Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.11.2001, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þórdís Lárus-dóttir húsmóðir fæddist á Heiði á Langanesi 7. júní 1911. Hún lést á líkn- ardeild Landspítala, Landakoti 7. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Lárus Helga- son bóndi og Arn- þrúður Sæmunds- dóttir húsmóðir á Heiði á Langanesi. Þórdís var ein 14 barna þeirra hjóna, einnig ólu þau hjón upp Snorra Bergsson. Af systk- inahópnum frá Heiði eru öll látin nema Bára, sem er búsett í Kefla- vík, og Einar, sem dvelur á dval- arheimili aldraðra á Þórshöfn. Börn Þórdísar eru Trausti Örn Guðmundsson vörubifreiðastjóri, f. 25. september 1940, búsettur í Reykjavík, og Heiða Austfjörð, f. 17. júlí 1947, búsett í Garðabæ. Trausti Örn eignaðist þrjár dætur með fyrrverandi eigin- konu sinni Láru Óskarsdóttur og þær eru: 1) Helen Björk, f. 1968, gift Kristmundi Eggertssyni, f. 1961, börn þeirra eru Sóley f.1990, Jón Trausti f.1993, og Eggert, f. 1998. 2) Hrund, f. 1972,gift Ragnari Jónssyni, f. 1970, synir þeirra eru Andri Rafn f.1992, Birkirf.1998 og Mikael f.2000. 3) Heiðdís, f. 1983. Þórdís ólst upp í foreldrahúsum við öll almenn sveita- störf þess tíma. Hún stundaði venjulegt barnaskólanám og starfaði við heimili og bú for- eldra sinna á Heiði til 1950. Þá flutti hún í Bræðraborg á Þórs- höfn, þar sem hún hélt heimili með Heiðu dóttur sinni og Jóni Trausta bróður sínum. Hún flutti 1980 til Reykjavíkur og þar hefur hún átt heima síðan, síðustu árin á heimili aldaðra í Norðurbrún 1. Útför Þórdísar fer fram frá Ás- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi, lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafði ég af þér, í minni muntu mér, því mun ég þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (Hallgr. Pétursson.) Kveðja til mömmu, Heiða. Okkar bestu minningar úr bernsku tilheyra allar ömmu, Nonna, Heiðu, Bræðraborg og Þórs- höfn. Að koma til þeirra var alltaf ævintýri og alltaf upplifði maður eitthvað nýtt og spennandi. Við mun- um ömmu í kjól með svuntu í eldhús- inu, Nonna í klossum að gera að net- um eða salta í tunnur, Heiðu í heiðursætinu í eldhúsinu með dúkk- una sína sem orðin var hárlaus af mikilli og stöðugri notkun hárbursta. Það voru ófá gullkornin sem læddust úr hennar horni. Ekkert var sennilega skemmti- legra en að fá Heiðu út að leika sér, þá helst í fótbolta. Þá var mikið fjör og mikið gaman. Það tókst reyndar ekki oft að fá hana út þrátt fyrir mik- ið suð okkar systra. Mikið var líka spennandi þegar Nonni bauð okkur í bíltúr í jeppanum. Þá sátum við hvor á sinni dekkjarhlífinni og hossuð- umst yfirleitt niður að kaupfélagi þar sem Nonni keypti handa okkur tyggjó. Ekki ónýtt það. Eða þegar amma leiddi okkur út í mjólkurbú þar sem hún sótti skyr í pokum og stundum mjólk í stóran mjólkur- brúsa þar sem hún fékk aðstoð hjá okkur við að bera það heim. Við héld- um mikið til bara í eldhúsinu hjá ömmu. Þar var hjarta hússins. Hún malaði sitt kaffi sjálf og það kom fyr- ir að við fengum það ábyrgðarmikla hlutverk að mala kaffi fyrir ömmu og þá kom maður sér vel fyrir undir eld- húsborði með kaffikvörnina góðu og malaði kaffi af miklum móð fyrir ömmu. Hún átti líka alltaf steiktar kleinur og parta svokallaða og „út- lenskt“ kex í áldósum, ekki ósvipuð- um Macintosh-dósunum. Heitur matur var fastur liður í hádeginu og um eittleytið var amma byrjuð að