Morgunblaðið - 15.11.2001, Page 14
14 C FIMMTUDAGUR 15. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI ÍSLAND á að taka forystu í þró-
un netþjónustu fyrir GPRS-síma-
tækni í Evrópu en til að það gerist
þarf Landssími Íslands að opna
GPRS-net sitt fyrir alla þá sem vilja
bjóða slíka þjónustu. Þetta er mat
Harðar Bender, forstjóra Schibsted
Telecom í Svíþjóð.
Hörður segir sænsku símafyrir-
tækin á miklum villigötum í upp-
byggingu sinna framtíðarfarsím-
aneta. Hann nefnir að þrátt fyrir að
um átta mánuðir hafi liðið frá því að
Europolitan, næststærsta farsíma-
fyrirtæki í Svíþjóð, tók fyrsta
GPRS-símanetið í Svíþjóð í notkun
hafi það verið afar lítið notað. „Nú
hafa Telia og Commit einnig sett
upp GPRS-net en það kaupir enginn
GPRS-síma eða notar GPRS-þjón-
ustu,“ segir Hörður.
„Þarna var lagt út í gríðarmikla
fjárfestingu en enginn kaupir þetta.
Menn spyrja sig hvað sé að og svar-
ið er mjög einfalt: Það er ekki boðið
upp á neina þjónustu fyrir GPRS-
síma á þessum netum og án þjónust-
unnar er tæknin sjálf einskis virði.
Menn kaupa t.d. ekki GSM-síma af
því að það er GSM heldur kaupa
menn GSM-síma til að tala hver við
annan. GPRS-símar eru dýrir og
áskriftin líka, það er því engin
ástæða til að kaupa slíkan síma ef
engin þjónusta er í boði.“
Fjárfestingar skila ekki tekjum
Að sögn Harðar hafa sænsku síma-
fyrirtækin ekki viljað hleypa inn á
net sín þeim fyrirtækjum sem hann-
að hafa þjónustu fyrir símana. Þau
hafa fyrst og fremst einbeitt sér að
þróun netkerfisins en ekki hugleitt
þá þjónustu sem þarf að vera í boði
þegar netið er tilbúið til notkunar.
Stóru símafyrirtækin sitja því uppi
með milljarðafjárfestingar og fá
engar tekjur á móti.
„Fjarskiptamarkaðurinn er að
umturnast og menn verða að fara að
hugsa öðruvísi en gert hefur verið ef
fjárfestingarnar eiga að skila
tekjum. Þeir verða að bjóða upp á
aðra þjónustu en bara tal.
Stóru símafyrirtækin í Svíþjóð
hafa ekki áttað sig á þessu sjálf
heldur eru þau nú undir þrýstingi
frá stjórnmálamönnum og fjármála-
fyrirtækjum, sem hafa lánað miklar
fjárhæðir til þessarar uppbygging-
ar.“
Hörður segir lausnina felast í að
opna netin og gefa hinum ýmsu fyr-
irtækjum kost á að þróa þar margs-
konar þjónustu. Hann leggur
áherslu á að slíkt þróunarstarf hefj-
ist sem allra fyrst enda þurfi stöðugt
að uppfæra og fínstilla þjónustu-
möguleikana í þróunarferlinu.
„Það er eitt svona kerfi í heim-
inum sem virkar mjög vel og það er
Docomo í Japan, ntt.com. Þeir reka
opið kerfi sem öll fyrirtæki geta sett
þjónustu sína inn á. Þeir taka svo
9% umsýsluþóknun fyrir þá þjón-
ustu sem er seld. Þarna geta einstök
fyrirtæki þróað sína þjónustu og í
raun er þarna um að ræða annað
Internet. Ástæðan fyrir að Internet-
ið hefur virkað er að þar er mikið úr-
val af vefsíðum, eitthvað fyrir alla og
sumt gengur, annað ekki. Nú þarf
að ganga í gegnum sama ferlið með
framtíðarfarsímana, bjóða upp á eitt
net með margs konar þjónustu.
