Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
FÉLAGSVÍSINDADEILDHáskóla Íslands var stofn-uð 15. september 1976 ogfagnar nú 25 ára afmæli
sínu. Í deildinni sameinuðust fé-
lagsfræði, stjórnmálafræði og mann-
fræði, sem áður höfðu myndað náms-
braut í almennum þjóðfélagsfræð-
um, og bókasafnsfræði, sálfræði og
uppeldisfræði, sem kenndar höfðu
verið í heimspekideild fram að því.
Síðar bættust fleiri greinar við og nú
eru 22 námsleiðir í deildinni.
Hægt er að ljúka þaðan BA-prófi í
átta greinum, starfsréttindum í fjór-
um greinum og 30 eininga aukagrein
í fjórum greinum þar til viðbótar.
Sérskipulagt MA-nám er í fjórum
greinum og auk þess er hægt að
sækja um heimild til skráningar í
MA-rannsóknarnám í öllum fræði-
greinum deildarinnar og til doktors-
náms í nokkrum þeirra. Árelía Eydís
Guðmundsdóttir var fyrsti doktors-
neminn til að útskrifast frá deildinni
en hún varði doktorsritgerð í stjórn-
málafræði í haust.
Gífurlegur vöxtur í deildinni
Frá upphafi hafa yfir 1.800 nem-
endur útskrifast frá deildinni með
BA-próf, um 1.500 með starfsrétt-
indi og 30 með MA-próf.
Í upphafi voru um þrjú hundruð
stúdentar skráðir til náms, sem voru
um tíu prósent af heildarnemenda-
fjölda háskólans. Í ár eru hins vegar
um 1.400 stúdentar skráðir í deild-
ina, eða um 20% af heildarnemenda-
fjölda. Hún er nú fjölmennasta deild
Háskóla Íslands.
Í upphafi voru ellefu fastir kenn-
arar við deildina, þar af tvær konur.
„Í dag eru aftur á móti 39 kennarar
og af þeim eru 19 konur,“ segir Ólaf-
ur Þ. Harðarson deildarforseti.
„Þessi aukning bæði í nemenda- og
kennarafjölda sýnir að það hefur
verið gífurlegur vöxtur í deildinni á
þessum 25 árum sem liðin eru frá
stofnun hennar. Þá er námsframboð-
ið orðið mun fjölbreytilegra og rann-
sóknarvinna sem hér fer fram hefur
aukist til muna.“
Ólafur segir að hina miklu fjölgun
nemenda í deildinni megi meðal ann-
ars skýra með því að nemendum hef-
ur gengið vel að fá vinnu við sitt hæfi
og á mörgum og ólíkum sviðum. „Í
deildinni hefur frá upphafi verið lögð
mikil áhersla á tölfræði, aðferða-
fræði og að kenna nemendum vís-
indaleg vinnubrögð. Ég tel þetta
meðal annars ástæðu þess að nem-
endur okkar úr ýmsum greinum eru
samkeppnishæfir á vinnumarkaðn-
um.“
Efling framhaldsnáms
Á seinni árum hefur framhalds-
nám við deildina eflst og mikil
áhersla er nú lögð á uppbyggingu
þess. „Ég tel það mjög mikilvægt að
deildin haldi úti öflugu framhalds-
námi. Það hefur enn ýmsa kosti að
fólk fari í framhaldsnám til útlanda
en margir eiga ekki kost á því. Það er
mjög mikilvægt fyrir rannsóknar-
starfsemi háskóla að þar sé boðið
upp á framhaldsnám.“
Ólafur segir að enn meiri áhersla
verði lögð á framhaldsnámið í nán-
ustu framtíð.
„Megináhersla verður á að reyna
að efla framhaldsnámið og byggja
ofan á greinarnar sem við höfum
þegar, frekar heldur en að fjölga
mikið grunngreinunum.“
Mikil fjölbreytni
Eitt meginmarkmið með stofnun
deildarinnar var að efla félagsvís-
indin í landinu og rannsóknir þeim
tengdar.
