Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 47
hug. Það var svo notalegt og gott að
vera í návist þinni, en þú varst líka
staðföst og það var góður eiginleiki
fyrir þig, með allt þitt líflega fólk í
kringum þig. Stundum hristirðu höf-
uðið og hlóst yfir æsingnum í mann-
skapnum, en þú lést ekki hagga þér,
hafðir bara gaman af.
Mikil veikindi hafa hrjáð þig und-
anfarna mánuði og vitað var að
hverju dró, samt erum við aldrei
viðbúin því að missa. Við getum þó
huggað okkur við að þjáningum þín-
um er lokið.
Skyndilega haust
og skýlaus andartaks kyrrð.
Við skynjum að nú verður ort
harmljóð á hásumardegi.
Í firðinum speglast
fagurlit, óljós mynd
af ferðbúnu skipi
á leið út í ljóshvíta eilífð.
Hafsjór minninga
mósaík tímans svo litrík
meitluð í tæran kristal
og geymd af heilum hug.
Skyndilega haust
og skilnaðarstund upp runnin.
Skip þitt hreppir ei framar
brotsjó og beljandi storm.
(Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.)
Víkingur, Kristján minn, Björn,
Guðrún Björg, Þóra og Finnur,
missir ykkar er mikill, en minningin
um góða konu og ljúfa móður mun
fleyta ykkur í gegnum sárustu sorg-
ir ykkar.
Marta mín, góður guð geymi þig
og hafðu þökk fyrir samfylgd sem
aldrei bar skugga á.
Þín tengdadóttir
Guðrún H. Óðinsdóttir.
Elsku amma Marta. Nú ertu farin
frá okkur. Söknuður minn er mikill
og sár. Amma mín, þú varst alltaf
svo blíð og góð, aldrei neinn asi eða
æsingur á hverju sem gekk, þú hafð-
ir alltaf nægan tíma fyrir spjall.
Það verður tómlegt um að litast í
Munkanum, engin amma í eldhúsinu
að bera fram eitthvað gott handa
okkur og spyrja frétta af því sem á
döfinni er hjá okkur.
Mér eru minnisstæðar ferðirnar í
hjólhýsið í Vaglaskógi og sunnu-
dagsbíltúrarnir þegar ég var hjá
ykkur afa. Þá var ekið um bæinn og
oft keyptur Brynjuís. Ég vona að ég
eigi eftir að fara með afa bæði í
skóginn og á rúntinn þegar hann
verður orðinn hress eftir veikindin
sín.
Það hefur verið erfitt að horfa
upp á hve veik þú hefur verið und-
anfarna mánuði og ósk mín var allt-
af sú að þér mundi batna, ég von-
aðist eftir kraftaverki. Kraftaverkið
lét á sér standa, að minnsta kosti í
þeirri mynd sem ég vildi, kannski er
það kraftaverkið að nú ertu laus við
veikindin.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta,
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Takk fyrir allt elsku amma mín,
sjáumst síðar.
Þinn
Kristján Þór.
Elsku amma mín, nú ert þú dáin
og kemur aldrei aftur. Elsku amma,
við sjáumst aftur seinna hjá Guði.
Þín
Snorri Már og Halldóra.
Elsku amma mín, ég kveð þig með
miklum söknuði. Ég veit að þér líður
vel að vera hætt að vera veik og að
hjá Guði líður þér vel. Bless, elsku
amma.
Þinn dóttursonur,
Víkingur.
Elsku amma. Ég kveð þig með
miklum söknuði. Ég veit að þér líður
betur uppi hjá Guði í hans garði.
Bless, elsku amma mín.
Þinn dóttursonur og nafni,
Marteinn Þór.
Elsku amma. Ég kveð þið með
miklum söknuði. Þú varst alltaf svo
ljúf og góð við mig og okkur öll, en
ég veit að nú er nýr og betri heimur
sem blasir við og þér líður betur.
Bless, elsku amma.
Þín dótturdóttir,
Inga Þórey.
