Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.11.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Eftir að hafa skoðað málið ítarlega og hlýtt á rök með og á móti væri hún tilbúin til að taka af- stöðu. „Ég er í hópi þeirra sem telja tímabært að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu og sjá þannig hvaða samningum við gætum náð. Þjóðarinnar er síðan að meta það hvort þeir samningar eru ásættanleg- ir, auðvitað að undangenginni mikilli umræðu um málið.“ Bryndís sagði að umræða um þessi mál ætti eftir að verða áleitin eftir næstu áramót þegar evran tæki gildi sem gjaldmiðill innan ESB. Þá mætti einnig gera ráð fyrir vaxandi þrýst- ingi á aðild Íslands frá atvinnulífinu og innan verkalýðshreyfingarinnar hefði einnig verið mikill stuðningur við nánara samstarf við ESB. „Ég er ekki sammála formanninum um að kostirnir við aðild að Evrópu- sambandinu séu fleiri en gallarnir. Ég er ekki sannfærð um þau rök sem sett eru fram í ágætri skýrslu Samfylk- ingarinnar um Evrópumál, að vegna sögulegrar veiðireynslu getum við Ís- lendingar einir setið að okkar fiski- miðum eftir aðild að ESB. Við eigum að stíga varlega til jarðar. Aðild að Evrópusambandinu gengur hvort sem er ekki fram fyrr en 2008 eða 2010,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir, en tók fram að hún væri ánægð með hvernig unnið hefði verið að málinu á vettvangi flokksins. Hún sagðist einn- ig mjög sátt við að skýrslan færi í um- ræðu í flokknum og greidd yrðu at- kvæði um stefnuna eins og formaður flokksins hefði lagt til. Í setningarræðu sinni á föstudag sagði Össur Skarphéðinsson að hann hefði sannfærst um að kostirnir við aðild myndu reynast þyngri á met- unum en gallarnir. Forystan sjálfkjörin Á fundinum var Össur Skarphéð- insson sjálfkjörinn formaður flokks- ins. Sjálfkjörið var einnig í önnur embætti. Margrét Frímannsdóttir var endurkjörin varaformaður, Eyj- ólfur Sæmundsson var endurkjörinn gjaldkeri og Bryndís Kristjánsdóttir var sjálfkjörin ritari í stað Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem gaf ekki kost á sér. Sex tillögur um nýtt nafn á Sam- fylkinguna komu fram á fundinum og var þeim vísað til laganefndar. Formaður þingflokks Samfylkingar vill að Ísland sæki um aðild að ESB Jóhanna Sigurðardóttir hvetur til varfærni BRYNDÍS Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylking- arinnar, sagði á landsfundi Samfylkingarinnar í gærmorgun að hún væri þeirrar skoðunar að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Undir þetta tók Katrín Júlíusdóttir, for- maður Sambands ungra jafnaðarmanna. Jóhanna Sigurðardótt- ir alþingismaður, lýsti hins vegar yfir andstöðu við aðild að ESB. Bryndís sagði að EES-samningurinn hefði verið góður samningur á sínum tíma, en hættumerki væru framundan. Bryndís Hlöðversdóttir Jóhanna Sigurðardóttir Össur Skarphéðinsson MARGIR starfsmenn á verðbréfa- markaði hérlendis kvarta undan streitu en langflestir eru þó ánægð- ir í starfi. Þá er stór hluti starfs- fólks íslenskra verðbréfafyrirtækja undir þrítugu og með litla starfs- reynslu. Sex af hverjum tíu starfs- mönnum þriggja stærstu verðbréfa- fyrirtækjanna eru á aldrinum 21 til 30 ára og aðeins 4% hafa náð fer- tugu. Tæplega 60% starfsmanna á verðbréfamarkaðnum hafa aðeins unnið á þeim vettvangi í tvö ár. Þá hafa 65% starfsmanna fundið að einhverju marki fyrir áhyggjum eða dapurleika á síðastliðnu ári, 50% fyrir svefnleysi og 46% fyrir kvíðaköstum. Rannsóknir hafa sýnt sterkt samband