„Deildin er vissulega minni en
gengur og gerist í stórum erlendum
háskólum. En fjölbreytnin er ótrú-
lega mikil hjá okkur að mínu mati,“
segir Ólafur. „Eitt af markmiðun-
um í upphafi var að bjóða upp á gott
nám og miða kennsluna við það að
nemendur sem útkrifuðust frá
deildinni væru gjaldgengir í fram-
haldsnám í bestu háskólum í veröld-
inni. Það hefur gengið mjög vel eft-
ir.“ Deildinni er nú skipt í sex skorir
sem hver um sig inniheldu
fög. „Allar námsgreinar er
ugri endurskoðun. Þannig
dæmis bókasafns- og up
fræðin breyst heilmikið m
tækni sem við höfum reynt
ast vel með.“
Af auknu námsframboð
farin ár má nefna að nýv
tekin upp kennsla í borga
við deildina í samvinnu við
víkurborg, svo og diplom
tómstundafræðum. Þá
kennsla í atvinnulífsfræði
sem er þverfagleg grein.
hófst svo í tengslum við Vin
stofnun fjarnám í náms- o
ráðgjöf.
Sálfræðin hefur lengi v
sælasta grein deildarinn
hæla henni fylgir stjórnmá
Mikil gróska frá upp
Ólafur hefur starfað við
frá því árið 1980 en var nem
hana árið sem hún var stof
flutti reyndar ávarp við
deildarinnar sem fulltr
enda,“ rifjar Ólafur brosa
Morgunbl
Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar Háskóla Ís
Áhersla lögð
á eflingu fram
haldsnáms
Félagsvísindadeild Háskóla Ísland
fagnaði 25 ára afmæli á dögunum. Su
Ósk Logadóttir ræddi af því tilefn
við Ólaf Þ. Harðarson er tók
við starfi deildarforseta í haust.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, veitti í gær móttöku veg-
legri bókagjöf frá félagsvís-
indadeild Háskóla Íslands í tilefni
afmælis deildarinnar. Um er að
ræða á sjöunda tug verka íslenskra
fræðimanna á sviði félagsvísinda.
Ólafur var fyrsti prófessorinn í
stjórnmálafræði við deildina og eru
nokkrir núverandi kennarar gaml-
ir nemendur hans.
„Það er einkar ánægjulegt að
veita þessari myndarlegu gjöf við-
töku fyrir hönd Bessastaða og þjóð-
arinnar,“ sagði Ólafur. „Gjöfin er
áhrifarík staðfesting á þeim ár-
angri sem náðst hefur í fé-
lagsvísindum frá stofnun deild-
arinnar og ég held að okkur sem
tókum þátt í að ýta félagsvís-
indadeild háskólans úr vör hefði
jafnvel á bjartsýnustu stundum
ekki getað órað fyrir hversu öflug
íslensk rannsóknarstarfsemi á
sviði félagsvísinda yrði.“
Ólafur minntist stofnunar deild-
arinnar og sagði hana hafa verið
mikla landnámsbaráttu fyrstu árin.
„Finna þurfti fræðigreinunum stað
í íslenskri tungu, þróa orðasöfn og
fleira. Síðan þurfti einnig að sann-
færa samfélagið allt um þa
hefðum getu til þess að þró
lagsvísindin. Það hefur gen
Það er því ánægjulegt að
kost á því á góðum stundum
geta litið í þessar bækur.“
Ólafur Þ. Harðarson, for
lagsvísindadeildar sagði í g
við forsetann að næst þega
Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindadeildar, afhenti forse
sitja auk Ólafs: Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, Baldur Þórh
laugsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Si
Gjöfin
staðfesting
á árangri
félagsvís-
indadeildar
Á DEGI ÍSLENSKRAR TUNGU
Dagur íslenskrar tungu er í dag.Tungan er snar þáttur í vitundhverrar þjóðar. Á það ekki síst
við á Íslandi þar sem ekki eru foldgnáar
hallir og feiknleg mannvirki til að bera
vitni fortíð þjóðar, heldur orð á handriti;
tungumál, sem svo litlum breytingum
hefur tekið í aldanna rás að segja má að
rithöfundar nútímans riti sama mál og
höfundar fornritanna.
