Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 15.11.2001, Qupperneq 9
grein fyrir því að margir munu fylgja í fót- sporin en við höfum náð ákveðnu forskoti og ætlum að halda því. Við bindum miklar vonir við það að geta farið að gefa fiski hérna ákveðna gæðaeinkunn og vonum að við getum tekið á móti fleiri vörutegundum. Hugmyndin er að nýta sölukerfið og markaðsþekkinguna innan Fishgate sem best og vekja athygli á þessu vörumerki sem við erum að byggja upp. Þegar Fishgate er nefnt vita menn að þeir eru nokkuð tryggir um gæði vörunnar og um- hverfi.“ Ekki breyta kerfinu Magnús óttast ekki að niðurskurður á þorsk- kvóta hafi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Komi fiskur úr fiskeldi í meira mæli inn á markaðinn þurfi alltaf einhvern stað til að ganga frá hon- um og koma honum til kaupandans. Fishgate geti vel gegnt því hlutverki. Ef hugmyndir um að vigta allan fisk á Íslandi áður en hann verði fluttur til útlanda verða að veruleika geti það sett strik í reikninginn. „Um 7% íslenska bol- fiskaflans er heill ferskur fiskur í útflutningi og sennilega fara 3 til 4% af honum til Bretlands. Þessi Bretlandsmarkaður hefur verið gríðar- lega öflugur og sterkur fyrir íslenska sjómenn og útgerðarmenn sem hafa náð að hámarka arðsemi á hverju kvótakílói í gegnum tíðina. Markaðurinn og dreifileiðirnar eru til staðar og það væri synd ef menn ætluðu sér að hrófla við þessu kerfi.“ Hann segir að áður en þessi svokallaði gáma- fiskur sé fluttur út hafi allir kaupendur á Ís- landi í raun tækifæri til að bjóða í aflann. „Margir af þessum bátum, sem við fáum fisk frá í gámum, landa oft og tíðum og selja stærsta þorskinn í salt vegna þess að kaup- endur geta keppt í verði vegna þeirrar stærðar. Það sýnir að vilji menn fá vöruna á Íslandi og treysti sér til að borga markaðsverð geta þeir keypt hana. Þessi umræða um að kaupendur geti ekki boðið í gámafisk er því ekki rétt og ég sé ekki ástæðu til að breyta kerfinu. Á að landa þessum fiski til þess eins að taka sýnishorn en um leið að rýra gæði hans inni á mörkuðunum? Það rýrir gæðaímynd Íslendinga út á við með þeim afleiðingum að tekjur þjóðarbúsins minnka, því gæði vörunnar verða ekki þau sömu og hún selst þar af leiðandi ekki á besta verði. Það eru ákveðnar hömlur á þessum við- skiptum um þessar mundir og ég held að það sé ekki okkur Íslendingum til framdráttar að út- búa einhverjar reglur sem stuðla að því að rýra gæði íslenska fisksins. Búið er að eyða mikilli orku og peningum í að markaðssetja íslenskan fisk í Bretlandi í gegnum árin sem skilað hefur þjóðarbúinu miklum tekjum. Við megum ekki láta vanhugsaðar ákvarðanir gera það að verk- um að aðrar þjóðir komist inn á þennan markað með ferskan fisk og missa þannig þá yfirburði sem við höfum hér haft í áratugi. Með Fishgate komum við Hull aftur á kortið í fiskiðnaðinum og Íslendingar mega vera stoltir af því. Hjartað er aftur farið að slá í Hull.“ steg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 C 9 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF                          UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI Nýjung! Samstarfsaðili óskast til sölu- og markaðsstarfs á nýjum dönskum aukabúnaði fyrir farsíma. Miklir möguleikar framundan. Aðeins skriflegar umsóknir á dönsku og ensku Conceptech Industrivej 15 DK-2605 Brøndby Danmörku E-mail: f.w@concept-ech.dk Vill ibráðarhlaðborð jólasveinsins Hótel Glymur Hvalfjarðarströnd Eftirréttagallerí að hætti Glyms - Verð fyrir einstakling 3.600 kr. Borðapantanir í síma 430 3100 Þorláksmessa: Skötuveisla að hætti Strandamanna. Sjón er sögu ríkari - vertu velkomin sími 430 3100, símbréf 430 3101, gsm 899 9358 www.hotelglymur.is info@hotelglymur.is HG • Síldarsena • Ristuð risahörpuskel • Laxatríó • Ostagratíneraðar gellur • Lynglegið lamb • Sleðadregið hreindýr • Villitryppafile • Kryddlegnar svartfuglsbringur • Hólsfjallahangikjöt • Puruklædd svínasteik • Fylltar kjúklingarúllur UM 300 útgerðarmenn, skip- stjórar og aðrir fulltrúar seljenda og kaupenda voru viðstaddir opnun Fishgate sl. föstudag. Flestir gest- irnir komu frá Færeyjum, Noregi og Íslandi en hátt í 100 Íslendingar voru á meðal þeirra. Í hópi voru m.a. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, sem opnaði markaðinn form- lega, Þorsteinn Pálsson, sendi- herra í London, Jón Baldvinsson, prestur í London, sem blessaði bygginguna, Sofus Poulsen, sendi- herra Færeyja í London, John Culv- er, sendiherra Bretlands í Reykja- vík, Fred Beadle, borgarstjóri í Hull, Pat Doyle, fyrrverandi borg- arstjóri í Hull, Allan Highet, við- skiptafulltrúi í norska sendiráðinu í London, og Alan Johnson, þing- maður. Arthur Cook, stjórnarformaður Fishgate, sagði að þessi mikli fjöldi gesta frá viðskiptaþjóðunum sýndi áhuga þeirra á verkefninu. Hann gat þess m.a. að fiskimenn við Hull hefðu veitt við Íslandsstrendur fyrir 600 árum og viðskipti þjóðanna með fisk ættu sér því langa sögu. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, tók í sama streng og rifjaði upp þessa sögu. Hann sagði við Morgunblaðið að markaðurinn væri afskaplega fullkominn og allt öðru vísi en þeir markaðir sem hann hefði skoðað í Englandi á und- anförnum 15 árum. Hann sagði að eins og menn ættu að venjast á Ís- landi hvað varðaði skilvirkni, véla- kost, skipulagningu, meðferð hrá- efnis og fleira virtist allt vera með fullkomnasta brag í Fishgate og af- ar líklegt væri að markaðurinn fengi fljótlega almenna viðurkenn- ingu í Bretlandi fyrir að vera þar í fremstu röð, því sennilegt væri að hann væri það fullkominn í sam- bandi við hreinlæti, vörslu, merk- ingar, uppruna og annað slíkt. „Það er afskaplega gaman að þessu framtaki,“ sagði Davíð Odds- son og bætti við að þó útflutningur á fiski frá Íslandi til Humberside- svæðisins hefði minnkað frá því sem áður hefði verið væri ljóst að útflutningi frá Íslandi til Hull yrði vel þjónað með þessum markaði. Hins vegar sagði hann erfitt að segja til um áhrifin til lengri tíma. „Varan er í eðli sínu góð og hérna fær hún meðferð sem hún á skilið á markaði,“ sagði forsætisráðherra. Morgunblaðið/Neil Holmes Arthur Cook, stjórnarformaður Fishgate, og Davíð Oddsson, forsætisráðherra, við flokkunar- og vigtunarbúnaðinn frá Marel í Fishgate. Fjölmenni frá Íslandi við opnunina Súrefnisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Meðgöngufatnaður fyrir mömmu og allt fyrir litla krílið. Þumalína, Pósthússtr. 13, sími 551 2136

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.