Sænsku fyrirtækin hafa hannað
og boðið einn og einn þjónustu-
möguleika og það gengur illa. Það er
svipað og símafyrirtækin mundu
ákveða hvaða vefsíður ættu að vera
á Netinu.“
Símafyrirtækin eiga því, að mati
Harðar, að hætta afskiptum af því
sem fer inn á farsímanetin en beina
heldur kröftum sínum að því að við-
halda þeim og sjá til þess að þau
gegni hlutverki sínu. Tekjur síma-
fyrirtækja í slíkum netrekstri segir
hann að kæmu annars vegar frá um-
ferðinni um netið og hins vegar af
sölu viðbótarþjónustu á netinu, sem
geti verið ákveðið hlutfall af sölu-
fjárhæð líkt og í Japan.
Landssíminn taki frumkvæði
Hvað varðar íslenska markaðinn
segir Hörður að skynsamlegast væri
að setja upp eitt þriðju kynslóðar
farsímakerfi á Íslandi enda sé eng-
inn rekstrargrundvöllur fyrir meira
á markaði fyrir 280 þúsund manns.
Hann segir þjónustutekjur af slíku
kerfi ekki það miklar að það borgi
sig að reka tvö eða þrjú kerfi hér-
lendis. Hætt væri við því að á svo
litlum markaði borgaði fjárfestingin
sig aldrei.
„Landssíminn, sem er með
stærstu stöðuna á markaðnum, á að
taka fyrsta skrefið og vera frum-
kvöðull í því að bjóða breitt safn net-
þjónustumöguleika fyrir farsíma,
s.s. tölvupóst, netvafrara, tónlistar-
þjónustu og leiki,“ segir Hörður og
tekur fram að hann eigi ekki við að
Landssíminn kaupi þetta af ein-
stökum fyrirtækjum og setji svo á
netið. „Þá skiptir máli að vera með
opið kerfi, að hleypa öllum þessum
fyrirtækjum inn á netið og leyfa
þeim að prófa sig áfram á þessum
markaði.
Það gerir þetta enginn í Evrópu
en fjölmörg fyrirtæki eru hins vegar
að hanna ýmiss konar þjónustu fyrir
framtíðarsímana, s.s. GPRS og 3G. Í
dag er engin leið að koma því inn á
netin, nema í Japan. Ísland gæti því
orðið fyrst í Evrópu til að hleypa
þessum fyrirtækjum inn og Lands-
síminn stæði uppi eftir nokkra mán-
uði með fullt GPRS-net af þjónustu-
mögleikum. Það er enginn með það í
dag og Ísland gæti því orðið leiðandi
í þróun á GPRS-þjónustu.“
Mikilvægt að vera fyrstir
Að sögn Harðar er Landssíminn
heppilegasta íslenska símafyrirtæk-
ið til að standa að þessu. „Landssím-
inn er með besta netið, þeir eru með
flestu viðskiptavinina og eru nógu
fjárhagslega sterkir til að standa að
kynningu á þjónustumöguleikum.
Það kostar heilmikla markaðssetn-
ingu að kenna þjóðinni þetta enda
þarf að kenna öllum á þetta.“
Hann segir stórslys ef Landssím-
inn og íslenski markaðurinn í heild
missir af þessu tækifæri til að verða
fyrstir. Ef það gerist ekki megi gera
ráð fyrir að erlendu fyrirtækin hafi
ekki áhuga á að bjóða þjónustu sína
á hérlendu neti og Íslendingar muni
sitja uppi með hálftómt GPRS-net.
„Það er mjög gott GPRS-net á Ís-
landi sem nær meira og minna yfir
allt landið og vegna þess hversu
landið er lítið er netþjónusta fyrir
farsíma eins og sniðin fyrir Ísland.
Landssíminn getur ekki leyft sér
það að ætla að ákveða hvað verður
inni á þessu neti og hvað ekki.“
Áberandi í sænskum fjölmiðlum
Hörður Bender er sem fyrr segir
forstjóri Schibsted Telecom, sem er
hluti Schibsted-fjölmiðlasamsteyp-
unnar. Schibsted-samsteypan er
stærsta fjölmiðlafyrirtæki á Norð-
urlöndum og á m.a. tvö stærstu dag-
blöðin í Svíþjóð, Aftonbladet og
Svenska Dagbladet, auk Verdens
Gang og Aftenposten í Noregi.