skipuleggja kvöldmatinn. Svo var að sjálfsögðu setið og snætt og spjallað. Þá átti Heiða það til, að halda því fram eftir að hún hafði lokið sinni máltíð, að það þyrfti ekki að vaska hennar disk upp þar sem hún væri búin að sleikja hann svo vel og vand- lega! Stundum fórum við í sendiferð- ir fyrir ömmu til Möggu og Snorra og þá þræddum við stíga á milli húsa þar til við komum að Bergi. Þar fengum við eitthvert góðgæti fyrir viðvikið og síðan voru stígarnir þræddir til baka. Bak við Bræðra- borg hafði Nonni af sinni natni smíð- að tvær rólur fyrir okkur systur. Það var mikið fútt þegar við vorum að róla, að róla nógu hátt og horfa niður þá blasti sjórinn við undir okkur. Það hafa sennilega ekki allir krakkar getað státað af slíkum og þvílíkum rólum! Þetta voru áhyggjulausar og yndislegar stundir. Svo var það árið 1980 að mæðgurnar lögðu land undir fót og fluttu suður. Amma í Mjóu- hlíðina og Heiða á Kópavogshæli. Árið 1987 dó Nonni, þá var erfitt fyr- ir ömmu að koma aftur að Bræðra- borg. Það hefur verið tómlegt um að litast þegar Nonni var ekki lengur til staðar. Amma fór allra sinna ferða innanbæjar fótgangandi þrátt fyrir að vera farin að missa sjón vegna gláku, þangað til hún lenti í slæmu bílslysi 1988 þegar ekið var á hana þar sem hún fór gangandi yfir Miklubrautina. Hún var illa brotin, sérstaklega á öðrum fæti, og náði hún sér aldrei fyllilega. Stuttu eftir það, eða 1989, flutti hún síðan inn á dvalarheimili aldraðra að Norður- brún 1. Aldrei brotnaði andi ömmu, þótt mikið gengi á. Hún var alltaf jafn lífsglöð og létt og sýndi það sig best síðustu þrjár vikurnar þegar hún lá á spítala þar sem hún fór á kostum. Hún var mikið hrifin af langömmubörnunum sínum sex, Birki söngvara sem hafði svo hátt, Jóni Trausta sem hún kallaði að sjálfsögðu alltaf Trausta, Andra fim- leikastrák, Sóleyju sundstelpu, Egg- erti og Mikael með skrýtna nafnið. Langömmu verður sárt saknað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Amma náði að kveðja okkur með góðum orðum áður en hún fór og er það okkur mikils virði. Þar til við hittumst á ný, Helen og Hrund. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Með nokkrum orðum vil ég kveðja hana Dísu ömmu mína. Það voru for- réttindi að eiga ömmu eins og hana, sem alltaf vakti yfir velferð minni og hafði óslökkvandi áhuga á öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Hún var hlý og hún var notaleg og hún var alltaf hress og kát. Í mínum huga eru bara góðar minningar sem tengj- ast ömmu Dísu og ég hlakka til að hitta hana aftur, einhvers staðar, einhvern tímann. Blessuð sé minning ömmu Dísu. Heiðdís. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér (H. Pétursson.) Það er ótrúlegt að hún Dísa langamma okkar sé farin frá öllum. Hún var góð við alla sem hún sá. Hún var skemmtileg og fyndin. Hún leyfði okkur alltaf að heyra jólalag úr spiladósinni sinni þegar við komum til hennar á jólunum. Bara að hún væri á jörðinni hjá okkur og væri aldrei veik. Ég veit að hún er glöð hjá fjöl- skyldunni sinni uppi hjá Guði. Ég veit að hún brosir þar. Hún kallaði Birki bróður minn alltaf söngvara, hann öskraði svo hátt þegar hann var lítill. Hún mundi aldrei nafnið á Mikael litla bróður, henni fannst það alltaf svo skrýtið, en hún vissi allt um mig. Hún gaf okkur kökur og fleira og fleira. Hún var best. En nú er hún hjá Guði. ÞÓRDÍS LÁRUSDÓTTIR 7 !  !, !   .