Jæja, amma mín, nú ertu komin
þangað sem lífsins vegur leiðir okk-
ur öll og þangað sem öllum líður vel.
Við áttum margar góðar stundir
saman þótt ég hefði viljað að þær
yrðu fleiri. Nú verðum við aðskilin
um stund en aðeins í brotabrot af ei-
lífðinni. Því vil ég kveðja þig að sinni
með þessu ljóði:
Undir háu hamrabelti
höfði drúpir lítil rós,
þráir lífsins vængjavíddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrðlegt finnst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist
aldrei, það er minning þín.
(Guðm. Halld.)
Sjáumst bráðlega.
Þinn dóttursonur,
Stefán.
Að Mörtu Kristjánsdóttur stóðu
sterkir eyfirskir stofnar. Hún er nú
látin eftir níu mánaða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm, krabbamein. Fyrir
nokkrum vikum gekkst eftirlifandi
eiginmaður hennar, Víkingur
Björnsson, undir mjög erfiða hjarta-
aðgerð. Síðustu dagana í lífi Mörtu
lágu þau hjónin bæði á lyflækninga-
deild FSA. Var það Víkingi mikils
virði að geta deilt síðustu stundum
hennar með henni, þótt veikur væri.
Marta fékk lömunarveiki tveggja
ára gömul og var upp frá því mátt-
lítil í hægri hendi, en hún bar fötlun
sína vel og var furðu þróttmikil og
verklagin alla tíð. Ung að árum gekk
hún að eiga Víking Björnsson og
stóð ætíð við hlið hans í blíðu og
stríðu uns yfir lauk. Þau áttu fimm
börn og hennar ævistarf var innan
veggja heimilisins. Hún var mynd-
arleg húsmóðir og góður uppalandi,
eins og mannvænleg börn hennar
bera vitni um. Líf hennar snerist um
fjölskylduna. Hún lifði í kyrrþey og
ræktaði garðinn sinn.
Marta var lagleg kona, dökkhærð
og fíngerð. Hún var hæglát og prúð í
fasi og var til þess tekið, hversu fal-
lega framkomu hún hafði. Það var
ekki eingöngu ytri háttprýði, heldur
kurteisi hjartans sem var henni eðl-
islæg. En hún var síður en svo geð-
laus og gat verið stíf á meiningu
sinni, sérstaklega ef henni var mis-
boðið. Trygglyndi var ein meginstoð
í skaphöfn hennar. Hún reyndist
foreldrum sínum og tengdaforeldr-
um ákaflega vel og var þeim góð. Á
fyrstu búskaparárum ungu
hjónanna bjuggu þau í kjallaraíbúð í
húsi foreldra Víkings og síðan
byggðu þau sér stórt og glæsilegt
hús á næstu lóð. Meðan tengdafor-
eldrar Mörtu voru á lífi nutu þau
góðs af nábýlinu, hjálpsemi hennar
og góðvild.
Marta hélt stillingu sinni, virðingu
og reisn í erfiðum veikindum fram í
andlátið. Minning hennar lifir hjá
ástvinum. Megi hún vera huggun
harmi gegn.
Sigurður Ólafsson.
Ég vildi að ég væri að
skrifa afmæliskort til
systur minnar Huldu
Bjargar og hringja í
mömmu og systkini til
að ákveða með gjöf í tilefni af 45 ára
afmæli hennar hinn 16. nóv. Í staðinn
er ég að skrifa minningargrein.
Hulda Björg systir er dáin.
Hulda Björg var elsta systir mín,
fyrirmyndin, sú sem ég leit upp til.
