Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 55

Morgunblaðið - 16.11.2001, Page 55
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2001 55 LIONSKLÚBBURINN Kaldá í Hafnarfirði er að hefja sína árlegu jólakortasölu, og mun allur ágóði renna til líknarmála. Rebekka Gunnarsdóttir, mynd- listarkona, sem er ein félagskvenna Kaldár, hefur teiknað kortið. Jólakort Kaldár komið út SALA er haf- in á jóla- kortum Styrktarfé- lags vangef- inna. Um eina mynd er að ræða, „Jól“ eftir Ellu Halldórsdótt- ur, starfs- mann í Bjark- arási og nemanda í Fjölbraut í Breiðholti. Kortin fást stök, bæði með og án texta á kr. 85 stk. og einnig 6 í pakka á kr. 500. Kortin verða til sölu á skrifstofu félagsins í Skip- holti 50c, 3. hæð, í Bjarkarási, Lyngási, Ási, Þroskahjálp, Öryrkja- bandalagi Íslands, Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra, Blómálfinum, Blómabúðinni Kringlunni, Nesapó- teki, Efnalauginni Björg og Skip- holtsapóteki. Jólakort Styrktarfélags vangefinna Tillaga um nýtt nafn Samfylkingarinnar Ranglega var sagt í blaðinu í gær að Ásta R. Jóhannesdóttir alþingis- maður legði til á landsfundi Samfylk- ingarinnar að nafni flokksins verði breytt í Samfylkingin – Jafnaðar- flokkur Íslands. Tillaga Ástu Ragn- heiðar er að nafninu verði breytt í Samfylkingin – Jafnaðarflokkurinn. Leiðréttist þetta hér með. LEIÐRÉTT ELSA E. Guðjónsson, textíl- og bún- ingafræðingur, flytur fyrirlestur með litskyggnum laugardaginn 17. nóvember kl.14 á vegum Heimilis- iðnaðarskólans í húsnæði Heimilis- iðnaðarfélags Íslands, Laufásvegi 2. Elsa fjallar, í máli og myndum, um faldbúning íslenskra kvenna eins og hann tíðkaðist á seinni hluta 18. og fyrri hluta 19. aldar. Heimildir eru fengnar víða að. Aðalhlutar faldbún- ingsins voru faldur, kragi, treyja, upphlutur, skyrta, pils og svunta (síðar ein flík: samfella), nærpils og síðar einnig millipils; auk þess belti og ýmsir klútar: hálsklútur, handlín og höfuðklútur. Í erindinu verður gerð nánari grein fyrir hinum ýmsu flíkum, heit- um þeirra, gerð og efni og þeim breytingum sem urðu á þeim og fald- búningnum í heild á þessu tímabili. Aðgangseyrir kr. 1.000, kaffi og kleinur innifalið. Allir velkomnir. Íslenski fald- búningurinn um 1800 OPIÐ hús verður í höfuðstöðvum AcoTæknivals, Skeifunni 17, föstu- daginn 16. nóvember, kl. 13-18. Til- efnið er tvíþætt, annars vegar að bjóða viðskiptavinum Aco og Tækni- vals í heimsókn í nýja sameinaða fyr- irtækið og hins vegar að kynna tölvubúnað af ýmsu tagi og lausnir sem fyrirtækið hefur á boðstólum. Fyrirlestrar og kynningar verða á átta stöðum í húsakynnum Aco- Tæknivals og m.a. verður vakin sér- stök athygli á Sony fjarfundabúnaði, nýju Evo línunni frá Compaq, þráð- lausum lausnum fyrir fartölvur, „Thin Client“ netlausn, íslenskuðu iDVD forriti frá Apple, nútímaskrif- stofunni í Office 1, stafrænum prent- lausnum frá Ricoh, HP og Xerox, ör- yggislausnum með Cisco VPN, heildarlausnum í verslunarkerfum, Veritas afritunarbúnaði og Compaq Proliant Intel netþjónum, segir í fréttatilkynningu. Opið hús í AcoTæknivali OPINN afmælis- og kynningarfund- ur AL-ANON-samtakanna verður í dag, föstudaginn 16. nóvember, í Bú- staðakirkju og hefst kl. 20.30. Sam- tökin voru stofnuð á Íslandi 18. nóv- ember 1972, og eru því 29 ára. Á fundinum segja fjórir AL- ANON-félagar og einn félagi í AA- samtökunum sögur sínar. AL- ANON-samtökin hafa aðeins einn tilgang, að hjálpa aðstandendum alkóhólista. Kaffi að fundi loknum, segir í fréttatilkynningu. Afmælis- og kynningarfundur AL-ANON MÁLÞING um framtíð þjóðminja- vörslu verður haldið í Odda, stofu 101, laugardaginn 17. nóvember, kl. 14, á vegum Félags íslenskra forn- leifafræðinga. Síðastliðið vor voru samþykkt á Alþingi ný þjóðminjalög sem boða grundvallarbreytingar á skipan þjóðminjavörslunnar, segir í frétta- tilkynningu. Erindi halda: Karitas H. Gunnarsdóttir, Kristín Huld Sig- urðardóttir, Margét Hallgrímsdótt- ir, Magnús Skúlason. Að erindunum loknum verða almennar umræður. Málþing um framtíð þjóðminjavörslu