Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Marta Kristjáns-dóttir fæddist á
Akureyri 6. júlí 1933.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 4. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Kristján Jóns-
son bifreiðarstjóri
frá Ytra-Krossanesi
við Akureyri, f. 5.
ágúst 1897, d. 9. sept-
ember 1965, og Þóra
Sigurðardóttir hús-
móðir frá Bitrugerði,
f. 2. mars 1903, d. 20.
september 1969. Marta var yngst
þriggja systra. Elst var Júlíana
Björg, f. 13. febrúar 1924, d. 6.
febrúar 1925, Óda, f. 5. febrúar
1930, d. 9. ágúst 1993.
Hinn 4. september 1954 giftist
Marta eftirlifandi eiginmanni sín-
um Víkingi Þór Björnssyni, f. 20.
september 1929, slökkviliðs-
manni. Börn þeirra eru: 1) Krist-
ján Þór, f. 13. sept. 1954, maki
Guðrún Hafdís Óðinsdóttir, f. 4.
sept. 1955. Börn:
Kristján Þór, f. 1985,
og Gunnar Þór, f.
1989. 2) Björn, f. 31.
jan. 1959, maki Þór-
unn Árnadóttir, f.
13. okt. 1966. Börn:
Áslaug Eva, f. 1985,
Víkingur Þór, f.
1990, Viktor Árni, f.
1992. 3) Guðrún
Björg, f. 6. maí 1962,
maki Pálmi Þór Stef-
ánsson, f. 20. nóv.
1959. Börn: Stefán, f.
1981, Inga Þórey, f.
1988, Víkingur, f.
1991, Marteinn Þór, f. 1993. 4)
Þóra, f. 31. júlí 1969, maki Snorri
Snorrason, f. 28. apríl 1970. Börn:
Marta, f. 1994, Snorri Már, f. 1998,
Halldóra, f. 2000. 5) Finnur, f. 25.
okt. 1970, maki Steinunn L. Ragn-
arsdóttir, f. 8. sept. 1970. Börn:
Baldur Þór, f. 1994, og Arnþór
Gylfi, f. 1995.
Útför Mörtu fer fram frá Ak-
ureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin kukkan 13.30.
Móðir okkar Marta Kristjánsdótt-
ir greindist með krabbamein í byrj-
un árs og átti upp frá því í baráttu
við þann sjúkdóm, þar til yfir lauk.
Hún mætti örlögum sínum af því
æðruleysi sem einkenndi hana alla
tíð. Hún varð aðeins 68 ára gömul.
Mamma var yngst þriggja systra.
Hún hafði haft nokkrar áhyggjur af
því að hún fengi þennan sjúkdóm,
sem bæði móðir hennar og systir
höfðu látist úr.
Mamma var fædd á Akureyri og
var Akureyringur í húð og hár. Hún
ólst þar upp hjá foreldrum sínum.
Þar bjuggu einnig um tíma bæði
föður- og móðurforeldrar hennar.
Heimilið var þekkt fyrir snyrti-
mennsku og myndarskap Þóru
ömmu.
Mamma fékk lömunarveikina,
sem gekk á Akureyri, ung að árum,
og bar þess aldrei bætur því hægri
hönd hennar var nokkuð lítil og vis-
in.
Mamma kynntist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, föður okkar, Víkingi
Þór Björnssyni slökkviliðsmanni
ung að árum og var það samband
kærleiksríkt alla tíð, þar sem gagn-
kvæm virðing og hamingja ein-
kenndi þeirra samvistir.
Þau hófu sinn búskap hjá foreldr-
um pabba í Munkaþverárstræti 4,
en réðust fljótlega í það stórvirki að
byggja íbúðarhúsið að Munkaþver-
árstræti 2 af litlum efnum en dugn-
aði, enda fjölskyldan í örum vexti.
Mamma var húsmóðir af gamla
skólanum, áleit það starf fullt starf
og sinnti því sem slíku alla tíð. Enda
taldi hún það sitt helsta hlutverk að
koma okkur systkinunum til vits og
ára og halda heimilið, sem hún gerði
til dauðadags. Heimilið bar snyrti-
mennsku mömmu glöggt vitni þar
sem allir hlutir voru í röð og reglu
og vel um gengið.