Hún ólst upp hjá afa og ömmu en þar
sem ég var með annan fótinn hjá
þeim átti ég með Huldu Björgu
margar stundir. Hún var tíu árum
eldri en ég og var því orðin skvísa er
ég fór að muna eftir mér og fylgdist
ég náttúrulega vel með þegar hún var
að breytast úr stelpu í konu, verða
sjálfstæðari, finna sína fjöl. Ég man
eftir mörgum stundum inni á baði,
hún standandi fyrir framan spegilinn
að snyrta sig og plokka augabrúnirn-
ar sem í þá daga máttu ekki að vera
meiri en örfínar línur eða bursta
tennurnar sem mér fannst hún alltaf
óralengi að. Ég sat þá á klósettinu
eins og David Attenborough og
fylgdist með hverri hreyfingu. Einn-
ig man ég eftir henni liggjandi á eld-
húsgólfinu að gera leikfimisæfingar
með það að markmiði að „minnka
mjaðmirnar“. Þær æfingar fólust í
því að liggja á bakinu og velta sér upp
á mjaðmirnar til skiptis og það sem
mestu skipti var að gólfið undir væri
sem harðast. Ég átti einnig margar
góðar stundir með henni inni í henn-
ar herbergi þar sem við lágum uppi í
rúmi og spjölluðum eða bulluðum
eitthvað, hún tók mig þá gjarnan í
flugvél eða „hengdi mig upp á vegg“
eins og hún kallaði það. Hún tók mig
líka oft með í bíltúra þegar viðra
þurfti Maverickinn hans afa og þá
var oft gefið hressilega inn og taldi
hún litlu systur sinni trú um að gott
væri gefa vel í, svona til að „hreinsa
vélina“ eftir hægan akstur afa. Ég
tók auðvitað öllu sem stóra systir
sagði sem heilögum sannleik. Seinna
tók hún mig líka í flugvél, alvöru flug-
vél í þetta skiptið, en flug var hennar
áhugamál og lærði hún svifflug. Já,
það eru margar minningar úr Spító,
hún að lyfta upp álegginu af smurða
brauðinu hennar ömmu til að skafa
stærstu smjörfjöllin í burtu, amma að
biðja Huldu Björgu að hlaupa niður í
Brynju eða Höfner og Hulda Björg
að biðja mig, Hulda Björg að klippa
okkur Ingu Huld og við Inga að leika
Huldu Björgu og Nínu vinkonu henn-
ar því þær voru flottastar. Hulda
Björg vann líka í bíó með skólanum
og það kom sér vel fyrir mig að geta
hafið mig upp á því við vinkonurnar.
Einnig koma upp í hugann herbergi
Huldu Bjargar en hún hafði alltaf svo
fínt hjá sér, veggir voru málaðir og
betrekktir eftir þörfum og tísku, hús-
gögn voru máluð og yfirdekkt til að
gera þau fín og passandi, það var
saumað og lagað og hlutunum raðað
smekklega upp. Mér fannst alltaf
rosalega fínt og flott hjá henni. Mér
fannst þá og hefur alltaf fundist
Hulda Björg systir einstök, öðru vísi
en aðrir. Hún var sjálfstæð og fór
sína leið að markmiðinu, ekki alltaf
þá auðveldustu en oftast þá sem á
endanum gaf mestan árangur, bestu
útkomu.
Hulda Björg átti mörg áhugamál
og alltaf var eitthvað að bætast við.
Hún var flink í höndunum og óhrædd
að fara nýjar leiðir, hvort sem var í
prjóna- eða saumaskap, trölladeigs-
eða leirvinnu. Ég man þegar ég bað
hana að prjóna barbie-dúkkuföt fyrir
mig, þá voru prjónaðar peysur, pils
og kjólar og það með munstrum og
röndum og allt smellpassaði á dúkk-
urnar. Henni var ekki vel við að vinna
HULDA BJÖRG
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Hulda BjörgStefánsdóttir
fæddist á Akureyri
16. nóvember 1956.
Hún lést á heimili
sínu, Hrafnagils-
stræti 14, 25. júlí síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá Ak-
ureyrarkirkju 3.
