- fundnalandi. Barry Group er fjölskyldufyrirtæki í sjáv- arútvegi, sem hefur verið starfrækt í fjóra ættliði. Nú eru þar við stjórnvölinn bræðurnir Bill og Jim Barry. Starfsmenn eru um 5.000 alls. Velta fyrirtækisins er ekki gefin upp. „Starfsemi fyrirtækisins er mjög fjölbreytt og er dreifð um austurstörnd Kanada, á Nova Scotia, Nýfundanlandi og Labrador,“ segir Barry. „Fyrirtækið rekur 25 fiskvinnslustöðv- ar og eina selvinnslustöð, þar sem selskinn eru unnin. Við eru einn stærsti framleiðand- inn á unnum humri, mjög stórir í krabba- vinnslu, við erum með þrjár rækjuverksmiðj- ur og erum einnig þar meðal þeirra stærstu og við veiðum og vinnum mest af uppsjávarfiski á þessum slóðum, loðnu, síld og makríl, en af þessum tegundum vinnum við allt að 40.000 tonn á ári. Við vinnum einnig mikið af botn- fiski. Helztu tegundirnar þar eru karfi og grá- lúða. Í eðlilegu árferði værum við einnig um- svifamiklir í þorskveiðum og vinnslu, en nú er í gildi nær algert veiðibann svo sú vinnsla er í mýflugumynd.“ Mikil aukning rækjuveiða og -vinnslu í Kanada Hvernig hefur þróun rækjuveiða og -vinnslu verið í Kanada? „Rækjuveiðar hafa aukizt gríðarlega við Kanada á síðustu fimm árum. Á þessu tímabili hafa mörg fyrirtæki á Nýfundnalandi byggt upp nýjar og tæknivæddar rækjuverksmiðjur. Mikið af tækninni, búnaðinum og þekkingunni hefur verið sótt til Íslendinga. Kvótinn á þessu tímabili hefur farið úr 9.000 tonnum í nærri 70.000 tonn. Rækjustofnarnir eru mjög sterkir og útlitið því gott. Við rekum þrjár rækjuverksmiðjur, eina í Clarinville á Nýfundnalandi og þar vinnum við 5.000 til 6.000 tonn af rækju á ári, önnur verk- smiðja er í Canso á Nova Scotia og þar eru unnin um 3.000 tonn árlega og loks eigum við hlut í einu rækjuverksmiðjunni í Labrador, en þar getum við unnið um 5.000 tonn árlega. Við vinnum rækjuna á sama hátt og Íslendingar, hún er soðin og skelflett. Við gerum sömu gæðakröfur til framleiðsl- unnar og Íslendingar og seljum að miklu leyti á sömu markaði og þeir.“ Hvernig stóð á því að þið stofnuðum skrif- stofu í Reykjavík? „Við höfum átt viðskipti við Íslendinga í 6 til 7 ár og höfum talið sjávarútveginn á Íslandi og við austurströnd Kanada eiga mikla samleið og samskipti okkar við íslenzka bankakerfið hafa vaxið hratt og verið mjög góð. Við töldum því að það væri gott fyrir okkur að hafa full- trúa okkar með fast aðsetur á Íslandi, Íslend- ing sem kæmi fram þar fyrir okkar hönd. Þrátt fyrir að við seljum töluvert af rækju í gegnum skrifstofu okkar í Reykjavík, höfum við haft og eigum gott samstarf við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og við vonumst til að svo verði áfram. Skrifstofu okkar í Reykjavík er ekki ætlað að verða til þess að draga úr þessum samskiptum, heldur byggja á þeim og styrkja þau, enda hefur okkar maður, Halldór Árnason, unnið fyrir SH í Þýzkalandi. Hann sá þar um sölu á miklu af rækju frá okkur og við vildum njóta hinna góðu starfskrafta hans áfram. Við viljum einnig nýta skrifstofu okkar í Reykjavík til að greiða fyrir kaupum okkar á fiski á frá Íslandi. Við kaupum mikið af sjófrystum karfa, sem við vinnum úr í Kanada og við vonumst til að skrifstofan muni auka þessi kaup,“ segir Bill Barry. Eigum margt sameiginlegt Sjávarútvegsfyrirtækið Barry Group á Nýfundnalandi haslar sér völl á Íslandi Bill Barry, framkvæmdastjóri Barry Group á Nýfundnalandi.                  ! "     #     #  $% & ! "  '  ()&*+ *% ,   Á MORGUN, föstudag, verður haldið námskeið á vegum auglýsinga- stofunnar XY- ZETA. Fyrirlesari er David Wheldon, en hann hefur starf- að beggja vegna borðsins þegar aug- lýsingar eru annars vegar, bæði sem kaupandi þeirra og seljandi. Wheldon hefur stýrt auglýs- ingastofu og birt- ingarstofu, en hann hefur einnig verið yfirmaður auglýs- ingamála hjá Coca Cola. Wheldon er stjórnarformaur og einn af stofn- endum Tempus-samsteypunnar, sem hefur farið ótroðnar slóðir í samþættingu birtinga og hug- mynda. Wheldon mun fjalla um hvers vegna auglýsendur og auglýsinga- stofur eiga að taka miðlana alvar- lega. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann myndu leggja áherslu á að lýsa reynslu sinni með dæmum og hann myndi líklega tala meira á persónulegum nót- um en að halda stíf- an fyrirlestur og vonaðist eftir við- brögðum frá þátt- takendum. Sem dæmi um reynslu sína nefndi hann tímann þegar hann stýrði auglýs- ingamálum hjá Coke. Þegar hann kom að fyrirtækinu hefði það alltaf átt viðskipti við eina til tvær auglýsinga- stofur en hann hefði breytt öllu og skipt við 29 stofur og gert alls konar tilraunir. „Þetta gekk mjög vel,“ sagði Wheldon, „eins og sjá má á þeim mælikvarða sem fyrirtæki af þessu tagi nota helst, þ.e. gengi hlutabréfanna. Hlutabréfin þrefölduðust í verði þegar ég starfaði hjá fyrirtækinu. Eitt sem ég hef lært er að sköp- unarhæfileikar skipta öllu máli. Og það eru ekki aðeins auglýsinga- hönnuðir sem geta verið skapandi, heldur fólk í alls konar störfum. Að- almálið er að vera skapandi í öllu sem maður gerir.“ Sköpunin skipt- ir höfuðmáli Námskeið um auglýsingar og birtingar David Wheldon ● FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga í sam- vinnu við IMG stendur fyrir opnum hádeg- isverðarfundi í dag, fimmtudaginn 15. nóv- ember, kl. 12–13.30 á Radisson SAS, Hótel Sögu, Ársal, 2. hæð. Á fundinum verður far- ið yfir stjórnunarlega aðferðafræði sem hægt er að nýta til að bregðast við sam- drætti, þar sem mikilvægt er að nýta þau tækifæri sem geta falist í samdrættinum, og hvort skera eigi niður eða ekki og ef svo þá hvar og hvernig. Í lokin fá fundargestir að heyra reynslusögu stjórnanda sem lifað hef- ur tímana tvenna. Fyrirlesarar eru Eggert Tryggvason frá IMG, Jensína Böðvarsdóttir frá IMG og Bogi Páls- son forstjóri P. Samúelssonar hf. Fund- arstjóri er Árelía Eydís Guðmundsdóttir lekt- or við Háskólann í Reykjavík Með hnífinn á lofti! Stjórnun fyrirtækja í samdrætti ◆ ◆ ◆

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.