Á heimili okkar ríkti djúpur kær-
leikur og trygglyndi og annað það
sem hún taldi okkur þurfa á að
halda sem veganesti í lífsins ólgusjó.
Hún var ósérhlífin og fórnaði því
ýmsu til að bæta hag okkar systk-
inanna. Á heimilinu var reglusemi á
alla hluti og heilbrigt líferni, en um
leið lífsfylling. Foreldrar okkar hafa
alla tíð fylgst náið með okkur systk-
inunum, hvort sem það er í leik,
námi, eða starfi og hvatt okkur til
þroska og athafna.
Þakka ber þá fórnvísi, þá þolin-
mæði og þann skilning sem þú,
mamma, sýndir okkur í uppvexti,
þar sem áreiti nútímans og fjöl-
breytni gátu orðið ráðgáta, en þú
tókst framsækni okkar alltaf með
stóískri ró.
Við krakkarnir nutum öll þeirra
forréttinda að hafa mömmu heima,
þegar við þurftum aðstoðar hennar
við eða þegar við komum úr skóla,
til að læra heimalexíurnar.
Mamma átti oft erilsama daga
með börnin öll og föður okkar
þreyttan eftir tvöfaldan vinnudag,
en hún stóðst allar þrautir, einnig
þegar alvarleg veikindi herjuðu á
okkur börnin. Þá hjúkraði hún og
hélt verndarhendi sinni á sinn sér-
staka og yfirvegaða hátt yfir heim-
ilinu.
Mamma var hlédræg kona og
nægjusöm, hélt sig lítt út á við, en á
heimilinu var hún á heimavelli. Yfir
sumartímann var mikið dvalið í
Vaglaskógi því þar áttum við afdrep
í hjólhýsinu okkar, þar naut fjöl-
skyldan veðurblíðunnar og náttúru í
góðum vinahópi.
Mamma var yfirveguð og skipti
ekki skapi og það ríkti friður á
æskuheimili okkar, hún var föst fyr-
ir, en sanngjörn og umburðarlynd.
Hún vissi hvað okkur var fyrir
bestu.
Á yngri árum naut mamma þess
að sinna hannyrðum, þegar tími
gafst til, jafnvel að nóttu til þegar
loks var hljótt á heimilinu. Hún naut
líka einverunnar þegar tækifæri
gafst.
Hún hafði ríka réttlætiskennd,
var sanngjörn, yfirveguð og tillitsöm
í garð náungans. Oft skildum við
krakkarnir ekki þá góðvild sem
henni var í brjóst borin, þann mikla
náungakærleika sem hún bar, því að
í ys og þys nútímans gleymast oft
hin mikilsverðu kærleiksgildi.
Þótt ég talaði tungum manna og engla,
en hefði ekki kærleika,
væri ég hljómandi málmur eða hvellandi
bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu
og vissi alla leyndardóma og ætti alla
þekking,
og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,
að færa mætti fjöll úr stað,
en hefði ekki kærleika,
væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum,
og þótt ég framseldi líkama minn,
til þess að verða brenndur,
en hefði ekki kærleika,
væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur,
hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega,
leitar ekki síns eigin,
Hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,
en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
(Úr 1.Korintubréfi nr.13.)
Við hneigjum höfuð í bljúgri bæn
og söknuður okkar er mikill, tóma-
rúm hefur myndast í lífi okkar allra,
föður okkar, systkinanna, maka og
barnabarna. Litla höndin hennar
sem okkur leiddi er ekki lengur
mjúk og hlý, en minningarnar munu
lifa og ylja okkur um ókomna tíð.
Það er trú okkar og ósk að mamma
njóti hvíldar í faðmi guðs eftir far-
sælan ævidag, en þar á þessi kær-
leiksríka kona heima.
Mamma, við þökkum fyrir það
leiðarljós sem þú gafst okkur og við
munum eftir fremsta megni varð-
veita það í hjörtum okkar.
Góði guð, gefðu mömmu fagurt líf
í þínum garði.
Kristján Þór, Björn, Guðrún
Björg, Þóra og Finnur.
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér,
hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenzka konan, sem ól þig og þér
helgar sitt líf.
Þetta fyrsta vers ljóðsins Íslenzka
konan lýsir vel elskulegri móður
minni sem ég ætla að skrifa nokkur
kveðjuorð til.