ágúst.
eftir uppskriftum, oft-
ast hannaði hún flíkina
sjálf sem sauma átti eða
prjóna eða breytti í það
minnsta uppskriftinni
og man ég t.d. alltaf eft-
ir lopapeysu með kað-
lamunstri á ermunum
sem í þá daga þótti
mjög svo frumlegt. Hún
var natin við að hafa
fínt í kringum sig og gat
gert mikið úr litlu. Allt-
af var hún að breyta og
bæta, smám saman að
koma sér upp heimili
eins og hún vildi hafa
það. Húsið við Hrafnagilsstræti sýnir
að hún var smekkleg og margir mun-
ir sýna hve dugleg hún var í hönd-
unum. En það var ekki bara fínt hjá
henni, heldur var alltaf gaman að
koma til hennar. Umræðuefnin voru
mörg og hafði hún ákveðnar skoðanir
á málunum sem hún kom á framfæri
án þess að gera lítið úr skoðunum
annarra. Hún virti skoðanir og lífs-
sýn annarra, lagði sig fram um að
skilja aðra og sæi hún eitthvað hjá
öðrum sem hún gæti lært af gerði
hún það hiklaust. En það sem gerði
hana oft svo skemmtilega var að hún
var í senn óþolinmóð og full þraut-
seigju, í senn óstýrilát stelpa og
þroskuð kona, í senn sterk og við-
kvæm.
Það kenndi mér margt að fá að
fylgjast með Huldu Björgu breytast
úr óstýrilátum unglingi sem lifði líf-
inu, fór á sveitaböll, stundaði svifflug
og keyrði hratt á bílnum hans afa, í
móðurina og eiginkonuna sem lagði
metnað sinn í að halda fallegt heimili
og koma drengjunum sínum þremur
til manns. Fyrsta barn sitt, Jónas,
misstu þau Hörður og var það að
sjálfsögðu mikið áfall, fyrir þau og
fjölskylduna alla. En eins og flestir
erfiðleikar sem Hulda Björg þurfti að
ganga í gegnum varð þetta til að
þroska hana og auðga sem mann-
eskju. Tveimur árum eftir fæðingu
Jónasar kemur annar glókollur í
heiminn, Össur, síðan Hreggviður og
loks Villi. Allt efnilegir og glæsilegir
strákar. Hún lagði allt sitt í að veita
þeim gott uppeldi, var ávallt til staðar
og af því hafa þeir notið góðs. Þeir
hafa sýnt mikinn styrk og jafnaðar-
geð í þeirri miklu sorg sem yfir þá
hefur dunið.
Hulda Björg var sífellt að þroska
sjálfa sig og jafnvel í veikindunum og
baráttunni við krabbameinið var hún
líka að þroskast og læra. Mér finnst
ég sjá núna að hún hafi gert sér grein
fyrir hinu óumflýjanlega löngu á und-
an okkur hinum án þess að bera það á
torg. Heldur notaði hún tímann sem
hún átti vel, framkvæmdi hluti strax,
lagði sig fram um að heimilið yrði fínt
og allar breytingar á húsinu búnar,
nú síðast stéttin í kringum húsið sem
Hörður lagði og skömmu áður en hún
lést var hún úti hjá honum fárveik að
reyta arfa og laga blómabeðin sín.
Alltaf að gera fínt hjá sér. Sámur var
úti hjá þeim, strákarnir að koma og
fara eins og gengur á góðum sum-
ardegi. Fullkomið að manni fannst.
Af hverju fékk hún ekki að vera með
okkur lengur? Manni finnst að það
geti ekki verið til göfugra hlutverk en
að fá að sjá börnin sín vaxa úr grasi,
fá að ýta ungunum sínum úr hreiðr-
inu og horfa stoltur á þá taka flugið.
En sé til göfugra hlutverk hefur
henni verið ætlað að takast á við það,
hún leysir það vafalaust með sóma
eins og þau sem hún þurfti að leysa
hér á meðal okkar. Við sem eftir sitj-
um verðum að reyna að þroska sjálf
okkur á þessari reynslu, það hefði
Hulda Björg í það minnsta gert, og
trúa því að hún fylgist með ungunum
sínum taka flugið að ofan.
Elsku systir, ég kveð þig með
söknuði og miklum trega.
