Morgunblaðið - 18.11.2001, Side 15
skoðaðir – verkur fyrir brjósti eða
hjarta, það að vera andstuttur,
hafa svima, fá kvíðaköst, búa við
svefnleysi eða áhyggjur/dapur-
leika – kemur í ljós að þeir standa
betur að vígi sem stunda líkams-
rækt þrisvar í viku eða oftar mið-
að við þá sem stunda líkamsrækt
tvisvar í viku eða sjaldnar.
39% starfsmanna telja sig fá næg-
an nætursvefn 5–7 daga vikunnar
og 34% starfsfólks 3–4 daga vik-
unnar. Rúmlega fjórðungur fær
hins vegar ekki nægan nætur-
svefn, eða aðeins 1–2 nætur í viku
eða sjaldnar.
65% starfsmanna höfðu fundið að
einhverju marki fyrir áhyggjum
eða dapurleika á síðastliðnu ári,
50% fyrir svefnleysi og 46% fyrir
kvíðaköstum. Rannsóknir hafa
sýnt sterkt samband á milli fé-
lagslegs álags og verkja í hálsi,
herðum og í baki. 72% starfs-
manna reyndust hafa verk í hálsi
og herðum og 66% í baki.
Athygli vekur, að mati Hildar og
Guðbjargar, hve bæði lífaldur og
starfsaldur þorra fólks er lágur.
Hildur kveðst hafa fengið þær skýr-
ingar í fyrirtækjunum að síðustu tvö
ár hafi verið ráðnir mjög margir til
starfa, en ekki sé mikið um það að
fólk hætti eftir stuttan tíma í starfi.
„En samkvæmt könnuninni hverfa
óánægðir. Fólk er mjög ánægt fyrst
í þessu starfi, svo fer þessi mikla
ánægja niður í „frekar mikla“
ánægju en mér sýnist að þeir sem
eru fremur óánægðir hætti, enda er
það ekki óeðlilegt. Ég held að ekki
sé hægt að vera í þessu starfi nema
með því að vera á fullu. Hinir detta
út og eftir sitja þeir sem eru frekar
eða mjög ánægðir.“
Í ljós kom að stjórnendur eru
undir miklu álagi. „Þeir eru oftar úr-
vinda af þreytu eftir vinnudag en
sérfræðingar, vinnuvika þeirra er
lengri, þeir taka oftar með sér verk-
efni heim, vinna í opnu rými veldur
þeim meiri streitu en sérfræðingum,
þeir eiga erfiðara með að skreppa
frá í vinnutímanum, þeir fá síður
hrós – eru sjöfalt ólíklegri til að fá
hrós en sérfræðingarnir – og þeir
hafa sjaldnar tíma til að sinna þörf-
um viðskiptavina sinna en hinir.
Þeir töldu aftur á móti heldur
meiri glaðværð vera í vinnunni en
hinir, þeir mæta oftar veikir í vinn-
una en sérfræðingar kvarta frekar
undan hávaða. Þegar þetta er skoð-
að betur; að þeir kvarti meira undan
hávaða, mæti frekar veikir í vinnu,
taki með sér verkefni heim, vinni
lengri vinnudag og hafi ekki tíma til
að skreppa frá vinnu þá sjáum við að
þeir eru mjög aðþrengdir.“
Guðbjörg bendir á, í þessu sam-
bandi, að það dragi úr neikvæðum
afleiðingum streitu ef fólk hefur á
tilfinningunni að það hafi persónu-
legt svigrúm.
„Oft hefur fólk það á tilfinning-
unni að yfirmenn hafi meiri tíma til
að skjótast frá en aðrir, en þarna er
það skjárinn sem ræður,“ segir
Hildur. „Markaðurinn ræður, eins
og það er kallað,“ skýtur Guðbjörg
inn í, og Hildur heldur áfram: „Miðl-
ararnir þora ekki frá; ef þeir fara í
15 mínútur frá skjánum, þó ekki
nema eins og í mat, gætu þeir tapað
stórfé á meðan.“
Guðbjörg telur áhugavert að
skoða að stór hluti fólks kvartar yfir
hitastigi á vinnustað, hávaða og inni-
lofti – „en ástæða þess gæti líka að
minnsta kosti að hluta til verið tíma-
pressa eða streita. Það er spurning
hvort þetta séu hin raunverulegu
vandamál eða hvort þessir þættir
eru blórabögglar.“
Hún leggur áherslu á að hér sé
ekki um að ræða upphrópanir á nei-
kvæðum nótum. „Fólki finnst til
dæmis gaman í vinnunni. Umhverfið
er dýnamískt og hér er ábyggilega
um að ræða starf sem hentar ungu
fólki í stuttan tíma. En það er mik-
ilvægt að benda á að ef fjármálafyr-
irtæki vilja hafa starfsfólk hjá sér í
lengri tíma, höfum við vísbendingar
um að þetta vinnuumhverfi getið
komið niður á heilsu og líðan starfs-
manna þegar fram í sækir, bæði
andlega og líkamlega. En hins vegar
kemur á móti að þessi störf njóta í
dag virðingar, þannig að fólk fær
meiri umbun en í ýmsum öðrum
starfsgreinum auk þess sem það fær
væntanlega meiri umbun í launum.