Elsku mamma mín, nú er komið
að þeirri stund sem ég er búinn að
kvíða mikið fyrir, það er að kveðja
þig í þessu lífi. Þú stóðst alltaf eins
og klettur við hlið okkar allra, sama
hvað á gekk, og alltaf var þig að
finna heima ef á þurfti að halda. Þú
varst húsmóðir að ævistarfi og þau
fótspor verða ekki fetuð af öðrum.
Eitt af því eftirminnilegasta sem
upp kemur í huga minn var þegar
læknir kom til okkar á sjúkrahúsi í
Reykjavík til að tilkynna okkur að
við mættum fara heim og sagði þá
þau fleygu orð að ég væri búinn að
vera eitilharður nagli! Ég, sem að-
eins var sex ára, misskildi þetta hrós
og svaraði lækninum því að hann
væri bara með asnaeyru og man ég
hvað þú sökkst niður og skammaðist
þín fyrir mig. Þetta er bara eitt af
svo mörgum skemmtilegum atvikum
sem við upplifðum saman.
Svona er lífið og allt tekur þetta
enda. Þú varst búin að berjast við
sjúkdóm þinn og að lokum hafði
hann betur í þeirri viðureign, en
eins og áður, þrátt fyrir mikil veik-
indi, heyrðist aldrei kvörtun eða
kvein frá þér.
Elsku mamma, þessir dagar eru
erfiðir fyrir okkur öll, en við trúum
því að þeir sem taka þig frá okkur
hafi mikilvægari verkefni handa þér
á æðri stöðum.
Ég ætla að kveðja þig með þeim
orðum sem þú sagðir síðast við mig:
Bless, elskan mín!
Þessi kveðjuorð mín vil ég enda á
lokaversi úr ljóðinu Íslenzka konan:
Og loks, þegar móðirin lögð er í mold,
þá lýtur þú höfði og tár falla á fold.
Þú veizt hver var skjól þitt, þinn skjöldur
og hlíf.
Það var íslenzka konan, sem ól þig og gaf
þér sitt líf.
Hvíl í friði, elsku mamma, tengda-
mamma og amma.
Þinn sonur
Finnur og fjölskylda.
Elsku mamma mín. Það er svo
margt sem kemur upp í hugann þeg-
ar ég sést niður til þess að skrifa
eitthvað fallegt um þig, þar sem ég
er umkringd blómum og samúðar-
gjöfum frá vinum og vandamönnum.
Missirinn og söknuðurinn er svo
mikill. Þó svo að veikindi þín beindu
þér aðeins í eina átt þá er svo erfitt
að sleppa takinu af þér, mamma
mín. Auðvitað finnst mér sárt og
ósanngjarnt að ég sem ung kona
með þrjú lítil börn fái ekki að njóta
lífsins með þér lengur. En svona er
víst lífið.
Minningin um þig á æskuárunum
er svo góð. Þú varst svo sannarlega
fyrirmyndarmamma, blíð og ljúf
með eindæmum og varst einstak-
lega geðgóð. Það var ekki oft sem þú
æstir þig yfir látunum í þessum
stóra og hávaðasama barnahópi þín-
um. Þú varst mamman sem varst
alltaf heima og tókst opnum örmum
á móti okkur á hverjum degi þegar
við komum heim úr skólanum. Auð-
vitað kom það fyrir að ég fann þig
ekki innandyra og þá var farið að
leita. Fyrst í þvottahúsinu, þá úti við
snúrur og ef þú varst ekki þar þá
hlaustu að vera í búðinni. Þú varst
alltaf til staðar. Nú seinni árin átt-
um við svo margar og góðar stundir
saman og sambandið okkar var svo
gott. Þú varst svo góð vinkona sem
alltaf var hægt að leita til.
Ég var svo heppin að eignast fyrir
sjö árum litla dömu og ég man svo
vel, þegar ég hringdi í þig af fæðing-
ardeildinni í Reykjavík og sagði:
„Jæja, mamma mín, hvenær ætlar
þú að koma að sjá hana nöfnu þína?“
Þú varst hálfklökk hinum megin á
línunni. Þú varst svo glöð.
Þegar ég átti svo seinna erfitt
opnuðuð þið pabbi heimilið fyrir
okkur og studduð mig með ráðum
og dáð. Fyrir það er ég þakklát.