Megi ljósið og birtan umlykja þig,
þín
Hilma.
Í dag hefði Hulda Björg, systir
mín, orðið 45 ára. Þrátt fyrir að um
fjórir mánuðir séu nú liðnir frá því
hún lést er það enn jafn ótrúlegt og
erfitt að sætta sig við að hún skuli
vera farin. Hulda Björg ólst upp hjá
ömmu og afa í Spítalaveginum og við
ólumst því ekki upp saman en á full-
orðinsárum tókst með okkur góður
vinskapur og sterk tengsl sem ég
mun alltaf búa að. Mín fyrsta minn-
ing um Huldu Björgu er úr Spítala-
veginum þegar ég er 6 ára, þá nýflutt
norður með mömmu og tveimur
systkinum mínum. Við sátum við eld-
húsborðið hjá ömmu og Hulda Björg
neitaði að borða matinn. Ég man að
ég var feimin við hana og mér fannst
undarlegt að hún skyldi neita að
borða en eflaust hefur hún verið að
reyna að fá athygli þegar þrjú systk-
ini hennar voru allt í einu flutt inn á
heimilið. Við Hulda Björg eignuð-
umst börnin okkar á svipuðum tíma
og eru Hilma Ýr dóttir mín og Villi,
sonur Huldu Bjargar, fædd sama ár.
Með þeim tókst einstakur vinskapur
og fannst okkur Huldu Björgu alltaf
mjög ánægjulegt að sjá hvað þau eru
góðir vinir. Hulda Björg passaði oft
börnin fyrir mig en ég er ekki viss um
að ég hafi þakkað henni það nógu vel,
henni fannst þetta ekki nema sjálf-
sagt og lýsir það systur minni mjög
vel. Hún vildi alltaf rétta hjálparhönd
og það var augljóst hvað hún bar
mikla umhyggju fyrir systkinum sín-
um, þrátt fyrir að hafa ekki alist upp
með okkur. Það voru ófáar stundirn-
ar sem við sátum á heimili Huldu
Bjargar og Harðar og drukkum te og
spjölluðum um allt milli himins og
jarðar. Börnin okkar voru oft um-
ræðuefnið og fór ekki milli mála hvað
stóð hjarta hennar næst, það voru
strákarnir hennar og fjölskyldan í
heild sinni. Það var henni afar mik-
ilvægt að þeir fengju gott uppeldi,
umhyggju foreldra sinna og fastan
ramma á heimilinu. Þeirra þarfir
voru alltaf í fyrirrúmi og var hennar
starfsvettvangur að mestu á heim-
ilinu svo Össur, Hreggviður og Villi
mættu búa við sem bestar aðstæður.
Þessi áhersla hennar kom vel fram á
fermingardegi Össurar í vor, hún
lagði mikla alúð í að gera þann dag
eftirminnilegan fyrir alla og tókst
það frábærlega. Strákarnir og Hörð-
ur hafa misst mikið en við í fjölskyld-
unni munum gera það sem í okkar
valdi stendur til að styðja við bakið á
þeim.
Margar ánægjulegar minningar
hafa komið upp í hugann að undan-
förnu. Þegar Hulda Björg var ung-
lingur með síða ljósa hárið og mér
fannst hún svo falleg og flott systir.
Við Hulda Björg að baka kransaköku
fyrir brúðkaup Hilmu, systur okkar.
Við vorum afar stoltar af afrakstr-
inum, fannst þetta besta og frumleg-
asta kransakaka sem bökuð hafði
verið. Hulda Björg hress og kát á
ættarmóti í Skógargerði sumarið
2000, þegar allir leyfðu sér að trúa
því að sigur hefði unnist í baráttunni
við krabbameinið. Svona minningar
eru svo dýrmætar og gott að rifja
þær upp þegar sorgin leitar á hug-
ann. Sorgin mun fylgja okkur áfram,
en við verðum að læra að lifa með því.
Blessuð sé minning Huldu Bjargar,
systur minnar.
Helga Jóna.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.