$8# =+ % <   * $  6  '  (1  *  (. // !  *$  !    #$ $% %4   1     4  !   , "  !   ;  1       !        2  2  2  2  2 ) ;   % ,  *   %      ! !   ! 8 # #+;** 2B /" 2 !! )  % $   /  $     - 2  2  2  2  2 ) 8! *   (2<(=*$ 07;>07;&9>0, 08&9>! *  *$    ') $ 9>    )     $#*-6/)=# 3@   '8  C6 !  6 !   "()  *     0,   $  (1  *  (. //  = 5  = 5   = 5  -= 5 5= 5  -   %% = 5 ) Elsku amma mín er horfin frá okkur eftir langa lífdaga. Ég held að hún hafi verið hálffegin að fá að fara, enda vissi hún að afi og öll systkini hennar biðu og tækju á móti henni. Við sem eftir lifum eigum samt eftir að sakna hennar mikið. Amma var kona með mikinn og sterkan persónuleika. Ég er mjög fegin að hafa líka fengið að kynnast henni eftir að ég fullorðn- aðist. Þá gerði ég mér grein fyrir hversu margbrotin persóna amma var og hugsa ég að hún hefði orðið góð fyrirmynd einhverrar skáld- sagnapersónu. Amma átti ekki mikla skólagöngu að baki en hún mat þeim mun meira þann stutta tíma sem hún gekk í barnaskólann á Svalbarðsströnd. Henni varð tíð- rætt um kennslukonuna, frú Sig- ríði, og var greinilegt að hún bar mikla virðingu fyrir henni. Enda var amma greind kona og lærði mikið á sinni löngu lífsgöngu. SIGRÍÐUR GUÐNADÓTTIR ✝ Sigríður Guðna-dóttir fæddist að Melaheimi á Sval- barðsströnd 26. september 1904. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hlíð á Ak- ureyri 19. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Indíana Kristjáns- dóttir og Guðni Bjarnason. Systkini hennar voru Birna, Þóra Septína, Einar, Októ og Garðar, sem öll eru látin. Sigríður giftist Þorsteini Sigur- björnssyni frá Fagrabæ í Grýtu- bakkahreppi, f. 1905, d. 1994. Þau hófu búskap í Fagrabæ en bjuggu lengst af í Norðurgötu 44 á Akureyri. Þau eignuðust fjögur börn, Björgu, sem dó ung, Agn- ar, sem býr í Bárðardal, Ástu Björgu og Guðbjörn, sem búa á Akureyri. Útför Sigríðar fór fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. október. Einkum var það sök- um þess að hún var sjómannskona og þurfti mikið að sjá ein og óstudd um heimilið með öllu sem því til- heyrði. Minningar mínar um ömmu eru þó mest tengdar eldhúsinu hennar og matargerð. Eftir að ég fór að dvelja langdvölum er- lendis kemur það stundum fyrir að mig grípur áköf heimþrá. Þessi heimþrá er stundum tengd íslensku sumri og gróðurilmi en oftar en ekki er hún líka tengd pönnukökuilmi í eldhús- inu hennar ömmu og mjólkurgraut á laugardögum. Amma var meist- ari í pönnukökubakstri og hef ég hvergi borðað þynnri og bragð- betri pönnukökur en þær sem amma gerði. Margt annað kemur upp í hugann í sambandi við mat- argerð; kleinur og soðið brauð, heitt súkkulaði með rjóma á tylli- dögum, sláturgerð þar sem við amma sáum um að hræra og blanda og svo margt, margt fleira sem ég mun geyma í minningunni um hana ömmu mína. Við systurnar vorum sennilega mest hjá afa og ömmu í Norður- götunni af öllum barnabörnunum og munum við um aldur og ævi búa að þeirri hlýju og kærleika, sem þar ríkti. Takk fyrir, elsku amma og afi, vonandi eruð þið nú sameinuð á ný. Drífa Björk. Elsku mamma, pabbi, Sigga og öll fjölskyldan okkar. Við erum hjá ykkur í anda, jafnvel þó að við get- um ekki verið viðstödd hinstu kveðjustund ömmu og langömmu. Þann mismikla en dýrmæta tíma sem við eyddum með henni geym- um við alltaf sem dýrmæta minn- ingu í hjarta okkar. Ykkar Drífa, Zoran og Aleksandar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.