Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 55 LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu, og mun allur ágóði renna til líknarmála. Rebekka Gunnarsdóttir, mynd- listarkona, sem er ein félagskvenna Kaldár, hefur teiknað kortið. Jólakort Kaldár komið út SALA er haf- in á jóla- kortum Styrktarfé- lags vangef- inna. Um eina mynd er að ræða, „Jól“ eftir Ellu Halldórsdótt- ur, starfs- mann í Bjark- arási og nemanda í Fjölbraut í Breiðholti. Kortin fást stök, bæði með og án texta á kr. 85 stk. og einnig 6 í pakka á kr. 500. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skip- holti 50c, 3. hæð, í Bjarkarási, Lyngási, Ási, Þroskahjálp, Öryrkja- bandalagi Íslands, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Blómálfinum, Blómabúðinni Kringlunni, Nesapó- teki, Efnalauginni Björg og Skip- holtsapóteki. Jólakort Styrktarfélags vangefinna Tillaga um nýtt nafn Samfylkingarinnar Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður legði til á landsfundi Samfylk- ingarinnar að nafni flokksins verði breytt í Samfylkingin – Jafnaðar- flokkur Íslands. Tillaga Ástu Ragn- heiðar er að nafninu verði breytt í Samfylkingin – Jafnaðarflokkurinn. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT ELSA E. Guðjónsson, textíl- og bún- ingafræðingur, flytur fyrirlestur með litskyggnum laugardaginn 17. nóvember kl.14 á vegum Heimilis- iðnaðarskólans í húsnæði Heimilis- iðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2. Elsa fjallar, í máli og myndum, um faldbúning íslenskra kvenna eins og hann tíðkaðist á seinni hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar. Heimildir eru fengnar víða að. Aðalhlutar faldbún- ingsins voru faldur, kragi, treyja, upphlutur, skyrta, pils og svunta (síðar ein flík: samfella), nærpils og síðar einnig millipils; auk þess belti og ýmsir klútar: hálsklútur, handlín og höfuðklútur. Í erindinu verður gerð nánari grein fyrir hinum ýmsu flíkum, heit- um þeirra, gerð og efni og þeim breytingum sem urðu á þeim og fald- búningnum í heild á þessu tímabili. Aðgangseyrir kr. 1.000, kaffi og kleinur innifalið. Allir velkomnir. Íslenski fald- búningurinn um 1800 OPIÐ hús verður í höfuðstöðvum AcoTæknivals, Skeifunni 17, föstu- daginn 16. nóvember, kl. 13-18. Til- efnið er tvíþætt, annars vegar að bjóða viðskiptavinum Aco og Tækni- vals í heimsókn í nýja sameinaða fyr- irtækið og hins vegar að kynna tölvubúnað af ýmsu tagi og lausnir sem fyrirtækið hefur á boðstólum. Fyrirlestrar og kynningar verða á átta stöðum í húsakynnum Aco- Tæknivals og m.a. verður vakin sér- stök athygli á Sony fjarfundabúnaði, nýju Evo línunni frá Compaq, þráð- lausum lausnum fyrir fartölvur, „Thin Client“ netlausn, íslenskuðu iDVD forriti frá Apple, nútímaskrif- stofunni í Office 1, stafrænum prent- lausnum frá Ricoh, HP og Xerox, ör- yggislausnum með Cisco VPN, heildarlausnum í verslunarkerfum, Veritas afritunarbúnaði og Compaq Proliant Intel netþjónum, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í AcoTæknivali OPINN afmælis- og kynningarfund- ur AL-ANON-samtakanna verður í dag, föstudaginn 16. nóvember, í Bú- staðakirkju og hefst kl. 20.30. Sam- tökin voru stofnuð á Íslandi 18. nóv- ember 1972, og eru því 29 ára. Á fundinum segja fjórir AL- ANON-félagar og einn félagi í AA- samtökunum sögur sínar. AL- ANON-samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Kaffi að fundi loknum, segir í fréttatilkynningu. Afmælis- og kynningarfundur AL-ANON MÁLÞING um framtíð þjóðminja- vörslu verður haldið í Odda, stofu 101, laugardaginn 17. nóvember, kl. 14, á vegum Félags íslenskra forn- leifafræðinga. Síðastliðið vor voru samþykkt á Alþingi ný þjóðminjalög sem boða grundvallarbreytingar á skipan þjóðminjavörslunnar, segir í frétta- tilkynningu. Erindi halda: Karitas H. Gunnarsdóttir, Kristín Huld Sig- urðardóttir, Margét Hallgrímsdótt- ir, Magnús Skúlason. Að erindunum loknum verða almennar umræður. Málþing um framtíð þjóðminjavörslu RANDALÍN á