Þetta vegur upp á móti þeim óþæg-
indum sem fólk stendur frammi fyr-
ir; að vera undir stöðugri tíma-
pressu, undir álagi, að vera að
jafnaði andlega úrvinda í lok vinnu-
dags, vita ekki alltaf að morgni hve-
nær vinnudeginum lýkur að kvöldi,
sem er ekki bara álag fyrir það sjálft
heldur fjölskylduna líka.“
Hildur telur að í fyrirtækjunum
sé gengið út frá því sem vísu að
störfin séu eins og áður er lýst.
„Þetta er bara svona, heyrði ég oft,
en mér finnst fólk þurfa að setja
spurningarmerki við það. Streitan
er að aukast, alveg sama hvort litið
er til Japans, Evrópusambandsins
eða Ameríku; rannsóknum fjölgar
og í ljós hefur komið að við streitu
verða ákveðnar hormónabreytingar
sem sumir halda fram að hafi áhrif á
líkamsstarfsemina. Ef við getum
unnið gegn streitu, til dæmis bara
veitt hrós – þeir sem fá hrós upplifa
síður streitu og finnst þeir fá meiri
stuðning – er það mjög gott og í raun
nauðsynlegt að draga úr streitu með
öllum mögulegum smáatriðum.“
En hvað geta stjórnendur og ann-
að starfsfólk gert til að breyta
ástandinu?
„Við höfum heyrt að ástandið
þætti jafnvel flott; að menn í þessu
starfi ættu að vinna undir mikilli
pressu. Ímyndin er þá farin að
stjórna og ástandið telst eðlilegt,“
segir Guðbjörg.
„Svo virðist sem ákveðnar mann-
gerðir ráðist í þessi störf; menn sem
finnst spennandi að vinna undir
pressu því algeng svör, þegar spurt
var hvað væri jákvæðast í vinnunni,
voru að starfið væri spennandi og
krefjandi, fjölbreytt, mikil „aksjón“,
sveigjanleiki, óvissa og sjálfstæði,“
segir Hildur og bætir við: „Þorri
fólks í þessum geira er með grun-
nám úr háskóla og hefur ekki unnið
nein „alvöru“ störf áður, nema sum-
arstörf, og því er vel hægt að ímynda
sér að því finnist þetta spennandi og
að það þroskist mjög hratt.“
Guðbjörg bendir á að þetta geti
vissulega verið jákvætt. „En maður
veltir fyrir sér þessum lága lífaldri;
er það vísbending um að fólki, sem
komið er með meiri fjölskyldu-
ábyrgð, finnist það ekki geta látið
bjóða sér þessa tegund vinnu?“
Mikill meirihluti starfsfólks er
andlega og líkamlega úrvinda eftir
vinnudag, finnur til streitu og telur
sig í tímapressu, „en þegar spurt er
um kröfur sem gerðar eru til afkasta
í starfi finnst langflestum þær hæfi-
legar. Þrátt fyrir að töluvert margir
mæti veikir í vinnuna vegna álags,
fari heim með verkefni og þó vinnu-
dagurinn sé langur, finnst þeim
þetta í lagi.
Við spurðum hvort þetta væri
ekki mótsagnakennt, en yfirmaður
svaraði því til að ef menn ætluðu sér
að vera í samkeppni yrðu hlutirnir
að vera svona. Fólk vissi að hverju
það gengi. Þetta finnst mér reyndar
vera skammtímasjónarmið,“ segir
Guðbjörg Linda.
En hvað er til að ráða?
„Það er spurning sem stjórnendur
og starfsmenn á fjármálamarkaði
verða að spyrja sig,“ segir Guð-
björg. „Þeir geta kannski helst svar-
að því. Líti þeir hins vegar á þetta
sem nauðhyggju; að þetta starf
verði einfaldlega að vera svona,
kemur það væntanlega í veg fyrir að
gripið sé til einhverra ráðstafana til
að gera vinnuskipulagið bærilegra.
Þá er enginn hvati til að vinna að
einhverjum breytingum. En það
sem við erum að benda á er að ef
menn halda svona áfram til lengri
tíma þá kemur það væntanlega nið-
ur á heilsu og líðan starfsmanna á
einn eða annan máta. Ef mönnum
finnst það í lagi halda þeir auðvitað
svoleiðis áfram en samkvæmt vinnu-
verndarlögunum eiga starfsmenn
rétt á því að þurfa ekki að fórna
heilsunni fyrir vinnu.“
Samkvæmt tölum frá Hagstof-
unni unnu starfsmenn í fjármála-
geiranum 40,4 stundir á viku að jafn-
aði árið 2000.