á milli félagslegs álags og verkja í hálsi, herðum og í baki. Þetta kemur fram í rannsókn Hildar Friðriksdóttur, nema í fé- lags- og atvinnulífsfræði við HÍ, og Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur, stundakennara við HÍ og fé- lagsfræðings hjá Vinnueftirliti rík- isins. Spennandi að vinna undir mikilli pressu „Svo virðist sem ákveðnar mann- gerðir ráðist í þessi störf; menn sem finnst spennandi að vinna und- ir pressu því algeng svör, þegar spurt var hvað væri jákvæðast í vinnunni, voru að starfið væri spennandi og krefjandi, fjölbreytt, mikil „aksjón“, sveigjanleiki, óvissa og sjálfstæði,“ segir Hildur Frið- riksdóttir m.a. í samtali um rann- sóknina. Starfsmenn á verð- bréfamarkaðnum Ánægðir í starfi en kvarta und- an streitu  Meðalstarfsaldur/14 og 15 Kærður eftir árás á heim- ili manns EINN maður var kærður fyr- ir líkamsárás í fyrrinótt er hann ruddist inn í íbúð manns í Grafarvogi ásamt öðrum mönnum og barði húsráðanda í andlit svo af hlutust áverkar á nefi og kinnbeini. Málið er komið í rannsókn hjá lögreglunni, sem segir að kærandi og hinn kærði hafi þekkst. Innrásarliðið hafði sig á brott eftir verknaðinn en lögreglan mun hafa tal af hin- um kærða bráðlega. VERSLUNAREIGENDUR eru nú í óðaönn að skreyta verslanir sínar. Nýtt kortatímabil er hafið og jólaverslun í þann mund að hefjast. Flestir kaupmenn virðast bjartsýnir á verslun um komandi jól og segja að enda þótt fólk haldi að sér höndum á mörgum sviðum þá standi jóla- verslunin yfirleitt fyrir sínu; kaupmenn sem hafi verslað við Laugaveginn í áratugi segi að sama sé hvernig allt veltist, jólaverslun á Laugaveginum bregðist ekki. Töluverður erill var á Laugaveginum í gær enda skemmdi veðrið ekki fyrir. Kaupmenn við Laugaveg eru margir búnir að skreyta eða gera það eftir helgina. Þá höfðu kaupmenn orð á því að óvenju mikið væri af ferðamönnum í bænum miðað við árstíma. Nú hittist svo á að fyrsti langi laugardagurinn við Laugaveginn verður 1. desember og verða því allir laugardagar langir í þeim mánuði. Ragnar Guðmundsson hjá Eignarhaldsfélagi Kringlunnar segir að jólaverslun hefjist vana- lega um þetta leyti og nú séu mánaðamót í kred- itkortum og það marki alla jafna upphafið að jólaversluninni. „Við erum sáttir við þá aðsókn sem verið hefur. Það hefur auðvitað verið sam- dráttur alls staðar, líka vegna tilkomu Smára- lindar en samdrátturinn hér hjá okkur er miklu minni en við áttum von á. Við settum upp inni- skreytingar dálítið fyrr en vanalega en erum að klára að setja upp síðustu útiskreytingarnar þessa dagana. Og flestar verslanir eru komnar eða eru að komast í jólabúninginn. Ég hef ekki trú á öðru en jólaverslunin verði góð í ár, þótt fólk fari ekki til útlanda eða kaupi sér ekki nýj- an bíl þá vill það auðvitað halda jólin hátíðleg.“ Finnur Árnason hjá Hagkaupum segir að jólaverslun í Smáralindinni sé að hefjast, greini- legur kippur hafi komið í verslunina 15. nóv- ember þegar nýtt kortatímabil hófst. Aðsókn á föstudaginn hafi til að mynda verið mjög góð. Þetta sé svona rétt að fara af stað og menn farn- ir að skreyta. „Við erum að gefa út blað og þar er að koma inn jólafatnaðurinn og við erum um þessa helgi með 30% afslátt af völdum bókum þannig að við erum að komast í jólastelling- arnar. Við erum bara nokkuð bjartsýn á jóla- verslunina, það er frekar hætta á að það fari þrengja að eftir áramótin.“ Morgunblaðið/Ásdís Jólaverslun að komast á fullt skrið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.