Morgunblaðið - 16.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 29
Lagersalan á Laugavegi 67
2 DAGAR EFTIR - ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR
Kápur
Úlpur
Dragtir
Kjólar
Buxur
Toppar
Skór
ÉG býst við að sakamálasagan
Blátt tungl eftir Árna Þórarinsson
flokkist varla með „hefðbundnum“
sakamálasögum sem oft snúast um
eitt mál og lausn einnar megingátu. Í
raun er mér ekki ljós hver sú
megingáta ætti að vera í þessari bók
því sagan er flétta
óskyldra atburða sem
skarast og víxlast á
margræðan hátt.
Kannski er hún gáta í
sjálfri sér eins og að-
alpersónan sem rekur
hálft í hvoru í óvissum
sjó, að hálfu árveknin
sjálf og að hálfu annars
hugar í tilvistarnauð.
Segja má að bókin í
heild sé tilraun til að
tengja ýmis sakamál
stærri þjóðfélagsmál-
um.
Sagan segir frá
blaðamanninum Einari
á Síðdegisblaðinu sem
kunnur er úr fyrri verkum höfundar.
Meginviðfangsefni bókarinnar teng-
ist mannshvörfum, morðum og sjálfs-
vígum. Kona hverfur, maður stekkur
fram af þaki og annar lýsir morði sem
hann hefur framið en hefur nú frels-
ast. Fleiri mannshvörf og morð koma
við sögu en utan um þessa atburði
fléttast svo valdabarátta á Síðdegis-
blaðinu sem er gamalkunnugt stef úr
íslenskum bókmenntum. Á vissan
hátt má skoða þennan þátt sögunnar
sem lykilsögu úr íslensku samfélagi
því að vissulega á sú valdabarátta sér
ýmsar samsvaranir í veruleikanum.
Sagan er einnig öðrum þræðinum
umfjöllun um þunglyndi. Titillinn
tengist þeim sjúkdómi og er öðrum
þræðinum fenginn úr þjóðtrú og á
hinn bóginn úr amerískum slagara
frá seinustu öld. Má úr bókinni lesa
margt um skammdegisþunglyndi og
annan þann fróðskap sem oft getur
að lesa um í helgarblöðum dagblað-
anna. Þessi umræða tengist raunar
starfi blaðamannins, Einars, sem er
mestalla bókina að skrifa grein um
þunglyndi. Mér finnst þó þessi
fræðsla taka upp heldur mikið rými
bókarinnar enda eru skáldsögur oft-
ast ekki heppilegur vettvangur slíkr-
ar fræðilegrar umræðu.
Reyndin er nefnilega sú að besti
kostur rithöfundarins, Árna Þórar-
inssonar, er að segja sögu. Persónur
hans eru oft dregnar upp skýrum
dráttum, sögufléttan er trúverðug,
textinn lipurlega skrifaður, ekki síst
þegar frásögn og samtöl fléttast sam-
an.
Persónusköpunin er yfirleitt
markviss þótt ekki sé margt eða mik-
ið í persónurnar lagt. Aðalpersónuna
nálgast Árni þannig á
tvíræðan hátt. Öðrum
þræðinum er hún af-
helguð með líkamlegum
klaufaskap og hrjúf-
leika. Í upphafi sögu er
Einar þannig látinn
detta í sturtu. Hann á
líka í vandræðum með
tengsl sín við annað fólk
og er fyrir bragðið ein-
fari. Hins vegar nálgast
höfundur þessa persónu
sína með virðingu því að
Einar hefur siðferðis-
legan styrkleika og
skynsemi til að leysa
flókin vandamál.
Stöku sinnum er þó
fullmikið af lausum endum í persónu-
sköpun og söguframvindu. Mér
finnst það há þessari skáldsögu nokk-
uð að hún er sjálfstætt framhald fyrri
sagna Árna. Sumar persónurnar eru
gamlir kunningjar úr eldri sögum
Árna svo sem eins og Eiríkur og
Snorri sem gefa sögunni dálítið dem-
ónískt yfirbragð. Þegar að þeim kem-
ur finnst mér Árni ekki gæta sín
nægilega á því að útskýra forsögu
þeirra og eðlisþætti líkt og hann ætl-
ist til að menn hafi lesið fyrri sögur
hans. Sú lesning er svo sem ekki leið-
inleg en mér finnst þetta gera skáld-
sögu Árna óþarflega sköllótta.
Í heildina tekið er Blátt tungl þó
allvel heppnuð sakamálasaga þótt
hún jafnist kannski ekki á við fyrri
sögur hans. Hún heldur lesanda
lengst af við efnið þótt á stundum
slakni á spennu og hraða frásagnar.
Textinn er lipur og ýmsum steinum
velt til að kanna hvað þar kann að
leynast undir.
Tunglið, tunglið
BÆKUR
S k á l d s a g a
eftir Árna Þórarinsson.
Mál og menning 2001. 236 bls.