Þrátt fyrir þennan sterka arf óttast
margir um framtíð íslenskunnar og telja
að mikil ógn stafi af uppgangi ensk-
unnar. Svo vill til að í dag verður sett
ráðstefna í Finnlandi á vegum ráðgjaf-
arnefndar um norræna málstefnu, sem
starfar á vegum Norrænu ráðherra-
nefndarinnar. Þar verður kynnt skýrsla
Ara Páls Kristinssonar, forstöðumanns
Íslenskrar málstöðvar, um íslensku og
aðstæður í íslensku málsamfélagi ásamt
sambærilegum skýrslum frá hinum nor-
rænu málsvæðunum. Í grein, sem Ari
Páll Kristinsson skrifar í Morgunblaðið í
dag, kemur fram að einkum liggi þrjár
ástæður að baki þegar fólk kjósi ensku
til samskipta fremur en móðurmál sitt.
Fyrirtæki halli sér að ensku til að auð-
velda alþjóðleg samskipti, margir virðist
ofmeta kunnáttu sína og annarra í ensku
og enskan hafi táknrænt gildi eða virð-
ingu, þ.e. enskan sé fínni en móðurmál-
ið. Samkvæmt skýrslunum tengist notk-
un ensku oft fremur hárri þjóðfélags-
stöðu og aukinni virðingu.
Ýmis dæmi mætti taka til að renna
stoðum undir þá fullyrðingu að íslenska
sé á undanhaldi. Í íslenskum háskólum
færist í vöxt að námskeið fari fram á
ensku. Árið 1999 var greint frá því hér í
Morgunblaðinu að starfsmenn Lands-
virkjunar, sem voru að vinna við Vatns-
fellsvirkjun, gætu ekki notað íslensku til
að fjalla um verkefnið. Í íslensku skýrsl-
unni, sem kynnt verður í Finnlandi í
dag, er meðal annars fjallað um Íslenska
erfðagreiningu og kemur fram að þar
noti starfsmenn ensku í nánast öllum
þeim tilvikum þar sem nauðsynlegt er að
samstarfsmennirnir skilji. Þar vinnur
fólk af 20 þjóðernum og af 550 starfs-
mönnum eru 80 af erlendu bergi brotnir.
Á hinn bóginn er ýmislegt, sem bendir
til að íslenskan lifi góðu lífi. Erlent
barnaefni í sjónvarpi og kvikmyndahús-
um er talsett. Mikið kemur út af bókum
á íslensku og ekki má gleyma dagblöð-
um og tímaritum. Íslenskar hljómsveitir
nota flestar íslensku.
Degi íslenskrar tungu var valinn 16.
nóvember, fæðingardagur Jónasar Hall-
grímssonar. Jónas blés nýju lífi í ís-
lenska skáldskaparlist með orðkynngi
sinni og hélt um leið tryggð við það, sem
á undan kom. Tilvist íslenskunnar verð-
ur aldrei tryggð nema haldið sé áfram
að blása í hana nýju lífi. Á þetta er
minnt með því að helga sérstakan dag
tungunni. En styrkur tungunnar felst í
því að halda henni lifandi og þess vegna
er dagur íslenskrar tungu á hverjum
degi.
NÝ SAMNINGALOTA
UM VIÐSKIPTAFRELSI
Samkomulagið, sem náðist á ráðherra-fundi Heimsviðskiptastofnunarinnar,
WTO, í Doha í Katar í fyrradag, er heims-
byggðinni mikils virði og gefur ástæðu til
bjartsýni. Aðildarríki stofnunarinnar
urðu sammála um að hefja nýja samninga-
lotu um aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum.
Afnám tolla, ríkisstyrkja og annarra við-
skiptahindrana mun efla milliríkjavið-
skipti og hagvöxt og vega upp á móti sam-
drætti í alþjóðlegu efnahagslífi. Hefðu
viðbrögðin við niðursveiflunni orðið þau
að grípa til verndaraðgerða í einstökum
ríkjum hefði það hins vegar eingöngu orð-
ið til þess að dýpka efnahagslægðina. Þótt
enn séu engir samningar um aukið við-
skiptafrelsi fastir í hendi verður það varla
ofmetið að ríkjum heims tókst að forðast
mistökin, sem gerð voru í Seattle fyrir
tveimur árum, er áform um nýja viðræðu-
lotu fóru út um þúfur.
