Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 1
263. TBL. 89. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 16. NÓVEMBER 2001 BANDARÍKJAMAÐURINN John Mercer fagnar dóttur sinni Heather en hún kom til Islamabad í Pakistan í gær eftir að hafa eytt þremur mánuðum í fangelsum talibana- stjórnarinnar í Afganistan. Var hún ein átta alþjóðlegra hjálparstarfs- manna sem talibanar handtóku í ágúst síðastliðnum og sökuðu um að hafa stundað kristniboð í land- inu. Réttarhöld yfir áttmenning- unum voru nýhafin þegar loftárásir Bandaríkjamanna hófust í október en þau hefðu átt yfir höfði sér dauðarefsingu ef þau hefðu verið fundin sek. AP Laus úr prísund Bandaríkjamenn sögðu fyrr um daginn að margir forystumanna al- Qaeda hryðjuverkasamtaka Sádi- Arabans Osama bin Ladens hefðu fallið í loftárásum Bandaríkjanna á borgirnar Kabúl og Kandahar undan- farna daga. Ekki er þó vitað hversu háttsettir þessir menn voru og engar vísbendingar eru um að bin Laden sjálfur hafi verið í þeim byggingum sem sprengjum var varpað á. Norðurbandalagið hélt áfram áhlaupi sínu gegn herjum talibana- stjórnarinnar en talibanar eru nú á hröðu undanhaldi. Harðir bardagar voru nálægt borginni Kunduz en Tommy Franks, hershöfðingi í Bandaríkjaher, sagði að þar héldu á milli tvö og þrjú þúsund manna úr- valssveitir al-Qaeda samtakanna og talibana uppi vörnum. Er Kunduz eitt síðasta vígi talibana í Norður-Afgan- istan og Franks varaði við því að þeir myndu berjast til síðasta blóðdropa. Breskir hermenn til Kabúl í gær Nokkrir aðstoðarmenn Mohamm- ed Zahir Shaf, fyrrverandi konungs í Afganistan, voru í gær sagðir á leið til Kandahar í Suður-Afganistan sem verið hefur höfuðstaður talibana- stjórnarinnar. Þar átti að gera tilraun til að telja talibana á að afsala sér völdum í Afganistan án þess að til frekari blóðsúthellinga kæmi. Fréttir um stöðu mála í Kandahar eru óljósar og sagði Hamid Karzai, einn af andstæðingum talibanastjórn- arinnar, að íbúar borgarinnar hefðu gert uppreisn og bolað talibönum frá völdum. Aðrir heimildarmenn sögðu talibana hins vegar enn ráða þar lög- um og lofum og Mohammed Omar, andlegur leiðtogi talibana, fullyrti í samtali við BBC að talibanar myndu snúa vörn í sókn eða deyja ella. Öryggisráð SÞ samþykkti í fyrra- kvöld ályktun þar sem m.a. var vikið að neyðaraðstoð við Afgana og áætl- unum um að senda alþjóðlegar frið- argæslusveitir til starfa í þeim hluta Afganistan sem ekki lýtur lengur yf- irráðum talibana. Lentu um eitt hundrað breskir hermenn á Bagram- flugvelli norður af Kabúl í gærkvöldi og verður verkefni þeirra að tryggja öryggi þeirra sem sinna munu neyð- araðstoð í landinu. Donald Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, gaf hins vegar til kynna að Bandaríkjamenn myndu verða of uppteknir á öðrum vígstöðv- um, þ.e. í þeirri alþjóðlegu baráttu gegn hryðjuverkum sem þeir hafa boðað. „Afar ólíklegt“ væri að banda- rískir hermenn tækju þátt í starfi þessara sveita, sem hugsanlega munu ílengjast í Afganistan. Vilja hraða mynd- un nýrrar stjórnar Washington, Islamabad, Quetta. AFP.  