BLÁTT TUNGL
Skaft i Þ. Halldórsson
Árni Þórarinsson
ekki raunin. Dmitri Alexejev var
að vísu undirrituðum ný reynsla,
en mun þó hafa komið fram hér á
landi tvisvar áður. Að þessu sinni
glímdi hann við Annan Píanókons-
ert Tsjækovskíjs, og það með mikl-
um bravúr. Konsertinn hefur
löngum staðið í skugga hins al-
kunna nr. 1, enda innhverfara
verk. Auk þess varð hann þegar í
upphafi, sbr. sinfóníur Bruckners,
að þola misvel heppnaðar stytting-
ar höfundar að beiðni píanistans
Taníjevs við frumflutninginn 1882.
Úrtínda efnið var ekki farið að
setja inn aftur fyrr en á síðustu
áratugum, þ. á meðal hina sér-
kennilegu einleiksdúókafla fiðlu og
sellós í 2. þætti sem oft ku leiknir á
tónleikum erlendis af stjörnusól-
istum á þau hljóðfæri. Að Taníjev
hafi viljað dúóin burt er kannski
skiljanlegt, þar eð þau draga að sér
SÓLISTI kvöldsins á velsóttum
sinfóníutónleikunum í gær var
ekki, eins og vetrardagskrá SÍ gaf
til kynna með tveggja mánaða fyr-
irvara, Boris Berezovskíj, heldur
Dmitri Alexejev. Sem endranær í
slíkum tilvikum án skýringa, sem
lýsir óhjákvæmilega ákveðnu virð-
ingarleysi gagnvart tónleikagest-
um.
Ekki er þó þar með sagt að fyr-
irvaralítil einleikaraskipti þurfi að
vera til hins verra, enda varð sú
verulega athygli á kostnað slag-
hörpunnar.
Túlkun Alexejevs var bæði
syngjandi mjúk og skapmikil, þó að
eldmóðurinn ágerðist stundum á
kostnað nákvæmni. Engu að síður
var ljóst, að her var hörkupíanisti á
ferð. Ekki virtist hann þó allskost-
ar ánægður með hljóðfærið, því
stundum var engu líkara en að ver-
ið væri að refsa flyglinum. Skyldi
engan undra, því sama var hvað
pundað var fast í fílabeinið – ekki
batnaði mattur tónninn, sem
hljómaði líkt og búið væri að líma
svamp undir söngbotninn. Né held-
ur lét sólistinn klappa sig upp í
aukalag, og kannski ekki nema
von. Hljómsveitarmeðleikurinn var
varla nema í meðallagi miðað við
það sem á eftir kom, og fiðlan var
framan af svolítið sár í dúóinn-
slögum miðþáttar.
Hvað sem segja má um tök
Tsjækovskíjs á sinfónísku formi –
hann var alla tíð sjálfur efins um
hæfileika sína í þeim efnum, enda
ber ólgusjór tilfinninga hans oft-
lega hnitmiðaðan strúktúr ofurliði
– þá vefengir enginn takmarka-
lausu melódísku andagift hans og
afburðanæmi fyrir orkestrun.
Hvort tveggja hrósar ómældum
sigrum í svanasöngsverkinu, 6. sin-
fóníunni frá 1893 sem hann auk-
nefndi „Pathétique“ að tillögu frá
Modest bróður sínum. Tónskáldið
leit á verkið sem sitt bezta og lét
að því liggja að væri samið við
„prógramm“, án þess þó að láta
uppi hvert það væri. „Látum aðra
brjóta heilann um það,“ kvað hann
hafa skrifað, þó að búast mætti við
að hljómkviðan yrði snemma túlk-
uð sem sjálfsævisaga í tónum.
Verkið er þvílíkur sægur frjórra
hugmynda, að æra myndi óstöð-
ugan upp að telja. Læt því nægja
að nefna 5/4 „vals“-stef II. þáttar
sem gæti hugsanlega hafa svifið
fyrir hugskotseyrum Bartóks, þeg-
ar hið rómantíska „calmo“-stef
hans í IV. þætti Konsertsins fyrir
hljómsveit kom undir hálfri öld síð-
ar. II. þátturinn var tekinn hægar
en algengast er og fyrir vikið svo-
lítið þungur á bárunni, en annars
var hljómsveitarleikurinn nánast
undantekningalaust af fyrstu gráðu
undir sópandi stjórn Alexanders
Anissimovs. Smellandi glæsiblástur
lúðranna kom þó kannski minna á
óvart en fjöldi mikilvægra smáat-
riða í víravirkjum strengjasveitar,
þar sem heyrðist fleira en maður á
að venjast. En fyrst og fremst var
skáldlega mótaður flutningurinn af
því tagi sem hiklaust hefði hrifið
blóðheitari áheyrendur sunnar í
álfu á fætur með verðskulduðum
bravóöskrum.