Einnig fyrir það að fá að hugsa um
þig, gista hjá þér og aðstoða þig á
allan hátt, á meðan þú varst sem
veikust heima, og pabbi var á spít-
alanum. Þó að það væri erfitt að sjá
þig svo veika, þá gaf það mér svo
mikið. Þú varst svo þakklát fyrir allt
sem ég gerði fyrir þig, eins og að
nudda á þér fæturna, bera á þig
krem og fleira. Og það að geta sagt
þér á kvöldin hvað mér þætti vænt
um þig og hversu mikið ég ætti eftir
að sakna þín, er mér ómetanlegt.
Mamma mín, það verður skrítið
að heyra ekki í þér á hverjum degi,
geta ekki hringt í þig og spurt ráða
um það hvernig heimsins besti mat-
urinn hennar mömmu var buinn til,
ekki átt von á þér í kaffi eftir Nettó-
ferðirnar og að geta ekki leyft börn-
unum mínum að njóta þess að eiga
svona góða ömmu á lífi. En lífið
heldur víst áfram og minningin um
þig verður í hjarta mínu alla tíð.
Takk fyrir að vera mamma mín.
„Harmið mig ekki með tárum,
þótt ég sé látinn. Hugsið ekki um
dauðann með harmi eða ótta. Ég er
svo nærri, að hvert eitt tár ykkar
snertir mig og kvelur, en þegar þið
hlæið og syngið með glöðum hug,
lyftist sál mín upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykk-
ar.“ (Kahlil Gibran.)
Elsku pabbi, þú sem ert sjálfur
búinn að eiga svo erfitt eftir aðgerð-
ina og einnig búinn að missa ástina í
lífi þínu. Megi Guð gefa þér styrk á
erfiðum tímum. Lifðu heill.
Þín dóttir,
Þóra.
Elsku mamma mín, mig langar að
kveðja þig með örfáum orðum þótt
þau hafi nú öll verið sögð áður. Mér
er það ómetanlegt að hafa fengið að
koma norður og vera hjá þér og ann-
ast þig í þínum veikindum. Síðasta
ferðin mín norður til þín er mér
kær, það var eins og þú biðir eftir
okkur að austan til að kveðja í
hinsta sinn. Mér er það ljúft að hafa
fengið að vera hjá þér þína síðustu
nótt og halda í hönd þína þar til yfir
lauk.
Elsku pabbi minn, söknuður þinn
er mikill. Guð blessi þig og gefi þér
styrk.
Mamma mín, ég kveð þig með
miklum söknuði, minningin um þig
er ljós í lífi mínu. Bless, elsku
mamma.
Þín dóttir,
Guðrún Björg (Gugga).
Til ömmu Mörtu, frá Mörtu nöfnu
þinni. Ég á afmæli á sunnudaginn og
þá verð ég sjö ára. Elsku amma mín,
ég sakna þín svo mikið, mig langar
svo mikið að hitta þig oftar uppi á
sjúkrahúsi, en það er ekki hægt. Ég
var mikið sorgmædd þegar ég sá þig
í kistunni þinni. Ég grét mikið. Nú
veit ég að þú ert hjá Guði. Ég elska
þig svo mikið. Bless, amma mín.
Þín
Marta.
Elsku Marta mín. Mig langar að
þakka þér af alhug samferðina í
gegnum stóran hluta lífs míns.
Fyrsta mynd mín af þér er ljóslif-
andi í huga mér. Þú varst úti á palli
að vökva og huga að sumarblóm-
unum þínum. Þannig hlúðir þú einn-
ig að öllu þínu fólki, nærðir það á
alla lund og fylgdist vel með vexti
þess og þroska. Þitt ævistarf var
húsmóðurstarfið, því ævistarfi hefur
þú nú skilað með sóma.
Þegar ég hugsa um hvað það var
sem einkenndi þig er það ljúf-
mennska sem mér kemur fyrst í
MARTA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 551 3485 • Fax 568 1129
Áratuga reynsla
í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Vaktsími allan sólarhringinn
896 8284
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
þurft að fresta birtingu greina,
enda þótt þær berist innan hins
tiltekna skilafrests.
Skilafrestur
minning-
argreina