Samkvæmt rannsókn Hildar
vinna um 60% fólks í verðbréfafyr-
irtækjunum meira en 46 tíma á viku
að jafnaði.
„Karlar vinna mun meira, en rétt
er að benda á að sænskar rannsókn-
ir hafa sýnt að konur sem vinna 10
yfirvinnutíma á viku að jafnaði eru
líklegri til að fá hjarta- og æðasjúk-
dóma en aðrar. Það er strax orðinn
áhættuþáttur.“
En hvernig skyldi ástandið vera
samanborið við aðrar starfsgreinar
hér á landi?
Guðbjörg svarar: „Miðað við aðr-
ar starfsstéttir er vísbending um
meiri tímaálag og streitu í fjármála-
geiranum. Nýlega gerðum við rann-
sókn í öldrunargeiranum, þar sem
hefur þótt mikil pressa, en þar sögð-
ust 59% stjórnenda andlega úrvinda
í lok vinnudags samanborið við 86%
stjórnenda í verðbréfafyrirtækjum.
Ég get líka nefnt að í öldrunar-
geiranum fannst 26% fólks það oft-
ast, og 46% stundum, vera í tíma-
hraki í vinnunni.“
Í lokaorðum skýrslu sinnar segja
Hildur og Guðbjörg meðal annars:
„Eins og fram kom í orðum starfs-
manna sjálfra virtist nokkur hluti
þeirra kunna vel við þann hraða og
þá spennu sem einkennir störf á
mörkuðum/viðskiptastofu og eigna-
stýringu fjármálafyrirtækjum.“ Síð-
an segja þær: „57% starfsmanna
höfðu einungis unnið samfellt í tæp
tvö ár hjá verðbréfafyrirtækjum.
Má leiða líkur að því að stjórnendum
fyrirtækjanna sé kappsmál að skoða
hvort og hvernig hægt sé að gera
endurbætur á störfunum eða starfs-
umhverfinu til þess að fólk haldist
lengur í starfi. Við þær endurbætur
mætti taka mið af sumum helstu nið-
urstöðum þessarar könnunar, s.s.
samspili þess að vinna í opnu rými
og vanlíðunar starfsmanna, kanna
hvort hægt sé að draga úr álags-
toppum og áreiti, sem margir starfs-
menn kvörtuðu yfir í opinni spurn-
ingu og almennt hvort hægt sé með
betri skipulagningu að draga úr
tímapressu og streitu, bæta upplýs-
ingastreymi og markvisst að hrósa
fólki þegar það hefur unnið vel. Hér
eru aðeins nefnd örfá atriði sem
huga mætti að, en vert er að vekja
athygli á því, að í ljós kom há tíðni
streitu og andlegrar þreytu meðal
starfsmanna, sem er hugsanleg
skýring á því að fólk endist ekki í
starfi. Velta má fyrir sér hvort huga
beri sérstaklega að yfirmönnum, þar
sem í ljós kom, að þeir eru tæplega
fimm sinnum líklegri til að vera and-
lega úrvinda en sérfræðingar.“
Þær benda ennfremur á að það að
46% starfsmanna hafi fundið fyrir
kvíðaköstum á undanförnum 12
mánuðum og 65% fyrir áhyggjum og
depurð geti gefið vísbendingar um
að hluti þeirra eigi við andleg óþæg-
indi að stríða, sem hugsanlega megi
rekja til vinnunnar. Einnig segja
þær vert að skoða í framhaldi af
þessari rannsókn hvaða áhrif
þreytutilfinning, þreyta eftir nætur-
svefn, áhyggjur og dapurleiki,
svefnleysi, kvíðaköst og streita hafa
á ákvarðanatöku og einbeitingu,
„meðal annars með tilliti til hætt-
unnar á að gera dýrkeypt mistök.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 15
Heimsferðir bjóða nú einstakt
tækifæri til að komast í sólina
fyrir áramótin á hreint ótrúlegum kjörum. Það er 25 stiga hiti á Kanarí,
frábært veðurfar og þú getur notið haustsins við frábærar aðstæður. Þú
bókar ferðina núna og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför,
hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir, og á meðan á dvölinni
stendur nýtur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar allan tímann.
Verð kr. 49.905
Verð fyrir manninn, m.v. hjón með 2
börn, 2–11 ára, flug, gisting og skattar.
13. desember, viku.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Verð kr. 59.950
Verð fyrir mann, m.v. 2 í íbúð, gisting,
skattar. 13. desember, vika.
Síðustu sætin
Út 13. des. Heim 20. des. eða 27. des.
Stökktu til
Kanarí
13. desember
frá kr. 49.905
skapti@mbl.is