RANDALÍN á Egilsstöðum býður til sýningar á nýstárlegri hönnun nytjahluta. Má þar nefna lampa, ljós- ker, gestabækur, hirslur undir jóla- póst og skjöl, sem og albúm. Sýningin verður í húsnæði Hand- verks og hönnunar í Aðalstræti 12, Reykjavík, föstudag 16. nóvember kl. 18-22 og laugardag 17. nóvember kl. 10-16. Allir velkomnir. Sýning hjá Randalín DR. DAVID Julian við Tiburon mið- stöðina fyrir umhverfisrannsóknir við ríkisháskólann í San Francisco heldur fyrirlestur á vegum Líffræðistofnun- ar Háskólans í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 12.20, í stofu G-6 á Grensásvegi 12. Allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku og ber heitið: „Sulphide De- toxification in Marine Invertebrates: A New Perspective“. Fyrirlestur í Líf- fræðistofnun HÍ FUNDUR vegna sameiningar Fé- lags ræstingastjóra og Félags fag- fólks í ræstingum verður haldinn að Hallveigarstöðum við Túngötu í dag, föstudaginn 16. nóvember, kl. 20. Á dagskrá fundarins verður m.a. sameining Félags ræstingastjóra og Félags fagfólks í ræstingum. Kosn- ing stjórnar hins sameinaða félags. Fundinn sækir fulltrúi Norræna ræstitækniráðsins, hr. Poul Vistoft. Léttar veitingar í boði. Stofnfundur ræstingafólks GANGA og útifundur verður laug- ardaginn 17. nóvember kl. 14 undir yfirskriftinni Gegn stríði og ofbeldi. Safnast verður saman á Skólavörðu- holti (við Hallgrímskirkju) og geng- ið niður Skólavörðustíg á Lækjar- torg þar sem haldinn verður útifundur. Föstudaginn 19. október sl. stóð hópur einstaklinga og samtaka fyrir göngu og útifundi á Lækjartorgi undir yfirskriftinni Gegn stríði og ofbeldi. Á þeim tæpa mánuði sem liðinn er hefur ástandið versnað og loftárásir Bandaríkjamanna á Afg- anistan hafa nú þegar drepið fjölda óbreyttra borgara og milljónir eru á flótta frá heimilum sínum af þeirra völdum og ofbeldismanna í landinu sjálfu, segir í fréttatilkynningu. Útifundur gegn stríði og ofbeldi Listskautar:Vinil Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46 Stærðir 28-36 kr. 4.201. Stærðir 37-46 kr. 4.689 Hokkískautar: Reimaðir Stærðir 37-46 Verð aðeins kr. 9.338 Smelluskautar: Stærðir 29-41 Verð aðeins kr. 4.989 Hokkískautar: Smelltir Stærðir 36-46 Verð aðeins kr. 5.990 Barnaskautar (Smelluskautar) Stærðir 29-36 Verð aðeins kr. 3.989 Listskautar: Leður Hvítir: Stærðir 31-41 Verð aðeins kr. 6.247. Svartir: Stærðir 36-45 kr. 6.474 Nýjung: Skautar undir HYPNO línuskautaskó kr. 4.823 Skeifunni 11, sími 588 9890 Opið laugardaga frá kl. 10-14 KRINGLUNNI - SMÁRALIND - AKUREYRI ABBAS www.lloyd-shoes.de NÝ SENDING FJÖLSKYLDUDAGUR verður í fé- lagsheimilinu Gullsmára laugardag- inn 17. nóvember kl. 14. Samstarf hefur verið við Smára- skóla og munu nemendur þaðan ásamt foreldrum sínum og ættingj- um vera á hátíðinni. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir syngur, kór Hjalla- skóla syngur undir stjórn Guðrúnar Magnúsdóttur og dansarar frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna dans. Aðstaða verður fyrir yngri börnin að teikna og lita. Boðið upp á vöffluhlaðborð, kr. 500 fyrir fullorðna, kr. 300 fyrir 6–12, frítt fyr- ir 5 ára og yngri. Dagskráin endar á dagskrárlið sem nefnist hláturinn lengir lífið, segir í fréttatilkynningu. Allir vel- komnir. Fjölskyldudagur í Gullsmára JSB heldur danshæfileikakeppni laugardaginn 17. nóvember kl. 19.30 í Íþróttahúsinu Digranesi. Keppt verður með sama sniði og á Íslandsmótinu í Freestyle. 16 ein- staklingar og 17 hópar eru skráðir til leiks, samtals 73 keppendur, allt nemendur við Jassballettskóla Báru. Í aldurshópi 10-13 ára verður keppt um JSB-bikarinn sem er far- andbikar og í aldurshópi 14-17 ára verður keppt um dansbikarinn, sem einnig er farandbikar. Jassballett- skóli Báru mun í framhaldi gera danshæfileikakeppni í skólanum að árlegum viðburði og verður hún nefnd eftir bikarnum í eldri keppn- inni, Dansbikarnum, segir í frétta- tilkynningu. Allir velkomnir. Verð kr. 500. Danshæfileika- keppni hjá JSB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.