Schibsted Telecom, sem Hörður
stýrir, hefur sérhæft sig í netþjón-
ustu fyrir farsíma og er hið stærsta
sinnar tegundar í Svíþjóð, með um
60–70% markaðshlutdeild. Það er
jafnframt í samstarfi við Orange
sem er eitt fjögurra fyrirtækja sem
fengu úthlutað leyfum til að reka
þriðju kynslóðar farsímakerfi (3G) í
Svíþjóð.
Hörður er áberandi í sænskum
fjölmiðlum enda stofnandi samtaka
þeirra fyrirtækja sem veita netþjón-
ustu fyrir farsíma og helsti talsmað-
ur þeirra. Alls eiga 22 fyrirtæki að-
ild að þessum samtökum. Þá er
hann fulltrúi slíkra fyrirtækja í
nefnd á vegum viðskiptaráðuneytis
Svíþjóðar um þróun í farsímamálum
og hlutverk stjórnvalda í þeirri þró-
un.
Landssíminn veiti
óheftan aðgang að
GPRS-neti sínu
GPRS-farsímanet sænskra símafyrirtækja standa ónotuð enda er
þar enga þjónustu að fá. Hörður Bender benti Soffíu Haraldsdóttur á
hættuna á því að íslensk símafyrirtæki lendi í því sama.
soffia@mbl.is
..................
L a n d s s í m i n n
g e t u r e k k i l e y f t s é r
þ a ð a ð æ t l a a ð
á k v e ð a h v a ð v e r ð u r
i n n i á þ e s s u n e t i
o g h v a ð e k k i .
..................
Hörður Bender, forstjóri Schibsted Telekom, segir að skynsamlegast væri að
setja upp eitt þriðju kynslóðar farsímakerfi á Íslandi.
TILKYNNT var um stofnun Gild-
ingar fjárfestingafélags ehf. 8. júní í
fyrra og kom þá fram að stofnhlutafé
yrði um 3,5 milljarðar íslenskra
króna, en söfnun hlutafjár væri ekki
lokið. Mánuði síðar var tilkynnt um að
söfnun hlutafjárins væri lokið og að
meira hlutafé hefði safnast en til hefði
staðið. Áætlanir höfðu gert ráð fyrir 5
milljarða króna hlutafé en þegar upp
var staðið var stofnféð orðið 7 millj-
arðar króna.
Fimmtíu aðilar gerðust hluthafar í
Gildingu í upphafi. Meðal þeirra voru
allir bankar landsins, lífeyrissjóðir og
mörg meðalstór og stór fyrirtæki.
Þessu til viðbótar voru þekktir ís-
lenskir athafnamenn meðal hluthafa
auk starfsmanna og aðilum sem þeim
tengdust. Enginn einstakur hluthafi
átti stærri hlut en 9% í félaginu.
2 milljarðar í Ölgerðinni og Securitas
Þórður Magnússon, fyrrverandi
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Eimskipafélagsins, hefur frá upphafi
verið starfandi stjórnarformaður fé-
lagsins, en aðrir starfsmenn í upphafi
voru Andri Sveinsson, fyrrverandi
forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar
Búnaðarbankans Verðbréfa, Árni
Oddur Þórðarson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Búnaðarbankans
Verðbréfa, Bjarni Þórður Bjarnason,
sem starfaði áður hjá verðbréfasviði
Kaupþings, og Magnús Magnússon,
sem áður var hjá fyrirtækjasviði Bún-
aðarbankans. Heimir V. Haraldsson,
sem starfað hafði hjá KPMG Endur-
skoðun, var fljótlega ráðinn fram-
kvæmdastjóri félagsins.
Gilding er fjármálafyrirtæki en þó
hvorki banki né verðbréfafyrirtæki
og veitir ekki þjónustu eins og slík
fyrirtæki. Stefna félagsins hefur ver-
ið að vera virkur þátttakandi á ís-
lenskum hlutabréfamarkaði og eiga
stóra hluti í félögum meðal annars til
að geta tekið þátt í umbreytingu
þeirra. Þannig er félagið nú eigandi
að Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni
ehf. og Securitas hf., en samanlagt
var kaupverð þessara fyrirtækja um
tveir milljarðar króna. Securitas var
keypt í mars á þessu ári en Ölgerðin í
október í fyrra. Rekstur þessara fé-
laga gengur vel, að sögn forsvars-
manna Gildingar, og er stefnan að
stækka þau og skrá þau á markað en
aðstæður til þess hafa ekki enn skap-
ast.