„Pathétique“ af fyrstu gráðuTÓNLISTH á s k ó l a b í ó
Tsjækovskíj: Píanókonsert nr. 2 í G
Op. 44; Sinfónía nr. 6 í h Op. 74,
„Pathétique“. Dmitri Alexejev,
píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands
u. stj. Alexanders Anissimovs.
Fimmtudaginn 15. nóvember
kl. 19.30.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Ríkarður Ö. Pálsson
HALDNIR verða kvikmynda-
tónleikar í Bæjarbíói í Hafnarfirði í
kvöld, þar sem sýnd verður þögla
kvikmyndin Endalok Sankti Pét-
ursborgar eftir rússneska leikstjór-
ann Vsevolod Púdkovin. Við sýn-
inguna mun Jóhann Jóhannsson
frumflytja tónlist sem hann hefur
samið sérstaklega við kvikmyndina.
Þar leikur hann á ýmis rafmagns-
hljóðfæri, s.s. Hammondorgel og
rússneska raftækið Þeramín, en
Pétur Hallgrímsson leikur á gítar.
Um er að ræða fyrstu tónleikana
í verkefninu „Ný tónlist – gamlar
myndir“ sem Kvikmyndasafn Ís-
lands stendur að undir verkefn-
isstjórn Orra Jónssonar ljósmynd-
ara og tónlistarmanns, og er unnið í
samvinnu við ýmsa aðila. Sýndar
verða á næstunni, nær mán-
aðarlega, kvikmyndir frá tímum
þöglu myndanna, við frumsamda
tónlist ýmissa íslenskra og erlendra
tónlistarmanna, s.s. Múms, Hilmars
Arnar Hilmarssonar, og nemenda á
tónlistarbraut Listaháskóla Íslands.
Í kjölfar verkefnisins verður tón-
listin jafnframt gefin út á geisla-
plötu á vegum Eddu – miðlunar og
útgáfu.
En það er Jóhann Jóhnannsson
sem ríður á vaðið með tónlist við
kvikmynd Púdovkins frá árinu
1927. Sjálfur valdi Jóhann kvik-
myndina til verkefnsins, og segir
hann þar um að ræða gleymdan
gullmola úr kvikmyndasögunni.
„Mig langaði til að vinna með ein-
hverja kvikmyndanna sem gerðar
voru á Sovéttímanum og horfði á
fjöldann allan af þöglum myndum
frá þeim tíma. Þegar ég sá Endalok
Sankti Pétursborgar heillaðist ég
þegar í stað, en myndin hefur mjög
sérstaka hrynjandi, enda er hún
mjög fræg fyrir magnaðan stíl í
klippingu. Þó svo að þar sé fjallað
um kerfi sem er löngu hrunið,
fannst mér kvikmyndin á margan
hátt mjög nútímaleg, leikurinn er
mun eðlilegri en tíðkaðist og efn-
istökin til þess fallin að eiga erindi
við fólk í dag.
Myndrænt séð er kvikmyndin
jafnframt mjög inspírerandi.“
Við samningu tónlistarinnar seg-
ist Jóhann hafa lagt áherslu á að
gera flutninginn lifandi, þótt kvik-
myndin sjálf myndi ef til vill teljast
þung. „Ég kallaði til gamlan vin
minn, Pétur Hallgrímsson og
reyndum við að búa til hljóðheim
sem hæfði myndinni. Tónlistin er
hins vegar samin á algerlega sam-
tímalegum forsendum og notum við
mikið af raftækjum ýmiskonar.“
Jóhann lýsir tónlistinni sem dálít-
ið vélrænni en um leið hlýrri. „Það
má kannski orða það svo að tónlist-
in skapi ákveðna stemmningu, enda
finnst mér það vera hlutverk kvik-
myndatónlistar að skírskota til þess
sem er að gerast á tjaldinu án þess
að vera beinlínis að útskýra neitt.
Tónlistin getur til dæmis verið al-
ger andstæða þess sem er að gerast
í kvikmyndinni, en aukið samt sem
áður áhrifin.“
Jóhann Jóhannsson hefur fengist
við tónlist í fjölda ára, samið tónlist
fyrir og leikið í sveitum á borð við
Daisy Hill Puppy Farm, Ham,
LHOOQ og Apparat. Hann segir að
lokum að um algert draumaverk-
efni sé að ræða í þessu tilfelli. Sjálf-
ur hafi hann verið undir nokkrum
áhrifum kvikmyndatónlistar í því
sem hann hefur verið að semja und-
anfarin ár, auk þess sem hann hafi
unnið að því að semja tónlist t.d. við
leikrit og heimildarmyndir. „Þöglu
kvikmyndirnar eru hins vegar sér á
báti, því þar er ekkert tal sem mað-
ur þarf að vinna í kringum, bara
hreint samspil tónlistar og mynda.“
Kvikmyndatónleikarnir hefjast í
Bæjarbíói kl. 20, og er aðgangs-
eyrir kr. 1.000.
Hreint samspil tónlistar og mynda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jóhann Jóhannsson ásamt Pétri Hallgrímssyni og Orra Jónssyni.