Egilsstöðum býður til sýningar á nýstárlegri hönnun nytjahluta. Má þar nefna lampa, ljós- ker, gestabækur, hirslur undir jóla- póst og skjöl, sem og albúm. Sýningin verður í húsnæði Hand- verks og hönnunar í Aðalstræti 12, Reykjavík, föstudag 16. nóvember kl. 18-22 og laugardag 17. nóvember kl. 10-16. Allir velkomnir. Sýning hjá Randalín DR. DAVID Julian við Tiburon mið- stöðina fyrir umhverfisrannsóknir við ríkisháskólann í San Francisco heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnun- ar Háskólans í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 12.20, í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: „Sulphide De- toxification in Marine Invertebrates: A New Perspective“. Fyrirlestur í Líf- fræðistofnun HÍ FUNDUR vegna sameiningar Fé- lags ræstingastjóra og Félags fag- fólks í ræstingum verður haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 20. Á dagskrá fundarins verður m.a. sameining Félags ræstingastjóra og Félags fagfólks í ræstingum. Kosn- ing stjórnar hins sameinaða félags. Fundinn sækir fulltrúi Norræna ræstitækniráðsins, hr. Poul Vistoft. Léttar veitingar í boði. Stofnfundur ræstingafólks GANGA og útifundur verður laug- ardaginn 17. nóvember kl. 14 undir yfirskriftinni Gegn stríði og ofbeldi. Safnast verður saman á Skólavörðu- holti (við Hallgrímskirkju) og geng- ið niður Skólavörðustíg á Lækjar- torg þar sem haldinn verður útifundur. Föstudaginn 19. október sl. stóð hópur einstaklinga og samtaka fyrir göngu og útifundi á Lækjartorgi undir yfirskriftinni Gegn stríði og ofbeldi. Á þeim tæpa mánuði sem liðinn er hefur ástandið versnað og loftárásir Bandaríkjamanna á Afg- anistan hafa nú þegar drepið fjölda óbreyttra borgara og milljónir eru á flótta frá heimilum sínum af þeirra völdum og ofbeldismanna í landinu sjálfu, segir í fréttatilkynningu. Útifundur gegn stríði og ofbeldi Listskautar:Vinil Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46 Stærðir 28-36 kr. 4.201. Stærðir 37-46 kr. 4.689 Hokkískautar: Reimaðir Stærðir 37-46 Verð aðeins kr. 9.338 Smelluskautar: Stærðir 29-41 Verð aðeins kr. 4.989 Hokkískautar: Smelltir Stærðir 36-46 Verð aðeins kr. 5.990 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Verð aðeins kr. 3.989 Listskautar: Leður Hvítir: Stærðir 31-41 Verð aðeins kr. 6.247. Svartir: Stærðir 36-45 kr. 6.474 Nýjung: Skautar undir HYPNO línuskautaskó kr. 4.823 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 10-14 KRINGLUNNI - SMÁRALIND - AKUREYRI ABBAS www.lloyd-shoes.de NÝ SENDING FJÖLSKYLDUDAGUR verður í fé- lagsheimilinu Gullsmára laugardag- inn 17. nóvember kl. 14. Samstarf hefur verið við Smára- skóla og munu nemendur þaðan ásamt foreldrum sínum og ættingj- um vera á hátíðinni. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur, kór Hjalla- skóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur og dansarar frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna dans. Aðstaða verður fyrir yngri börnin að teikna og lita. Boðið upp á vöffluhlaðborð, kr. 500 fyrir fullorðna, kr. 300 fyrir 6–12, frítt fyr- ir 5 ára og yngri. Dagskráin endar á dagskrárlið sem nefnist hláturinn lengir lífið, segir í fréttatilkynningu. Allir vel- komnir. Fjölskyldudagur í Gullsmára JSB heldur danshæfileikakeppni laugardaginn 17. nóvember kl. 19.30 í Íþróttahúsinu Digranesi. Keppt verður með sama sniði og á Íslandsmótinu í Freestyle. 16 ein- staklingar og 17 hópar eru skráðir til leiks, samtals 73 keppendur, allt nemendur við Jassballettskóla Báru. Í aldurshópi 10-13 ára verður keppt um JSB-bikarinn sem er far- andbikar og í aldurshópi 14-17 ára verður keppt um dansbikarinn, sem einnig er farandbikar. Jassballett- skóli Báru mun í framhaldi gera danshæfileikakeppni í skólanum að árlegum viðburði og verður hún nefnd eftir bikarnum í eldri keppn- inni, Dansbikarnum, segir í frétta- tilkynningu. Allir velkomnir. Verð kr. 500. Danshæfileika- keppni hjá JSB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.