Bin Laden/26 Skorað á/28 GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsfor- seti tóku í gær undir með þeim sem vilja hraða myndun nýrrar stjórnar í Afganistan, en fundi leiðtoganna lauk í Texas í Bandaríkjunum í gær. Sagði talsmaður Sameinuðu þjóðanna í New York að Norðurbandalagið, sem unnið hefur góða sigra á herjum talibanastjórnarinnar undanfarna daga, ætti enga heimtingu á að vera sett skör hærra en aðrir hópar stjórn- arandstæðinga í Afganistan þegar sest verður niður til að ræða framtíðar- stjórnskipulag landsins á ráðstefnu er SÞ hyggst halda. Bandaríkjamenn segja marga forystumenn al-Qaeda hafa fallið í loftárásum  Fólkið faðmaði/27 LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna í Kosovo fluttu kjósendum lokaskila- boð sín í gær vegna þingkosninga sem fara fram á morgun. Kosning- arnar eru sögulegar því Kosovo fær nú sitt eigið þing og vísi að ríkis- stjórn, en héraðið hefur verið undir stjórn sérstakrar sendinefndar Sam- einuðu þjóðanna frá því að stríði Atl- antshafsbandalagsins við Júgóslavíu lauk sumarið 1999. Talið er líklegt að flokkur Ibrahims Rugova, LDK, fari með sigur af hólmi í kosningunum en Rugova hefur farið fyrir hófsamari öflum Kosovo-Albana um margra ára skeið. PDK-flokkur Hashims Thaci, sem varð til er Frels- isher Kosovo (UCK) var formlega leystur upp við lok Kosovo-stríðsins, gæti þó sett strik í reikninginn, og hið sama má segja um AAK-flokkinn, sem myndaðist við klofning í PDK. Vojislav Kostunica, forseti Júgó- slavíu, hvatti í gær Serba í Kosovo til að taka þátt í kosningunum en óttast hefur verið að þeir myndu hunsa þær. Kosovo-Serbar, sem eru tæplega 10% íbúanna, hafa sætt ofsóknum frá því að stjórnvöld í Belgrað töpuðu yfirráðum yfir héraðinu í hitteð- fyrra. Lokahnykkur kosn- ingabaráttu í Kosovo Pristina, Belgrað. AFP. AP Fylgjendur PDK-flokks Hashims Thaci á kosningafundi í Pristina í gær. OPEC-ríkin samþykktu í fyrradag að minnka olíuframleiðsluna um 1,5 milljónir fata á dag, eða um 6%, en settu það skilyrði að olíuútflutnings- ríki utan samtakanna, Rússland, Óm- an, Mexíkó og Noregur, minnkuðu framleiðslu sína hlutfallslega jafnmik- ið. Rússar vilja hins vegar ekki minnka framleiðslu sína nema um 30.000 föt á dag, eða um 0,5%, og áréttuðu þá afstöðu sína í gær. Varð þetta til þess að Ali Naimi, ol- íumálaráðherra S-Arabíu, áhrifa- mesta ríkisins í OPEC, lýsti því yfir að samtökin myndu halda framleiðsl- unni óbreyttri, jafnvel þótt það gæti leitt til lægra olíuverðs, þar til öll olíu- útflutningsríkin féllust á að minnka framleiðsluna. Hann minnti á að slík- ar deilur milli olíuútflutningsríkjanna hefðu áður blossað upp og olíuverðið þá ávallt hrunið. Hráolíuverðið lækkar enn Mexíkó kvaðst ætla að minnka framleiðslu sína um 100.000 föt á dag. Noregur, þriðja mesta olíuútflutn- ingsríki heims á eftir Sádi-Arabíu og Rússlandi, ætlar hins vegar að halda að sér höndum og fylgjast með þróun- inni á mörkuðunum. Eftirspurn hefur minnkað í heim- inum vegna efnahagssamdráttar og hráolíuverð hefur lækkað um fjórð- ung frá hryðjuverkunum 11. septem- ber. Hélt hráolíuverð í London áfram að lækka í gær og fór niður fyrir 17 dali á fatið í fyrsta sinn í tvö ár. Sádi-Arabar vara Rússa við verðhruni á olíu Vín. AP. LÍKURNAR á frekari lækkun olíuverðs jukust í gær þegar olíumálaráð- herra Sádi-Arabíu lýsti því yfir að OPEC, samtök ellefu olíuútflutningsríkja, myndu standa við þá ákvörðun sína að minnka ekki olíuframleiðslu sína nema önnur ríki gerðu það einnig – jafnvel þótt það gæti leitt til lægra olíuverðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.