Í lokayfirlýsingu Doha-fundarins er
sérstakt tillit tekið til hagsmuna þróun-
arríkjanna. Þau munu líka græða mest á
nýrri, víðtækri viðræðulotu á vegum
WTO, þar sem markmiðið er að lækka
tollmúra og opna markaði fyrir útflutn-
ingsvörum þeirra, ekki sízt landbúnaðar-
afurðum. Fyrir fátækari ríki heims er
jafnframt mikilvægt að aðildarríki WTO
samþykktu ályktun um að framleiðsla
lyfja sé heimil án þess að handhafi hug-
verkaréttar njóti ávinnings í þeim tilfell-
um þegar neyðarástand ríkir. Þetta mun
t.d. stuðla að því að Afríkuríki, þar sem al-
næmisfaraldur geisar, geti fengið lyf á
lágu verði.
Út frá íslenzkum hagsmunum er veru-
legt fagnaðarefni að ætlunin sé að taka
sérstaklega á ríkisstyrkjum í sjávarútvegi
í samningalotunni. Markmið viðræðnanna
verður að setja reglur um beitingu rík-
isstyrkja og stuðla að afnámi þeirra.
Taka má undir það með Valgerði Sverr-
isdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
sem sat fundinn af hálfu íslenzku ríkis-
stjórnarinnar, að þessi niðurstaða er sig-
ur fyrir utanríkisþjónustu Íslands, enda
áttu Íslendingar frumkvæði að málinu og
börðust fyrir því á vettvangi WTO.
Hins vegar er það miður, að á ráðherra-
fundinum í Doha gætti áfram þess tví-
skinnungs í málflutningi Íslands, sem
Morgunblaðið hefur áður gagnrýnt. Af
hálfu iðnaðar- og viðskiptaráðherra kom
fram að Ísland styddi „langtímamarkmið
um aðlögun íslenzks landbúnaðar að hinu
alþjóðlega viðskiptaumhverfi í samræmi
við landbúnaðarsamning WTO“, en jafn-
framt að Ísland legði áherzlu á sérstöðu
íslenzks landbúnaðar og að tekið yrði tillit
til „hagsmuna sem ekki eru viðskiptalegs
eðlis“. Ráðherrann nefndi m.a. byggða-
sjónarmið, menningarlegt gildi landbún-
aðar, umhverfissjónarmið og fæðuöryggi.
Hvernig er hægt að fara fram á það í
öðru orðinu að önnur ríki afleggi ríkis-
styrki til sjávarútvegs en að leita réttlæt-
inga fyrir því í hinu orðinu að Ísland við-
haldi tollavernd og ríkisstyrkjum til
landbúnaðarins vegna „hagsmuna sem
ekki eru viðskiptalegs eðlis“? Í ríkjum
Evrópusambandsins eru ríkisstyrkir til
sjávarútvegs t.d. réttlættir á svipuðum
forsendum og landbúnaðarstyrkir, þ.e.
með vísan til byggðasjónarmiða og fé-
lagslegs og menningarlegs mikilvægis
sjávarútvegsins fyrir strandbyggðir.
Samt gagnrýna Íslendingar ESB fyrir að
styrkja sjávarútveginn en í fréttatilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu eru aðild-
arríki ESB tilgreind sem „aðildarríki
WTO sem stutt hafa sömu sjónarmið og
Ísland hvað varðar mikilvægi þess að í
viðræðum um viðskipti með landbúnaðar-
vörur verði tekið tillit til þátta sem ekki
eru viðskiptalegs eðlis“.
Svona tvöfeldni gengur ekki upp ef Ís-
lendingar vilja ná fram hinu raunverulega
hagsmunamáli sínu, sem er frelsi í við-
skiptum með sjávarafurðir um allan heim.
Við verðum að vera sjálfum okkur sam-
kvæm í samningalotunni, sem framundan
er.