Gilding með 4% hlut í Baugi
Auk þessara tveggja fyrirtækja á
Gilding umtalsverða eignarhluti í
Pharmaco, Baugi, Össuri og Marel. Í
lok september var hluturinn í
Pharmaco 4,5%, í Baugi 4%, í Össuri
3,2% og í Marel 7,5%. Samanlögð eign
Gildingar í þessum fjórum félögum er
um 2,5 milljarðar króna. Allt eru
þetta félög sem hafa meirihluta tekna
eða starfsemi erlendis og eru aðstæð-
ur þeim því hagstæðar nú, einkum
vegna gengisbreytinga. Samkvæmt
upplýsingum frá Gildingu gefur sjóð-
streymisgreining mun hærra gengi á
hlutabréf þessara félaga en núver-
andi markaðsverð.
Til viðbótar þessu á Gilding 150
milljónir króna að nafnverði, eða tæp-
lega 32%, í Samvinnuferðum-Land-
sýn, en Gilding kom inn í það félag í
desember á síðasta ári í framhaldi af
rekstrarerfiðleikum Samvinnuferða-
Landsýnar og 40% niðurfærslu hluta-
fjár þess. Voru hlutabréfin keypt á
genginu einum.
Fyrir utan ofangreindar eignir á
Gilding 4–5 milljarða króna í ríkis-
skuldabréfum. Samkvæmt upplýs-
ingum frá félaginu hafa engar veru-
legar breytingar orðið á eignasafninu
að undanförnu.
25% arðsemismarkmið ekki
óraunhæft til lengri tíma litið
Félagið setti sér 25% arðsemismark-
mið í upphafi, en segja má að verðþró-
un á mörkuðum hafi gert fjárfestum
ókleift að ná slíkum markmiðum.
Þórður Magnússon, stjórnarformað-
ur, segist telja að þrátt fyrir taprekst-
ur nú sé fyrrgreint arðsemismarkmið
ekki óraunhæft til lengri tíma litið.
Eins og greint var frá fyrir
skömmu hefur eigið fé Gildingar
lækkað úr 7 milljörðum króna í 4,2
milljarða króna eða um 2,8 milljarða
króna sem er um 40% af eigin fé. Frá
stofnun Gildingar til septemberloka
2001 lækkaði Úrvalsvísitalan um
rúmlega 30% og krónan veiktist um
27%.
Stjórn Gildingar hefur verið
óbreytt frá upphafi, en hana skipa
Þórður Magnússon, formaður, Þor-
steinn Vilhelmsson, fyrrverandi út-
gerðarstjóri Samherja hf., Bjarni
Brynjólfsson, framkvæmdastjóri líf-
eyrissjóðsins Framsýnar, Jón Helgi
Guðmundsson, forstjóri BYKO, og
Stefán Bjarnason, annar fram-
kvæmdastjóra Stillingar.
Eins og fram hefur komið í fréttum
hefur starfsmönnum verið fækkað
hjá félaginu úr 11 í 6 vegna markaðs-
aðstæðna. Markmiðið með fækkun
starfsfólks er að sögn forsvarsmanna
félagsins að ná niður rekstrarkostn-
aði og auka þol þess við erfiðar mark-
aðsaðstæður. Þrír af upphaflegum
starfsmönnum félagsins halda áfram
störfum, þeir Þórður Magnússon,
Árni Oddur Þórðarson og Bjarni
Þórður Bjarnason.
Erfiðar aðstæður
frá upphafi
Gilding hóf störf um mitt ár í fyrra og frá þeim tíma hafa markaðir
lækkað mikið og hefur Gilding þurft að þola verulega rýrnun eigin fjár.
Haraldur Johannessen kynnti sér sögu, starfsemi og afkomu Gildingar.
haraldurj@mbl.is